Tíminn - 19.11.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.11.1982, Blaðsíða 10
SUNGIÐ AF FRA- BÆRRI KUNNÁTTU Tónlistarfélagið ■ Tónlistarfélag Reykjavíkur hlýtur að vera elsta músíkstofnun landsins fyrir utan Ríkisútvarpið og Tónlistarskólann stofnað fyrir 50 árum (27. júní 1932). Félagið tók þá að sér rekstur Tónlistar- skólans og Hljómsveitar Reykjavíkur, sem hvort tveggja hafði verið stofnað nokkru fyrr; Tónlistarskólinn hefur víst starfað blómlega síðan, en á ýmsu gekk með Hljómsveit Reykjavíkur, þótt vafa- laust megi með sanni segja að hún hafi verið forveri Sinfóníuhljómsveitar íslands. En Tónlistarfélagið sýnir engin ellimörk og hefur löngum verið með heldri tónlistarstofnunum bæjarins, trútt þeirri stefnu sinni að gefa félögum sínum kost á að heyra fremstu erlenda og íslenska einsöngvara og einleikara flytja sína list. Nú síðast, laugardaginn 13. nóvem- ber, komu þar fram sænska sópransöng- konan Ingrid Stjemlöf og austurríski píanóleikarinn og söngkennarinn Erik Werba, og fluttu ljóðasöngva eftir þrjá sænska menn (Stenhammar, Nystroem og Rangström), Debussy, Brahms, Liszt, Mahler og Dvorák. Það hafði frétst eftir Werba að Stjernlöf væri meðal skærustu söngstjarna á sviði ljóðasöngs, auk þess sem skráin segir hana liðtæka í óperum og kirkjulegri tónlist, enda söng hún af frábærri kunnáttu og músíkalíteti. Röddin fannst okkur að vísu ofurlítið mött, og ekki tók söngkonan á af fullum kröftum fyrr en í aukalögunum, enda var skýringin sú að sögn kunnugra að hún hefði vott af kvefi og hefði ekki viljað hætta á það að „ganga af röddinni dauðri“ í miðjum konsert. En Ingrid Stjernlöf söng sem- sagt mjög vel, og undarlegt að maður skuli ekki vilja . hætta á það að „ganga af röddinni dauðri“ í miðjum konsert. En Ingrid Stjemlöf söng samsagt mjög vel, og undarlegt að maður skuli ekki hafa heyrt hennar getið áður. Og ekki þarf að tala um Werba sem hvarvetna er hin mesta tónleikaprýði. Efnisskráin var mestmegnis mjög skemmtileg, og auk þess óvenjuleg því flest þarna höfðu fáir heyrt áður. Og enn sem fyrr voru Fransmenn fremstir, því Trois chansons de Bilitis eftir Debussy þótti mér skemmtilegast af öllu. Loks er að geta tónleikaskrárinnar, sem var eins og skrár eiga að vera, með öllum textum prentuðum, frummál og þýðing hlið við hlið. 18.11. Sálumessa Kór Langholtskirkju, einsöngvarar og Stravinski 100 ára ■ Igor Stravinsky fæddist í Rússlandi 18. júní fyrir 100 árum. Þessa afmælis hefur verið minnzt víða um lönd meðal tónlistarmanna, og á síðustu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands var tekið ofan fyrir afmælisbarninu með því að flytja Sinfóníu hans í þremur þáttum. í tónleikaskrá er dálítil afmælisgrein eftir Jón Þórárinsson; þar segir í niðurlagi: „Listin skapar svipmót hverrar aldar, mótar lífsskoðanir og lífsviðhorf, sem ef til vill ráða mestu um hamingju okkar eða hamingjuleysi, þegar alls er gætt. Igor Stravinsky er einn þeirra manna, sem sterkastan svip hefur sett á okkar tíma, og áhrif hans, bein og óbein, verða vart ofmetin. Hann var eitt af mikil- mennum aldarinnar.,, Sinfónía í þremur þáttum, hin 3. „hreinna" sinfónia Stravinskys (gagn- stætt t.d. ballett-músík og óperum), var samin í Hollywood og frumflutt 1945. Verkið er litríkt mjög, eins og annað eftir Stravinsky, og þarna gætir einnig töluverðra jazz-áhrifa í misgengum takti (syncopated) sem, mér er sagt, hinir eldri sinfóníkkerar, sem veðraðir eru í dans- og jazztónlist, eiga betra með að ná tökum á en hinir ungu sprotar tónlistarskólanna. Ekki heyrði ég samt annað en vel tækist til undir öruggri stjórn Jacquillat - hinn góðkunni píanisti Martin Berkofsky átti þarna mikilvægan þátt og fórst vel úr hendi. Þótt fáir efist um mikil áhrif Stravin- skys á tónlist 20. aldar, eru samt ekki allir sammála um það, hversu heillavæn- leg þau séu, eða hvort Stravinsky hafi í rauninni verið skemmtimaður fyrst og fremst, og undir glæstu (eða hávaða- sömu) yfirborði sé hismi eitt. Um þetta getur framtíðin ein sagt með vissu, en hitt er víst, að listamaður sem um er sagt að hann hafi sjaldan farið troðnar slóðir, tekizt á við ný viðfangsefni með óvænt- um hætti í hverju verki - verið alla ævi leitandi og nýskapandi í orðsins fyllsta skilningi, eins og Jón Þórarinsson segir í fyrrnefndri grein, hann er eins fjarri því lað vera sporgöngumaður tízkunnar og framast má verða. Fyrst á efnisskrá tónleikana voru Tilbrigði um frumsamið rímnalag óp. 7 eftir Árna Björnsson. Það er sérkenni- leg heiðríkja yfir flestum verkum Árna, í þeim kveður að vissu leyti við „íslenzkan tón“, sem þó er miklu léttari og tærari en t.d. „íslenzkur tónn“ Jóns Leifs eða Hallgríms Helgasonar, sem báðir gera þykkar útsetningar. Eins og kunnugt er batzt óvæntur endi á ævistarf Árna Björnssonar einmitt þegar hann var að komast á bezta skeið, og þau verk eftir hann, sem við heyrum endrum og sinnum benda til þess, að íslenzk tónlist hafi orðið fyrir talsverðu áfalli með því slysi Árna. Annað verkefnið á efnisskrá var fiðlukonsert Mózarts í D-dúr K 218; pólski fiðluleikarinn Konstanty Kulka (f. 1947) lék einleik. Þessi fiðlukonsert er léttur og áhyggjulaus, og Kulka spilaði hann með miklum þokka og tæknilegri fullkomnun. Tónlistarskólar austantjalds hafa nánast yfir sér helgi- sagnablæ hér vestra, og jafnan þykir það tíðindum sæta þegar menn að austan láta til sín heyra. Samt verð ég að játa það, að leikur Kulka hreif mig lítið - mér fannst þessi áreynslulausa fullkomn- un allt að því leiðinleg. En margir voru á öðru máli, og Kulka fékk dúndrandi lófaklapp og spilaði þá mjög glæsilegt aukalag. Og þriðja verkið á skránni var svo Sinfónía Stravinskys, eins og áður sagði. 13.11 Sigurður Steinþórsson Háskólatónleikar ■ Á fimmtu hádegistónleikum vetrar- ins í Norræna húsinu lék Pétur Jónasson á gítar. Efnisskráin var fjölbreytt og spannaði hin tvö stóru tímabil gítarsins, Jóhann Sebastían Bach og jafnaldra hans, og nútíma spænska tónlist. í fyrra flokknum voru tilbrigði Luys de Narváes við stefið „Hafðu auga með kúnurn" eftir óþekkt tónskáld, og Lútusvíta nr. 1 eftir Bach. Þessa svítu hefi ég heyrt Pétur leika áður, og afburðar vel í bæði skiptin. í síðari flokknum voru Etýður nr. 7 og 8 eftir Villa-Lobos, og tvö verk eftir Federico Moreno-Torroba, sem lézt á þessu ári: Arada úr Suite Castellana, og Madronos. Arana hefur orðið einhverjum dægurlagahöfundi að innblæstri - það er að uppistöðu til slagari frá æskuárum mtnum sem mig minnir að byrji svona: „Sól, singdu mín spor“. Þrátt fyrir ungan aldur (f. 1959) er Pétur Jónasson orðin einn af heldri hljóðfæraleikurum okkar, „sann-pró- fessjónal gítarleikari“. Hvað sem hann leikur, frá hinu smæsta til hins stærsta, ber vitni vandvirkni og öguðum vinnu- brögðum, mikilli tæknilegri kunnáttu og góðri tónlistargáfu. Hið síðastnefnda segi ég vegna þess að Pétur flytur tónlist sína, en spilar hana ekki einungis eða lætur hana spila sig sjálfa. Enda hefur hann víða komið fram erlendis, í Mexíkó, Skotlandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Bandaríkjunum og Kananda. Vinir gítarsins og aðdáendur Péturs Jónassonar fylltu Norræna húsið á þessum hádegistónleikum. 13.11 Sigurður Steinþórsson hljómsveit fluttu Requiem Mozarts í Fossvogskapellu helgina 7. og 8. nóvember. Jón Stefánsson stjómaði. í vandaðri söngskrá kemur fram að Móz- art lauk aldrei við Sálumessuna, og fullgekk raunar aðeins frá fyrstu tveimur þáttunum, Inngöngubæn og Miskunnar- bæn. Nemandi hans Sússmeyr gekk endanlega frá verkinu, og samdi suma kaflana alveg sjálfur. Hafandi lesið þetta í söngskránni var auðvelt að ímynda sér hversu miklu betri tónlist Mózarts sjálfs er en Sússmayrs; það kemur ekki síst fram í hljómsveitarhlutanum, sem virð- ist vera miklu tærari hjá Mozart, enda segir í skránni að tónlist Sússmayrs þyki of litskrúðug og leikhúsleg. Eins og kemur fram í leikritinu Amadeusi samdi Mozart Sálumessu fyrir tilstilli huldumanns nokkurs, sem raunar er vitað að var sendiboði greifans Walsegg sem stundaði þá iðju að kaupa óþekkt verk og láta gefa þau út í sínu nafni. Walsegg fékk Sálumessuna og hún mun hafa verið frumflutt við minningarathöfn um konu hans; síðar auglýsti Konstanza, ekkja Mózarts, eftir verkinu og fékk það þannig að það ber ópustöluna K 626. Flutningur Sálumessu tókst mjög vel. Kór Langholtskirkju er með allra beztu kórum landsins, eins og hann hefur margsýnt, og líklega mjög hæfilega stór fyrir flutning kirkjuverka (64 söngvarar, þar af 17 í altrödd), og stjórnandinn Jón músíkalskur og röggsamur. Hljóðfæra- leikaramir voru flestir, sýndist mér, úr hinni nýstofnuðu íslensku hljómsveit, og í henni var það nýnæmi að þeir Kjartan Óskarsson og Óskar Ingólfsson léku á bassetthom í stað klarinetta svo sem háttur var á hafður í upphafi. Bassetthornin hafa ekki eins bjartan tón og klarinettan. Einsöngvarar vom Ólöf Harðardóttir, Elísabet Waage (alt), Garðar Cortes og Halldór Vilhelmsson. Tveir hinir síðast- nefndu þykja mér jafnan sóma sér vel sem söngvarar kirkjuverka, bæði í rödd og útliti: Ólöf er hvarvetna til sóma, en Elísabet Waage gerði sínu hlutverki góð skil. Eöa, eins og sjá má, flutningurinn tókst í hvívetna mjög vel, og ber fagurt vitni skapara sínum Mózart. 18.11. Sig. St. Töfraflautan Á fimmtu sýningu Töfraflautunnar hygg ég, tók æfingastjórinn Marc Tardue við stjóminni af Gilbert Levine, og Eiríkur Hreinn Helgason hóf að syngja Papageno til skiptis við Steinþór Þráins- son. Hinn nýi stjórnandi mun þegar í stað hafa gert breytingar í ýmsum smáatriðum, sem voru til bóta, en samt hlýt ég að segja að mér þótti ákveðnari og fjörmeiri svipur yfir frumsýningunni en hinni síðari sem ég sá (fimmtudaginn 11. nóv.). Eiríkur Hreinn stóð sig mjög vel sem Papageno, ekki síður en Steinþór; ég tel þó að Steinþór leiki betur, að því leyti að Papageno hans sé ennþá geðugra veraldarinnar bam, en ■ Ingrid Stjemlöf. jafnframt fórni hann meira af sönglist fyrir leikinn. Rödd Steinþórs fer einnig sérlega vel í samsöng. Enn er ástæða til að nefna Mónóstat- os, Júlíus Vífil Ingvarsson, sem var miklu betri á þessari sýningu en frumsýn- ingunni. Mónóstatos er vanþakklátt hlutverk í Töfraflautunni, og raunar óviðeigandi á vorum tímum þegar „black is bautiful" - það varð t.d. að hætta við Tarzan-myndahátíð í Boston fyrir nokkmm ámm þegar í ljós kom að í þeim moraði allt af kynþáttafordóm- um. En Mónóstatos á að vera svartur og ljótur, og auk þess leiðinlega þrællund- aður. Helstu aríu hans bætti Mózart við á síðustu stundu vegna þess að söngvar- inn var óánægður með hlutverkið, og sú aría er mjög erfið, bæði hröð og liggur fremur illa, að ég held. Sömuleiðis bar Guðmundur Jónsson, Sarastró, af sjálfum sér á síðari sýning- unni. Þótt Guðmundur segist vera orðinn bassi er hann samt baritón ennþá og heldur sinni soggrein jafn hreinni og tærri eins og fyrir 30 ámm með neftóbaki. En aría Sarastrós mætti ekki lægra liggja til að Guðmundur næði ekki neðsta tóni, og sömuleiðis leyfir ekki af því að Garðar Cortes, Tamínó, gæði sína efstu tóna lífi. Og loks nefni ég Næturdrottninguna, Lydiu Ruecklinger, sem mér heyrist menn vera mis-ánægðir með. Ég held því fram að það sé munur á ópem og konsertsöng, því óperan er bæði leikhús og konsert. Næturdrottningin á ekki að vera neinn trillandi söngfugl, heldur grimmur örlagavaldur - menn segja meira að segja að María Theresa sé fyrirmyndin að einhverju leyti - og þess vegna finnst mér Ruecklinger hæfa hlutverkinu mjög vel. Hún vinnur það upp með krafti og persónuleika sem kann að vanta á í léttleika. En vafalaust gerir það söng hennar bölvun að þurfa að syngja á íslensku. Ef það er þá íslenska. Töfraflautan heldur áfram að vera fínasti menningarviðburður borgarinar, og svo mun verða meðan hún endist á fjölunum. 18.11. Sig. St. Sigurður Steinþórsson skrifar um tónlist árnað heilla Sjötugur Baldur Gestsson, bóndi og oddviti Ormsstöðum, Dalasýslu ■ í dag 19. nóvember á Baldur á Ormsstöðum sjötugsafmæli. Hann er fæddur að Ormsstöðum í Klofnings- hreppi, sonur hjónanna Guðrúnar Jóns- dóttur og Gests Magnússonar, bónda og hreppstjóra þar. Baldur hlaut í foreldra- húsum góða fræðslu samhliða því er hann vandist öllum bústörfum. Nám stundaði hann við bændaskólann á Hvanneyri og brautskráðist þaðan 1937. Hann var um skeið barnakennari og stundaði ýmsa vinnu þess á milli þar til hann hóf búskap að Ormsstöðum árið 1943 og hefur hann búið þar síðan. Verið góðbóndi og setið föðurleifð sína með prýði, ræktað og byggt. Á Baldur hafa hlaðist mörg opinber störf, enda er hann vel af guði gerður til að fást við lausn vandasamra mála og með sanni má segja að hann hefur vaxið af verkum sínum. í fomsögum var einum manni svo lýst: „Þú ert fyrir oss um ráðagerðir og vitsmuni." Það hefur oft hvarflað að mér, er ég hef unnið með Baldri að framangreind lýsing passaði vel við hann. Það vantar alltaf mikið, þegar Baldur mætir ekki á fundi, þar sem taka þarf mikilsverðar ákvarðanir í héraðs- málum, því hann er skýr í hugsun og fundvís á lausn vandasamra mála, enda margur sem til hans leitar. Baldur hefur verið og er oddviti hreppsnefndar og sýslunefndarmaður frá 1946. Formaður Búnaðarfélags Klofningshrepps og lengi fulltrúi á fundum Búnaðarsambands Dalamanna og Forðagæslumaður sinnar sveitar. Formaður stjórnar Ræktunarsambands Vestur-Dalasýslu. {stjórn Mjólkursam- lags Dalasýslu og gjaldkeri þess. í stjórn Kf. Saurbæinga, Skriðulandi. í jarða- nefnd Dalasýslu frá upphafi. í áratugi kjörinn af sýslunefnd til að endurskoða hreppareikninga. Um margra ára skeið fulltrúi Dalamanna á fundum Stéttar- sambands bænda. Margt fleira mætti nefna, en allt sýnir þetta að Baldur nýtur óskoraðs trausts allra þeirra er hann þekkir. Hann er vökull og farsæll forystu- og félagsmálamaður. Baldur er góður heim að sækja, gestrisinn, ráðhollur og gamansamur. Kvæntur er hann Selmu Kjartansdóttur Eggertssonar frá Fremri-Langey. Þau eiga þrjár dætur. Auður gift Grétari Sæmundssyni, rannsóknarlögreglu- manni í Reykjavík. Unnur kennari í Vestmannaeyjum, gift Haraldi Þórarins- syni, verslunarmanni og Alda sauma- kona í Reykjavík. Uppeldissonur er Gestur, systursonur Baldurs. Margur unglingurinn hefur dvalið að Orms- stöðum og fengið þar haldgott veganesti. Mörg gamalmenni hafa jafnan verið þar í lengri eða skemmri tíma og notið umhyggju og fyrirgreiðslu húsbænd- anna. Heimilið á Ormsstöðum hefur verið og er hjálparhella sinnar sveitar. Það er þjóðlegt og oft er þar gestkvæmt og bæði hafa hjónin gaman af að kynnast lýð og landi. Á þessum merkisdegi húsbóndans færi ég fjölskyldunni bestu heillaóskir og húsbóndanum óska ég sjötugum alls hins besta, en jafnframt þakka ég skemmtileg og góð kynni og farsæl störf í þágu Dalahéraðs. Lifðu heill. Ásgcir Bjamason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.