Tíminn - 23.11.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.11.1982, Blaðsíða 2
12 íþróttir ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1982 með tveimur mörkum gegn Vestur-Þjóðverjum Einn nýliði ■ í fyrriiandsleiknum gegn Vestur- Þjóðveijum á fðstudaginn léku eftir- taldir leikmenn í íslenska liðinu: Markverðir: Kristján Sigmunds- son og Brynjar Kvaran, aðrir leik- menn: Jóhannes Stefánsson, Þorgils Ó. Mathiesen, Alfreð Gíslason, Þor- bergur Aðalsteinsson, Sigurður Gunnarsson, Ólafur Jónsson, Guðmundur Guðmundsson, Bjarni Guðmundsson, Sigurður Sveinsson og Kristján Arason. í seinni leiknum hvfldu Brynjar Kvaran, Þorgils Óttar, Jóhannes, og Sigurður Gunnarsson. í stað )>eirra léku Einar Þorvarðarson, Páll Ólafs- son, Steindór Gunnarsson og Magn- ús Teitsson. Var þetta fyrsti lands- leikur Magnúsar í handknattleik. Hinn nýliðinn í hópnum Hans Guð- mundsson fxr væntanlega tækifxri í leikjunum gegn Frökkum sem verða á miðvikudags-og fimmtudagskvöld. sh * Betri mark- varsla aðalatriðið ■ Það vantar markmenn sem sýna jafnari leiki í handboltalandsliðið þessa dagana. Þeir þrir leikmenn sem valdir hafa verið til að standa i markinu sýndu því miður ekkert af því sem fólk vonaðist til að þeir myndu sýna í landsleikjunum gegn Vestur-Þjóðverjum. Að verja 5-6 skot í lcik er algjörlega ónóg mark- varsla og ef hún batnar ekki þá er það boriit von að landsliðið standi sig þolanlega í Il-keppninni í handknatt- leik. Varnarleikurinn hjá íslenskaliðinu var mjög góður í fyrri leiknum á föstudag, en botninn datt úr honum í þeim síðari. Þá var ekki komið jafnvel út á móti skyttum Þjóð- verjanna, en vöminni tókst að halda þeim í skefjum í þcim fyrri. Um sóknarleikinn er það að segja, að í fyrri lciknum gat að líta mistök í honum og var hann mun betri ■ síðari leiknum. Þá vom reyndar leikfléttur sem oft á tíðum gengu mjög vel upp. Þá var sem mögu- leikarnir sem virkir hornainenn veita sem sóknarmenn vxm ekki nýttir til fulls. Þeir Bjurni Guðmundsson og Guðmundur Guðmundsson eru báð- ir mjög ógnandi í hornunum, en Ólafur Jónsson er alls ekki einsi beittur sóknarleikmaður og þeir. Þess vegna hefði maður xtlað að þeir yrðu nýttir betur. En þetta má allt án efa lagfxra og margir leikir era framundan hjá landsliðinu tfl undir- búnings B-keppninni. Því er engin ástxða til svartsýni. En mál númer citt er að bxta markvörsluna. sh — ísland tapaði ■ Markvarslan var veiki punkturinn hjá landsliðinu í handknattleik í viður- eignum þess við Vestur-Þjóðverja. Hún var lítil í fyrri leiknum og enn minni í leiknum í fyrrakvöld. I því var munurinn á þessum tveimur liðum fólginn og komist hún í lag verður erfitt að vinna þetta íslenska landslið. Þjóðverjarnir skoruðu fyrsta markið í leiknum á sunnudagskvöld og var Wegn- er þar á ferð. Bjarni Guðmundsson jafnaði og Kristján Arason kom íslandi yfir 2-1. Þannig gekk fyrri hálfleikurinn fyrir sig. Liðin skiptust á um að hafa forystu og mestur munur varð er ísland komst í 5-3. í leikhléi höfðu Þjóðverjar betur og var staðan þá 10-9 þeim í hag. Bjarni Guðmundsson jafnaði í byrjun síðari hálfleiks og staðan hélst jöfn upp í 12-12. Þá kom slæmur kafli hjá íslenska . liðinu og komust Vestur-Þjóðverjar í 15-12. Þann mun gátu íslendingar ekki brúað og þegar flautað var til leiksloka voru tölurnar 21-19 Þjóðverjum í hag á markatöflunni. Fyrir utan markvörsluna, má nefna að sóknarleikurinn er alls ekki nógu beittur og íslenska liðið nær ekki að láta boltann ganga og bíða eftir hagstæðu marktæki- færi, heldur er skotið oft á tíðum, úr algjörlega vonlausum færum. Bestu menn íslands í seinni leiknum voru Bjarni Guðmundsson og Kristján Arason. Þá var Páll Ólafsson góður meðan hann mátti leika með, en hann fékk að sjá rauða spjaldið hjá dómurum leiksins þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Töluverður munur var á varnarleik liðsins í seinni leiknum og þeim fyrri. Alltof mikið var um það að boltinn „lak“ í netið og þar vantaði meiri snerpu í varnarleiknum. Þá var oft á tíðum ekki farið nógu vel út á móti skyttum Þjóðverjanna. Wegener var virkastur Þjóðverjanna í leiknum á sunnudag og þá lék Fey vel. Einnig vakti Schluz athygli fyrir hörku og harðfylgi og geysilega baráttu. Mörk: ísland: Kristján Arason 6 (3v.) Bjarni Guðmundsson 4, Alfreð Gíslason og Sigurður Sveinsson tvö hvor, Stein- dór, Magnús, Páll og Þorbergur eitt hver. Leikinn dæmdu ágætir sænskir dómar- ar Aström og Dahlström. sh Arnór við toppinn ■ Arnór Guðjohnsen Hék mjög vel með liði sínu Lokeren um helgina, en þá léku þeir gegn Bcveren. Með sigri í leiknum komust Lokeren upp fyrir Beveren og eru nú aðeins tveimur stigum á eftir meisturam Anderlecht. Lokeren sigraði með tveimur mörkum gegn einu og skoraði Hollendíngurinn Rene van der Gyp bæði mórkin. Arnór var ásamt Hollendingum besti leikmaður liðs- ins og hefur hann að undanförnu sýnt, að hann er mjög sterkur leikmaður. Ekki vegnaði öðrum Islendingum jafn vel. Lárus Guðmundsson cr byrjaður aö taka úr lcikbannið, en þeir Ragnar Margeirsson og Sævar Jónsson léku með CS Brugge gegn Wintcrschlag og töpuðu 4-0. Antwerpen tapaði fyrir Sfandard Liege 4-1 og Magnús Bergs og félagar hans í Tongeren töpuðu 1-2 gegn félagi Lárusar Waterschei. Standard er í efsta sæti í Belgíu með 20 stig, Anderlecht 0, Watersc- hei eru með 19 og Lokeren og FC Brugge hafa hlotið 18 stig. CS Brugge og Tongeren eru í tveimur neðstu sætunum með 9 stig. W Vinnur Þróttur 60. íeikinn? ■ Tveir leikir vom háðir í 1. deild karla í blaki um helgina. Liðsmenn Bjarma úr Þingeyjarsýslu komu suður fyrir heiðar og léku gegn Þrótti og ÍS. Þróttarar léku gegn þeim á laugar- dag og máttu þeir aideilis hafa fyrir sigrinum. Þróttur vann fyrstu hrin- una 15-13, aðra 15-13 og þá síðustu 15-10. Þetta var 59. leikur Þróttara í röð sem þeir sigra gegn íslensku liöi. Þeir hafa aðeins tapað Evrópu- leikjum gegn Norðmönnum í fyrra og í ár. Spurningin er sú hvort þeim tekst að sigra í 60. leiknum, en hann er gegn ÍS n.k. miðvikudagskvöld. Stúdentar fóru léttar með Bjarma og unnu 3-0 og úrslit í cinstökum hrinum urðu: 15-8, 15-2 og 15-7. Lðdegast hafa þeir verið orðnir þreyttir. í 2. deild sigraði HK Þrótt Nes., 3-0. Breiðablik tapaði hins vegar fyrir Neskaupstaðar Þrótturum 3-2. Var það mjög óvænt. Þá léku Norðfirðingar bikarleik gegn Samhygð og sigruðu Sam- hygðarmenn 3-2. I 1. deild kvenna léku Þróttur og KA og unnu Þróttardömurnar 3-0 og sömu úrslit urðu er KA tapaði fyrir Breiðarblik. ÍS sigraði Víking 3-0 og tók það Stúdínumar aðeins 29 mínút- ur að vinna leikinn. Staðan í 1. deild karla í blaki eftir leiki helgarinnar er sem hér segir: IS Þróttur UMSE Bjarmi Vík. 550 15-0 10 3 3 0 9-1 6 4 1 3 4-10 2 4 1 3 3-10 2 4 0 4 2-12 0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.