Tíminn - 23.11.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.11.1982, Blaðsíða 1
Allt um íþróttaviðburði helgarinnar - bls. 11-14 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Þríðjudagur 23. nóvember 1982 267. tölublað - 66. árgangur Síðumula15 - Pósthólf 370 Reykjavík-Ritstiórn 86300 - Auqlysinqar 18300 - Afgreiðsla og askritt 86300 - Kvöldsirnar 86387 og 86392 Forstjóri Alusuisse f undar um ágreiningsmál vid íslensk stjórnvöld: 11 OPNARI FYRIR VIÐRÆÐUM UM HÆKKUN RAFORKUVERÐS - segir dr.Gunnar Thoroddsen,forsætisráðherra -Annar viðrædufundur aðila ákveðinn 7f ¦ „ÞaðerljóstaðAIussirisseernúmikluopnara fyrir efnislegum, alvarlegum viðræðum úm lausn á þessum ágreiningsmálum m.a. varðandi hækkun á raforkuverðinu, heldur en fyrirtækiö hefur verið áður," sagði Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra þegar Tíminn spurði hann hvað honum og dr. Paul Múller, forstjóra Alusuisse hefði farið á milli, á fundi þeirra í gærmorgun. „Við ræddum almennt um sam- skipti Alusuisse og Islands, og stöðu álverk- smiðja og markaðshorfur fyrir ál í heiminum," sagði forsætisráðherra jafnframt. Kvikmynda- hornið: kómedía — bls. 23 Vind- myllu- akur — bls. 2 ¦MM * jjjj Mng- manna- spjall — bls. 8-9 ¦ Þrátt fyrir vinsamlegar viðræður íslenskra og svissneskra aðila, þá gengu viðræðuaðilar af fundi úr Ráðherrabústaðnum í gær ¦' tveiraur aðskildum fylkingum. Fyrst fóru Alusuissemenn, fyrir framan eru þeir Halldór Jónsson og dr. Paul Möller, og fyrir aftan koma aðstoðarmaður dr. MúIIer og Ragnar Halldórsson. Þá gengu fulltrúar iðnaðarráðuneytisins á braut - fyrir framan eru þeir Vilhjálmur Lúðvíksson og Hjörleifur Guttormsson, og fyrir aftan eru þeir Ingi R. Helgason og HaUdór Kristjánsson. Tímamyndir - Róbert „Af okkar hálfu var að sjálfsögðu ýtt mjóg fast á hækkun raforkuverðs- ins, sem meginmál í sambandi við endurskoðun samninga, og við því fengust ekki nein ákveðin viðbrógð á þessu stigi, en á það mun reyna á næsta fundi," sagði Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra að loknum fundi hans og Pául Múllér, forstjóra Alusuisse, sem stóð með hléum frá kl. 10.30 í gærmorgun og framundir kvöldmat. „Nei, endurskoðun á raforkuverði var ekki uppistaðan í viðræðum okkar í dag," sagði dr. Paul Múller, forstjóri Alusuisse aðspurður í samtali við Tímann. „Raforkuþátturinn í heild var til umræðu og einnig fleiri atriði," sagði dr. Miiller. Báðir aðilar voru á því að ekki væri hægt að segja að þokast hefði í samkomulagsátt á fundinum í gær. Taldi iðnaðarráðherra að á það myndi reyna á næsta fundi, þann 6. og 7. desember nk. hvort hægt yrði að gera sér vonir um lausn deilumála og alvörusamninga varðandi framtíðina. Aðspurður um hvort iðnaðarráð- herra liti á fund forsætisráðherra með dr. Miiller sem afskipti af samninga- málum hans við Alusuisse, svaraði hann: „Ég hef ítrekað borið saman bækurnar við forsætisráðherra um málið, og mér var fyllilega kunnugt um að hann og Muller myndu ræðast við. Það er því fjarri því að verið sé að fara á bak við mig." -AB íbúar i nágrenni verkstæðisins sem brann ífyrrinótt: VÖRUÐU VIÐ ELDHÆTTU 7 EN EKKI HLUSTAÐ A ÞA ¦ „Við teljum enga sérstaka hættu fyrir nágrennið stafa af húsinu og starfsemi sem í því er," segir m.a. í bréfi sem borgarráði barst frá eldvam- areftirUtinu og bygginganefnd, þegar fjallað var um óskir íbúanna í nágrenni bflaverkstæðisins við Þjórsárgötu 9 í Skerjafirði, um að verkstæðið yrði fjarlægt og húsið rífið. Sem kunnugt er brann verkstæðið um miðnættið í fyrrinótt, eldtungur stóðu út um glugga þess og svo mikill var bjarminn að hann sást víða í Reykjavík. „Það segir sig sjálft að það er ótækt að láta svona hjalla standa inni í miðju íbúðahverfi," sagði Páll Bragi Krist- jónsson, einn íbúanna í nágrenni bílaverkstæðisins í samtali við Tímann. „Ef vindurhefði verið vestan- stæður þegar eldurinn braust út þarf ekki að spyrja að leikslokum," bætti Bragi við. „Málið er að hér í hverfinu hafa allir verið skelfingu lostnir vegna þessarar starfsemi," sagði Ingibjörg Hjálmars- dóttir, íbúi í húsinu við Þjórsárgötu 7, sem er næsta hús við bílaverkstæðið. -Sjó Sjá bls. 5 ¦ AUt tíltækt slökkvUið var kaUað út þegar kviknaði í bireiðaverkstæðinu Þjórsárgötu 9 í fyrrinótt. Tíiiiaiuynd: G.E.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.