Tíminn - 19.11.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.11.1982, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1982 Bjarni Gríms- son ráðinn kaup félagsstjóri á Þingeyri Þingeyri: Bjami Grímsson, viðskipta- fræðingur hjá fískveiðasjóði ís- lands hefur nú verið ráðinn nýr kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga á Þingeyri. Bjarni tekur við starfinu um næstu áramót og er ráðinn í stað Sigurðar Kristjánssonar sem flyst til Kaupfélags Árnesinga. Bjarni varð stúdent frá MA árið 1975 og viðskiptafræðingur í febrúar 1981. Hann hefur unnið ýmiss störf til lands og sjávar - m.a. leysti hann framkvæmdastjóra Fiskiðju Sauðár- króks af í hálft ár 1980 - en frá 1976 hefur hann starfað með námi hjá Fiskveiðasjóði og að fullu frá námslok- um. - HEI Patreksfirð- ingar fá 190 tonna bát Patreksfjörður: Nýtt - notað - skip bættist f flota Patreksfirðinga nú í síðustu viku. „Þctta er 4 ára gamall 190 tonna bátur, sem kom í fyrradag (12.11)“, sagði Héðinn Jónsson, útgerðarstjóri Bjargs h.f. sem keypti skipið, en fyrirtækið átti fyrir skip sem var úrelt. Héðinn sagði bátinn fara- beint á línu og verða á línuveiðum í vetur, sem algengt er þar fyrir vestan. Sumir fara þó á netaveiðar síðari hluta vetrar. Hann kvað línuveiðarnar hafa glæðst nú síðustu vikuna, en annars hafi þetta verið léjegt haust. Aukið fylgi - aukin áhrif framsóknar- manna Hafnarfjörður: „Aðalfundurinn fagnar því að aukið fylgi Framsókn- arflokksins í bæjarstjórnarkosning- unum í Hafnarfirði í vor hefur orðið til þess að auka áhrif flokksins á gang bæjarmála, svo og fjölgun framsókn- armanna í nefndum og ráðum á vegum bæjarfélagsins", segir m.a. í ályktun sem samþykkt var á aðal- fundi Félags ungra framsóknar- manna í Hafnarfirði sem haldinn var nú nýlega. - HEI „Unnid postulín ad undanfömu” Búðardalur: „Að undanförnu hef ég verið að vinna postulín á verkstæðinu ásamt manninum mínum, sem hefur verið með mér í þessu núna undan- farið“, sagði Kolbrún Björgólfsdótt- ir, leirlistamaður í Búðardal er við forvitnuðumst um hvað nú væri efst á baugi hjá henni um þessar mundir. „Það sem við erum að vinna núna er öðruvísi en oft áður. Við erum t.d. mikið með handmótaða sparibauka og einnig sérkennilegar stútaflöskur. Þetta er mikið í frumformunum: eggform, kúlur, píramidar og slíkt. Síðan eru flöskur með löngum hálsum, sem einnig byggjast á frumformunum. Allir hlutirnir eru hvítir, en skreyttir með svörtum rissmyndum", sagði Kolbrún. Hlut- ina kvaðst hún selja í Gallerí Langbrók og var hún einmitt nýlega búin að koma vænni sendingu á markað er við töluðum við hana nýlega. „Já, leirinn er í hvíld í augnablik- inu. Hins vegar hef ég mikið verið spurð hvor ég hafi ekki Dalaleir til sölu fyrir jólin og ég hef hugsað mér að gera það. Meiningin er að koma einhverju af slíkum hlutum til Reykja- víkur fýrir jólin, sem verður þá fyrsti Dalaleirinn sem fer til sölu fyrir sunnan,“ sagði Kolbrún. Aðspurð kvað hún öll námskeið hins vegar verða að bíða fram yfir jólin, eða þar til síðar í vetur. „Nú eru það jólin og jólamarkaðurinn sem rekur á eftir manni.“ ■ Fyrsti „Dalaleirinn" frá Koibrúnu ■ Búðardal sem hún sendir á markað er væntanlegur til Reykjavíkur fyrir jólin, en hingað til hefur hún selt hluti sína beint af verkstæðinu og ekki skort viðskiptavini. Á þessari mynd sjáum við, auk leirmuna, sýnishorn af flisum sem Kolbrún hefur gert tilraunir með að búa til Mynd HEI „BÆNDUR MAIA GUIl MED UIRKAKðlUINUM” — segir Árni G. Pétursson, hlunnindaráðunautur, en íbúar í nágrenni Hólmavíkur kynda hús sín með rekavið o.fl. sem til fellur ■ „Á Vestfjörðum - í nágrenni Hólmavíkur - hafa nokkrir bændur kynt hús sín með „lurkakötlum" um eins árs skeið, og segja þá „mala sér gull“. Sem brennsluefni nota þeir rekavið en einnig má nota ýmislegt annað sem til fellur - margskonar umbúðir og dót, tað, skán, mó og surtarbrand", sagði Árni G. Pétursson, hlunnindaráðunautur hjá Búnaðarfélagi Islands, sem hafði sam- band við Tímann í framhaldi af frásögn um trésmiðjuna í Njarðvíkum en enga orku hefur þurft að kaupa til upphitunar um áraraðir. Verð þessara katla í vor sagði Árni hafa samsvarað 7 til 9 mánaða olíukynd- ingarkostnaði. Eftir það eigi þeir að geta gefið mönnum 2ja mánaða laun á ári, spöruð útgjöld eru jú jafnvel meira virði en samsvarandi tekjur, þar sem þau eru skattfrjáls. Þetta sagði Árni fjölda landsmanna geta notað sér. „Ég sagði í vor að 6 svona katlar gæfu tekjur á við meðal refabú, og 6.000 katlar gæfu þjóðinni eins miklar tekjur og Álverið og Jámblendið til samans. En nú hafa stjórnvöld snúið á mig. Áður var það bara olían sem þau greiddu niður, en nú eru þeir einnig farnir að greiða niður rafmagnið og jafnvel hita- veitur.séu þær dýrari en á meðalsvæðum. Það er því ómögulegt að átta sig lengur á neinum raunkostnaði í þessu þjóðfé- lagi,“ sagði Árni. Samt sem áður segir hann það hljóta að vera skyldu stjórnvalda að stuðla að Landakoti voru færðar gjafir ■ St. Jósefsspítali að Landakoti var vígður við hátíðalega athöfn 16. október 1902. Hann varð því 80 ára í síðasta mánuði. Afmælisins var minnst við hátíðlega athöfn, sem fram fór í kapellu spítalans. Við það tækifæri færði frú Unnur Ágústsdóttir, formaður Thorvaldsens- félagsins spítalanum kr. 100.000.- að gjöf frá Barnauppeldissjóði til þess að standa undir kostnaði við breytingar og endurbætur á Barnadeild spítalans. Frú Unnur minntist samvinnu Thorvaldsens- félagsins og Jósefssvstra á liðnum árum og sagði m.a.: „Árið 1896 er fyrstu systurnar komu hingað til lands voru um 20 ár frá því að Thorvaldsensfélagið var stofnað. Starfssaga okkar hefur gerst hlið við hlið, við í Austurstræti þær við Túngötu, aðeins „vík á milli vina.“ Barnadeildin hér. hefur ætíð verið augasteinninn okkar. Hvað er í heimin- um umkomulausara en lítið veikt bam - vængbrotinn fugl eða holtasóley ein á mel, hvergi nálægt stingandi strá. Allt þetta hrópar á vernd.“ Þá afhenti Ásgeir Ólafsson, fjölum- dæmisstjóri Lionshreyfingarinnar á ís- landi kr. 199.154.73 til kaupa á aðgerðarsmásjá fyrir Augndeild spítal- ans. Formaður yfirstjórnar spítalans Óttarr Möller tilkynnti að gefandi, sem ekki vildi láta nafns síns getið, hefði gefið spítalanum stjórnstöð á Gjörgæsludeild að fjárhæð kr. 555.000,- Þegar spítalanum eru gefin tæki, er venja að fella niður öll aðflutningsgjöld og er því verðmæti gjafa þessara fyrir spítalann meira en tvöfaldar þær tölur, sem nefndar eru hér á undan. Loks flutti yfirlæknir spítalans, Ólafur Örn Arnarson ræðu. Að kvöldi hins 16. október hélt Starfsmannaráð spítalans árshátíð sína, sem sérstaklega var helguð afmælinu. því að við nýtum öll þau verðmæti sem fyrirfinnast í landinu sjálfu. „En sé öllu sífellt jafnað út - þannig að menn þurfi kannski ekki að borga nema 20 þús. kr. fyrir upphitun sem raunverulega kostar ■ Ámi G. Pétursson 60 þúsund á ári - þá hvetur það menn auðvitað ekki til þess að leggja mikla vinnu af mörkum til að afla sér ódýrari eldiviðar. Þeir gætu þá frekar kosið að horfa á sjónvarpið en að hafa fyrir því að spara þessi 40 þús. kr. á ári sem það kostar þjóðfélagið að hita upp húsin þeirra,“ sagði Árni. Hann benti á í þessu sambandi að árið 1932 voru 1.114 jarðir á íslandi taldar hafa hlunnindi af reka, samkvæmt fasteignamati og ekki sé nokkur ástæða til að ætla að sá reki hafi minnkað. Hins vegar hafi íslendingar ekki fylgst með brennslu á föstu elds- neyti í s.l. 40 ár. „Olían varð svo ódýr að mönnum fannst jafnvel ekki taka því að hafa fyrir að sækja spýtur í fjöru jafnvel þó þær væru við bæjardymar.“ Sem hlunnindaráðunautur hjá Búnað- arfélagi íslands er það í verkahring Árna að hvetja bændur til að nýta sér betur hlunnindi jarða sinna, reka jafnt sem önnur. í því skyni hóf hann að kynna sér hvaða katlar myndu vera heppileg- astir og varð ákveðin gerð af dönskum kötlum fyrir valinu. Sagði Árni um 10-12 slíka katla þegar komna til landsins og 8 til viðbótar í pöntun. Þeim sem kynnu að hafa áhuga vildi hann benda á að Danir hafa þegar tilkynnt 5% verðhækk- un um áramót. „Mér finnst það alveg dæmalaust tómlæti hjá stjórnvöldum að hafa ekki hugsað meira út í þessi mál. Ég stakk t.d. upp á því eitt sinn að sanngjarnt væri að láta menn hafa olíustyrkinn fyrsta árið eftir að þeir keyptu katlana, til þess að hjálpa þeim að fjármagna þetta. En það komst auðvitað ekkert áleiðis. En mér finnst að stjórnvöld eigi að koma eitthvað á móts við þá menn sem vilja leggja út í þetta í stað þess að jafna allt út og drepa með því niður þann áhuga manna á að nýta sér þau hlunnindi sem þeir hafa við hendina“. -HEI ■ Alls bárust Landakotsspítala að gjöf á afmælinu andvirði kr. 860.000.- Þegar gefin eru tæki til spítalans er venja að feUa niður öll aðflutningsgjöld og er því verðmæti þessara gjafa fyrir spítalann meira en tvöföld þessi upphæð. Þama þakkar Óttarr Möller gefendum, og ávarpar sérstaklega fuiltrúa Thorvaldsensfé- lagsins, sem gaf við þetta tækifæri 100.000 krónur. Unnur Ágústsdóttir aflienti gjöfina. ■ Óttarr MöUer, formaður yfirstjómar Landakotsspítala tekur við gjöf Lions- hreyfingarinnar, sem Asgeir Olafsson afhenti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.