Tíminn - 18.11.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.11.1982, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1982 9 18. flokksþing Framsóknarflokksins Samþykktir 1S. fiokksþings Framsóknarmanna um atvinnumál ■ Undirstaða sóknar íslensku þjóðar- innar til efnahagslegra framfara og vaxandi almennrar velferðar er stöðugt efnahagslíf og þróttmikið atvinnulif. Aðaleinkenni efnahagsmála í um- - heiminum í dag er alvarlegasta kreppa í efnahags- og atvinnumálum sem þjóðir heims hafa upplifað síðan í kreppunni miklu fyrir rúmum 50 árum. Af hennar sökum ganga nú milljónir manna at- vinnulausar í nágrannaríkjum okkar. Samhliða hinni djúpstæðu alþjóðlegu efnahagskreppu hafa íslendingar orðið að þola stórfelldan samdrátt í sjávarafla einkum vegna hruns loðnustofnsins og minnkandi þorskafla. Þessi aflabrestur veldur fyrirsjáanlega umtalsverðum samdrætti þjóðartekna á þessu ári og því næsta. Við þessar aðstæður í efnahagsmálum þjóðarinnar á atvinnulífið undir högg að sækja enda eru nú þegar blikur á lofti sem breytst geta í atvinnuleysi og innanlandskreppu verði ekki hart við brugðist og af fullri ákveðni. Framsóknarflokkurinn leggur því áherslu á algeran forgang atvinnumála á næstu misserum undir kjörorðunum: Störf fyrir alla. Ísland án atvinnuleysis. Til að treysta grundvöll atvinnulífsins til lengri tíma setur flokksþingið fram eftirfarandi stefnu í helstu greinum atvinnulífs, Iðnaðarmál Frumskilyrði öflugs iðnaðar er, að atvinnulífinu séu búin hagstæð vaxtar- skilyrði, og stöðugleiki ríki í efnahags- málum þjóðarinnar. Þannig getur at- vinnureksturinn best virkjað auðlindir og sívaxandi þekkingu þjóðarinnar til aukinnnar framleiðslu. íslensk iðnþróun verður að eiga upptök sín hjá fólkinu og fyrirtækjum þess með virkum stuðningi hins opin- bera, þar sem það á við, en varast ber ofstýringu af hálfu ríkisins. Flokksþingið fagnar þingsályktun Al- þingis um iðnaðarstefnu, sem samþykkt var s.l. vor en minnir á ofangreind meginatriði sem forsendur markvissrar iðnþróunar þjóðarinnar. í því sambandi vekur flokksþingið sérstaklega athygli á eftirfarandi: 1. Að starfsskilyrði iðnaðarins verði afdráttarlaust jöfnuð við aðra höfuðat- vinnuvegi í launakjörum og skattamál- um. Iðnaðinum verði ekki búin lakari starfsskilyrði en gerist í nágrannalöndum okkar. 2. Við gengisskráningu verði tekið meira mið af samkeppnisstöðu iðnaðar- ins en verið hefur. 3. Að verðjöfnunarsjóðum í hagkerf- inu verði beitt af meiri ákveðni en verið hefur til að komist verði hjá snöggum breytingum í innbyrðis afkomu atvinnu- greina. Að lánasjóðir iðnaðarins verði efldir. 4. Fjármagn til rannsóknar- og þróun- arstarfsemi í fyrirtækum verði stóraukið og fundnar verði leiðir til að örva fyrirtæki til aukinnar starfsemi á því sviði. Ennfremur verði lögð áhersla á að hvetja fyrirtæki og einstaklinga til að koma fram nýjungum í iðnaði. Veittar verði skattaívilnanir vegna tilraunastarf- semi á þeim vettvangi. 5. Aukin verði hlutdeild atvinnulífsins í stjórn þjónustustofnana iðnaðarins. 6. Bæta þarf samkeppnisaðstöðu ís- lenskrar iðnaðarframleiðslu og gefin verði frjáls álagning á íslenskum iðn- aðarvörum í smásölu. Stuðlað verði að frjálsri verðmyndun í iðnaði og tryggt, að ekki komi til tvísköttunar. 7. Vcrk- og tæknimenntun verði stóraukin. Samstarf og tengsl skóla- og atvinnulífs verði eflt verulega. 8. Strangar kröfur verði gerðar til iðnreksturs um starfsumhverfi, umhverf- is- og vinnuvemd. 9. Fyrirtæki verði hvött til að gæta aukinnar hagræðingar í rekstri og fundn- ar hvetjandi aðgerðir til að svo geti orðið. 10. Veitt verði aðstoð til útflutnings og samkeppnislána sem sé sambærilegt við það, sem gerist í nágrannalöndum okkar. 11. Innfluttar iðnaðarvörur séu háðar gæðamati. Athuguð verði beiting undir- boðstolla í samræmi við viðskiptaskuld- bindingar tslendinga. 12. Rýmka þarf skilgreiningu stjóru- valda á hugtakinu samkeppnisiðnaður. 13. Stofnað verði fyrirtæki á vegum ríkisins er hafi með höndum stjórn á iðnfyrirtækum í ríkiseign og sem geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir um upp- byggingu fjármagnsfrekari nýiðnaðar. 14. Gert verði verulegt átak í að efla markaðsleit og sölu á íslenskum iðnvarn- ingi erlendis og almenningur hvattur til kaupa á innlendum iðnaðarvörum. Op- inberar stofnanir fylgi íslenskri inn - kaupastefnu. Orkumál 1. ORKUNÝTING Stefnt verði að því að virkja innlendar orkulindir hvar sem slíkt kanmaðvera hagkvæmt. Þegar rofar til í þeirri efnahagskreppu, sem nú ríkir í heimin- um, telur flokksþingið skynsamlegt að stefna að sem markmiði að um næstu aldamót nemi sala til orkuiðnaðar jafn- gildi innfluttrar orku. Þetta getur þýtt þreföldun orkufreks iðnaðar til alda- móta. Flokksþingið telur nauðsynlegt, að íslendingar hafi virk yfírráð í orkufrek- um iðnaði. Til að tryggja slík yfirráð í orkufrekum iðnaði verði um frekari stóriðjufram- kvæmdir að ræða, bendir flokksþingið á eftirfarandi. 1. Að íslendingar eigi meirihluta í fyrirtækjunum. Sú meirihlutaegin getur myndast á nokkru árabili. 2. Að íslendingar afli sér nauðsyn- legrar tækniþekkingar og axli stærri og stærri hluta tækniþjónustunnar við orku- frekan iðnað. 3. Að íslendingar taki sjálfir fullan þátt í markaðsmálum, bæ ði í kaupum á hráefnum og sölu afurða. 4. Að íslensk eignaraðild að orkufrek- um iðnfyrirtækjum verði í höndum einstaklinga, hlutafélaga, samvinnufé- laga og ríkis, eftir því, sem nauðsynlegt reynist. 5. íslensk lögsaga verði í öllum ágreiningsmálum. Sporna ber við því að fyrirtæki í orkufrekum iðnaði verði alfarið að meirihluta í eigu ríkisins, enda kann umfangsmikill ríkisrekstur í orkufrekum iðnaði að raska því jafnvægi, sem ríkt hefur hér á landi um áratuga skeið milli mismunandi eignaforma í atvinnulífinu. 2. ORKUFRAMLEIÐSLA OG DREIFING: í raforkumálum verði lögð höfuðá- hersla á eftirfarandi: 1) Virkjanir landsmanna verði dreifð- ar um landið þannig að öryggi orkufram- leiðslu og orkuflutnings verði sem mest. 2) Öllum landsmönnum verði tryggð næg raforka á sambærilegu verði. 3) Skipulag raforkumála verði með þeim hætti að eitt landsfyrirtæki annist megin raforkuvinnslu og aðalraforku- flutning ásamt heildsölu til almennings- veitna og orkufreks iðnaðar. 4) Áhersla verði lögð á virkjanarann- sóknir og gerðar áætlanir um virkjanir til aldamóta. 5) Stefnt verði að sem jöfnustum hraða í framkvæmdum við virkjanir þannig að um samfelldar framkvæmdir verði að ræða og verkþekking nýtist sem best. 6) Á eftir Blöndu verði virkjað í Fljótsdal, Sultartanga og Búrfell II. 7) Ríkissjóður beri kostnað af félags- legum framkvæmdum í orkumálum. 8) Skipulega verði unnið að rannsókn háhitasvæðanna með það að markmiði að tveir staðir verði tilbúnir til nýtingar á næstu 5 árum. Svæði nálægt þéttbýli og höfnum gangi fyrir. 9) Hringtengingu stofnlína á raforku- kerfinu verði lokið á næsta ári. 10) Flutningskerfi raforku verði endurbætt með tilliti til bættrar orku - nýtingar, samkvæmt áætlun, sem gerð hefur verið. 11) Stuðlað verði að framleiðslu tækjabúnaðar til virkjana og flutnings virkja raforku hér á landi. Leitað verði samvinnu við erlenda framleiðendur um uppbyggingu slíkrar framleiðslu. 3. ÖNNUR ORKUMÁL Af öðrum viðfangsefnum á sviði orkumála leggur flokksþingið áherslu á eftirfarandi: 1) Áfram verði unnið af fullum krafti á sviði orkusparnaðar. 2) Lögð verði áhersla á rannsóknir sem miða að því að nýta innlenda orku í stað innfluttrar olíu hvar sem slíkt kann að reynast hagkvæmt. 3) Rannsóknaáætlun verði gerð á hugsanlegum olíuvinnslumöguleikum við ísland. 4) Allra leiða verði leitað til að ná fram hækkun orkuverðs hjá álverk- smiðjunni og endurskoðun samninga um verksmiðjuna. 5) Djúphiti verði þjóðareign. 6) Komið verði á fót hið fyrsta orkunýtingarráði er vinni að mótun alhliða orkunýtingarstefnu. , 7) Kannaðir verði möguleikar á bættri orkunýtingu við fiskveiðar og fisk- vinnslu. 8) Þess verði gætt í skattlagningu og tollamálum að álögur á innlenda orku dragi ekki úr viðleitni til þess að spara innflutta orkugjafa. 9) Hagkvæmni rafbíla verði könnuð og innflutningur á þeim örvaður með lækkun aðflutningsgjalda og þunga- skatts. Sjávarútvegsmál 1. Á síðusta áratug hefur þróun sjávarútvegs verið í réfta átt. Árstíða- bundnu atvinnuleysi hefur verið útrýmt í útgerðarstöðvum víðsvegar um landið, með þróttmikilli uppbyggingu fiski- skipaflota og bættri aðstöðu til móttöku og vinnslu fiskafla. Flokksþingið minnir á forystu Framsóknarflokksins í útfærslu fiskveiðilögsögunnar frá upphafi og þeirra úrslitaáhrifa sem það mál hefur haft á lífskjör í landinu. Gæta verður þess við yfirstandandi endurskoðun fiskveiðilaga, að flestar tegundir fiskstofna við ísland eru full- nýttar. í framtíðinni þarf því að fylgjast vel með því að fiskstofnar verði ekki of nýttir og stj órnun í sjávarútvegsmálum verði styrkt og hún verði markvissari. Má benda á að atriði, sem nú eru bundin í lögum, ætti fremur að hafa í reglugerð- um, til þess að stjórnendurfiskveiðimála geti beitt og breytt þeim ákvæðum, eins og best á við á hverjum tíma. 2. Þegar ríkisstjórnin tók við í febrúar 1980 var fiskvinnslan rekin með miklum halla og hafði ekki skilyrði til þess að greiða útgerðinni nægilega hátt verð, til þess að hún stæði undir sér. Með ýmsum aðgerðum m.a. endurgreiðslu á nokkr- um hluta fjármagnskostnaðar og að- lögun gengis að kostnaðarhækkunum innanlands, hefur veiðum og vinnsu verið haldið gangandi, þrátt fyrir rnargs- konar óhagstæð ytri skilyrði. Aflabrestur í m ikilvægum fiskstofn- um og óhagstæð samsetning afla hefur valdið útgerðinni búsifjum og jafnframt skert tekjur sjómanna. Stórfelld áföll hafa orðið vegna sölu- tregðu og verðfalls á erlendum mörk- uðum. Jafnframt því eigum við í stóraukinni samkeppni við þjóðir sem greiða afurðir sínar niður með fjármagni frá öðrum atvinnuvegum.en slíkt er óhugsandi hér vegna hlutfallslegrar stærðar sjávarútvegsins. 3. Flokksþingið fagnar því, að sjávar- útvegsráðherra tókst að knýja fram samstöðu um aðgerðir, sem forðuðu að mestu stöðvun útgerðar nú síðla sumars, en bendir á að eins og oft áður, var um skammtímalausn að ræða. Ekki er hægt að búast áfram við auknum afla og verður tekjuaukning í sjávarútvegi því að byggjast á auknum gæðum og að framleiða verðmeiri vörur. 4. Flokksþingið leggur áherslu á, að í samráði við samtök sjómanna, útgerðar- manna og fiskvinnslunnar verði áfram unnið að því að treysta grundvöll allra greina sjávarútvegsins. Veiðum og vinnslu verði jafnan tryggður reksturs- grundvöllur og viðunandi afkoma. Vandað verði til endurnýjunar fiski- skipaflotans, svo að íslenskir sjómenn hafi aðstöðu til þess að vera áfram afkastamestir fiskimcnn í heimi og búi við fvllsta öryggi í starfi sínu. Fiskveiðasjóður og Byggðasjóður verði efldir til þess að fjármagn sé tiltækt til aðgerða og framkvæmda, sem miða að öryggi, orkusparnaði, bættri nýtingu, samhæfingu veiða og vinnslu allsstaðar á landinu og skynsamlegri endurnýjun skipa og vinnslustöðva. 5. fslendingar hafa löngum verið í fararbroddi í vöruvöndun sjávarafurða og eru það enn í flestum greinum. Hins vegar eru samkeppnisþjóðir okkar nú að sækja mjög á. Því má ekki slaka á kröfum og gera fiskvinnslunni erfiðara fyrir að skila gæðavöru. Til þess að standast hafðnandi samkeppni þarf að verða framför í meðferð sjávarafla. Herða þarf reglur um meðferð afla í veiðarfærum, um borð í fiskiskipum og í vinnslustöðvum. Starfsemi Fram- leiðslueftirlits sjávarafurða verður að taka til endurskoðunar. Höfuðáherslu verður að leggja á vöruvöndun, kunn- áttu og samviskusemi í meðferð og mati afla og afurða. 6. Flokksþingið leggur áherslu á, að öflugur sjávarútvegur mun enn um langan aldur verða grundvöllur þjóðar- búskapar og lífskjara hér á landi. Fjárhagslega traustur sjávarútvegur er því meginforsenda þjóðartekna og góðra lífskjara. Verslunar- og viðskiptamál Verslun er einn af mikilvægustu atvinnuvegum þjóðarinnar. Meira en fimmti hver vinnandi maður hefur atvinnu sína af verslun. Góð verslunar- þjónusta í nútíma þjóðfélagi er eitt af undirstöðuatriðum almennrar velferðar. Því er brýnt að skapa þessum atvinnu- vegi hagstæð rekstrarskilyrði. Flokksþingið telur að heilbrigð sam- keppni samvinnu- og einkarekstrar ásamt öflugu starfi neytendasamtaka sé besta leiðin til að stuðla að sanngjörnu vöruverði og góðri þjónustu. Opinbert verðlagseftirlit getur ekki komið í stað vakandi eftirlits neytandans sjálfs. Þing- ið telur að stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar- innar í verðlagsmálum um að dregið verði úr opinberum afskiptum af verð- myndun og aukinn sveigjanleiki í verð- myndunarkerfinu sé spor í rétta átt. Flokksþingið telur æskilegt, að ýmis opinber gjöld á versluninni verði lækkuð eða afnumin.Meðal annars má nefna lækkun aðstöðugjalds og launaskatts og , afnám laga um sérstakan skatt á skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Nauð- synlegt er að endurmat vörubirgða verði miðað við rétta gengisskráningu á hverjum tíma. Þingið telur innheimtu söluskatts af flutningskostnaði ranglæti sem brýnt sé að leiðrétta og eðlilegt að ríkissjóður greiði þóknun af innheimtu smásöluverslunarinnar á opinberum gjöldum. í dreifbýlisversluninni er við mikinn vanda að etja, sérstaklega í fámennustu byggðarlögunum þar sem kaupfélög annast yfirleitt verslunarreksturinn. Stjórnvöldum ber skylda til að leita úrbóta á þeim vanda. Flokksþingið bendir á, að þar sem milliríkjaviðskipti íslendinga eru hlut- fallslega meiri en flestra annarra þjóða hafa þau mikil áhrif á afkomu þjóðarinn- ar. Varasamt er að blanda saman viðskiptahagsmunum og stjórnmála- sjónarmiðum. Telja verður að með þátttöku sinni í fríverslunarsamtökum Evrópu og samn- ingi við efnahagsbandalagið hafi Is- lendingar náð miklum ávinningi fyrir útflutningsatvinnuvegina. Frjáls alþjóð- aviðskipti munu stuðla að bættri afkomu íslensku þjóðarinnar. Ferðamál Flokksþingið telur mikilvægt að nýta möguleika til atvinnusköpunar og gjald- eyrisöflunar sem felast í ýmis konar þjónustu við ferðamenn. Þingið leggur áherslu á að tryggt verði fjármagn til nauðsynlegarar upp- byggingar í þessu skyni. Samgöngumál Flokksþing Framsóknarmanna fagnar mikilsverðum áföngum í samgöngumál- um sem náðst hafa á undanförnum árum. Samgöngukerfi landsins er að mörgu leyti vanþróað en þýðing þess fyrir atvinnulífið og félagslegt gildi fer sífellt vaxandi. Góðarsamgöngureru forsenda framfara í landinu. Gera þarf áætlun um samræmda uppbyggingu í samgöngu- málum sem komi í framhaldi af þeirri vinnu og áætlanagerð í ýmsum greinum samgangna sem unnið hefur verið að undir forystu núverandi samgönguráð- herra. í hafnarmálum hefur á undanförnum árum verið mikið gert til að aðlaga hafnir landsins að þörfum fiskiskipaflot- ans jafnframt því sem þær hafa sinnt þeim flutningum sem til hafa fallið. Flokksþing Framsóknarmanna lýsir stuðningi við þá brcytingu sem verið er að framkvæma á skipakosti og þjónustu Skipaútgerðar ríkisins. Með þeim breyt- ingum mun Skipaútgerðinni gert kleift að þjóna betur og hagkvæmar en áður dreifbýli landsins. í flugmálum ber sérstaklega að fagna þeim árangri sem náðst hefur þrátt fyrir takmarkað fjármagn. Svo sem fram- kvæmdum í öryggismálum og endur- bótum við lengingu flugbrauta o.fl. Sérstaka áherslu ber að leggja á aukið öryggi flugsins á öllum sviðum. Flokks- þingið lýsir ánægju sinni með frumvarp samgönguráðherra um flugmál sem mið- ar að bættri stjórnun flugmála og langtímaáætlun um framkvæmdir og fjármál í Ifkingu við vegaáætlun. Þá lýsir flokksþingið yfir fullum stuðningi við flugmálastefnu samgönguráðherra. Flokksþingið leggur áherslu á að staðið verði við 5 ára áætlun um sjálfvirkan síma á þau býli á landinu sem slíks njóta ekki nú. Jafnframt hvetur þingið til þess að gjaldskrá fyrir símanotkun innan hvers númerasvæðis verði samræmd eins og stefnt er að skv. gildandi lögum. Á síðustu árum hefur mikill árangur náðst í vegaframkvæmdum. Ber þar hæst byltingu í lagningu bundins slitlags sem hefur lengst úr 270 í 650 km. á þremur árum. Lögð er áhersla á framkvæmd langtímaáætlunar í vega- málum og að hún verði endurskoðuð til hækkunar ef í ljós kemur að markmiðum Framsóknarmanna um aukinn hagvöxt veri náð. ■ Bekkurinn var þétt setinn á flokksþinginu, enda var það hið fjölmennasta sem Framsóknarmenn hafa haldið til þessa. Tímamynd Ella

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.