Tíminn - 20.11.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.11.1982, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 20. NOVEMBER 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn. Framkvæmdastjórl: Glali SigurSsson. Auglýslngastjórl: Stsingrlmur Glslason. Skrlfstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. AfgrelSslustjóri: SlgurSur Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarlnn Þórarlnsson, Elfas Snæland Jónsson. Rltstjórnarfulitrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrf msson. UmsjónarmaSur Helgar-Tf mans: Atll Magnússon. BlaSamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Elrfkur St. Elrfksson, FriSrik IndriSason, HeiSur Helgadóttir, SigurSur Helgason (iþróttlr), Jónas ’ GuSmundsson, Krlstfn Lelfsdóttir, Skaftl Jónsson. Útlltsteiknun: Gunnar Trausti GuSbjömsson. Ljósmyndir: GuSjón Elnarsson, GuSJón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Floal Kristjánsson, Kristln Þorbjamardóttlr, Marla Anna Þorateinsdóttlr. Ritstjóm, skrtfstofur og auglýslngar: SfSumúla 15, Reykjavfk. Sfml: 86300. Auglýslngaslml: 18300. Kvðldsfmar: 86387 og 86392. VerS I lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskritt á mánuSI: kr. 130.00. Setnlng: Tæknldelld Tfmans. Prentun: BlaSaprent hf. Mesta bölid ■ „Ef ríkið styrkti nýjar búgreinar og léti byggja iðngarða í sjávarplássum af því fé, sém annars brynni í hefðbundnum landbúnaði, er fundin aðferð til að losna smám saman við mesta böl þjóðarinnar fyrr og síðar.“ Þetta er niðurstaða hugleiðingar leiðarahöfundar DV, sem skemmt hefur sjálfum sér og skrattanum vikulangt með leiðararöð um hefðbundinn landbúnað á íslandi, hvernig heppilegast sé að leggja hann niður til blessunar og hagsbóta fyrir landslýð. Samkvæmt kenningunni á það að vera mikill búhnykkur jafnt fyrir bændur sem neytendur að hætta framleiðslu á kjöti og mjólk, það á að bæta hag ríkissjóðs, en velferð hans bera furðu margir fyrir brjósti og það á einnig að vera gjaldeyrissparandi að hætta þessu bardúsi til sveita. Grínistinn á DV reiknar út og suður hvernig spara á stórfé með því að hætta landbúnaðarframleiðslu og flytja heldur búvöruna inn frá Bandaríkjunum og ríkjum Efnahagsbandalagsins. Illt er að skilja hvað lagt er til grundvallar reiknikúnstinni. Þar af leiðandi verður aðferðin torskilin, en niðurstaðan er skýr og einföld og er „aðferð til að losna smám saman við mesta böl þjóðarinnar fyrr og síðar.“ Offramleiðsla og niðurgeiðslur og útflutningsbætur á búvörum frá Efnahagsbandalagsríkjunum eiga að gera íslendingum kleyft að kaupa ódýr matvæli þaðan um alla framtíð. í þeim ríkjum er landbúnaður styrktur á marga lund, sem og víða annars staðar. En það er ekki talað um mikið fæðuframboð sem böl hjá þessum þjóðum eða hvers vegna þær kjósa að styrkja sinn landbúnað. Það er aðeins böl á Islandi, og því harðneitað að niðurgreiðslur komi neytendum til góða. Iðngarðar í sjávarplássum segir grínistinn að taka eigi við sveitafólkinu þegar grasið í sveitum fær loks að gróa í friði. Það á að vera ódýrara og hagkvæmara fyrir alla aðila að byggja upp margs kyns smáiðnað frá grónum útróðrarstöðum en að framleiða mat. Vonandi verður einnig komið í veg fyrir að menn fái að ýta úr vör og veiða fisk vegna þess að við getum ef til vill fengið keyptan niðurgreiddan fisk, t.d. frá Noregi, og sparað með því útgerðarkostnað, en hann er eitt af því sem er að sliga efnahagskefið. Ekki er tilgreint hvað á að starfa í iðngörðum sjávarplássanna. En að svoleiðis smámunum þurfa stórhuga skýjaglópar ekki að hyggja. Samt er rétt að benda á að einmitt í þeim fyrirmyndariðnríkjum þar sem offramleiðsla er á landbúnaðarvörum, er um þessar mundir einnig mikil offramleiðsla á iðnvarningi af mörgu tagi. Atvinnuleysistölur tala skýru máli um það. Hætt er við að sú hugmynd að flytja sveitafólk í iðngarða sé álíka haldgóð efnahagsleg röksemd og að pissa í skóinn sinn. Offramleiðsla í íslenskum landbúnaði er staðreynd sem enginn neitar enda hefur vandamálið lengi verið til umfjöllunar meðal bænda og samtaka þeirra. Brugðist hefur verið við því með ýmsum ráðum sem bændur sjálfir hafa staðið að. Hefur sú viðleitni skilað góðum árangri, sérstaklega hvað varðar mjókurframleiðslu, og kjötfram- leiðsla minnkar verulega þótt enn vanti nokkuð á að jafnvægi hafi náðst. Nýjar búgreinar ryðja sér til rúms og í rauninni með eins miklum hraða og æskilegt er. Það er ómaklegt að ráðast að undirstöðuatvinnugrein með þeim hætti sem gert er í nefndri leiðararöð, og það er bágt að sjá hvaða tilgangi slíkt athæfi þjónar. Það kreppir víða að í atvinnugreinum, jafnt á Islandi sem annars staðar í heiminum, en að leggja til, þótt í gríni sé, að leggja niður landbúnaðarframleiðslu til hagsbóta fyrir bændur, ríkissjóð og neytendur, eins og látið er í veðri vaka að gera skuli, j aðrar við ósvífni. Og þau hagfræðilegu rök sem borin eru fram eru ekki sæmandi. En „mest; böl þjóðarinnar fyrr og síðar“ hefur staðið af sér önnur eins harðindi og áhlaup misviturra reiknimeistara, og landbúnaðurinn verður um alla framtíð undirstöðuatvinnuvegur og höfuðnæring íslensku þjóðar- innar. En illa grunduð umræða um landbúnað er að verða hið mesta böl. OÓ ííitUCSÍÍÍl 18. flokksþing Framsóknarflokksins Húsnæðismál. ■ 18. flokksþing Framsóknarmanna áréttar þá meginstefnu flokksins í húsnæðismálum, sem samþykkt var á síðasta flokksþingi, að hver einstakl- .ingur og fjölskylda í landinu eigi rétt á því að geta búið í góðri íbúð af hæfilegri stærð er treysti heilbrigt fjölskyldulíf innan veggja heimilisins. Þingið telur rétt að sem flestir geti búið í eigin íbúð en bendir á nauðsyn þess að ávallt sé á markaðinum mikið af leiguíbúðum fyrir þá, sem fremur vilja leigja eða ekki hafa aðstæður til þess að komast yfir eigin íbúð. Þingið bendir á að við þær aðstæður sem nú ríkja í þjóðfélaginu er ungu fólki mjög erfitt um vik að eignast eigin íbúð og leggur því áherslu á eftirtalin atriði: 1. Lán til þeirra, sem byggja eða kaupa í fyrsta sinn, hækki á árinu 1983 um 25% og fari síðan stig- hækkandi þar til þau ná 80% af byggingarkostnaði. 2. Lánstími húsnæðismálalána verði lengdur í 42 ár. 3. Gert verði myndarlegt átak í byggingu leiguíbúða sem byggðar eru eða keyptar af sveitarfélögum, stofnunum á þeirra vegum og / eða ríkisins, eða af félagasamtökum og ætlaðar eru til útleigu á hóflegum kjörum fyrir námsfólk, aldraða og öryrkja og aðra þá sem ekki hafa aðstöðu til þess að eignast eigið húsnæði við hæfi. Slíkt átak í byggingu leiguíbúða falli undir Byggingarsfjóð verka- manna og félagslegar ibúðarbygging- ar. 4. Ríkissjóður tryggi Byggingarsjóði ríkisins og Byggingarsjóði verka- . manna ávallt nægilegt fjármagn. 5. Lán úr Byggingarsjóði verkamanna skulu áfram nema 90% af kostnað- arverði staðalíbúðar. Frá lánsfjár- hæð skal þá draga lífeyrissjóðslán eigi umsækjendur kost á slíku láni. 6. Leitað verði samninga við lífeyris- sjóðina um að verja eða kaupa skuldabréf fyrir allt að 45% ráð- stöfunartekna sinna af húsnæðis- og fjárfestingasjóðum ríkisins. 7. Bankar og sparisjóðir fái heimild til að stofna sérstaka innlánsreikninga sem bundnir yrðu til 2-4 ára og þau innlán veiti sérstakan rétt til aukins húsnæðisláns til 10-15 ára. Upphæð láns ákvarðist af reglum sem taka mið af innlánstíma. Slík innlán verði undanþegin bindiskyldu við- komandi banka eða sparisjóða hjá Seðlabanka íslands. 8. Viðskiptabankar veiti byggingar- iðnaðinum aukin framkv æmdalán. 9. Starfssemi Húsnæðisstofnunar ríkisins verði endurskoðuð með tilliti til aukins samstarfs við bank- kerfið sem telja verður eðlilegt að auki þjónustu við húsbyggjendur. Til hagræðingar og einföldunar fyrir lántakendur húsnæðistengdra lána leiti Húsnæðisstofnun sam- starfs við banka, sparisjóði og lífeyrissjóði um nýtt fyrirkomulag lánveitinga og afborgana húsnæðis- lána. Fyrirkomulag þetta byggi á því, að lántakandi eigi aðgang að upplýsingum og gögnum frá öllum ofangreindum aðilum í sínum eigin viðskiptabanka, þar sem útborgun og innheimta húsnæðistengdra lána fari sömuleiðis fram. 10. Þingið fagnar því að lög um bygg- ingasamvinnufélög hafa að frum- kvæði þingmanna framsóknar- flokksins verið endurskoðuð, og leggur áherslu á að þau verði lögfest á yfirstandandi þingi - jafnframt að hlutdeild byggingarsamvinnufélaga í húsnæðismálum verði stóraukin, og lánafyrirgreiðsla til þeirra falli undir félagslegan kafla laga um húsnæðismál. 11. Lögð verði áhersla á nýjungar í byggingariðnaði er gætu leitt til aukinnar hagkvæmni og lækkunar byggingarkostnaðar. Aðilum sem vinna að slíku verði veittur styrkur eða hagkvæm lán úr húsnæðiskerf- inu. 12. Kannaðar verði leiðir til þess að lækka byggingarkostnað, meðal annars með Iækkun aðflutnings- gjalda á byggingarefni, lækkun launaskatts og aðstöðugjalds. 13. Gerð verði athugun á því hvernig beita megi skattfríðindum til að auka spamað í þágu húsnæðismála í bönkum og sparisjóðum. Heilbrígðismál Flokksþingið telur að tryggja beri landsmönnum rétt til fullkomnustu heil- brigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita, og öryggi þjónustunnar verði eflt eftir föngum, enda er mikilvægi góðrar heilsu ómetanlegt fyrir einstakl- inginn og þjóðféiagið í heild. Efla þarf fyrirbyggjandi aðgerðir í heilbrigðismálum og vinna að stórauk- inni heilsuvemd. í þessu sambandi ber að stuðla að heilbrigðara lífemi, aukinni íþrótta- iðkun og útivist og bættum lífsvenjum á ýmsum sviðum. Þingið leggur áherslu á aukna starf- semi á sviði bindindismála, slíkt vamar- starf þarf að efla ögn meira, og ná til allra vímugjafa og fíkniefna. Einnig varar þingið við sívaxandi notkun á róandi lyfjum. Þingið telur, að fjölmiðlar gætu á áhrifaríkan hátt vakið athygli almenn- ings á ýmiss konar fyrirbyggjandi að- gerðum og heilsuvemd, og hvetur þingið viðkomandi aðila til aukinnar samvinnu á þessu sviði. Við byggingu sjúkrahúsa og heilsu- gæslustöðva og annarra heilbrigðisstofn- ana sé þess gætt, að samnýta eftir föngum húsnæði og tækjabúnað, sömu- leiðis starfslið þar sem því verður við komið. Hagkvæmisatriði slíkrar samnýt- ingar mega þó aldrei verða á kostnað þjónustu- og öryggisþátta. Þá leggur þingið áherslu á að tekin verði upp bráðaþjónusta við geðsjúka, þar sem því verður við komið, sömuleið- is við geðsjúka afbrotamenn. Leggja ber áherslu á aukna samvinnu og verkaskiptingu stærri sjúkrahúsanna í Reykjavík. Á höfuðborgarsvæðinu verði byggð upp sem fullkomnust sérfræðiþjónusta á vissum sviðum og í hinum dreifðu byggðum heilsugæsla og neyðarþjónusta með tilliti til aðstöðu og samgangna á viðkomandi byggðasvæðum. Leggja ber áherslu á góðar samgöngur og fólksflutninga innan viðkomandi heilsugæsluumdæma og sömuleiðis traust sjúkraflutningakerfi. Þingið telur, að taka þurfi fjármögn- unarkerfi sjúkrastofnana í landinu til gagngerðrar endurskoðunar, og skil- greina síðan þjónustumarkmið og hlut- verk stofnananna og haga fjármögnun til þeirra eftir því. Þá telur þingið að lengur verði ekki undan því vikist að koma á sérstakri deild í heilbrigðismálaráðuneytinu, sem hafi með höndum eftirlit og ráðgjöf í, rekstri sjúkrastofnana. Framsóknarflokkurinn telur að tíma- bært sé að gerð verði heildaráætlun um uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar í landinu þar sem langtímamarkmið verði nánar skilgreind. Málefni fatlaðra Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á jafnrefti allra þjóðfélagsþegna til fullrar þátttöku í athöfnum þjóðfélagsins og að þeir eigi þess kost að njóta allra þátta mannlífsins. Til þess að svo geti orðið verður samfélagið að koma til móts við þarfir fatlaðra m.a. á sviði: Menntamála, Atvinnumála, Húsnæðis- og ferlimála, Heilbrigðismála Menntamál FORSKÓLI: Þess verði gætt að fötluð börn undir skólaaldri fái viðhlítandi kennslu og þjálfun strax er fötlunar verður vart. Með aukinni þekkingu varðandi ástand og getu fatlaðs fólks hefur komið í Ijós að langvarandi þjálfun og kennsla er nauðsynleg svo að fötluðum sé unnt að ná hámarki fæmi sinnar. Bernskuár mannsins eru mikil- væg, en mörgum fötluðum bömum þarf að kenna fjölmargt sem önnur böm læra af umhverfi sínu. Það er uppeldislegt markmið að böm njóti sem mestra samvista við sína nánustu. Því er nauðsynlegt að þjálfun og kennsla fatlaðra bama sé þannig háttað að hún rjúfi ekki tilfinningasamband bams og vandamanna þess. Þjálfun og kennsla í eða nærri heimkynnum þeirra eru því sjálfsgöð mannréttindi. GRUNNSKÓLINN: Gera verður hinum almenna skóla kleift að mæta þörfum fatlaðra nemenda þannig að sérkennsla fari fram í sem nánustum tengslum við almenna skóla, heimili þeirra og aðstandendur. Vara verður við of mikilli áherslu á uppbyggingu sér- stofnana á kostnað annarra úrræða sem betur falla að ríkjandi viðhorfum. FRAMHALDSSKÓLI: Flokksþingið leggur áherslu á að strax og samþykkt hafa verið lög um framhaldsskóla verði sett reglugerð um stuðning og sérkennslu á framhaldsskólastigi þar sem fötluðum verði tryggð aðstoð í langskólanámi, verkmenntun, starfsþjálfun og vinnu- miðlun og slík reglugerð tryggi tengsl skóla við hinn almenna vinnumarkað með það að markmiði að mennta sem flesta til þátttöku þar. Atvinnumál Fyrir þá sem ekki geta stundað almenna vinnu á vinnumarkaði er nauð- synlegt að koma á fót vemduðum vinnustöðum. Stefna skal að því að þeir séu í sem mestum tengslum við almenn fyrirtæki í landinu. Húsnæðis- og ferlimál Eitt mikilvægasta atriði til að fyrir- byggja einangrun fatlaðra er að skipu- leggja og hanna byggingar og samgöngu- leiðir með tilliti til þeirra. Flestir fatlaðir geta búið í venjulegu íbúðar- ,húsnæðirK ef aðgengi og skipulag um- hverfis tekur mið af þörfum þeirra og er það eðlilegast og og æskilegust búseta fyrir þá sem aðra. Taka verður tillit til fatlaðra við uppbyggingu leiguí- búða. Auka verður þjónustu almenn- ingsfarartækja og gera þau aðgengileg fötluðum, en fyrir marga er bifreið forsenda fullrar þátttöku í samfélaginu. Því er eðlilegt að flokka hana sem almennt, tæknilegt hjálpartæki. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að við endurskoðun umferðarlaga verði tekið mið af hagsmunum fatlaðra með því meðal annars að lögfesta hvíta stafinn, mikilvægt hjálpartæki blindra. Heilbrígðismál Styrkja verður starfsemi heilsugæslu- stöðva til að þær geti sinnt þörfum fatlaðra með sérstakri áherslu á sjúkra- þjálfun og aðra læknisfræðilega endur- hæfingu, hjúkrun í heimahúsum og félagsráðgjöf. Leggja verður áherslu á að grunnendurhæfing verði fyrir hendi í landinu. Á tíma samdráttar og sparnaðar í þjóðfélaginu er lögð áhersla á hag- kvæmni og arðsemi þess að gera fatlaða hæfa til þáttöku í atvinnulífi og almennu samfélagi. Gæta verður þess, að þeirsem minnst mega sín, verði ekki afskiptir í félagslegum efnum, og það ávallt haft í huga, að náið samstarf verði haft við þáu samtök, sem vinna að málefnum fatlaðra um öll málefni, er þá snerta. Málefni aldraðra Yfirstandandi ár er helgað málefnum aldraðra. Framsóknarflokkurinn minnir á, að þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við hina öldruðu, sem búið hafa okkur í hendur það ísland, sem við eigum í dag og lagt gull í lófa framtíðar. Þróun mála hér á landi bendir ótvírætt til hækkandi hiutfallstölu aldraðra. Bætt ytri skilyrði eins og húsnæði, fæði, stóraukin heilsugæsla og félagsleg þjón- Samþykktir 18. flokksþings Framsóknarmanna:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.