Tíminn - 23.11.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.11.1982, Blaðsíða 7
NUÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1982 7 Rússar og Kínverjar deila um Indó-Kína Tekst þeim að koma í veg fyrir ad upp úr sjóði ■ Betri rauður en dauður glymur oft þegar varnir Vesturlanda eru til umræðu og einhverjir vilja spoma við útþenslu rauðliða, en aðrir vilja heldur láta undan og telja næstum náttúrulögmál að sósíal- isminn fái að breiðast út í friði án þess að mótspyma sé veitt. En tryggir kommúnisminn frið? Það er furðulega lífseig kenning, að sósíalismi og alþjóða- hyggja muni útrýma ósætti og styrjöld- um, og á því byggist meðal annars sá rauði friður sem felst í orðatiltækinu að betra sé að vera rauður en dauður. Austrið er rautt kyrja þeir austur í Asíá. Rétt er það. Yfirgnæfandi meiri- hluti meginlands Asíu lýtur yfirráðum kommúnista. En hvernig þrífst friður og alþjóðahyggja austur þar? Um tveggja áratuga skeið hefur ríkt nánast stríðs- ástand milli kommanna í Sovétríkjunum og kommanna í Kína. Önnur kommaríki hafa gerst taglhnýtingar annars hvors stórveldisins með einum hætti eða öðrum. Það er ekki á færi nema útsmognustu marxista að útskýra um hvað deilurnar standa milli boðbera örbirgðar og alþjóðahyggju. Það þótti mikill viðburður þegar Huang Hua þáverandi utanríkisráðherra Kína, brá sér til Moskvu til að vera við útför þjóðarleiðtogans þar. Hann dvaldi lengur í borginni en aðrir háttsettir gestir og spjallaði við Gromyko utanrík- isráðherra. Mikið hefur verið skrifað og rætt um hvað þeim fór á milli, en lítið hefur verið látið uppskátt um viðræðurn- ar. en vera má að þær vitni um batnandi sambúð þjóðanna. En Hua var vart kominn heim til Peking aftur en hann lét af embætti utanríkisráðherra og kenna vestrænir fréttaskýrendur heilsu- bresti um. Það er fleira en hin ógnarlöngu landamæri milli Kína og Sovétríkjanna sem ósættið milli Moskvu og Peking stendur um. Meðal deiluefna er hernám Rússa á Afganistan og enn er heitt í kolunum á Indó-Kínaskaganum og þar styðja kommúnisku stórveldin ríki á víxl. Víetnamar eru búnir að berjast svo lengi við Kínverja, Frakka, Bandaríkja- menn, hvorir aðra og nágrannaþjóðirn- ar, að engu er líkara en þeir geti ekki hætt. Innrás þeirra í Kampútseu og herseta þeirra þar er Kínverjum mikill þyrnir í augum. Sovétríkin styðja Vietnama með ráðum og dáð, birgja þá upp af hergögnum og öðrum nauðsynjum. Tal- ið er að Vietnam sé að verða Rússum allt eins dýrt í rekstri og Kúba. Kínverjar hafa einu sinni ráðist inn í Vietnam eftir að Bandaríkjamenn gáfust upp og fóru heim, og var sú innrás ábending um að Víetnömum væri hollast að halda sig á mottunni, og átti að heita svo að hún væri viðvörun vegna hemað- ammsvifa Vietnama í Kampútseu. En Hanoi hefur ekki tekið neinum slíkum viðvörunum og hefur nú hersetið góðan hluta af nágrannalandinu í fjögur ár og berst.innrásarlið Vietnama við skæru- liða, sem einnig berjast stundum inn- byrðis. Kínverjar hafa lítið aðhafst vegna hernáms Kampútseu annað en að mót- mæla og veita skæruliðum stuðning. En milli Hanoi og Peking berast aðeins kaldar kveðjur. í Thailandi ríkir stöðugur ótti við Vietnama. Þeir gera iðulega árásir á landið þegar þeir elta skæruliða yfir landamærin eða ráðast á stöðvar þeirra innan marka Thailands. Ef Vietnömum tekst að festa sig í sessi í Kambodíu er ekkert líklegra en að röðin komi þar á eftir að Thailandi. Iðulega kemur til átaka milli vietnamskra og thailenskra hersveita á landamærunum milli Kam- pútseu og Thailands og sambúðin milli Bangkok og Hanoi er með versta móti. Á sama tíma og kínverski utanríkis- ráðherrann sat á tali við Gromyko var thailenski forsætisráðherrann Prem Til- sulanonda í heimsókn í Peking og átti þar fundi með Zhao Ziyang forsætisráð- herra. Eftir þá heimsókn er látið í veðri vaka. að Kínverjar muni styðja Thai- lendinga á móti Vietnömum gerist þess þörf. Nýlega var Truong Chinh, forseti Vietnam í Moskvu, þar sem lögð voru á ráðin um áframhaldandi stuðning Sovétríkjanna við Vietnam. Margtþykir benda til að í undirbúningi sé stórsókn gegn skæruliðum í Kampútseu og að Vietnamar muni þar með styrkja sig mjög í sessi og þeir sem fylgjast með málum austur þar telja ekkert líklegra en að ef tekst að bæla niður þjóðfrelsis- öflin verði Thailand næsta ríkið sem „frelsa“ á. Bandaríkjamenn hafa lengi stutt vel við bakið á Thailendingum og höfðu þar m.a. miklar herstöðvar þegar þeir tóku þátt í stríðinu mikla á Indó-Kínaskaga. Enn eru ítök Bandaríkjamanna mikil í Thailandi, og virðist því vera að koma upp sú staða í þessum heimshluta að Kínverjar og Bandaríkjamenn snúa saman bökum til varnar Thailandi, en Vietnamar og Sovétmenn standa saman um að ná yfirráðum á hinum stríðshrjáða skaga. Aðstoðarutanríkisráðherrar Kfna og Sovétríkjanna munu brátt halda áfram þeim viðræðum sem hófust yfir kistu Brésnjefs í Moskvu. Hvort viðræðurnar bendi til batnandi sambúðar milli ríkj- anna er örðugt að spá um eins og á stendur. Það er ekki víst að hinar klassisku deilur um túlkun á marxisma og landamærin milli Kina og Sovétríkj- anna verði svo mikið til umræðu. Allt eins er líklegt að viðræðurnar komi til með að fjalla um hvernig koma megi í veg fyrir enn fleiri ágreiningsefni sem eru að stinga upp kollinum. Sem sagt hernað í Afganistan og stigmagnandi átök á Indó-Kinaskaga. Samtök Psoriasis- og exemsjúklinga Afmælisfundur verður haldinn fimmtudaginn 25. nóv. kl. 20.00 í Súlnasal Hótel Sögu. Dagskrá: m.a. Jón Guðgeirsson læknir kynnir nýja göngudeild o.fl. Sænskur læknir kynnir nýtt lyf Sýnd verður kvikmynd frá sænsku Psoriasis samtökunum. Kynntur verður nýr ódýr Ijósalampi með UVB geislum. Fortíð og framtíð samtakanna rædd. Rætt um sólarferð til Lanzarote. Mætum öll á afmælisfundinn SPOEX Ráðherranefnd norðurlanda Norræna menningarmálaskrifstofan í Kaupmannahöfn I Norrænu menningarmálaskrifstofunni í Kaupmannahöfn verða sumarið 1983 lausar stöður forstjóra, deildarstjóra vísindamála og deildarstjóra almennra menningarmála Auglýsing með nánari upplýsingum um stöðurnar verður birt í Lögbirtingablaði nr. 115/1983. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 15. desember 1982 til Nordisk ministerrád Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde S.naregade 10 DK 1205 Kobenhavn K. Menntamálaráðuneytið, 18. nóvember 1982. Krigsinvalideforbundet i Norge har nylig utnevnt: Leif H. Muller Pósthólf 1394 Reykjavík som kontaktmann pá Island. Vi ber personer med krigstjeneste i norske vepnede styrker og i handalsfláten som önsker orientering om reglene for krigspensjon etc. om a henvende sig til ham ved förste anledning. Telefon: 17030 mellom kl. 13.00 og kl. 16.00 (Norræna Húsinu, Reykjavík.) Krigsinvaldeforbundet Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir októbermánuð 1982, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan eru viðurlögin 5% til viöbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. desember. Fjármálaráðuneytið, 19. nóv. 1982. Laus staða í slökkviliðinu í Reykjavík er laus staða starfs- manns í launaflokki 19 eða tilsvarandi flokki BHM. Starfsmaðurinn skal vera slökkviliðsstjóra og varaslökkviliðsstjóra til aðstoðar við þjálfun og tækniframfarir hjá varðliðinu. Umsækjandi skal vera tæknifræðingur eða hafa langa starfsreynslu í slökkviliði. Umsóknir berist undirrituðum fyrir 31. desember 1982. Reykjavík, 19. nóvember 1982 Slökkviliðsstjórinn í Reykjavík Rúnar Bjarnason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.