Tíminn - 19.11.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.11.1982, Blaðsíða 8
Leikhús Nemendaleikhúsið ■ Tvær sýningar verða á Prestsfólkinu eftir finnsku skáldkonuna Minnu Canth í Lindarbæ um helgina, á föstudags og sunnudagskvöld. Prestsfólkið er raunsæisverk skrifað fyrir tæpri öld. Pað fjallar um borgara- lega fjölskyldu og hversu miklu illu er hægt að koma til leiðar í nafni fjölskyld- unnar. Föðurvaldið er allsráðandi og í leikritinu er fjallað um tilraunir barn- anna til að komast undan því. Sem kunnugt er er Nemendaleikhúsið skipað leiklistarnemum á síðasta námsáfanga í Leiklistarskóla ríkisins. í vor koma þeir til með að útskrifast sem fullgildir leikarar. I>á eiga þeir að baki þriggja ára strangt nám við skólann og fjórða árið í Nemendaleikhúsinu. í vetur mun Nemendaleikhúsið taka tvö verk til viðbótar til sýningar fyrir almenning. Leikstjóri er Ritva Siikala, sem cr finnsk. Leikendur: Edda Heiðrún Backman, Kristján Franklin Magnússon, Helgi Björnsson, María Sigurðardóttir, Vilborg Halldórsdóttir, Sigurjóna Sverrisdóttir og Eyþór Árnason. Miða- pantanir í síma 21971. Föstu- daga program Laugar- daga program program Sunnu- daga kl. 22.00 alla dagana Þórskabarett skipa Jörundur, Júlíus, Laddi og Saga ásamt Dans- bandinu og Þorleifi Gíslasyni undir stjórn Árna Scheving. Matseðill helgarinnar Sjávarréttasúpa Ægis ★ Gljáður hamborgarhryggur m. sykurbrúnuðum jarðeplum, parísargrœnmeti, rjómasveppasósu og salati. ★ Appelsínurjómarönd. Kristján Kristjánsson leik- ur á orgel fyrir matargesti frá kl. 20.00. Húsid opnað kl. 19.00. Boröapantanir í síma 23333 frá kl. 4 í dag. staður hinna vandlátu. Leikfélag Reykjavíkur í kvöld (föstudag) er 11. sýning á ÍRLANDSKORTINU eftir Brian Friel, sem er nýtt írskt leikrit og fjallar um samskipti sveitafólks á írlandi og breskra hermanna á síðustu öld. í London kusu breskir gagnrýnendur þetta verk besta nýja leikritið sem fram kom á síðasta ári, og hér heima hefur verkið vakið verðskuldaða athygli, enda efni þess auðskilið fólki sem þarf að huga sérstak- lega að menningu sinni og þjóðtungu. Leikritið er ríkt af kímni og gamansemi, þótt undirtónninn sé alvarlegur. Leik- stjóri sýningarinnar er Eyvindur Er- lendsson, en aðalhlutverk leika Karl Guðmundsson, Steindór Hjörleifsson, Emil Gunnar Guðmundsson, Karl Ágúst Úlfsson, Ása Svavarsdóttir og Pálmi Gestsson. Á föstudagskvöld og laugardagskvöld eru miðnætursýningar í Austurbæjarbíói á hinum vinsæla gamanleik Dario Fos HASSINU HENNAR MÖMMU. Sýn- ingar eru nú komnar vel á fjórða tuginn og hafa þær selst upp á svipstundu að undanförnu. Leikritið fjallar um eitur- lyfjaneyslu, en einsog Fo er einum lagið fléttar hann saman gaman og alvöru svo að útkoman verður óborganleg skemmtun. Leikstjóri er Jón Sigur- Alþýðuleikhúsið Á sunnudaginn verður hið vinsæla barnaleikrit Pældíðí-hópsins/Alþýðu- leikhússins sýnt í sextugasta sinn og er það jafnframt síðasta sýningin á verkinu í Hafnarbíói. „SÚRMJÓLK MEÐ SULTU“ er gamanleikrit serh einkum er ætlað yngstu áhorfendunum. Hjá ósköp venjulegri fjölskyldu gerast einn sunnudagsmorg- uninn afar óvenjulegir hlutir - hundur les dagblað, fjórir lítrar af mjólk hverfa, ungbarn verður fyrir göldrum og að síðustu fer heimilisfaðirinn út með kostulegan kvenhatt á höfði. Allt þetta gerist í eldhúsinu. Að sýningu lokinni er áhorfendum svo boðið að koma upp á svið og skoða sig um og kanna þar allan útbúnað. Nú er einnig hver að verða síðastur að sjá sýningu Pældíðí-hópsins á leikrit- inu BANANAR sem gerist í ímvnduðu ríki í Suður-Ameríku og segir frá ungum bananasala sem leggur land undir fót til að freista gæfunnar við bananasölu í borginni. Á leið sinni kemst hann í kynni við fólk af ýmsum stéttum samfélagsins og þykjast margir vita betur en hann sjálfur hvað hann eigi og megi gera við sína eigin banana. Næsta sýning á Banönum er á þriðjudagskvöld. ■ Úr írlandskortinu eftir Brian Friel. Ása Svavarsdóttir og Pálmi Gestsson í hlutverkum sínum. björnsson, en í aðalhlutverkum eru þau Margrét Ólafsdóttir, Gísli Halldórsson og Emil Gunnar Guðmundsson. - Miðasala er í bíóinu. Á laugardagskvöld er SKILNAÐUR eftir Kjartan Ragnarsson sýndur í Iðnó, og er þegar uppselt á þá sýningu. Verkið hefur bæði vakið athygli og umtal, og leikararnir hafa hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína. í aðalhlutverkum eru þau Guðrún Ásmundsdóttir, Jón Hjartarson, Valgerður Dan, Aðalsteinn Bergdal, Soffía Jakobsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir, en höfundur er sjálfur leikstjóri. Á sunnudagskvöld er sýning á JÓA eftir Kjartan Ragnarsson, og er það 104. sýning á verkinu, sem þar með er komið í hóp vinsælustu verkefna Leikfélagsins, eins og hefur reyndar gilt um fyrri verk höfundar. Aðalhlutverkin í JÓA eru í höndum Jóhanns Sigurðarsonar, Hönnu Maríu Karlsdóttur og Sigurðar Karlsson- ar, en höfundur er sjálfur leikstjóri. Leikfélag Fjölbrautarskóla Suöurnesja Sunnudaginn 21. nóvember, klukkan 21, frumsýnir Leikfélag Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, leikritið „Lokaðar dyr“ eftir Wolfgang Borchert í leikstjórn Hjalta Rögnvaldssonar. Sýnt verður í Félagsheimilinu Stapa í Ytri-Njarðvík. Alls taka þátt í sýningunni 16 nemendur og eru helstu hlutverk í höndum Jóhannesar Ellertssonar og Ágústar Ásgeirssonar. Skorað er á alla Suðumesjamenn að fjölmenna. Leikbrúðuland „Þrjár þjóðsögur“ - Gípa - Púka- blístran og Umskiptingurinn - verða sýndar í Leikbrúðulandi á sunnudag klukkan 3. Hér er á ferðinni sýning fyrir alla fjölskylduna. Sala aðgöngumiða hefst að Fríkirkju- vegi 11 klukkan 13. Svarað er í síma 15937 frá klukkan 13.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.