Tíminn - 24.11.1982, Qupperneq 1

Tíminn - 24.11.1982, Qupperneq 1
Sýndarmennska, fjölmidlun og lýðræði — bls. 8-9 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Miðvikudagur 24. nóvember 1982 268. tölublað - 66. árgangur Skóla- máltíðir — bls. 4 Af- vopnun - bls. 7 Mjólkur- dagur — bls. 10 Lafði Emman uelle - bis. 23 ■ „Það hafa allmörg lcikhús vestan- hafs sýnt verkinu áhuga, en það er enn of snemmt að segja um hvað út úr því kann að koma“, sagði Guðmundur Steinsson, rithöfundur í stuttu spjalli við Tírnann í gær, en Guðmundur er nýkominn heim frá Bandankjunum. Þar stóð Intiman leikhúsið nýverið fyrir kynningu á leikriti Guðmundar, Stundarfriði, í tengslum við Scandi- navia today, og var Guðmundi boðið að vera viðstaddur 4 önnur leikrit, eitt frá hverju hinna Norðurlandanna, voru kynnt með Stundarfriði. Eins og áður hefur verið skýrt frá verður Stundarfriður á dagskrá hjá tveim höfuðleikhúsum Skandinavíu, Dramaten í Stokkhólmi og Konung- lega leikhúsinu í Kaupmannahöfn, og að auki hjá leikhúsinu í Braunschweig í V-Þýskalandi. Guðmundur sagði að mörg leikhús til viðbótar hefðu sýnt verkinu áhuga. JGK yfirlft: pjódhagsspá SÍS mun svartsýnni en spá Þjóðhagsstofnunar: GEfilR RAÐ FYRIR 6.3% SAMDRÆTT1NÓÐARTEKNA — eða helmingi meiri en Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir ■ Samband ísl. samvinnufélaga er mun svartsýnna á þróun efnahagsmála á næsta ári en Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir í þjóðhagsáætlun sinni frá 22. okt. s.I., að þvi er fram kemur í nýrri þjóðhagsspá sem hagfræðingar Sam- bandsins gerðu og kynntu á kaup- félagsstjórafundi um síðustu helgi. Spá Sambandsins telur áætlun Þjóð- hagsstofnunar um 3,3% rýrnun þjóðartekna of bjartsýna og gerir ráð fyrir að þær rýrni nær hclmingi meira eða um 6,3%. „Jafnvel í þeirri spá gætir mikillar bjartsýni. Má færa rök fyrir því að þjóðartekjur gætu rýrnað um allt að 10%“, segir í spá Sam- bandsins. Verulegur munur er einnig á spá Sambandsins og Þjóðhagsstofnunar varðandi ýmsar aðrar þjóðhagsstærðir (tölur Þjóðhagsstofnunar innan sviga.) Gert er ráð fyrir 4,7% minnkun þjóðarframleiðslu í heild (2,7%), 3- 4% versnandi viðskiptakjörum (2- 3%), 2.499 millj. neikvæðum viðskiptajöfnuði (-1.765 millj.) og 669 millj. kr. neikvæðum vöruskipta- jöfnuði þar sem Þjóðhagsstofnun reiknar með núlli. Þá spáir Sambandið 69,8% hækkun á vísitölu framfærslu- kostnaðar á móti 58% spá Þjóðhags- stofnunar, svo og að meðalgengi Bandaríkjadals hækki um 70,4% á næsta ári. Um næstu áramót áætlar Sambandið að gengi dollarans verði 17,00 krónur en 25,60 krónur í árslok 1983. Sjá nánar bls. 3 - HEI ■ Gat verið að þú þyrft- ir að smella af einmitt þegar verst gegndi. Tímamynd Róbert Stundarfriður kynntur af bandarísku leikhúsi: ANDRES OND AISLENSKU ■ Andrés önd blöðin með íslenskum texta, er mál sem að undanfömu hefur veríð í athugun milli Innkaupasambands bóksala hér heima og Gutenberg í Kaup- mannahöfn sem hefur einkarétt á Andrési á öllum Norðurlöndunum og Þýskalandi. „Þeir hafa látið prenta Andrés önd á málum allra þessara þjóða nema íslensku og vilja kanna hvort grundvöllur væri fyrir að prenta á íslensku líka“, sagði Guðmund- ur H. Sigmundsson, einn stjórnarmanna í Innkaupasambandi bóksala, sem ásamt formanni samtakanna fór út til að ræða við Danina. Það er smæð markaðarins sem er þama helsti ljár i þúfu, þar sem talið er að salan hér þyrfti að þre- til fjórfaldast til þess að blöð með íslenskum texta yrðu ekki of dýr, þ.e. hækkuðu ekki mikið frá því sem nú er. Salan nú er eitthvað innan við 3.000 eintök en þyrfti að fara í um 10.000 eintök til að sá grundvöllur væri fyrir hendi. Guðmundur sagði málið enn í athugun, en verði af þessu yrði það þó ekki fyrr en í mars til apríl í vor. _ hej

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.