Tíminn - 23.11.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.11.1982, Blaðsíða 12
16 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1982 Ódýrar bókahillur Stærð: 184x80x30 Fást í furu, eik og bæsaðar. Verð kr. 1.760.- án hurða Tré- og glerhurðir fáanlegar Sft? Hús9ö9n 09 ,Suðurlandsbr9u, 18 T^. innréttingar Sími 86-900 GLUGGAR 0G HURÐIR Vönduð xinna á hagStœðu verði, Leitið tilboða. ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9. Hf. S. 54595. Er miðstöðin í ólagi? Auk nýlagna tökum viö aö okkur kerfaskiptingar og setjum Danfosskrana á ofna. Einnig meirihátt- ar breytingar og viðgerðir á vatns- og miöstööva- kerfum. Kristján Pálmar & Sveinn Frímann Jóhannssynir, Löggiltir pipulagningameistarar Uppl. i sima 43859 & 44204 a kvöldin. Raflagnir Fyrsta flokks þjónusta Ef þú þarft að endurnýja, gera við, bæta við eða breyta raflögnum, minnir Samvirki á þjónustu sína með harðsnúnu liði rafvirkja, sem ávallt eru tilbúnir til hjálpar. samvirki SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI 44(586 Kjarnaborun Tökum úr steyptum veggjum fyrir hur&ir, loftræstingu, glugga, og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6" og 7" borar. HLJOÐLÁTT OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. Kjarnaborun sf. Símar 38203-33882 nýjar bækur Indriði G. Þorsteinsson Dagbók um veginn Ljóð Dagbók um veginn eftir Indriða G. Þorsteinsson ■ Indriði G. Þorsteinsson hefur sent frá sér ljóðabókina Dagbók um veginn - aðra útgáfu aukna. Útgefandi er Almenna bóka- félagið. Bókin er myndskreytt af Jónasi Guðmundssyni. Ljóðin i Dagbók um veginn eru til orðin á löngum tíma - allt frá því Indriði hóf rithöfundarferil sinn og til þessa dags. Alls eru ljóðin 44 talsins og skiptast í 5 flokka sem heita: Hendur feðranna, Sögunnar botn er grænn, Marmari öreigans, Ameríka, Ameríka, í nauði vinda. Eins og þessi nöfn bera með sér fjalla ljóðin um mjög fjölbreytileg efni - allt frá íslensku bændasamfélagi fyrir tæknibylting- una til stórborga nútímans hinum megin á hnettinum. Dagbók um veginn er 100 bis. að stærð og unnin í Prentsmiðjunni Hólum. Sagnagerð Hugvekjur um fornar bókmenntir eftir Hermann Pálsson. ■ Út er komin á vegum Almenna bókafé- lagsins bókin Sagnagerð - hugvekjur um fornar bókmenntir eftir Hermann Pálsson, prófessor í Edinborg. Höfundurinn segir í formála fyrir ritínu: „Eins og heiti bæklingsins ber með sér, þá er honum ætlað að vekja athygli á sköpun fornsagna, og er drepið lauslega á ýmis atriði, sem hvert um sig væri efni í heila bók, ef öllu væri til skila haldið. Hann er ekki ritaður í því skyni að rifja upp öll þau afrek, sem unnin hafa verið á sviði sagnarannsókna, þótt stundum sé vikið að þeim til glöggvunar, heldur einkum í þeim tilgangi að minna á ýmislegt, sem nú er að gerast í þessum fræðum, og einnig að benda á nýjar leiðir til betri skilnings á íslendingasögum en tíðkast hefur. Sagnagerð er 96 bls. að stærð. Pappírskilja. Bókin er unnin í Prentsmiðju Akraness. EGILLEGILSSDN Ný skáldsaga eftir Egil Egilsson Pabbadrengir ■ Út er komin ný skáldsaga eftir Egil Egilsson. Nefnist hún Pabbadrengir og er þriðja skáldsaga höfundarins. Bókin er kynnt þannig á bókarkápu, að sagan sé nútímasaga um nútímafólk - hjón sem eignist böm. „Hafa happa-ogglappaaðferðin einhvern tíma verið nothæf undir slíkum kringumstæðum, þá er hún það að minnsta kosti ekki lengur. Nú verður að skipuleggja allt frá rótum. - Þennan dag skal barnið koma undir - í þessari viku skal það fæðast o.s.frv. En hvernig gengur mannlegri náttúm að beygja sig undir slíka skipulagningu. Kynni það ekki að vera ofurlítið broslegt og kannski dálítið stressandi. Svo virðist að minnsta kosti vera í þessari grátlega sönnu og sérstæðu bók“ - eins og segir í bókarkynn- ingu. Pabbadrcngir er 148 bls. og unnin í Borgarprenti. Útgefandi er Almenna bóka- félagið. ■ Ármann Kr. Enarsson. Vaka gefur út bók Ármanns Kr. Einarssonar: Óskasteinninn ■ Bókaforlagið Vaka hefur nú sent á markað bók eftir Ármann Kr. Einarsson, sem heitirOskasteinninn. Meðbókinni villforlag- ið kynna nýrri kynslóð ævintýraheim Ármanns, og segir í kynningu, að bókin sé með öllum einkennum þessa vinsæla höfund- ar, hún sé Ijúf og létt, góð og glettin. í þessari sögu er hversdagsleikinn ekki grár, heldur blandaður lífi og lit, — og áður en varir taka ótrúleg ævintýri að gerast. Óskasteinninn, -sem Vaka gefur nú út, er aukin og endurskoðuð útgafa Ármanns af bókinni Óskasteinninn hans Óla. Hún kom út fyrir tveimur áratugum, seldist þá upp og hefur verið ófáanleg síðan. Óskasteinninn er um 100 síður að stærð, teikningar í bókinni em eftir Halldór Pétursson, en hún er sett og búin til prentunar hjá Korpus hf., en prentun og bókband annaðist Oddi hf. Ástarsaga eftir NETTU MUSKETT Njóttu mín ■ Hörpuútgáfan á Akranesi sendir nú frá sér nýja ástarsögu eftir ensku skáldkonuna Nettu Muskett í þýðingu Snjólaugar Braga- dóttur. Netta Muskett hefur skrifað fjöldann allan af ástarsögum. Þrjár þeirra hafa komið út á íslensku og eru algjörlega uppseldar. Ástarsagan Njóttu mín er spennandi og áhrifamikil saga ungrar stúlku og móður sem er ofurseld ástríðum sínum. Um leið og hún nýtur karlmanna er hún kvalin af sektar- kennd í hjónabandi sínu. Þetta er bók sem skilur eftir spurningu um það hvar hamingj- una er að finna. Bókin er 160 bls. Prentuð og bundin í prentverki Akraness hf. Elvis eftir Albert Goldman í þýðingu Bjöms Jónssonar ■ Almenna bókafélagið hefur gefið út hina miklu og mjög svo víðkunnu bók Alberts Goldmans um rokkkónginn Elvis Presley. Þessi bók hefur fengið mikla umfjöllun í heimspressunni síðastliðið ár, það er nokk- um veginn stöðugt síðan hún kom út í Bandaríkjunum 1981. Bókin er í íslensku þýðingunni 411 bls. að stærð auk allmargra myndasíðna. Þessi bók hefur hlotið frægð sína fyrir það hversu skýr hún er, miskunnarlaus og berorð. í kynningu á bókinni segir m.a. „...Albert Goldman greinir hér rækilega í sundur manninn Elvis og goðsöguna um hann, enda er bókin nefnd „hin fyrsta rétta ævisaga" rokkkóngsins. Niðurstöður hennar stinga oft í stúf við drauminn um Elvis og þær em alls ekki alltaf fagrar. En hvað sem því líður lýsir sagan bráðlifandi einstaklingi, manni á valdi undarlegra örlaga sem sumpart mótast af eiginleikum hans sjálfs og uppeldi, sumpart af þjóðfélaginu í kringum hann, sem þyrstir eftir einhverju til að dýrka og býður fram ótakmörkuð auðæfi og lífsnautnir.“ Viktoria eftir Knut Hamsun ■ Viktoría eftir Knut Hamsun er nýkomin út hjá Máli og mcnningu. Þetta er þriðja útgáfan af þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðamesi, en bókin kom fyrst út í íslenskri þýðingu árið 1912 og var fyrsta þýðing Jóns sem birtist á prenti. Viktoría er ein kunnasta og vinsælasta saga Knuts Hamsun. Hún var fyrst gefin út 1898, næst á eftir Pan, sem einnig hefur komið út hjá Máli og menningu. Viktoria er 160 bls. að stærð, prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Hólum. Robert Guillemette gerði kápuna. Árni Bergmann: Geirfuglarnir ■ Komin er út hjá Máli og menningu skáldsagan Geirfuglarnir eftir Áraa Bergmann. Þetta er fyrsta skáldsaga höfund- arins, en 1979 kom út eftir hann bókin Miðvikudagar í Moskvu sem hlaut mjög góðar viðtökur lesenda og gagnrýnenda. Árni er kunnur fyrir skrif sín um innlend og erlend stjórnmál og menningarmál sem hafa birst í Þjóðviljanum um langt skeið, en í Geirfuglunum sýnir Árni enn á sér nýja hlið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.