Tíminn - 18.11.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.11.1982, Blaðsíða 10
■ Næstkomandi sunnu- dagskvöld kl. 19.30 verö- ur eitt helsta meistaraverk bandarískra leikhúsbók- mennta þessarar aldar frumsýnt í Þjóðleikhúsinu, en það er „Long Days Journey Into Night“, eftir Eugene 0*Neill, sem hefur hlotið íslenska heitið „Dagleiðin langa inn í nótt“, í þýðingu Thors VHhjálmssonar. Leikrit þetta var áður sýnt í Þjóðleikhúsinu 1959, en þá var það nefnt„Húmar hægt að kvöldi“. Leikstjóri Dagleiðarinnar löngu er- Bandaríkjamaðurinn Kent Paul, en hann hefur getið sér gott orð vestra fyrir sviðsetningar sínar á verkum O’Neill. Aðstoðarleikstjóri er Árni Ibsen og leikmynd og búninga gerði Bretinn Quentin Thomas, en hann hefur að undanförnu starfað í Bandaríkjunum, og er þetta í fimmta skiptið sem hann starfar með leikstjóranum Paul. Leikrit- ið tekur á fjórða tíma í flutningi, og þess vegna var ákveðið að breyta sýningar- tímanum og byrja kl. 19.30 í hlutverkum í Dagleiðinni íöngu eru leikararnir Rúrik Haraldsson, Þóra Friðriksdóttir, Arnar Jónsson, Júlíus Hjörleifsson, (hans fyrsta stóra hlutverk á sviði) og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. O’Neill lést árið 1953 og það var ekki fyrr en þremur árum eftir dauða hans, eða 1956 sem Dagleiðin langa var fyrst sviðsett. Var það vegna þess að O’Neill vildi ekki að verkið yrði sviðsett á meðan hann sjálfur var á lífi, því verkið er mjög svo sjálfsævisögulegt. Tímamenn skruppu niður í Þjóð- leikhús ívikunni, þarsem þeirm.a. hittu leikstjórann, aðstoðarleikstjórann og leikmyndagerðarmanninn að máli. Kvalafull leit Paul leikstjóri var að því spurður hvað væri aðalþema þessa verks: „Ja, þú spyrð ekki beinlínis smátt! Ég get svo sem reynt að svara í stuttu máli, en rétta svarið býr þó í verkinu í heild, sem tekur á fjórða tíma í flutningi. Þetta verk gengur í meginatriðum út á kvalafulla leit á sjálfskilningi - kvalafull- ar tilraunir til þess að fyrirgefa, þá einkum þeim sem standa þér næst. Auk þess sem reynt er til þess ítrasta að skilja þá sem standa manni hvað næst. Þetta var aðferð O’Neill til þess að nálgast fullkomnunina - Hann gat aðeins fyrir- gefið í leikverkum sínum, en ekki í rauanveruleikanum. Hann var í raunveru- leikanum afar strangur og siðvandur maður, sem gat aldrei fyrirgefið það sem honum þóttu aðrir brjóta af sér í hans garð. Dóttir hans giftist til að mynda Charlie Chaplin, og eftir það sleit hann öllu sambandi við hana. Hann gat því einungis fyrirgefið í list sinni, en ekki í raunveruleikanum. Fjölskyldan í þessu verki er mjög svo mótuð eftir fjölskyldu O’Neill, en þó er það ekkert grundvallaratriði til skilnings á verkinu, að menn þekki líf skáldsins. Textinn er á einhvern hátt þannig að hann hittir beint í mark. Það eina sem áhorfandinn þarf að gera, til þess að ná því sem hægt er að ná útúr verkinu, er að vera opinn fyrir því. Ef svo er, þá eru aðstæður þannig í verkinu og rökræður allar, að næstum því hver sem er gæti ímyndað sér að hann eða hún væri í, eða hefði verið í samskonar aðstæðum og um ræðir í leikritinu." „Siglir hjá hefðbundn- um söguþræði“ Árni Ibsen. aðstoðarleikstjóri segir okkur örfáar etningar um Dagleiðina: „Verkið lýsir einum haustdegi í lífi Tyrone-fjölskyldunnar, sem er af írsku bergi brotin;, og við kynnumst gleði hennar, og sorgum, draumum og von- brigðum. O’Neill siglir hjá hefbundnum söguþræði, en skapar þess í stað heil- steyptar og lifandi persónur og þróar þær með ferð þeirra í gegnum einn dag. ■ Stund milli stríða — þeir Árni Ibsen aðstoðarleikstjóri, Quentin Thomas leikmyndargerðarmaður og Kent Paul bera saman bækur sínar á æfingu. Tímamyndir — Róbert Þjóðleikhúsið frumsýnir á sunnudagskvöld, kl. 19.30 frægasta verk bandaríska leikskáldsins Eugene O’Neill: DAGLEIDIN LANGA ■ Kent Paul leikstjóri og Arnar Jónsson ráðgast um hlutverk Arnars. Mæðgingin Mary Tyrone og Edmund Tyrone leita huggunar hvort hjá öðru, Móðir Tyronebræðranna, Mary er leikin af Þóru Friðriksdóttur. Hér er hún ásamt sonum sínum James Jr. og Edmund (Júh'us Hjörleifsson) Titillinn vísar þannig til eðlis verksins, en jafnframt vísar hann til mannsævinn- ar, leitar höfundarins að sjálfsþekkingu - og, síðast en ekki síst, vísar hann til Bandaríkjanna og heimsins %alls, því verkið er samið í seinni heimstyrjöld- inni.“ „Mörgum stíltegund- um ægði saman“ - Hvemig hugmyndafræði býr svo að baki leikmyndinni í Dagleiðinni löngu? Um það er leikmyndagerðarmaðurinn Quentin Thomas spurður: „Þetta er mjög natúralísk leikmynd hjá mér. Ég gerði mér ferð í húsið, þar sem leikritið átti að gerast, til þess að fá rétta mynd af því hvemig sumarhús O’Neill hefði verið. Þetta hús er núna O’Neill-safn. Nú, þama sá ég samsagt húsið, sem var í raun og sannleika „holiday home“ -en þar á ég við að þarna ægði saman mörgum stíltegundum, því augljóslega höfðu hlutir verið fluttir þangað, þegar eitthvað nýtt hafði verið fengið á heimilið, þannig að þarna var í raun samankomið ýmiskonar dót, húsgögn, og fleira, sem tilheyrði nokkrum stílteg- undum. Þó var þetta alls ekki ljótt og fráhrindandi, heldur þvert á móti, mjög aðlaðandi. Eitt skemmtilegt dæmi um sérstöðu þessa húss, sem alls ekki er hægt að kalla kot, eða a.m.k. þyrfti maður að vera vellauðugur til þess að gera slíkt, er að í húsinu er ekki og var aldrei eldhús! O’Neill fjölskyldan fór í matsöluhús við hliðina og borðaði. Ég reyni sem sagt að skapa þessa sérstöku mynd í leikmynd minni, og um leið að koma ákveðnum tilfinningum henni tengdum á framfæri." „Og tekst meist- aralega vel,“ segir Paul leikstjóri, sem virðist vera afar ánægður með samstarfíð við Thomas, og þá ekki síður við aðstoðarleikstjórann, Árna Ibsen, því hann segir, þegar blaðamaður spyr hann hvort ekki sé neinum erfiðleikum háð að leikstýra íslenskum leikurum: „Nei, það hefur ekki verið erfitt. Það koma upp samskonar spursmál hjá leikurum, sama hvaða tungumál þeir tala. Ef einhver spursmál hafa komið upp sem ég hef átt erfitt með að leysa úr, þá hefur hann Árni alltaf getað greitt úr vandan- um - reyndar hefur hann verið ómetan- leg hjálparhella." „Verður undir í lífsbaráttunni“ Hlutverk James Tyrone Jr. er í ■ James Tyrone Jr. (Arnar Jónsson) skenkir „lífsins vökva“. höndum Arnars Jónssonar. Blaðamaður biður Arnar að lýsa sínu hlutverki stuttlega: „Þessi eldri bróðir, James Jr. er leikari, og hefur hann nánast verið neyddur út á þá braut af föðurnum. Hann verður yfirleitt undir í lífsbarátt- unni, og það er einhverskonar sjálfseyð- ingarhvöt í honum. Hann hefur fyllst sjálfshatri og biturleika, vegna þess hve oft hann hefur orðið undir. Þó má segja að James Tyrone Jr. sé að eðlisfari ákaflega hress og glaðvær íri, sem er metinn í vinahóp og þykir góður sögumaður. Þessi jákvæða hlið hans er ef til vill það sem helst snýr að fólki í verkinu, en það er ýmislegt annað sem býr undir. Þetta hlutverk er mjög erfitt, en að sama skapi skemmtilegt. Þetta er eitt af þeim hlutverkum þar sem maður verður að glíma heilmikið við sjálfan sig, þannig að það gerir miklar kröfur til manns:“ Það er Rúrik Haraldsson, sem leikur James Tyrone eldri, en það er stærsta hlutverk sýningarinnar. Rúrik var því miður veikur, þegarTímamenn ráku inn nefið í Þjóðleikhúsinu, þannig að sú er ástæðan fyrir því að ekki er spjallað við hann hér. Er óskandi að Rúrik verði orðinn jafngóður á sunnudagskvöldið, þannig að ekki þurfi að seinka frumsýn- ingu þessa mikla verks. Er þá ekkert eftir annað en óska sýningargestum góðrar skemmtunar! -AB / 1 n$sn)R - UTSETT * FYRIR SÆLKERAI S/líJÖR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.