Tíminn - 23.11.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.11.1982, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1982 Útgefandl: Framsóknartlokkurlnn. Framkvœmdast]órl: Gfsll Slgurðsson. Auglýslngastjórl: Stelngrlmur Glslason. Skrltstofustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrelðslustjórl: Sigurður Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elfas Snœland Jónsson. RltstjómarfuHtrúl: Oddur V. Ólaf&son. Fréttastjórl: Kristlnn Hallgrlmsson. Umsjónarmaður Helgar-Tlmans: Atll Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttlr, Bjarghlldur Stefánsdóttlr, Elrlkur St. Elrfksson, Frlðrlk Indriðason, Heiður Helgadóttlr, Slgurður Helgason(lþróttlr), Jónas Guðmundsson, Krlstfn Lelfsdóttir, Skaftl Jónsson. Útlitstelknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. LJósmyndlr: Guöjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánadóttir. Prófarklr: Flosl Krlstjánsson, Krlstfn , Þorbjarnardóttlr, Marfa Anna Þoratelnsdóttlr. Rltstjórn, skrlfstofur og auglýsingar: Slðumúla 15, Reykjavfk. Sfml: 86300. Auglýslngaslmi: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð I lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrlft á mánuðl: kr. 130.00. Setnlng: Tœknldelld Tfmans. Prentun: Blaðaprent hf. Þingmannapistill Þekking og vinnusemi hafa fært okkur far- eftir Ólaf Þ. Þórdarson Stefna Framsóknar- flokksins f húsnæðismálum ■ Á flokksþingi Framsóknarflokksins var mótuð ítarleg stefna í húsnæðismálum. Þar var lögð áhersla á þá meginstefnu, að hver einstaklingur og fjölskylda í landinu eigi rétt á því að geta búið í góðri íbúð af hæfilegri stærð er treysti heilbrigt fjölskyldulíf innan veggja heimilisins. Þingið taldi rétt að sem flestir geti búið í eigin íbúð, en benti líka á nauðsyn þess að ávallt sé á markaðinum mikið af leiguíbúðum fyrir þá, sem ekki hafa aðstæður til þess að komast yfir eigin íbúð. Pingið benti jafnframt á, að við þær aðstæður, sem nú ríkja í þjóðfélaginu, er ungu fólki mjög erfitt um vik að eignast eigin íbúð, og lagði því áherslu á eftirtalin atriði: 1. Lán til þeirra, sem byggja eða kaupa í fyrsta sinn, hækki á árinu 1983 um 25% og fari síðan stighækkandi þar til þau ná 80% af byggingarkostnaði. 2. Lánstími húsnæðismálalána verði lengdur í 42 ár. 3. Gert verði myndariegt átak í byggingu leiguíbúða sem byggðar eru eða keyptar af sveitarfélögum, stofnunum á þeirra vegum og/eða ríkisins, eða af félagasamtökum og ætlaðar eru til útleigu á hóflegum kjörum fyrir námsfólk, aldraða og öryrkja og aðra þá sem ekki hafa aðstöðu til þess að eignast eigið húsnæði við hæfi. Slíkt átak í byggingu leiguíbúða falli undir Byggingarsjóð verkamanna og félagslegar íbúðarbyggingar. 4. Ríkissjóður tryggi Byggingarsjóði ríkisins og Byggingarsjóði verkamanna ávallt nægilegt fjármagn. 5. Lán úr Byggingarsjóði verkamanna skulu áfram nema 90% af kostnaðarverði staðalíbúðar. Frá lánsfjárhæð skal þá draga 1 ífeyrissjóðslán eigi umsækjendur kost á slíku láni. 6. Leitað verði samninga við lífeyrissjóðina um að verja éða kaupa skuldabréf fyrir allt að 45% ráðstöfunartekna sinna af húsnæðis- og fjárfestingasjóðum ríkisins. 7. Bankar og sparisjóðir fái heimild til að stofna sérstaka innlánsreikninga sem bundnir yrðu til 2-4 ára og þau innlán veiti sérstakan rétt til aukins húsnæðisláns til 10-15 ára. Upphæð láns ákvarðist af reglum sem taka mið af innlánstíma. Slík innlán verði undanþegin bindiskyldu viðkomandi banka eða sparisjóða hjá Seðlabanka íslands. 8. Viðskiptabankar veiti byggingariðnaðinum aukin fram- kvæmdalán. 9. Starfssemi Húsnæðisstofnunar ríkisins verði endurskoðuð með tilliti til aukins samstarfs við bankakerfið sem telja verður eðlilegt að auki þjónustu við húsbyggjendur. Til hagræðingar og einföldunar fyrir lántakendur húsnæðisteng- dra lána leiti Húsnæðisstofnun samstarfs við banka, sparisjóði og lífeyrissjóði um nýtt fyrirkomulag lánveitinga og afborgana húsnæðislána. Fyrirkomulag þetta byggi á því, að lántakandi eigi aðgang að upplýsingum og gögnum frá öllum ofangreindum aðilum i sínum eigin viðskiptabanka, þar sem útborgun og innheimta húsnæðistengdra lána fari sömuleiðis fram. 10. Þingið fagnar því að lög um byggingasamvinnufélög hafa að frumkvæði þingmanna framsóknarflokksins verið endur- skoðuð, og leggur áherslu á að þau verði lögfest á yfirstandandi þingi - jafnframt að hlutdeild byggingarsam- vinnufélaga í húsnæðismálum verði stóraukin, og lánafyrir- greiðsla til þeirra falli undir félagslegan kafla laga um húsnæðismál. 11. Lögð verði áhersla á nýjungar í byggingariðnaði er gætu leitt til aukinnar hagkvæmni og lækkunar byggingarkostnaðar. Aðilum sem vinna að slíku verði veittur styrkur eða hagkvæm lán úr húsnæðiskerfinu. 12. Kannaðar verði leiðir til þess að lækka bygginarkostnað, meðal annars með lækkun aðflutningsgjalda á byggingarefni, lækkun launaskatts og aðstöðugjalds. 13. Gerð verði athugun á því hvernig beita megi skattfríðindum til að auka sparnað í þágu húsnæðismála í bönkum og sparisjóðum. Þetta er sú stefna, sem flokksþingið markaði einróma í húsnæðismálum, og sem Framsóknarflokkurinn mun leggja kapp á að koma í framkvæmd á næstu árum hljóti hann til þess nægilegt fylgi almennings. ESJ ■ Sú þjóðmálaumræða, sem fram fer í fjölmiðlum verður aldrei betri eða verri en þekking þeirra manna, sem um hana fjalla. Eg sakna þess mjög hve vísinda- menn okkar íslendinga hafa horfið í skuggann fyrir skyndifréttum, sem gjarnan er ætlað að leysa lífsgátuna í stuttum þætti í sjónvarpi. Þannig hygg ég að ríkisútvarpið hafi komið á framfæri miklu meiri fræðslu í gegnum hljóðvarpið en í gegnum sjónvarpið. Það ber þó að þakka sem vel er gert. f þættinum „Nýjasta tækni og vísindi“ hefur sjónvarpið sýnt okkur eitt og annað sem verður daglegt brauð á þessum áratug. Ég er engu að síður sannfærður um að auka ber dagskrár- gerð með þessum hætti og efnahagslegar framfarir okkar fslendinga byggjast á, því hvort við tileinkum okkur tækni- framfarir. í útflutningi framleiðslu er það áberandi að minna og minna er gefið fyrir massann og meira og meira fyrir þekkinguna. Þannig er háþróað iðnríki oft að selja háu verði hluti ef söluverð þeirra er metið út frá því hvað þeir vigta. Egin þjóð hefur gert sér betur grein fyrir þessu en Japanir. Þeir hafa stundað iðnaðarnjósnir í stórum stíl fyrir utan það að verja mjög miklu fjármagni til rannsókna. Það er ekkert vafaatriði að efnahagsframfarir eiga þeir að miklu leyti þessu að þakka. Við íslendingar þurfum að stórauka alla tækniþekkingu hér á landi. Við þurfum að verja miklu meira fjármagni hlutfallslega til rannsóknarstarfsemi og þekkingaryfirfærslu frá háþróuðum iðn- aðarlöndum. Þetta verkefni má ekki vanrækja. Ég man eftir manni sem aldrei fékk nýtt tæki nema byrja á því að rífa það í sundur og rannsaka hvernig það væri búið til. Gárungarnir sögðu að hann hefði ekki alltaf komið þeim saman aftur. Satt best að segja held ég að hann hafi verið á undan sinni samtíð hvað þekkingarþrá á tæknibúnaði snertir. Gamalt íslenskt spakmæli segir að „meira vinni vit en strit“ og óneitanlega munum við tímana tvenna í þessu efni. Samt er það staðreynd, að veikasti þátturinn í öllum framkvæmdum og framleiðslu okkar íslendinga er skortur á rannsóknum. Hitt atriðið í kaflafyrirsögninni, vinnu- semi nýtur ekki þeirrar virðingar sem hún naut hjá þessari þjóð. Mér er ljóst að margir þeirra, sem skilað hafa hvað stærstu dagsverki og eru nú að kveðja eða horfnir yfir landamærin miklu áttu ekki margar frístundir en þeir nutu hversdagslífsins. Það má þó segja að þeir hafi verið eins og atvinnumenn í fótbolta. Starfið var þeirra aðaláhugamál Mér er ljóst að mörgum finnst þetta íhaldssamar skoðanir. Samt er það svo að þessir menn voru flestir menn hamingj- unnar. Mánudagar voru góðir dagar í þeirra augum. Eitt er víst, þeir eiga virðingu mína og þeirra vinna hefur fært okkur farsæld. Skuldir og stóriðja Sú hagspeki sem mest er hampað í dag er að íslendingar geti ekki tekið meiri erlend lán, því við séum að fara á höfuðið. Læknisráðið sem glymur í eyrum, er stóriðja, stóriðja. Ef við skoðum þetta tvennt verður niðurstaðan sú að þetta er ósamrýmanlegt. Stóriðju komum við ekki á nema með erlendri lántöku, og því tómt mál að tala um hana ef við þolum ekki að taka meiri erlend lán. Það athyglisverða við þetta er samt það, að sami forsöngvari er fyrir báða kórana og sami aðilinn sem undirritað hefur flestar lántökur íslend- inga erlendis á undanförnum árum og einnig ráðið því hvert megnið af þessu fjármagi hefur runnið hér innanlands. Það var viðurkennd hagspeki þegar ég var að alast upp að erlendar lántökur gætu átt rétt á sér ef fjármagninu væri varið til arðbærra verkefna. Auðvitað var það aðalatriðið, að menn reiknuðu það rétt hvort um arðbæra framkvæmd væri að ræða. Járnblendiverksmiðjan í Hvalfirði er dæmi um mistök, en t.d. Sogsvirkjunin er dæmi um hið gagn- stæða. Ef við trúum enn á þessa gömlu kenningu er allt í lagi að fara í stóriðju, ef útreikningarnir fyrir arðsemina era réttir. Hitt er svo nauðsyn að menn átti sig á, að við þolum ekki mörg mistök eins og járnblendið án þess að verða gjaldþrota. Þess vegna ætla ég að gullæði stóriðjudraumsins sé okkur e.t.v. hættu- legra en flest annað og hið forna spakmæli: „Flýttu þér hægt“ eigi hér við. „Stígandi lukka er best“ sagði Björn í Brekkukoti. Einar Benediktsson var eins og allir íslendingar vita fluggáfaður, en gjald- þrota varð hann á gullæði stóriðu- draumsins. Hann galt fyrir það sjálfur að hlutirnir fóru á annan veg en hann ætlaði. Ég er ekki búinn að sjá það að reiknimeistarar okkar í dag séu honum fremri, en einhvern veginn hafa þeir lag á því að vera ekki í sviðsljósinu þegar mistökin koma í Ijós. Iðnaðurinn og gengis- skráningin Iðnaðurinn hefur vegna aðildar ís- lendinga að Fríverslunarbandalaginu fengið óhefta samkeppni erlendis frá. Endurskoðun tollskrárinnar til að tryggja honum aðföng á heimsmarkaði hefur tekið óeðlilega langan tíma og satt best að segja er hún orðin svo vitlaus að engu tali tekur. Vissulega verður ríkið að fá sínar tekjur en það er ekki lausnin á þeim vanda að brjóta niður íslenskan iðnað með ranglátri tollskrá. Hitt atriðið sem ræður lífi iðnaðarins er gengisskráningin. Gengi krónunnar er alltaf af og til skráð rangt og ákvarðanir til breytinga taka svo langan tima að innflutningsbylgjur iðnaðarvara greiddum við með gjaldeyri á útsölu- verði sem veldur okkur ómældu tjóni. Persónulega er ég sannfærður um að aðildin að Fríverslunarbandalaginu hef- ur aldrei verið annað en vitleysa. Það hefur verið mikill viðskiptahalli í við- skiptum okkar við þessi lönd. í dag er aftur á móti ekki annað að gera en snúast gegn vandanum. Tollskránni verður að breyta og skrá verður gengi krónunnar rétt. Hér eru þeir hagsmunir í veði að verðbólgumarkmið og lífskjarakröfur verða að taka mið af þróun til lengri tíma. Það dugar ekkert vísitölukerfi til að halda uppi kaupmætti sem byggist á því að þjóðin eyðir meira en hún aflar. Ef vísitölukerfið er jafn alfullkomið eins og aðdáendur þess margir telja ber að gera það að útflutningsvöra í hagspeki og hefja kennslu í Háskólanum því til vegsemdar. Sé aftur á móti um heilaga kú að ræða eins og þær indversku ætla ég betra að slátra henni þó ég viti að trúarbragðadeilur séu illvígar. Hvemig til tekst með atvinnuuppbygginguna mun ráða lífskjörum þjóðarinnar. Iðnaðurinn á eftir að veita flestum atvinnu ef rétt verður á málum haldið og við höfum ekki efni á því að sitja auðum höndum meðan markaðshlut- deild hans hér innanlands í mörgum greinum fer minnkandi. Afleiðingar kreppu geta orðið framfarir Sú kreppa sem geisar í hinum vestræna heimi er ekki sú fyrsta sem hefur áhrif á efnahagslíf íslendinga. Heimskreppan um 1930 hafði afgerandi áhrif á fram- Jeiðsluhætti okkar. Saltfiskmarkaðimir hrundu og freðfisk’framleiðslan varð að veruleika í framhaldi af þeim atburðum. -Nú heyrist gjaman að sjávarútvegurinn og iðnaður honum tengdur geti ekki gefið meira af sér á þessum áratug. Hér er um mikinn misskilning að ræða. Við eigum að stefna að því að fullvinna meir af fiskinum hér_heima. Merki þessarar þróunar sjást nú þegar. Mikil aukning hefur verið f niðurlagniingar- ,og niður- suðuiðnaði á þessu ári og framleiðsla á fiskstautum til útflutnings er hafin. Skelfiskmiðin við strendur landsins geyma mikinn auð, sem kallar á virkari sölustarfsemi íslendinga erlendis. Satt best að segja er okkar matvælafram- leiðsla enn á bemskuskeiði, en samí- hefur hún hafið þessa þjóð úr örbirgð til bjargálna. Eru skipin of mörg og sjómenn of margir? íslenskir sjómenn skila fleiri tonnum af fiski á land hver og einn heldur en sjómenn nokkurs annars lands. Krafa dagsins er fækkun skipa og að hvert skip komi með meiri afla að landi. Það er krafa um fækkun sjómanna. Hér held ég að um mikinn misskilning sé að ræða. í fyrsta lagi þarf sá afli, sem berst á land allur að vera í fyrsta flokks ástandi og í annan stað þarf hann að berast jafnar að landi en nú er. í þeirri stöðu er engan veginn gerlegt að fækka skipum og til þess að ná þessum árangri verður sennilega að fjölga sjómönnum. Hér eru miklir hagsmunir í veði og veiðikappið sem leiðir til þess að allt of mörg net eru höfð í sjó eða alltof mikið af fiski er tekið í einu togi skaðar okkar efnahag. Þetta er mál málanna í sjávarútveginum, en það þarf bæði pólitískt hugrekki og lagni til að taka á þessum vanda. Full nýting aflans er hluti af sama máli. Það nær auðvitað engri átt ef aflinn er uninn um borð ef að eins flökin era hirt en afgangurinn látinn fara í hafið. Útgerðin verður að fá skipin á heimsmarkaðs- verði Mikið af þeim skipum, sem smíðuð hafa verið hér á landi á undanförnum árum hafa verið mun dýrari en þau skip sem hægt hefur verið að fá keypt erlendis frá. Hérerum iðnaðarvandamál að ræða sem leysist ekki með því að banna innflutning á skipum. Sjávarút- vegurinn á í harðri samkeppni á erlendum mörkuðum og þolir ekki að vera neyddur til að nota dýrari skip en keppinautarnir. Samanburður á togur- unum Ottó M. ÞorlákssyniogGuðbjörg- inni á ísafirði leiddi í ljós að Ottó M. Þorláksson er um 44% dýrari miðað við sambærilegan búnað. Margt hefur áhrif á þetta, svo sem hár fjármagnskostnaður hér á landi, og niðurgreiðslur erlendis. Það breytir aftur á móti engu um þá staðreynd, að svona byrðar er ekki hægt að leggja á sjávarútveginn. Það era verslunarfjötrar að banna innflutning á skipum og vanda

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.