Tíminn - 23.11.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 23.11.1982, Blaðsíða 18
ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1982 eftir helgina Við hentugleika ■ Á laugardag var veðrið fremur milt á Suðurláglendinu. Kominn er skíðasnjór í Biáfjöll. Fyrstu skíða- lyfturnar fóru í gang um þessa helgi, var mér sagt. Eftir óveðrið fyrr í mánuðnum,er orðið vetrarlegt yfir öllu lífi hér. Og þótt aðventan byrji ekki fyrr en eftir rúma viku, þá eru ýms teikn þegar á lofti, er minna á, að skammt er nú til jóla, eða réttur mánuður. Að fornu tímatali er Gormánuður nú að baki og Ýlir er tekinn við. Það er nafnið á öðrum mánuði vetrar í hinu forna tímatali, og áður en að við vitum af, verður árið á enda, eða liðið í aldanna skaut, eins og það heitir á gullaldarmáli. Leggst nú vetrarkvíði að sumar- mönnum, og þá ekki síst vegna þess að allt gengur svo illa á Íslandi núna, nema að kljúfa stjórnmálaflokka. Eiga menn von á sjö framboðum, þegar kosið verður til þings á næsta ári, ef marka má ræðu formanns Alþúðubandalagsins á flokksráð- stefnunni. Allt er nú skorið niður, og meira að segja kommúnistar, sem í gegnum tíðina, hafa verið höfundar að mikl- um fimm ára áætlunum, skera nú drauma sína og skelfingu niður í fjögur ár. Alþýðubandalagið boðar Neyðaráxtlun til fjögurra ára, eins- konar ýlisóttu, sem bætast á við þá fimmtíu prósent skerðingu verðbóta á laun, er það fékk fram í ríkisstjórn- mi. Fimm ára áætlanir kommúnista, með hamingjusömum stúlkum á traktorum, hafa sumsé breyst í neyðaráætlanir til fjögurra ára, með sulti og seyru. En vandi íslendinga er ekkert gamanmál.Segja verður eins og er, að þjóðarbúskapur á íslandi hefur þrátt fyrir allt ekki gengið neitt verr en í öðrum sovétum heimsins. Munar þar að sjálfsögðu mest um, að tekist hefur að halda úti fiskiskipum og skuttogurum, þótt skuldir séu kannski helsta kjölfesta þeirra skipa. En með því móti, hefur skynsamari öflum innan ríkisstjórnarinnar tekist að halda uppi fullri atvinnu, þótt verðbólga sé mikil. Vonandi heppnast neyðaráætlun til fjögurra ára ekki verr en fimm ára áætlunin um Samningana í gildi, Um helgina var mest rætt um stjórnmálin og B-álmu Borgarsjúkra- hússins. Fjármálaráðuneyti Ragnars Arnalds, hefur skorið niður hlut ríkisins úr 30 milljónum í 13 milljónir króna. Þarna átti að verða athvarf sjúkra, aldraðra manna, er þurfa annað og meira en körina til að lifa í með aldur sinn og þjáningu. Það er auðvitað nauðsynlegt að skera margt niður á íslandi, en einkennilegt er það, að menn sem áttu íslenska peninga fyrir flugstöð á Keflavíkur- flugvelli fyrir nokkrum mánuðum skuli á ári aldraðra bregða skurðhníf- um sínum að gamalmennum. Það er grátlegt, einkum þegar ár aldraðra er að renna út í sandinn. En' við þessu er kannske ekkert að segj a, «n við skulum þó vona, að það verði áfram dýrt að vera fátækur, og einkum þó á kjördag. Sorglegasta mál helgarinnar var lítið rætt, en það er banaslysið, sem varð um borð í togaranum Karlsefni um hádegisbilið á fimmtudag. Skipið fékk á sig brotsjó, er skipverjar voru við verk sin á þilfari. Að sögn blaðanna fór Karlsefni með lík skipverjans til Patreksfjarðar en hélt síðan aftur til veiða. Sjópróf munu fara fram, þegar skipið hefur lokið veiðiferð sinni, eða við hentug- leika. Blöðin eyddu nú ekki miklu rúmi í þessa sorgarfregn, og sama má segja um ríkisfjölmiðlana. Er það vel, ef grannt er skoðað. Sorgin er yfirleitt fáorð. En hinu hljóta siðaðir menn að mótmæla, að sjópróf séu látin fara fram við hentugleika, þegar háseti ferst við þilfarsvinnu eða önnur störf. Sjópróf vekja að vísu ekki dauða til lífsins. Þó eru mannslífin dýrmætari en svo, að tími til sjóprófa á að gefast, þótt brýnt sé að skipin veiði. Ég tek fram, að með þessum orðum er ekki verið að sakfella neinn, eða ýja að grunsemdum. Karlsefni hf. er gamalt og virt útgerðarfélag, og þar hafa farið á fjölum vaskir og mikilhæfir sjómenn. En það breytir hinsvegar ekki því, að dauðaslys um borð í skipi, og hvar sem er, eru alvarleg mál, og rann- sóknir eða sjópróf eiga ekki að fara fram eftir hentugleikum eins eða neins, heldur þegar í stað, og færi gefst. Dauðaslys á sjó eru mörg. íslenska þjóðin verður að kaupa sinn fisk dýru verði, ef rétt er reiknað. Og slysum mun ekki fækka, ef hirðuleysi er viðhaft við rannsókn þeirra og málin aðeins rannsökuð við hentug- leika. Karlsefni siglir nú með sorginni, og það er ekki sársaukalaust að nefna það á prenti. Næg er þjáningin samt. En nauðsyn brýtur lög. Manni ofbýður hin réttarfarslega meðferð sjóslysa við ísland, eins og hún birtist þarna. Jónas Guðmundsson Jónas Gudmundsson, rithöfundur skrifar flokksstarf Reykjanes Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi verður haldið í Skiphól Hafnarfirði sunnudaginn 28. nóv. n.k. og hefst kl. 10 f.h. Stjórnir framsóknarfélaganna í kjördæminu eru minntar á að kjósa fulltrúa á þingið. Dagskrá auglýst síðar. Stjórnin. Prófkjör framsóknarmanna á Austurlandi— Framboð Kjördæmisþing Kjördæmissambands framsóknarmanna á Austur- landi þann 24. og 25. september ákvað að fram fari prófkjör um framboö flokksins í kjördæminu við næstu alþingiskosningar. Framboðsnefnd flokksins hefur nú ákveðið að framboðsfrestur verði til 10. desember næstk. Hér með er auglýst eftir framboðum i prófkjörið. Hvert framboð skal stutt stuðningsyfirlýsingu minnst 25 flokksmanna. Framboðum skal skilað til formanns framboðsnefndar Þorvalds Jóhannssonar Seyðisfirði, eða varaformanns Friðriks Kristjánssonar Höfn, sem veita allar nánari upplýsingar. Prófkjör fer fram eftir reglum sem samþykktar voru á kjördæmisþingi í september síðastliðnum. Prófkjörsdagur mun verða auglýstur síðar. Framboðsnefnd. Vegna skoðanakönnunar á Suðurlandskjördæmi Á 23. Kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Suðurlandskjördæmi sem haldið var í Vík 30. okt. s.l. var ákveðið að efna til skoðanakönnunar vegna framboðs til Alþingiskosninga. Skoðana- könnunin fer fram á auka kjördæmisþingi með tvöföldum fjölda fulltrúa og verður þingið haldið í félagsheimiiinu Hvoli Hvolsvelli laugard. 4. des. n.k. og hefst kl. 13,30. Auktilnefningarframbjóðenda frá framsóknarfélögunum er öllum flokksbundnum framsóknar- mönnum heimilt að bjóða sig fram enda fylgi meðmæli 10-20 flokksbundinna framsóknarmanna. Framboð þurfa að berast til formanns kjörstjórnar Ingva Ebenhards- sonar Víðivöllum 18, á Selfossi, í síðasta lagi fyrir 30. nóv. n.k. Kjörstjórnin. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Félag framsóknarkvenna í Reykjavík heldur almennan félagsfund laugardaginn 20. nóv. kl. 15, að Rauðarárstíg 18. Dagskrá: Skýrt frástörfumflokksþings. Rætt um væntanlegan basar og störf félagsins. Stjórnin Kópavogur Freyja félag Framsóknarkvenna auglýsir jólaföndur í húsi Framsókn- arfélaganna í Kópavogi Hamraborg 5 mánudaginn 29. nóv kl. 20.00 og laugardaginn 4. des. kl. 14.00. Þátttaka tilkynnist fyrir 27. nóv til Guðrúnar s. 41708, Þórhöllu s. 41726 og Ingu s. 45918. Arnesingar Munið 3. og síðasta spilakvöldið á Flúðurfi föstudaginn 26. mars kl. 21.00 Góð heildarverðlaun Ávarp: Haukur Inglbergsson Diskótek. Framsóknarfélag Árnessýslu. Reykjaneskjördæmi Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi verður haldið í Skiphóli Hafnarfirði sunnudaginn 28. nóv. n.k. og hefst kl. 10 f.h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Lagabreytingar 3. Umræður um uppstillingu vegna alþingiskosninga 4. Ávarp, Jóhann Einvarðsson alþm. 5. Önnurmál Stjórnir fulltrúaráða og framsóknarfélaga eru minnt á að tilkynna um tilnefningu til miðstjórnarkjörs fyrir fundardag. Stjórn K.F.R. Hádegisverðarfundur FUF verður haldinn fimmtudaginn 25. nóv. n.k. kl. 12.00 að Hótel Heklu Rauðarárstíg 18. Gestur fundarins verður: Vilmundur Gylfason alþingismaður Fundarstjóri: Hrólfur Ölvisson Allir velkomnir. Árnesingar Félag ungra framsóknarmanna í Árnessýslu heldur aðalfund sinn sunnudaginn 28. nóv. kl. 21.00 að Eyrarvegi 15, Selfossi. Dagskrá: Inntaka nýrra félaga 2. Venjulegaðalfundarstörf 3. Kosning fulltrúa á aukakjördæmisþing 4. Sigrún Magnúsdóttir ræðir stöðu kvenna i stjórnmálum Ungt framsóknarfólk mætið vel og stundvíslega. Nýir félagar ávallt velkomnir. Stjórnin Borgarnes nærsveitir Spilum félagsvist í Hótel Borgarnes föstudaginn 26. þ.m. kl. 20.30 Framsóknarfélag Borgarness Kvikmyndir Sími 78900 Salur 1 Frumsýnir spennu- myndina SNÁKURINN ÍLJI'.V/'lf r.i . \ wmm mnn mm ■ - 1 ’ • • ■ r.'r soflu0 •? ne mm,M m Venom er ein spenna frá upphafi til enda, tekin í London og leikstýrð af Piers Haggard. Þetta er mynd fyrir þá sem unna góðum spenn- umyndum. Mynd sem skilur mikið eftir. Aðalhlutverk: Oliver Reed, Klaus Klnski, Susan George, Sterling Hayden, Sarah Miles, Nlcol Wllliamson. Myndin er tekin í Dolby og sýnd í 4 rása Sterio. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð bömum Innan 16 ára. Salur 2 Svörtu Tígrisdýrin GOOD GUYS WEAR BLACK CHUCK NORRIS is JohnT BOOKER Hörkuspennandi amerísk spennu- mynd með únralsleikaranum Chuck Noms. Norris hefur sýnt það og sannað að hanh á þennan heiður skilið, þvl hann leikur nú i hverri myndinni á laetur annarri. Hann er margfaldur karate- meistari. Aðalhlutverk: Chuck Norrfs, Dana Andrews, Jim Backus. Sýnd kl. 5,7,9 og 11 Bönnuð bömum Innan 14 ára Salur 3 Number One Hér er gert stólpagrín af hinum frægu James Bond myndum. Charles Bind er númer eitt í bresku leyniþjónustunni og er sendur til Ameriku til að hafa upp á týndum diplomat. Aðalhlutverk: Gareth Hunt, Nick Tate. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Salur 4 Hæ pabbi Sýnd kl. 5 og 7 Atlantic City Aðalhlutverk: Burt Lancaster, Susan Sarandon og Mlchel Plccoll Sýndkl. 9 og 11 Bönnuð innan 12 ára __________Salur 5___________ Being There Sýnd kl. 9 (9. sýnlngarmánuður)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.