Tíminn - 23.11.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.11.1982, Blaðsíða 3
ATU SKORMN EÍTT MARK OG VAR ÖHEPPINN AB RÆIA EKKIVIB FIEKUM — þegar Fortuna sigradi Karlsruhe með f jórum mörkum gegn þremur Frá Magnúsi Ólafssyni fréttaritara Tím- ans í Bonn. ■ Atli Eðvaldsson skoraði fyrsta mark Fortuna Dússeldorf í sigurleik liðsins gegn Karlsruhe í þýsku Bundesligunni. Mark Atla, sem hann skoraði með góðum skalla skoraði hann á 24. mínútu leiksins. Markvörður Karlsruhe mátti síðan hafa sig allan við til að verja skallabolta frá Atla þrívegis. Leiknum Pétur nægði ekki gegn ÍBK — ÍBK vann ÍR 73-67 ■ Það fór eins og flest benti til, að Pétur Guðmundsson gat leikið með liði sínu ÍR í úrvalsdeildinni gegn IBK í Keflavík á föstudagskvöld. Margir höfðu álitið fyrirfram að Pétur væri sá maður sem ÍR-inga vantaði, en ekki nægði hann gegn Keflvíkingum. Ekki var Pétur eini nýi maðurinn sem lék þennan leik, því Brad Miley lék að nýju hér á landi með ÍBK, en hann lék með Val fyrír tveimur árum með góðum árangri. Þorsteinn Bjarnason og Axel Nikulás- son voru bestu menn Keflvikinga í þessum leik, sem þeir unnu með sex stiga mun 73-67. Staðan í leikhléi var 44-30 ÍBK í hag og allt stefndi í stóran sigur þeirra. ÍR-ingum tókst þó að laga stöðuna og urðu lokatölur eins og fyrr segir 73-67. Þorsteinn Bjarnason var stigahæstur Keflvíkinga með 26 stig, en næstur kom Axel með 21. Hjá ÍR lék Pétur vel í vörninni og var drjúgur við að ná fráköstum, eins og eðlilegt getur talist. Hann skoraði 19 stig, en stigahæstur var Kristinn Jörundsson með 20 stig. Þá skoraði Hreinn Þorkelsson 14 stig. sh STAÐAN ■ Staðan í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik eftir leiki helgarinnar er sem hér segir: Valur 7 5 2 634-559 10 ÍBK 7 5 2 596-578 10 UMFN 7 4 3 609-621 8 KR 7 4 3 609-621 8 Fram 7 3 4 636-588 6 ÍR 7 0 7 511-615 0 Af þessu má sjá, að allt getur ennþá gerst og fimm lið eru líkleg til að sigra í keppninni. UMFN vann Valsmenn — Tim Dwyer var rekinn út ur húsinu ■ Tim Dwyer leikmaður og þjálfari úrvalsdeildarliðs Vals varð að yfirgefa Iþróttahús Hagaskóla 11 mínútum fyrir lok leiks Vals og UMFN í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Hann hafði fengið fimm villur, þá síðustu fyrír að gera athugasemdir við dómgæslu Jóns Otta Ólafssonar og Sigurðar Vais Halldórs- sonar. Það var Dwyer alls ekki sáttur við og fór þvi á þann veg sem fyrr er sagt. A hann nú á hættu leikbann í næsta leik Valsmanna. Leikurinn var mjög spennandi og tókst Njarðvíkingum að sigra með aðeins einu stigi, en lokatölur urðu 88-87. Með Njarðvíkingum lék Bill Kottermann og var hann Njarðvíkingum drjúgur liðsmaður og skoraði 34 stig og var einnig virkur við að taka fráköst. Eins og svo margir leikir í úrvalsdeild- inni var þessi leikur mjög jafn allan tímann. Þó náðu Njarðvíkingar 10 stiga forystu um tíma í s.h., en Valsmönnum tókst að minnka þann mun. Um tveimur mínútum fyrir leikslok höfðu Njarðvík- ingar 6 stiga forystu, en Valsmenn minnkuðu muninn og þegar fáeinar sekúndur voru til leiksloka var hún orðin 88-87 og Valsmenn með knöttinn. En ekki tókst þeim að nýta síðustu sóknina í leiknum. Eins og fyrr segir skoraði Kottermann 34 stig, en næstur honum var Valur Ingimundarson með 20 stig. Hjá Val hittir Ríkharður best og skoraði hann 29 stig, megnið af þeim í síðari hálfleik. Hann var mjög drjúgur þá, enda veitti ekki af eftir að bæði Torfi Magnússon og Tim Dwyer höfðu yfirgefið völlinn. sh ■ Tim Dwyer. lauk með 4-3 sigrí Dússeldorf og var Atli talinn einn besti maður leiksins og stórblaðið Bild sagði á sunnudag, að Atli væri í landsliðsformi og miðar þá vitaskuld við þýska landsliðið. Stórleikur helgarinnar var viðureign Kölnar og Hamborgar. Þeim leik lauk með jafntefli og var það fyrst og fremst stórgóð markvarsla Schumacher í marki Kölnar sem tryggði heimaliðinu annað stigið í leiknum. Bayern Múnchen hafa lengi átt í erfiðleikum gegn Kaiserslautern og á því varð engin undantekning að þessu sinni. Thomas Allofs skoraði fyrsta mark leiksins fyrir heimaliðið, en þeir Rummenigge og Breitner svöruðu fyrir Bayern. Það var Norbert Eilenfeldt sem skoraði tvö mörk til viðbótar fyrir Kaiserslautern og tryggði því þar með sigur 3-2. Leikmenn Stuttgart eru búnir að finna sjálfstraustið aftur og unnu á laugardag ■ Atli Eðvaldsson. góðan sigur gegn Eintracht Braunsweig 4-0. Önnur úrslit í þýsku deildinni á laugardag urðu sem hér segir: Schalke-Frankfurt 3-2 Bremen-Leverkeusen 3-1 Dortmund-Bochum 3-1 Núrnberg-Bielfeld 1-1 Hertha-Bor.Mönch 0-2 Dortmund er í efsta sæti í þýsku deildarkeppninni, og hefur liðið hlotið 21 stig. Hamburger S.V. eru einnig með 21 stig, en lakari markatölu. í 3. sæti er svo Stuttgart með 19 stig, eða jafnmörg og Köln. Baráttan verður ekki síður hörð á botninum, en þar er Fortuna Dússeldorf með 10 stig í fimmta neðsta sæti, en liðin fjögur sem eru neðar eru öll með 9 stig, þannig að litlu munar. ytiAiciG / I tilefni af 10 ára afmæli Véiaborgar hf., þá hafa Ursus verksmiðjurnar ákveðið að veita allt að 20.000 kr. afslátt af öllum Ursus dráttarvélum sem keyptar eru fvrir áramót. -UWGl VERD Anafsl Afsl. VERÐ fS- 40 ha. 85.200 13.000 72.200 —IfWO I fO 65 ha. 137.500 18.500 119.000 s —11HS 1 IS- 85 ha. 209.000 20.000 189.000 1 ■UR5I fS- 85ha.4WD 254.000 20.000 234.000 HURSI f-S- 100ha.4WD 283.000 20.000 263.000 Missið ekki af þessu sérstaka tilboði Hafið samband við sölumann Sundaborg 10 — Símar 8-66-55 £ 8-66-80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.