Tíminn - 18.11.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.11.1982, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1982 7 erlent yfirlit ■ HINN nýi forustumaður Sovétríkj- anna, Juri Andropof, hefur fengið allgott tækifæri í sambandi við jarðarför Brésnjefs til að kynnast erlendum þjóð- arleiðtogum og kynna sjálfan sig um leið. Viðtöl þau, sem hann átti við þjóðar- leiðtoga í sambandi við jarðarförina, munu verða til athugunar í ýmsum höfuðborgum næstu daga. Að vísu voru þau mest sprottin af kurteisisástæðum og áttu ekki að snúast um stjórnmál að ráði. Eigi að síður mun verða reynt að draga ályktanir af þeim. Vafalítið beinist mest athygli að viðtali Andropofs og Georges Bush, ■ Juri Andropof Verdur Gromyko for seti Sovétríkjanna? Bandaríkin vildu heldur Andropof en Chernenko varaforseta Bandaríkjanna. Það stóð að vísu ekki nema í hálfa klukkustund, og mun höfuðefnið hafa verið það, að bæði Bush og Andropof óskuðu eftir góðri og batnandi sambúð milli risaveldanna, en án nokkurrar óeðlilegrar tilslökunar. Viðtal þetta mun verða meira dæmt eftir blænum, sem var á því, en efnislegu innihaldi. Það hefur vafalítið auðveldað þetta viðtal, að Andropof er vel fær í ensku og þarf því ekki að nota túlk, nema hann telji það nauðsynlegt formsins vegna. Viðstaddir viðræður þeirra Bush og Andropofs voru utanríkisráðherrar ríkj- anna. Á þessu stigi munu þeir Bush og Andropof vafalaust ekki hafa minnzt neitt á leynilögreglumál, þótt báðir séu þeim vel kunnugir. Bush vár um skeið æðsti vfirmaður CIA, bandarísku leyni- þjónustunnar, en Andropof yfirmaður rússnesku leynilögreglunnar, KGB, í 15 ár. Það þykir merki um, að Sovétmenn hafi viljað sýna Bandaríkjamönnum sóma við þetta tækifæri, að þeir buðu sérstaklega fimm fyrrverandi utanríkis- ráðherrum eða þeim Alexander Haig, Edmund Muskie, Cyrus Vance, William Rogers og Dean Rusk. Bæði Shultz utanríkisráðherra og William Clark, sérstakur ráðgjafi Reag- ans forseta í öryggismálum, munu hafa lagt til við forsetann, að hann færi sjálfur, en hann ekki talið það rétt á þessu stigi, að hann ræddi við Andropof, heldur yrði það varaforsetinn. Reagan sýndi hins vegar, að hann vildi láta í ljós vilja til batnandi sambúðar, með því að tilkynna fljótlega eftir fráfall Brésnjefs, að Bandaríkin hefðu hætt öllum refsiaðgerðum í sambandi við gasleiðsluna miklu. Sú skoðun kemur yfirleitt fram í bandarískum fjölmiðlum, að þeir menn, sem nú ráða í Washington hafi heldur kosið Andropof en Chemenko sem eftirmann Brésnjefs. Andropof muni sennilega reynast traustari stjórn- andi, en hins vegar sveigjanlegri og ekki eins háður stefnu fyrirrennara síns. Sú skoðun virðist yfirleitt ríkjandi hjá stjómum vestrænna ríkja, að rétt sé að fara gætilega í sakirnar meðan Andropof er að festa sig í sessi og láta í ljós vilja til samkomulags, án þess að um nokkurn óeðlilegan undanslátt sé að ræða. AUK þess, sem Andropof ræddi við Bush, átti hann viðræður við Indiru Gandhi, Zia forseta Pakistans og Karmal forseta Afganistan. Sérstaka athygli ■ Gromyko vakti, að hatin skyldi ræða við tvo þá síðarnefndu. Hann ræddi ekki að þessu sinni við leiðtoga Austur-Evrópuríkj- anna, en hann mun hitta þá bráðlega að sögn. Annars voru það ekki viðræður And- ropofs við erlenda þjóðarleiðtoga, sem vöktu mesta athygli í sambandi við jarðarför Brésnjefs. Það vakti langmesta athygli, að kín- verska stjórnin sendi utanríkisráðherra sinn, Huan Hua, til að vera viðstaddan jarðarförina. Jafnframt létu stjórnarvöld í Peking falla nýleg orð í garð hins látna þjóðarleiðtoga. Hvort tveggja þetta þykir benda til þess, að það sé nú ekki síður orðinn vilji Kínverja en Rússa að bæta sambúð ríkjanna, sem hefur verið mjög köld síðustu tvo áratugina, svo að ekki sé meira sagt. Það gaf þessu enn meiri byr í vængi, þegar kunnugt var um, að Huan Hua myndi ræða við Gromyko utánríkisráð- herra. Þær viðræður hafa nú farið fram og em sagðar hafa verið vinsamlegar. Eftir þær var því yfirlýst af hálfu beggja, að viðræðum rússneskra og kínverskra stjórnarvalda yrði haldið áfram. ÞAÐ vekur nú talsverða eftirvæntingu fréttaskýrenda, hvort Andropof muni fara í slóð Brésnjefs og bæta því við flokksforustuna að verða einnig forseti ríkisins. Lengstum hafa þessi tvö em- bætti verið aðskilin, unz Brésnjef tókst þau bæði á hendur síðustu valdaár sín. Forsetaembættið er fyrst og fremst tignarstaða og er það forseti þingsins, sem gegnir því hverju sinni. Þingið mun koma saman síðar í þessum mánuði og verður það sennilega aðalverkefni þess að velja sér forseta í stað Brésnjefs. Sá orðrómur hefur komizt á kreik í Moskvu, að ætlunin sé að gera Gromyko að forseta og myndi hann þá láta af embætti utanríkisráðherrá'eftir að hafa gegnt því um langt skeið. Hann gæti eigi að síður verið til ráðuneytis um utan- ríkismál. Láti Gromyko af embætti utanrfkis- ráðherra, þykir sennilegt að eftirmaður hans geti orðið Anatoli Dobrynin, sem gegnt hefur embætti sendiherra í Banda- ríkjunum undanfarin tuttugu ár. Do- brynin er 63 ára gamall. Talið er, að sumir hafi það á móti Dobrynin, að hann sé búinn að vera of lengi erlendis. Sennilega myndi það því þykja merki um, að Andropof ætlaði að leggja mikla áherzlu á sambúðina við Bandaríkin, ef hann fæli Dobrynin utanríkismálin. Andropof er talinn hafa góða mögu- leika til að styrkja stöðu sína í stjórnar- nefnd Kommúnistaflokksins. Rétt eftir að Brésnjef féll frá, andaðist aldursfor- setinn þar, Arvid Pelshe. Þá hafa enn ekki verið skipaðir eftirmenn þeirra Suslofs og Kirilenkos. Þannig getur Andropof með góðu móti bætt strax við fjórum mönnum, sem væru hliðhollir honum. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar VOKVAPRESSA MÚRBROT — FLEYGUN HLJÓÐLÁT — RYKLAUS Tökum að okkur alla múrbrota- og fleygavinnu, hvar og hvenær sem er. T.d. í húsgrunnum og holræsum, brjótum milliveggi, gerum dyra og gluggaop, einnig fyrir flestum lögnum og f.l. Erum með nýja og öfluga vökvapressu. Vanir menn. VERKTAK símí 54491. Jörð til leigu Jörðin Víðivellir fremri Fljótsdal N-Múlasýslu er til leigu nú þegar. Sauðfjárbúskapur getur ekki orðið á jörðinni vegna staðfestrar riðuveiki næstu 3-5 árin. Aðrir möguleikar eru t.d. refa og minkaræktog kúabúskapur. Húsakosturallgóður, tún 40 ha. Upplýsingar í síma 97-4322. Er miðstöðin í ólagi? Auk nylagna tökum við að okkur kerfaskiptingar og setjum Danfosskrana á ofna. Einnig meirihátt- ar breytingar og viðgerðir á vatns- og miðstöðva- kerfum. Kristján Pálmar & Sveinn Frímann Jóhannssynir, Löggiltir pipulagningameistarar Uppl. i sima 43859 & 44204 a kvöldin. Raflagnir Fyrsta flokks þjónusta Ef þú þarft að endurnýja, gera við, bæta við eða breyta raflögnum, minnir Samvirki á þjónustu sína með harðsnúnu liði rafvirkja, sem ávallt eru tilbúnir til hjálpar. samvirki, SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI 4415 66 Brynningartæki í FJÓS OG HESTHÚS Fischer brynningartæki fy rirligg jandi VERÐ KR. 2.400 Globusa LÁGMÚLI 5. SÍMI 81555

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.