Tíminn - 18.11.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.11.1982, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBF.R 1982 Jóla-getraun Eins og á síðasta ári efnir Tíminn i samvinnu vió Einar Farestveit & Co. h.f. til Jóla-getraunar fyrir áskrifendur Tímans. Vinningurinn er glæsilegur TOSHIBA örbylgjuofn geró ER 672 Deltawave að verómæti kr. 9.200. Mirming Hafþór Helgason — hinsta kveðja frá kaupfélags- stjórum Hvað heitir matreiðslukennari Einar Farestveit & Co. hf.? □ Brynja □ Dröfn □ Jórunn ii.i_;i;.i-- nanwisiang Siml Getraunaseðill nr. 2 (Nr. 1 var 4. nóv. '82) Það er skammt stórra högga á milli. Á tæpu ári höfum við kaupfélagsstjórar misst úr okkar hópi tvo góða vini og félaga. Þessa stétt telja einungis rúmlega fjörutíu menn. Það er því mikill missir og blóðtaka úr ekki fjölmennari hópi.- En við örlögin verður ekki ráðið. Þar ráða æðri máttarvöld. Þegar ég frétti að flugvél Hafþórs Helgasonar kaupfélagsstjóra á ísafirði væri saknað, greip mig strax ótti og kvíði. Kvíði sem erfitt er að lýsa. Ég vissi að veður á þessum slóðum var afar vont og öll skilyrði til leitar erfið. Hafþór var fæddur 12. jan. 1945 og var því aðeins 37 ára að aldri. Fyrstu kynni mín af Hafþóri voru í nóvember 1977. Það sama ár hafði hann tekið við starfi kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Saurbæ- inga. Hann vakti strax sérstaka eftirtekt, enda óvenju mikill ferskleiki og ákveðni í allri framkomu. Dugnaður Hafþórs heitins var mikill, hann var áræðinn og ófeiminn að hrinda hlutum í framkvæmd, ef til framfara horfði. Þar vitna störf hans um, fyrst á Skriðulandi og síðan á ísafirði. Ræðumaður var hann ágætur og hafði jafnan ýmislegt til málanna að leggja. Hann var ófeiminn að segja sína skoðun á hlutunum og talaði „hreint út“ hvort sem mönnum líkaði betur eða verr. Við kaupfélags- stjórar eigum margar og góðar minning- ar um Hafþór bæði úr leik og úr starfi. Á síðastliðnu sumri var fjölmennt í hina árlegu ferð okkar. Og að þessu sinni var farið um Norðausturland. Þessi ferð tókst í alla staði vel, veður var eins gott og bezt var á kosið. í þessa ferð mættu þau Hafþór og Guðný, þó að um langan veg væri að fara. Engan óraði þá fyrir að ferð þessi væri sú síðasta sem við hefðum Hafþór á meðal okkar. - Nú þegar hann er allur geymum við einungis minningu hans frá liðinni tíð. Fyrir ástkæra eiginkonu hans og böm er söknuðurinn hvað mestur. Hann er meiri en nokkur tár fá lýst. Við biðjum algóðan Guð að styrkja þau og styðja, og hjálpa þeim að gera sorgina sem léttbærasta. Með láti Hafþórs Helgasonar misstum við góðan dreng og félaga, þar myndað- ist skarð í raðir okkar, skarð sem erfitt er að brúa. F.h. Félags kaupfélagsstjóra, Ólafur Friðriksson, Ofninn er svo auðveldur í notkun að börn geta notað hann án minnstu áhættu. Þessi glæsilegi Toshiba örbylgjuofn er með algerri nýjung í búnaði örbylgjuofna Deltawave. Deltawave er uppfinning Toshiba, sem gerir betri og jafnari bakstur og fallegri matreiðslu. Ennfremur er ofninn með snúningsdisk og tímastillingu niður í 5 sekúndur og samfelldum orkustilli frá 1-9 • Getraunin verður í þremur blöðum með nokkru millibili sú fyrsta fimmtudaginn 4. nóvember. • Dregið verður 14. desember. • Vinningshafi fær ókeypis kennslu á ofninn hjá matreiðslukennara fyrirtækisins. • Það sem þú þarft að gera, er að krossa við eitt af uppgefnum svörum við spurningu hvers seðils, halda spurningaseðlunum saman og þegar þriðji og síðasti seðillinn er kominn, að senda þá alla seðlana til blaðsins merkt Tíminn jólagetraun, Síðumúla 15, Reykjavík. • Ef þú hefur krossað við rétt svar á öllum seðlunum, hefur þú möguleika á að eignast þennan nytsama Hlaðrúm úr furu í viðarlit og brúnbæsuðu. Áhersla er lögð á vandaða lökkun. Stærðir: 65x161 cm og 75x190 cm. Sendum gegn póstkröfu. Furuhúsið hf., Suðurlandsbraut 30, sími 86605.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.