Tíminn - 20.11.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 20.11.1982, Blaðsíða 18
18 Fundur í Félagi áhugamanna um heimspeki: Hvað er réttlæti? ■ Næstkomandi sunnudag - 21. nóvember - mun Þorsteinn Gylfason flytja fyrirlestur í Félagi áhugamanna um heimspeki sem nefnist: Hvað er réttlæti? Þessi fyrirlestur er eins konar fram- hald af „Rauðum fyrirlestri", sem Þor- steinn flutti í Rauða húsinu á Akureyri í fyrrasumar og birtist í Morgunblaðinu. f þeim fyrirlestri fjallaði Þorsteinn um frjálshyggju og gagnrýndi m.a. hug- myndir Miltons Friedmans um frelsi og réttlæti. í fyrirlestrinum á sunnudaginn mun Þorsteinn snúa sér að frjálshyggju- kenningum Roberts Nozick, prófessors við Harvardháskóla, og ræða m.a. þá kenningu hans að ríkisafskipti í tekju- jöfnunarskyni séu mannréttindabrot. Þorsteinn mun reyna að sýna fram á að í þessum hugmyndum Nozicks séu sambærilegir brcstir við þá sem greina má í frjálshyggju Friedmans. Markmið Þorsteins er þó ekki fyrst og fremst að sýna fram á fræðilega veikleika frjálshyggjunnar, heldur telur hann að af þessari gagnrýni megi draga ýmsar ályktanir um réttlæti. Og þessar ályktan- ir telur Þorsteinn að stangist að meira eða minna leyti á við viðteknar réttlætis- hugmyndir siðfræðinga og stjórnspek- inga, eins og til að mynda víðfræga réttlætiskenningu Johns Rawls í bók hans Theory of Justicc. Fyrirlesturinn verður fluttur í Lög- bergi stofu 101 og hefst kl. 15.00 Nýir bílar — Notaðir btlar ÞÚ KEMUR - ®OG SEMUR Opið laugardaga kl. 10-16. BÍLASALAN BUK s/f Leitiö upplýsinga SlÐUMÚLA 3-5-105 REYKJAVfK SlMI: 86477 Laust embætti sem forseti íslands veitir Prófessorsembætti i slysalækningum við læknadeild Háskóla Islands er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. desember 1982. Prófessorinn mun fá starfsaðstöðu við slysadeild Borgarspítalans í Reykjavík. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Meö umsókninni skulu send eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum umsækjenda, prentuðum og óprentuðum. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið, 16. nóvember 1982. Byggingarfélag verkamanna Reykjavík Aðalfundur félagsins verður haldinn á Hótel Heklu, Rauðar- árstíg 18, þriðjudaginn 23. nóvember 1982, kl. 20,30. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagsstjórnin Stjórn Styrktarsjóðs ísleifs Jakobssonar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrxi úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er að styrkja iðnaðarmenn að fullnuma sig erlendis í iðn sinni. Umsóknir ber að leggja inn á skrifstofu Landssambands iðnaöar- manna, Hallveigarstíg 1, Reykjavík, fyrir 30. nóvember n.k. ásamt sveinsbréfi í löggiltri iðngrein og upplýsingum um fyrirhugað framhaldsnám. Starfsmannafélagið Sókn Fundur verður í starfsmannafélaginu Sókn þriðju- daginn 23. nóv. í Hreyfilshúsinu og hefst kl. 20.30 Fundarefni: 1. Breyting á samningum 2. Önnur mál Mætið vel og sýnið skírteini Stjórnin flokksstarf Reykjanes Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi verður haldið í Skiphól Hafnarfirði sunnudaginn 28. nóv. n.k. og hefst kl. 10 f.h. Stjórnir framsóknarfélaganna í kjördæminu eru minntar á að kjósa fulltrúa á þingið. Dagskrá auglýst síðar. Stjórnin. Vegna skoðanakönnunar á Suðurlandskjördæmi Á 23. Kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Suðurlandskjördæmi sem haldið var i Vík 30. okt. s.l. var ákveðið að 'efna til skoðanakönnunar vegna framboðs til Alþingiskosninga. Skoðana- könnunin fer fram á auka kjördæmisþingi með tvöföldum fjölda fulltrúa og verður þingið haldið í félagsheimilinu Hvoli Hvolsvelli laugard. 4. des. n.k. og hefst kl. 13,30. Auk tilnefningar frambjóðenda frá framsóknarfélögunum er öllum flokksbundnum framsóknar- mönnum heimilt að bjóða sig fram enda fylgi meðmæli 10-20 flokksbundinna framsóknarmanna. Framboð þurfa að berast til formanns kjörstjórnar Ingva Ebenhards- sonar Víðivöllum 18, á Selfossi, í síðasta lagi fyrir 30. nóv. n.k. Kjörstjórnin. Prófkjör framsóknarmanna á Austurlandi— Framboð Kjördæmisþing Kjördæmissambands framsóknarmanna á Austur- landi þann 24. og 25. september ákvað að fram fari prófkjör um framboð flokksins í kjördæminu við næstu alþingiskosningar. Framboðsnefnd flokksins hefur nú ákveðið að framboðsfrestur verði til 10. desember næstk. Hér með er auglýst eftir framboðum í prófkjörið. Hvert framboð skal stutt stuðningsyfirlýsingu minnst 25 flokksmanna. Framboðum skal skilaö til formanns framboðsnefndar Þorvalds Jóhannssonar Seyðisfirði, eða varaformanns Friðriks Kristjánssonar Höfn, sem veita allar nánari upplýsingar. Prófkjör fer fram eftir reglum sem samþykktar voru á kjördæmisþingi í september síðastliðnum. Prófkjörsdagur mun verða auglýstur síðar. Framboðsnefnd. Framsóknarfélögin í Árnessýslu Boðaö er til fundar allra stjórna framsóknarfélaganna í Árnessýslu, svo og kjörinna fulltrúa og varamanna úr hverju sveitarfélagi á kjördæmisþingi í Vík og væntanlegu aukaþingi á Hvolsvelli í desember. Fundur þessi verður í Framsóknarhúsinu á Selfossi sunnudaginn 21. nóv. kl. 14.00. Fundarefni: Framboðsmál. Framsóknarfélögin. Njarðvík — Aðalfundur Framsóknarfélags Njarðvikur verður haldinn í Framsóknarhúsinu Keflavík sunnudaginn 21. nóv. kl. 14.00. 3. Önnurmál Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosningfulltrúaákjördæmisþingið Stjórnin. Bingó Félag ungra framsóknarmanna heldur bingó n.k. sunnudag kl. 14.30 að Hótel Heklu Rauðarárstíg 18. FUF Reykjavík Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Félag framsóknarkvenna í Reykjavík heldur almennan félagsfund laugardaginn 20. nóv. kl. 15, að Rauðarárstíg 18. Dagskrá: Skýrt frástörfumflokksþings. Rætt um væntanlegan basar og störf félagsins. Stjórnin Framsóknarfélag Garðabæjar og Bessastaðahrepps Fundur verður haldinn mánudaginn 22. nóv. n.k. í Goðatúni 2, kl. 20.30 Kosnir verða fulitrúar á kjördæmisþing. Önnur mál Stjórnin Kópavogur Freyja félag Framsóknarkvenna auglýsir jólaföndur í húsi Framsókn- arfélaganna í Kópavogi Hamraborg 5 mánudaginn 29. nóv kl. 20.00 og laugardaginn 4. des. kl. 14.00. Þátttaka tilkynnist fyrir 27. nóv til Guðrúnar s. 41708, Þórhöllu s. 41726 og Ingu s. 45918. Árnesingar Munið 3. og síðasta spilakvöldið á Flúðurfi föstudaginn 26. mars kl. 21.00 Góð heildarverðlaun Ávarp: Haukur Ingibergsson Diskótek. Framsóknarfélag Árnessýslu. LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982 Kvikmyndir Sími78900 Salur 1 Frumsýnir spennu- myndina SNÁKURINN Venom er ein spenna frá upphafi til enda, tekin í London og leikstýrð af Piers Haggard. Þetta er mynd fyrir þá sem unna góðum spenn- umyndum. Mynd sem skilur mikið eftir. Aðalhlutverk: Oliver Reed, Klaus Kinski, Susan George, Sterling Hayden, Sarah Miles, Nicol Williamson. Myndin er tekin í Dolby og sýnd í 4 rása sterlo. Sýndkl. 5,7, 9 og 11. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 3 Porkys Salur 2 Svörtu Tígrisdýrin GOOD GUYS WEAR BLACK CHUCK NORRIS is JohnT BOOKER Hörkuspennandi amerísk spennu- mynd með ún/alsleikaranum Chuck Norris. Norris hefur sýnt það og sannað að hann á þennan heiður skilið, því hann leikur nú í hverri myndinni á fætur annarri. Hann er margfaldur karate- meistari. Aðalhlutverk: Chuck Norris, Dana Andrews, Jlm Backus. Sýnd kl. 3,5,7,9 og 11 Bönnuð bömum Innan 14 ára Salur 3 Number One Hér er gert stólpagrín af hinum frægu James Bond myndum. Charles Bind er númer eitt í bresku leyniþjónustunni og er sendur til Ameríku til að hafa upp á týndum diplomat. Aðalhlutverk: Gareth Hunt, Nick Tate. Sýnd kl. 3,5,7,9 og 11 Salur 4 Hæ pabbi Sýnd kl. 3,5 og 7 Atlantic City AðalhluNerk: Ðurt Lancaster, Susan Sarandon og Michel Piccoli Sýndkl. 9 og 11 Bönnuð innan 12 ára __________Salur 5___________ Being There Sýnd kl. 5 og 9 (9. sýningarmánuður)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.