Tíminn - 18.11.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 18.11.1982, Blaðsíða 18
18 DAGBÓK ÖNNU FRANK KÓPAVOGSLEIKHÚSIÐ LEIKFÉLAG SELFOSS Dagbók Önnu Frank Leikgerð: Frances Goddrich og Albert Hackeit Þýðandi: Sveinn Víkingur Leikmynd og leikstjórn: Stefán Baldursson. Leikritið var frumsýnt 31. okt. 1982 og er 29. verkefni L.S. Dagbók Önnu Frank ■ Það gerist nú æ tíðara, að áhugaleik- flokkar utan af landi, komi suður með sín verk og efni til leiksýninga, og hafa þá einkum fengið inni í Kópavogs- leikhúsinu, eða Félagsheimilinu á Sel- tjarnamesi. Þetta er skemmtileg tilbreytni og er metin af mörgum, en það sem þó vantar i, er að fólk á suðvesturhominu komi og sjái þessar sýningar. Þær eru leiknar fyrir hálftómum húsum, og standa því sjálfsagt ilia undir ferðalaginu. ■ Ekki veit ég ástæðuna fyrir þessari dræmu aðsókn, því oft eru á boðstólum ágætar sýningar, eins og til að mynda Dagbók Önnu Frank, sem Leikfélag Selfoss sýndi s.l. mánudag suðrí Kópa- vogi. Dagbókin á nefnilega sérstakt erindi við heiminn um þessar mundir, þegar þúsundir manna vcrða að fara huldu höfði, ellegar dveljast í flótta- mannabúðum og fangabúðúm. Við höfum dæmin allsstaðar. í Pól- landi, Sovétríkjunum, Afganistan, Austurlöndum nær, Austurlöndum fjær, og í Suður og Mið-Ameríku. Heiminum fer nefnilega svo lítið fram, þótt tæpir fjórir áratugir séu síðan menn stofnuðu til Sameinuðu þjóðanna, í því skyni, meðal annars, að Anna Frank þyrfti ekki að skrifa meira. Dagbók Önnu Frank, gyðingastúlk- unnar, er annars heimsfræg bók ungrar stúlku, er lést í fangabúðunum Bergen- Belsen árið 1945. Mitt í einum ógeðfeld- asta harmleik síðari tíma, a.m.k. í Norður-Evrópu. Anna Frank var yngst 8 gyðinga, er reyndu að leynast fyrir Gestapo á þaklofti í Amsterdam í Hollandi í síðari heimstyrjöldinni, en verið var að útrýma gyðingum með kerfisbundnum hætti, þar á meðal í Hollandi, sem hersetið var af Þjóðverj- um. í leikskrá er dagbókin, eða saga Önnu rakin stuttlega og segir þar m.a. á þessa leið: „Á háaloftinu voru auk Önnu faðir hennar, móðir og systir, önnur hjón og sonur þeirra. Auk þess var miðaldra tannlæknir, sem kom til þeirra síðar, er Gestapo- menn höfðu fengið augastað á honum. Vafalaust hafa þúsundir gyðinga leynst á öðrum stöðum. Eftir að vistin á háaloftinu hófst, hélt Anna áfram að færa dagbók sína, sem hún byrjaði á á þrettánda afmælisdegi sínum, þegar hún var enn í skóla og óraði ekki fyrir þeim miklu raunum sem fjölskyldan átti fyrir höndum. Það er dagbókinni að þakka, að við kynnumst þessu næsta ótrúlega dæmi um viljann til að lifa og um ósérhlífni éinstaklinga, sem útveguðu mat og vernd. í meira en tvö ár fóru átta manneskjur aldrei út fyrir dyr, voru algjörlega þögul 10 stundir hvern dag meðan unnið var í vörugeymslunni niðri, stóðu aldrei ná- lægt glugga í dagsbirtu, fleygðu aldrei úrgangi, sem komið gæti upp um þau, létu aldrei vatn renna né dældu vatni í salerni meðan einhver var niðri. Gerðu a'drei neitt sem gæti gefið í skyn, að háaloftið væri annað en auð birgða- geymsla. Ef átta manneskjum á misjöfnum aldri og af ólíkum fjölskyldum hefði tekist að dyljast þannig í heila viku hefði það þótt sæta tíðindum, en að haldast þannig við í tvö ár og einn mánuð hlyti að sýnast fjarstæða, ef dagbókin væri ekki því til sönnunar...." ■ Anna Frank. Dagbókin lýsir lífinu á loftinu, hvernig hungrið, ósamlyndið og þjáningin leikur þetta fólk, sem þrátt fyrir allt komst gegnum mikla þrekraun, sem á hinn bóginn kom að litlu haldi, því aðeins einn komst af, faðir Önnu, en hann lifði af hörmungarnar. Aðrir urðu hungurmorða í fangabúð- um nasista, ellegar fóru í gasklefana. 1. ágúst ritaði Anna Frank í síðasta sinn í dagbók sína, en 4. sama mánaðar fann lögreglan felustaðinn og sendi fólkið í dauðann. En dagbókin bjargaðist, og þegar Otto Frank, faðir hennar, kom til Amsterdam, fann hann engan á lífi, nema dagbókina, sem síðan hefur lifað sem bókmenntaverk og minningabók um hina hræðilegu atburði. Er það mál manna, að enginn önnur bók um stríðið, hafi haft eins mikil áhrif ná afhjúpað grimmdina á eins áhrifa mikinn hátt og þessi bók, og var hún þó skrifuð af barni. Anna Frank frá Selfossi Dagbók Önnu Frank hefur komið út í íslenskri þýðingu sér Sveins Víkings og sagan hefur verið leikin og kvikmynduð. Þannig að ætla má að flestir hafi með einhverju móti kynnst þessu verki áður. En eigi að síður var sýning Leikfélags Selfoss undir leikstjórn Stefáns Baldurs- sonar áhrifamikil. Leikfélagið á Selfossi hefur áður sýnt, að það er fært um að sviðsetja erfið og alvarleg verk, og hróður þeSs vex með þessari sýningu. Leikritið gerist í 10 atriðum, en að auki er lesið úr dagbókinni beint milli atriða. Þannig er þræðinum haldið. Hið ógnvekjandi umhverfi er einnig túlkað. Bæði með sviðsleik og eins með leik- hljóðum. Öll þessi ógn, sem ýmist er niðri í húsinu, eða á götunum. Við þessar aðstæður birtist hið mann- lega eðli. Suma leikendur þekkjum við nú orðið, eftir margar sýningar, eins og til að mynda Sigurgeir Hilmar Friðþjófs- son, sem er ágætur leikari. Önnu Frank leikur Guðrún Krist- mannsdóttir og tekst henni það sérlega vel, en örðugt er víst alltaf að fá rétta stúlku í það hlutverk. Stefán Baldursson, lætur hófsemi í leik, sitja í fyrirrúmi, en leggur þeim mun meiri áherslu á textann, sem er rétt stefna. Og þessi sýning verðskuldaði húsfylli. Með helstu hlutverk í leiknum fara: Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson, Sigríður Karlsdóttir, Guðrún Kristmannsdóttir, Þuríður Helgadóttir, Gunnar Kristáns- son, Björg Mýrdal, Halldór Páll Hall- dórsson, Rúnar Lund, Pétur Pétursson og Kristín Steinþórsdóttir. flokksstarf Reykjanes Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi verður haldið í Skiphól Hafnarfirði sunnudaginn 28. nóv. n.k. og hefst kl. 10 f.h. Stjórnir framsóknarfélaganna í kjördæminu eru minntar á að kjósa fulltrúa á þingið. Dagskrá auglýst síðar. Stjórnin. Vegna skoðanakönnunar á Suðurlandskjördæmi Á 23. Kjördæmisþingi Framsóknarflokksins i Suðurlandskjördæmi sem haldið var í Vík 30. okt. s.l. var ákveðið að efna til skoðanakönnunar vegna framboös til Alþingiskosninga. Skoðana- könnunin fer fram á auka kjördæmisþingi með tvöföldum fjölda fulltrúa og verður þingið haldið í félagsheimilinu Hvoli Hvolsvelli laugard. 4. des. n.k. og hefst kl. 13,30. Auk tilnefningar frambjóðenda frá framsóknarfélögunum er öllum flokksbundnum framsóknar- mönnum heimilt að bjóða sig fram enda fylgi meðmæli 10-20 flokksbundinna framsóknarmanna. Framboð þurfa að berast til formanns kjörstjórnar Ingva Ebenhards- sonar Víðivöllum 18, á Selfossi, í síðasta lagi fyrir 30. nóv. n.k. Kjörstjórnin. Prófkjör framsóknarmanna á Austurlandi— Framboð Kjördæmisþing Kjördæmissambands framsóknarmanna á Austur- Iandi þann 24. og 25. september ákvað að fram fari prófkjör um framboð flokksins I kjördæminu við næstu alþingiskosningar. Framboðsnefnd flokksins hefur nú ákveðið að framboðsfrestur verði til 10. desember næstk. Hér með er auglýst eftir framboðum í prófkjörið. Hvert framboð skal stutt stuðningsyfirlýsingu minnst 25 flokksmanna. Framboðum skal skilað til formanns framboðsnefndar Þorvalds Jóhannssonar Seyðisfirði, eða varaformanns Friðriks Kristjánssonar Höfn, sem veita allar nánari upplýsingar. Prófkjör fer fram eftir reglum sem samþykktar voru á kjördæmisþingi f september síðastliðnum. Prófkjörsdagur mun verða aoglýstur síðar. Framboðsnefnd. Framsóknarfélag Miðneshrepps heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 18. nóv. 1982 kl. 20.30 í húsi Verkalýðsfélags Miðneshrepps. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Skráning nýrra félaga. 4. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 5. Önnur mál. Framsóknarfólk mætið vel og stundvíslega. Undirbúningsnefndin. Njarðvík — Aðalfundur Framsóknarfélags Njarðvíkur verður haldinn í Framsóknarhúsinu Keflavík sunnudaginn 21. nóv. kl. 14.00. 3. önnurmál Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosningfulltrúaákjördæmisþingið Stjórnin. Bingó Félag ungra framsóknarmanna heldur bingó n.k. sunnudag kl. 14.30 að Hótel Heklu Rauðarárstíg 18. puF Reykjavík Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Félag framsóknarkvenna í Reykjavík heldur almennan félagsfund laugardaginn 20. nóv. kl. 15, að Rauðarárstíg 18. Dagskrá: Skýrt frástörfumflokksþings. Rætt um væntanlegan basar og störf félagsins. Stjórnin Kópavogur Freyja félag Framsóknarkvenna auglýsir jólaföndur í húsi Framsókn- arfélaganna í Kópavogi Hamraborg 5 mánudaginn 29. nóv kl. 20.00 og laugardaginn 4. des. kl. 14.00. Þátttaka tilkynnist fyrir 27. nóv til Guðrúnar s. 41708, Þórhöllu s. 41726 og Ingu s. 45918. Nýir bílar — Notaðir bílar ÞÚ KEMUR - æOG SEMUR Opið laugardaga kl. 10-16. BÍLASALAN BLIK s/f Leitid upplýsinga SlÐUMÚLA 3-5-105 REYKJAVÍK SlMI: 86477 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1982 Kvikmyndir Sími78900 Salur 1 Frumsýnir spennu- myndina SNÁKURINN (Venom) Venom er ein spenna frá upphafi til enda, tekin í London og leikstýrð af Piers Haggard. Þetta er mynd fyrir þá sem unna góðum spenn- umyndum. Mynd sem skilur mikið eftir. Aðalhlutverk: Oliver Reed, Klaus Kinski, Susan George, Sterling Hayden, Sarah Miles, Nicol Williamson. Myndin er tekin í Dolby og sýnd i 4 rása sterio. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð börnum innan 16 ára. Salur 2 Svörtu Tígrisdýrin GOOD GUYS WEAR BLACK CHUCK NORRIS is JohnT. BOOKER Hörkuspennandi amerísk spennu- mynd með úrvalsleikaranum Chuck Norris. Norris hefur sýnt' það og sannað að hann á þennan heiður skilið, þvi hann leikur nú i hverri myndinni á fætur annarri. Hann er margfaldur karate- meistari. Aðalhlutverk: Chuck Norrts, Dana Andrews, Jim Backus. Sýnd kl. 5, 7,9 og 11 Bönnuð börnum Innan 14 ára Salur 3 ■ Number One Hér er gert stólpagrín at hinum frægu James Bond myndum. Charies Bind er númereitt i bresku leyniþjónustunni og er sendur tif Ameriku til að hafa upp á týndum diplomat. Aðalhlutverk: Gareth Hunt, Nick Tate. Sýndkl. 5,7,9 og 11. Salur 4 Hæ pabbi Sýnd kl. 5 og 7 Atlantic City Aðalhlutverk: Burt Lancaster, Susan Sarandon og Michel Plccoli Sýndkl. 9og11 Bönnuð innan 12 ára Salur 5____________ Being There Sýnd kl. 9 (9. sýningarmánuður)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.