Tíminn - 19.11.1982, Qupperneq 1

Tíminn - 19.11.1982, Qupperneq 1
■ Jóhannes Kristjánsson get- ur brugðið sér í margra kvikinda líki. „Hef svona eitthvad upp í mig af þessu” — Rabbað við Jóhannes Kristjánsson, eftirhermu ■ „Það er ógurlega misjafnt hversu marga menn ég hef á prógramminu hverju sinni. Flestir hafa þeir verið upp undir tuttugu en oftast eru þeir færri; það fer mikið eftir því hvar er verið að skemmta,“ sagði Jóhannes Kristjánsson, eftirherma, en hann er skemmtikraftur helgarinnar í Helg- arpakkanum að þessu sinni. „Meirihlutinn af þeim sem ég hermi eftir eru þjóðkunnir menn, stjómmálamenn og aðrir sem hafa vakið þjóðarathygli af einhverjum ástæðum. Ég hef til dæmis mjög gaman að köllum, mönnum sem skera sig úr; eru skrítnir," sagði Jóhannes. - Þarf ekki að leggja mikið á sig til að halda úti eftirhermuprógram- mi? Sækja fundi þar sem frægir menn koma fram og liggja fyrir framan sjónvarp þegar stjórnmálaumræður eru o.s.frv. „Oft krefjandi“ „Það er oft krefjandi að halda úti góðu prógrammi. Það þarf alltaf að vera í endurnýjun og í rauninni er ég alls staðar, alltaf, að leita að hug- myndum. Það er hins vegar ekki svo mikill vandi að ná mönnum ef maður á annað borð nær þeim. Það kemur eiginlega af sjálfu sér og þarfnast ekki mikillar yfirlegu. - Þú lifir af þessu. Hvernig gengur það? „Ég hef svona eitthvað upp í mig af þessu. Nóg til að skrimta," sagði Jóhannes. „Það er vetrarvertíð hjá skemmtikröftum eins og sjómönnum og á henni nóg að gera. Hins vegar er minna á sumrin þó alltaf sé reytingur". - Hvar skemmtirðu aðallega? „Ég skemmti alls staðar. Núna í haust hef ég verið mest í Reykjavík á árshátíðum og í einkasamkvæmum. Ég hef líka verið talsvert úti á landi.“ „Kailaður út á öllum tímum“ - Ertu bókaður langt fram í tímann? „Oftar er það, en stundum er ég kallaður út sama kvöldið og ég á að skemmta. Um daginn var ég staddur hjá kunningjafólki mínu hérna í Reykjavík, en eins og sakir standa hefst ég við í Keflavík, og þá var hringt til mín eftir miðnætti og ég beðinn að skemmta á fínni árshátíð. Mér leist eiginlega ekkert á að verða við þeirri bón því ég var í íþrótta- galla; alls ekki klæddur til að fara á fína skemmtun. Ég sló þó til, en þegar á staðinn kom ætlaði dyravörðurinn ekki að hleypa mér inn af því ég var svo skringilega klæddur. Ég stóð í stappi við hann um stund, þangað til að einhver kall, sem var að minnsta kosti hálfum metra hærri en ég kom og sá aumur á mér. Hann lánaði mér jakkann sinn og bindið. Dyravörður- inn sætti sig við málalokin og ég fékk að fara inn á sviðið klæddur íþrótta- buxum, strigaskóm, alltof stórum jakka með bindi um hálsinn, en skyrtulaus. Þrátt fyrir allt tókst skemmtunin ágætlega," sagði Jó- hannes. -Sjó. Fjölnismerm med videosón ■ Það viil gjarnan verða svo, þegar menn sem sjaldan liggja yfir útvarpi, eða sjónvarpi, öðru en þá fréttum, að þegar þeir eru af vangá beðnir að segja frá reynslu sinni af útvarpi liðinnar viku, að fátt verður til að efna í grein. Útvarp og sjónvarp eru með mikla dagskrá, og fáir munu hafa þar heildaryfirsýn, enda er manni það til efs að sá sem horfði á allt, eða hlustaði á allt, sem flutt er í útvarpinu í heila viku, væri í raun og veru fær um að skrifa staf á eftir. Þegar menn rita t.d. um bækur, málverkasýningar, eða leikrit, gegnir öðru máli. Þá hafa menn vissa yfirsýn og geta unnið samkvæmt því. Það hefur einnig verið reynt að fá sérstaka menn til að hlusta á útvarp með það að markmiði, að þeir skrifuðu greinar um dagskrána í blöðin. Það hefur gefist illa, því áður en varir, eru þeir yfirleitt byrjaðir að heyra efni og jafnvel heila þætti, sem aldrei var í raun og veru útvarpað, þótt þeir væru nefndir í prentaðri dagskrá. En víkjum nú að útvarpi liðinnar viku. Ég var ánægður með margt. Greinilegt er að fréttastofan fylgir áfram stefnu Brésnjefs eins og And- rópof hefur lofað að gjöra. Útvarpið nefnir andspyrnuhreyfinguna í Afganistan skæruliða, írska lýðveld- isherinn nefnir það hinn ólöglega arm írska lýðveldishersins og það segir okkur að Lech Walesa sé laus úr einangrun, en einangrun nefnist sú fangavist á útvarpsmáli, þegar menn eru settir inn, í Austurevrópu, ef þeir eru ekki látnir bera grjót og eru ekki barðir. En nóg um það. Útvarpiö og óveðriö Menn eru á einu máli um það, að útvarp og sjónvarp hafi ásamt veður- stofunni unnið mikið afrek, með því að vara fólk við storminum, sem gekk yfir landið á þriðjudag. Veður- stofan er oft hrakyrt fyrir leiðinlegt helgarveður, en þetta sýnir að veðurfræðingar okkar hafa mikið gildi fyrir alla búsetu og útgerð í landinu. Hygg ég að ekki sé ofsagt, að með viðvörun hafi útvarpið og veðurstofan forðað miklu tjóni, þótt eigi stöðvi það nú Atlantshafið og þyngdarlögmálið. Menn skálkuðu lúgur, þar sem því var við komið. Sumstaðar varð veðrið ekki eins vont. og hugsanlegt var. Það sem máli skipti var það, að menn bjuggu sig rétt undir þetta óveður og höfðu til þess nokkurt ráðrúm. Hygg ég að milljónatjón hafi verið afstýrt þarna, að ekki sé nú talað um slys á fólki og önnur meiðsl. Fólk var varað við að leggja í tvísýn ferðalög, og sem dæmi um ofsann, þá varð ófært milli Keflavík- ur og Reykjavíkur á þriðjudags- kvöld, en það skeður nú ekki oft, enda ekki yfir fjöll og firnerni að fara, eins og sagt var í gamla daga. Það er líka gott til þess að vita, að viðlagasjóður er nú til, og er ekki peningalaus eins og iðnaðarráðu- neytið, sem heldur að ríkisfjárhirslan sé suðrí Hafnarfirði. Við gamlir barómetersmenn önd- uðum léttar, þegar loftvogin byrjaði að stíga um ellefuleytið á þriðjudag og suðvesturhorninu var þar með borgið úr básendaflóði. Áhyggjur okkar fóru þar með norður og austur á land, þar sem hafnir eru víða veikar og af vanefnum gjörðar. Þetta sýnir okkur ótvírætt, að við verðum að hafa ríkisútvarp áfram, þótt jafn sjálfsagt sé að rýmka um útvarpsrekstur og leyfa landshlutaút- varp, eða það sem nú er nefnt frjálst útvarp. Margir virðast óttast slíkar stöövar og starfsmenn ríkisfjölmið- ilsins líklega mest allra. Þó er þessi ótti ástæðulaus, og má minna á að ekki eru liðin nema tæp hundrað ár síðan prentfrelsi varð að veruleika á íslandi. Ríkið prentaði áður allt prenthæft, Guðsorð, stjórn- artíðindi og annað veraldlegt. Að vísu er prentfrelsi (án prentverks) ofurlítið eldra, eða frá 1855. En þess er að minnast, að meira að segja Fjölni varð að prenta erlendis, og var því Videosónn síns tíma. Það er athyglisvert að það voru alþingismenn er óttuðust það mest á sínum tíma, að hafðar yrðu fleiri en ein prentvél í landinu, og þá undir húsaga konungs. Lögin um prent- frelsi urðu því ekki að veruleika á íslandi fyren 1886. Ekki skal fjölyrt um það, hvort menn telja illa hafa til tekist með prentverk, eftir að það var gefið frjálst, innan þess ramma er tíðkast í dag. Það sama mun verða með frjálsa útvarpið. Það mun þykja sjálfsagður hlutur áður en varir. Og ríkisútvarpið mun ekki glata gildi sínu vegna þess - öðru nær. Rauðar rásir í sjónvarpi Þau undur skeðu nú fyrir skömmu, er sýnir vel hina öru þróun, en það var þegar að smáfirma eitt lék sér að því að ná þrem rásum sovéska sjónvarpsins gegnum gervihnött. Við það næst enn jafnvægi. Kanasjón- varpið er nú sent eftir jarðlínum, og harðlínurásirnar þrjár frá Sovétríkj- unum eru kapalsjónvarp félaga And- rópfs fv. KGB foringja , þannig að nú tekur hver í nefið hjá sjálfum sér á íslandi. Þetta minnir á skemmtilegt spjall Þórs Jakobssonar, veðurfræðings, sem nú er með ágæta vísindaþætti í hljóðvarpi. Hann fjallaði seinast um gagnsemi gervitungla, (eða fjar- könnunar) og hina ótrúlegu m ögu- leika, sem þau gefa, eða geta gefið til rannsókna og fjarskipta. Innst inni held ég líka að allir - þar á meðal starfsmenn ríkisfjölmiðlanna, sjái að einkaútvarpið er búið að vera sem slíkt. Og kannske hefur það verið fyrsta skrefið, þegar í Ijós kom, að fréttastofa útvarpsins gat allt í einu fengið fleiri fréttamenn en hún hafði þörf fyrir; og hafnaði einum reynd- asta fréttamanni landsins, Atla Stein- arssyni. Jónas Guðmuudsson. Jónas Guð- mundsson, skrifarumdag skrá ríkisfjöl- miðlanna. Dagskrá ríkisf jölmiðlanna 20. növember til 26. nóvember

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.