Tíminn - 23.11.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.11.1982, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1982 Léttar handhægar steypu hrærivélar Verð aðeins kr. 5.310.- Skeljungsbúðin 4 SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 Hesthús tii sölu Nýtt 12 hesta hús til sölu. Sími 40239, eftir kl. 2. Nachi legurer japönskgæóavara á sérsaklega hagstæöu veröi. Allaralgengustu tegundir fáanlegará lager. Sérpantanir eftir þörfum. HÖFÐABAKKA 9 REYKJAVÍK SÍMI: 85656 OG 8551 8 Hlaðrúm úr furu í viðarlit og brúnbæsuðu. Ahersla er lögð ,á vandaða lökkun. Stærðir: 65x161 cm og 75x190 cm. Sendunrigegn póstkröfu. . Furuhúsið hf., Suðurlandsbraut 30, sími 86605. fréttir FRSTÐGNAMflT HÆKKAR UM 78% í REYKJAVÍK — og 65% úti á landi um næstu mánaðamót ■ Fasteignamat íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 78% hinn 1. desember n.k. Utan höfuð- borgarsvæðisins hækkar fasteignamat allra fasteigna hins vegar um 65%, svo og mat annarra fasteigna á höfuðborgar- svæðinu en íbúðarhúsnæðis. „Hér er um að ræða meiri hækkanir á fasteignum er orðið hafa um árabil og er það athyglisvert að jarðasölur virðast fylgja þessari þróun“, sagði Guttormur Sigurbjörnsson forstjóri Fasteignamats ríkisins á ráðstefnu um sveitarstjórnar- mál í gær, þar sem hann skýrði frá framangreindum hækkunum. Hækkun þessi er afleiðing þeirra gífurlegu verðhækkana er orðið hafa á íbúðarhúsnæði á markaðinum, sem var 88% að meðaltali á höfuðborgarsvæðinu eins og áður hefur komið fram, en 67% utan þess svæðis. Mestu hækkanir sem áður þekktust voru 75% hækkun á árinu 1979. Frá árinu 1978 hefur verið íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkað um ná- lægt 40% umfram byggingarkostnað, en fylgt byggingarkostnaði nokkuð vel á öðrum landssvæðum. Nærtækustu skýr- ingu á þessu taldi Guttormur þá að framboð á íbúðum á höfuðborgarsvæð- inu sé of lítið. í ár bárust F.R. 3.736 kaupsamningar til úrvinnslu, sem er álika fjöldi og í fyrra. Þar af var 941 frá stöðum utan höfuðborgarsvæðisins. Þennan fjölda kvað Guttormur gefa allgóða mynd af fasteignamarkaðinum í heild og mjög góða á höfuðborgarsvæðinu. Nokkra brotalöm kvað hann þó á skilum á kaupsamningum, sérstaklega á Austur- landi og Norðurlandi-vestra. „Það er t.d. með ólíkindum að samkvæmt okkar plöggum þá virðist ekkert íbúðarhús hafa verið keypt eða selt á Blönduósi frá árinu 1976 og sama er að segja með Eskifjörð", sagði Guttormur. „Ein- hvernveginn hefur mönnum tekist að lauma þama húseignum á milli sín fyrir aftan bakið á yfirvöldum staðarins". Raunar kvað Guttormur nær allar upplýsingar sem F.R. hefur frá Austur- landi komnar frá Neskaupstað. Skráðar og metnar íbúðir á landinu eru nú 79.870, þar af 32.952 í Reykjavík. Af þessum íbúðum hafa 2.999 bæst við síðan 1. des. 1981 og vekur athygli að fjölgunin hefur orðið nær sú sama á Norðurlandi (872 íb) og í Reykjavík (894 íb.). -HEI / LEIKFA NGA VEfíSL UN / HALLVE/GARSTÍG 7 SÍMI 26010 SENDUM I PÓSTKRÖFU slysförum í London ■ í fyrradag lést af slysförum í London, Björn Bjömsson stórkaupmað- ur 84 ára að aldri. Hann varð fyrir bifreið í grennd við heimili sitt við Viktóríu stræti. Björn Björnsson hafði starfað sem kaupmaður í London frá því fyrir stríð vann fullari starfsdag allt til hinstu stundar. Hann var umboðssali fyrir íslenskar fiskafurðir og vann á tíma að því að koma á viðskiptum með íslenskar sláturafurðir í Bretlandi. Björn Björnsson var að góðu kunnur bæði hér á landi og meðal Islendinga sem búið hafa í Bretlandi og tók mikinn þátt í félagslífi þeirra, var meðal annars formaður íslendingafélagsins í London um skeið. Hann lætur eftir sig konu og tvær dætur. sem eru giftar og búsettar í Bretlandi. Gjöldin af lyfturunum rúmlega 1,7 milljónir — Hafskipsmál- ið sent RLR til rannsóknar ■ Aðflutingsgjöldin, sem Hafskip h/f bar að greiða af vömlyftumnum 11, sem tollgæslan lagði hald á í liðinni viku, námu um 1,7 milljónum króna „Félagið verður látið borga tollana og dráttar- vexti, sem eru orðnir töluverðir, og síðan verður málið sent til rannsóknar- lögreglu ríkisins," sagði Kristinn Ólafs- son, tollgæslustjóri þegar Tíminn spurði hann um málið í gær. Kristinn sagði að rannsóknarlögreglan myndi ganga úr skugga um bankaþátt málsins, þ.e.a.s. erlent kaupverð á lyftumnum, sem gera þarf grein fyrir hjá gjaldeyrisbanka Hafskips h.f. „Umræddir lyftarar, sem eru aðeins hluti þeirra lyftara, sem fluttir hafa verið inn til eigin nota á undanförnum ámm, voru skráðir á farmskrá, sem afhent var tollayfirvöldum. Því er ljóst, að hér stóð eigi til að komast undan tollagreiðslum,“ segir í yfirlýsingu frá Hafskip vegna þessa máls. Ennfremur segir í yfirlýsingunni: „Klaufaleg mistök félagsins liggja m.a. í skorti á eðlilegu upplýsingastreymi milli deilda félagsins. Hér var því um mannleg mistök að ræða, sem skotið geta upp kollinum á flestum heimilum burtséð frá allri viðleitni til hins gagn- stæða.“ -Sjó Lést af Spennandi Reykja- víkurmót í bridge < ■ Reykjavíkurmótinu í tvímenning lauk á ' sunnudagskvöld með ömggum sigri Guðmund- ar Páls Arnarssonar og Þórarins Sigþórsson- ar. Þeir fengu 320 stig yfir meðalskor, 102 stigum meira en næsta par sem var Sigurður Sverrisson og Valur Sigurðsson. Þó munurinn hafi verið svona mikill í lokin var þetta Reykjavíkurmót það mest spenn- andi í langan tíma. Jón Baldursson og Sævar Þorbjörnsson leiddu nær allt mótið og þegar 80 spilum af 108 var lokið voru þeir með 234 stig en Guðmundur og Þórarinn með 211. 8 spilum seinna skutust Guðmundur og Þórarinn í efsta sætið og voru komnir með góða forustu þegar þessi tvö mættust í næstsíðustu umferð. Fjöldi áhorfenda fylgdist með þessari setu og ef Jóni og Sævari hefði tekist að vinna hana með nokkrum mun hefðu pörin verið jöfn fyrir síðustu umferðina. Eftir talsverðar sviptingar voru það þó Guðmundur og Þórarinn sem unnu setuna með 9 stigum og á meðan fengu Sigurður og Valur góðan plús sem dugði þeim í annað sætið. Röð efstu paranna varð þessi: 1. Guðmundur P. Arnarson - Þórarinn Sigþórsson 2. Sigurður Sverrisson - Valur Sigurðsson 3. Jón Baldursson - Sævar Þorbjörnsson 207 4. Ásmundur Pálsson - Karl Sigurhjartarson 5. Ragnar Magnússon - Rúnar Magnússon 6. Eiríkur Jónsson - Jón Alfreðsson 7. Guðlaugur R. Jóhannsson - Örn Amþórsson 8. Guðlaugur R. Jóhannsson - Þorgeir Eyjólfsson 9. Jón Ásbjömsson - Símon Símonarson 10. Hörður Arnþórsson - Jón Hjaltason 203 148 102 96 76 76 59 GSH ■ Guðmundur PáU Arnarsson (til vinstri) og Þórarinn Sigþórsson spila við Runólf Pálsson, sem er í þann veginn segja pass, og Sigurð Vilhjálmsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.