Tíminn - 23.11.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.11.1982, Blaðsíða 1
 Umsjón: Sigurður Helgason Meiri skyn- semi í sóknarleikinn ¦ „Þetta eru okkar fyrstu lands- leikir á keppnistímabilúiii og það er ýmislegt sem þarf að lagfæra, ef við eigum að eiga einhverja möguleika í B-keppninni í vetur.„ sagði Hilmar Bjðrnsson er hann var spurður hvaða ályktanir hann dragi af leikjunum gegn Vestur-Þjóðverjum. „Ef við tökum sóknarleikinn fyrst, þá vatnar að spilað sé af meiri skynsemi og auk þess þarf að bæta útfærsluna á hraðaupphlaupunum. Varnarleikurinn var góður í fyrri leiknnm, en gloppóttari í þeim síðari. Um markverðina má segja, að þeir náðu sér ekld á strik í leikjunum. Vörníii lék mjög framariega og þess vegna fengu þeir á sig mikið af skotum í opnum færum, sem erfitt er að verja. Það liggur í augum uppi, að það lekiir ákveðinn tíma að venjast því að spila gegn jafnsterkum vörnum og þetta góðnm markvörðum eins og Þjóðverjarnir tefla fram. Hér í deildinni eru varnirnar ekki eins sterkar og því þarf nokkra leiki til að leika vel. Ég get ekki séð að það sé neitt svartnætti ríkjandi þótt við höfum tapað þessum leikjum og ég er bjartsýnn á að þetta komi hjá okkur.,, Landsliðið íHummel ¦ Handknattleikssamband íslands og Hummel umboðið á íslandi hafa gert með sér samning, um að landslið Islands leiki öll ¦' Hummel íþrótta- fatnaði í iandsleikjum. Á það við um öll landslið íslands í handknattleik, en samningur þess éfhis var undir- ritaður í síðustu viku. Þess má geta að landslið Dana, Norðmanna og Svía í handknattleik leika öll í Hummt 1-íþróttafatnaði. Vörur þær sem HSÍ fær á ári hverju eru að verðmæti kr. 140.000 miðað við verðlag um þessar mundir. Af því sést hversu mikils virði það er fyrir handknattleikinn í landinu að ná slíkum samningum. Umboðsaðili Hununel á Islandi er Ólafur H. Jónsson h/f, en það fyrirtæki rekur fyrrverandi fyrirliði landsliðsins Ólafur H. Jónsson. sh NorðanEiðin komu á óvart ¦ Norðurlandalifin KA og Þór komu verulega á ó tart um helgina er fram fór á Akureyri ein umferð í riðlakeppni ísla idsmótsins í 2. aklursflokki. Fyrirfram voru lið Stjörnunnar og Fylkis talin mjög sigurstrangleg, en þegar til kom var það lið KA sem hlaut fiest stig. KA vann fúnm leiki og tapaði aðeins einum og hlaut 10 stig í keppninni. Stjaman hlaut 9 stig, Þór 8, Fylkir 7, Víkingur fékk 6 stig, Haukar 2 stig og Afturelding fékk ekkert stig. Úrslit í leikjum KA urðu sem hér segir: KA-Þór 16-10 KA-UMFA 19-10 KA-Haukar 14-10 KA-Víkingur 15-19 KA-Stjaman 15-10 KA-Fylkir 18-16 GH/Akureyri % ... .*SMf» mm, m m m i #** fpJH^lbS ¦ Þorbergur Aðalsteinsson skýtur hér að marki Vestur-Þjóðverja í síðari leik íslendinga og Vestur-Þjóðverja í handknattleik, sem háður var í Laugardalshöll á sunnudagskvöld. Þetta var annar leikurinn af fjórom, sem íslenska landsliðið leikur á einni viku. Á miðvikudag og fimmrudag mæta þeir Frökkum í Laugardalshöll, en allir þessir leikir era liður í undirbúningi fyrir B-heimsmeistarakeppnina í handknattleik sem háð verður í febrúar og mars í HoUandi. Tímamynd EUa. «^#-i Punktamót í borðtennis ¦ Tveirleikirfóruframíliðakeppni Islandsmótsins í borðtennis um helg- iua. I meistaraflokki karla léku KR B og Víkingur og sigruðu Víkingamir 6-4. Öminn A lék gegn Víldngi A og sigruðu Emirnir 6-4. Þá var háður einn leikur í meistara- flokki kvenna, en þar sigraði KR Örninn B 3-0. Fyrsta punktamót vetrarins var háldið á Húsavík um helgina. Keppt var saniau í meistara- og 1. flokki karia og sigraði Tómas Sölvason KR Friðrik Bemdsen Víkingi í úrslitum 21-15, 21-14 og 21-14. I þriðja sæti varð Kristján V. Haraldsson HSÞ. I 2. flokki karia sigraði Bjarni Bjarnason Víkingi Kjartan Briem KR í úrslitum. Lauk leikjunum 21-15,13-21 og 21-19. Kjartan sigraði í einni lotunni. í 3. sæti í 2. flokki varð Sigurbjöm Bragason KR. sh Fer Schuster frá Barcelona? Frá Magnúsi Olafssyni fréttaritara Tímas í Bonn. ¦ Þaf> er aðalfréttin í öllum þýskum blöðum þessa dagana, að Bernd Schuster sé á leiðinni frá Barcelona. Honum hefur sinnast við forystu- menn félagsins og talið er líklegt að hann hverfi þaðan innan skamms. Hefur hann mestan áhuga á að snúa aftur heim til Þýskalands. Hann var tekinn út úr liði Barcelona á laugar- dag og hann hefur átt í útistöðum við Udo Lattek þjálfara liðsins. Schuster er ekki eini leikmaðurinn hjá Barcelona sem á erfitt uppdrátt- ar, því sama sagan er með Diego Maradcna, argentíska knattspyrnu- snillinginn, en hann er ekki jafn mikill snillingur í mannlegum sam- skiptum. Broddi fór í aðra umferð — íslensku keppendurnir á Norðurlandamótinu í badminton áttu litla möguleika ¦ Broddi Kridstjánsson var eini íslend- ingurinn sem komst í 2.umferð á Norðurlandamótinu í bauminton. Hann lék gegn Finna, Thomas Westerholm að nafni og sigraði. í annarí umferð lenti hann svo á móti dönskum kappa Jens Peter Nierhoff og tapaði 15-10 og 15-6. Nierhoff tapaði svo úrsUtaleik gegn Morten Frost. Ulf Johansen sigraði Víði Bragason í fyrstu umferð og var hann þar með úr keppninni í eínliðaleik. Kristín Berglind Kristjánsdóttir fór á síðustu stundu á mótið í stað Þórdísar Eðvald og lék hún gcgn Annette Börjeson og tapaði, en Kristín Magnús- dóttir tapaði fyrir Lenu Straxler frá Svíþjóð. í tvenndarkeppni töpuðu Broddi og Kristín Magnúsdóttir naumlega fyrir dönsku pari, Jesper Knudsen og Dorote Kjær. Var það snörp viðureign, en Danirnir höfðu betur 15-9 og 18-13. Víðir og Kristín Berglind sátu hjá í fyrstu umferð, en voru slegin úí af dönsku pari í 2. umferð. Morten Frost varð Norðurlandameist- ari í karlaflokki, Nettie Nielsen í kvennaflokki í einliðaleik. í tvíliðaleik karla sigruðu Morten Frost og Steen Fladberg og í tvíliðaleik karla sigruðu Dorote Kjær og Nettie Nielsen. Lene Köppen tók ekki þátt í mótinu að þessu sinni, en hún hefur verið Norðurlandameistari mörg undanfarin ár. SH ¦Broddi Kristjánsson komst í 2. umferð á NM í badminton.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.