Tíminn - 19.11.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.11.1982, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1982 19 heimilistiminni umsjón: B.St. og K.L. aldrei er of varlega farid ■ Jóhannes Guðmundsson er 24 ára. Hann er fæddur í Keflavík, en fluttíst ársgamall tíl Reykjavíkur og sleit þar barnsskónum. Vorið 1975 flutt- ist hann til Vestmannaeyja, þar sem hann hefur starfað undan- farin ár sem lögregluþjónn. Haraldur Geir Hlöðversson er 26 ára íþróttakennari, bú- settur í Vestmannaeyjum og starfar nú sem lögregluþjónn. Þeir félagamir ætla nú að segja frá eggjatökuleiðangri, sem þeir fóru í síðastliðið vor út í Bjarnarey, sem er 163 m að hæð, norðaustur af innsigl- ingunni til Heimaeyjar. Eggjataka ásamt fuglaveiðum var Vestmannaeyingum áður fyrr lífs- nauðsynleg fæðuöflun, en er nú eingöngu stunduð sem tómstundagam- an. Lagt var af stað í leiðangurinn 20. maf sl. kl.04.00, þegar við höfðum lokið lögregluvakt. Þegar við komum niður á bryggju voru þar mættir 4 félagar okkar. Það voru þeir Bjami Sighvatsson, Gísli H. Friðgeirsson, Valur Andersen og Hlöðver Johnsen, - gamalreyndur úteyjajaxl, sem stjórn- aði leiðangrinum. Það gekk vel að koma hafurtaski okkar fyrir í Zodiac-gúmbáti Vals. Ferðin út að eynni tók um 15 mínútur, og vöknuðu menn vel til lífsins við sjóferðina, þar sem strekk- ingsvindur var af austri og þó nokkurt pus. Lögð á ráðin Þegar við höfðum híft upp eggja- fötur og annað tilheyrandi gengum við að veiðimannakofanum, sem veiði- menn kalla Ból. Á meðan við dmkkum lútsterkt kaffi voru lögð á ráðin um hvar best væri að leita fanga. Ákveðið var að fara í Suðurveg, sem er suðaustan til á eynni. Um kl. 7 lögðum við af stað klyfjaðir netateinum, sem við notum sem sigvað,, olíufötum, brúnarúllum, talstöðvum o.fl. Fyrsti staðurinn, sem farið var niður á, nefnist Fýlabekkur, og er ekki hægt að kalla þá ferð bjargsig, heldur fara menn þar óbundnir niður, en þó með vaðinn með sér, og nota þá gjaman aðferð, sem við nefnum lærvað. Af þessum stað fengust um 120 svart-' fuglsegg, sem rúmast í u.þ.b. 1 lh eggjafötu. Þessi ferð, ásamt tveimur öðmm, sem á eftir komu, voru nokkurs konar upphitun fyrir aðal- átökin á stað, sem nefndur er Skora. Áður 2500 egg í Bjarnabæli Skora er næstum lárétt bergsylla, um 200 metrar á lengd ofarlega í um 100 m. háu þverhníptu bjarginu. f Skomnni er frægt svartfuglabæli, sem heitir Bjarnabæli, og segja gamlir menn, að á sínum tíma hafi verið á ■ Vestmanneysku lögregluþjónamir Jóhannes Guðmundsson (t.v.) og Harald- ur Geir Hlöðversson (t.h.) Tímamynd GE) bælinu u.þ.b. 2500 svartfuglsegg. Til allrar óhamingju var fuglinn snaraður á bælinu, þannig að nú em þar ekki nema um 90 egg. Þegar allir vom komnir niður á Skoruna skiptum við liði í tvo hópa og rændum svo þau bæli, þar sem ekki þurfti að síga á. Við félagarnir vorum saman. Við veittum athygli bergsyllum um 10 metmm fyrir ofan okkur, þar sem við hugðum gott til fanga. Leiðin upp á sylluna virtist tiltölulega auð- veld. Haraldur Geir kleif upp á sylluna með kaðal með sér til að geta híft upp eggjafötu, og til frekara öryggis fyrir Jóhannes, sem kom á eftir. Náði handfestu á brúninni Þegar Jóhannes hafði klifið ca. 5 metra og haft vaðinn sér til stuðnings, sá hann traustvekjandi steinnibbu í berginu, sem hann hugðist treysta á. Hann greip þéttingsfast um steininn og sleppti vaðnum um leið. Skipti þá engum togum, handfestan sveik og hann féll aftur yfir sig og hrapaði þessa fimm metra niður á aðalsylluna, - en náði handfestu á brúninni. Með því forðaði hann sér frá fjörtjóni, þar sem um 70 metra fall er frá þessari syllu og niður í sjó. Ekki voru meiðsli Jóhannesar alvar- leg, heldur hafði hann skrámast illa á handleggjum og fótum við fallið. Haraldi, sem sat uppi á syllunni, brá illilega þegar slaknaði á vaðnum. Hann sá hvar hinir leiðangursmennirn- ir sem fylgst höfðu með klifri Jó- hannesar, spruttu upp og hlupu að brúninni - þar sem Jóhannesi hafði tekist að stöðva sig. Þetta atvik vakti okkur alla til umhugsunar um það, að aldrei er of varlega farið í þessum efnum. Leiðangursstjórinn var eins og japanskur glímu- kappi Þegar hér var komið var langt liðið á dag, en áður en við fórum að huga að heimför vildi leiðangursstjórinn okkar fara eitt sig niður. Dvaldist honum lengi niðri í berginu, og vorum við sem uppi biðum, orðnir órólegir. Um síðir óskaði sá gamli eftir því að vera hífður upp. Lögðust nú tveir menn í vaðinn, og hugðust hífa hann upp. Ekki höfðu þeir að draga inn meira en eins og einn metra af vaðnum vegna þyngsla, og undruðumst við það mjög, þar sem sá gamli er vart meira er 60 kíló á þyngd. Lögðumst við nú allir á vaðinn og gekk öllu betur. Þegar gamli maðurinn, en hann er vel á sjötugs aldri, birtist á brúninni, hlógu menn dátt, þar sem vaxtarlag hans minnti helst á japanskan súmo- glímukappa, enda ekki furða, þar sem hann var með 155 svarfuglsegg innan klæða. Þar sem þetta var síðasta sigið og það hafði tekið langan tíma, var ekki seinna vænna en að halda upp bergið. Uppgangan gekk greiðlega, þó að við þyrftum að hífa 1300 svartfuglsegg upp á brún. Eggin - ásamt bjargsigsbúnað- inum - bárum við svo að Bóli. Eftir að hafa fengið okkur hressingu var eggjunum slakað niður af eynni og niður í bát, sem lá undir. Um klukkan níu um kvöldið yfirgáfum við svo eyjuna. Að ferð lokinni stigu þreyttir en ánægðir leiðangursmenn á land í Heimaey. Jóhannes Guðmundsson Haraldur Geir Hlöðversson Dagur í lífi lögregluþjóna í Vestmannaeyjum: TIERÐKYNNING Q Merðiagssiofnunar O INNKAUPA KARFAN Hveiti Lægstaverð pr.einingu Hæstaverð pr.elningu Hlutfallslegur samanbur&ur me&alver&s, lægstaverft = 100 Falke 2 kg 18.00 18.00 100.0 Gold medal 5 Ibs 25.10 27.20 127.8 Robin Hood 5 Ibs 29.25 32.60 150.0 Seal of Minnesota 5 Ibs 31.85 31.85 155.6 Pillsbury’s 5 Ibs 27.65 34.45 160.0 Kornflögur Kellogs snap poki 500 gr 26.50 32.65 100.0 Kellogs pakki 500 gr 27.50 39.95 118.7 Robertson 500 gr 49.95 50.70 167.3 Country 425 gr Grænar baunir 57.50 65.45 245.1 Coop 460 gr 11.35 11.35 100.0 K. Jónsson 460 gr 10.60 12.95 105.3 Ora 450 gr 11.95 13.20 115.8 Ciro 410 gr 11.55 11.90 116.2 Red and White 482 gr 14.30 14.30 120.2 Talpe medium 397 gr 12.65 12.65 129.1 Camping 425 gr 13.65 15.20 138.5 Kingsway 454 gr 15.25 16.65 143.7 Royal Norfolk 425 gr 16.40 16.40 156.3 Green Giant 482 gr 12.30 24.10 167.6 Bonduelle very fine 420 gr 18.65 23.85 195.1 Libby’s 482 gr 22.50 25.45 199.2 Bonduelle extra fine 420 gr 20.15 22.60 205.3 Talpe pois small 397 gr 20.25 20.25 206.5 Talpe 397 gr 20.90 20.90 213.0 Appelsínusafi Floridana 250 ml 7.30 8.00 100.0 Tropicana 250 ml 8.50 9.30 115.1 Just juice 200 ml 8.95 9.05 141.5 Rynkeby 200 ml 9.85 9.85 155.0 Kakómalt Happy quick 400 gr 30.60 30.60 100.0 Van Houten 400 gr 29.00 31.55 101.3 O’boy 500 gr 44.70 44.70 116.9 Top quick 400 gr 35.15 36.45 117.6 Quick 453.6 gr 39.10 43.40 119.5 Neilson 500 gr 46.90 46.90 122.6 Nestlé 420 gr 37.20 40.40 123.9 Nesquick 400 gr 37.80 42.85 134.5 Hershey’s 453.6 gr 31.65 54.35 142.5 Vitassa 700 gr 77.40 77.40 144.6 Suchard express 500 gr 54.35 56.30 145.9 Þvottaduft, lágfreyðandi Lægsta verö pr.einingu Hæstaverð pr.einingu Hlutfalislegur samanburður me&alver&s, lægstaverð = 100 Prana 20 dl. (800 gr.) 21.70 24.55 100.0 Vex 700 gr 19.35 21.10 102.8 C-11 650 gr 18.75 21.85 112.5 Fairy snow 580 gr 21.00 21.10 125.6 Ajax 800 gr 26.80 31.35 127.0 Tvátta 20 dl. (710 gr.) 21.95 27.85 128.4 Sparr 550 gr 19.10 22.35 134.3 íva 550 gr 20.15 22.35 136.7 Skip 600 gr 18.75 28.15 152.2 Ariel 600 gr 24.55 32.40 168.5 Fairy snow 620 gr 29.25 31.75 170.2 Dlxan 600 gr 24.25 31.40 173.7 Uppþvottalögur Tex-i hándmild 450 gr. (490 ml.) 8.55 8.55 100.0 Primo 570 ml 11.30 13.20 126.4 Þvol505 ml 10.60 11.55 129.3 Extra sítrónulögur 570 ml 11.50 13.70 129.9 Tex-I citron 450 gr. (490 ml.) 11.05 11.05 129.9 Hreinol 500 ml 10.55 11.50 130.5 Vex 600 ml 13.00 14.75 133.9 BP 540 ml 13.85 13.85 147.1 Vel 675 gr. (670 ml.) 16.45 17.85 150.0 Gité 500 gr. (483 ml.) 11.10 15.25 159.2 Jelp 500 ml 13.10 14.65 163.2 Tváttacitron7.5dl 21.45 23.35 171.8 Ajax 500 ml 14.50 19.50 196.6 Sunlight 540 ml 19.25 24.55 235.1 Fairy 540 ml 19.20 26.65 258.0 Palmolive 500 gr. (484 ml.) 17.10 24.40 261.5 Lux liquid 400 ml 17.90 19.65 277.6 Handsþpa Shield 142 gr 3.55 4.15 100.0 Coop 125 gr 6.25 6.25 184.5 Colgate 92 gr 4.75 4.75 190.4 8x4 100 gr 5.25 5.25 193.7 Palmolive 95 gr 4.45 5.30 194.1 Camay 150 gr 7.20 8.80 201.8 8 x 4 150 gr 7.75 8.75 203.0 Helst 100 gr 5.35 5.80 208.5 Irish spring 125 gr 6.35 7.50 211.1 Fairy 95 gr 5.10 6.05 221.4 Camay 90 gr 4.80 6.10 227.7 Dorót 90 gr 4.70 6.40 227.7 D’or 100 gr 5.70 6.75 228.8 Rexona 90 gr 4.55 6.30 229.5 Imperial 78 gr 4.95 4.95 234.3 Palmolive 140 gr 6.30 11.75 241.3 Lux140 gr 7.95 10.25 249.1 FA 85 gr 5.50 6.20 253.9 Lux 90 gr 5.10 6.75 254.2 Cream 21 125 gr 9.45 9.45 279.0 Timotei 95 gr 6.85 8.10 287.5 Carvena 130 gr 10.05 10.80 289.7 Pears 75 gr 7.25 7.25 356.8 Dav 93 gr 11.40 370.8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.