Tíminn - 24.11.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.11.1982, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 3 fréttir Skuldir á hvern íbúa í kaupstöðum úti á landi samanborið við Reykjavlk: HEILDARSKULDIR124% HÆRRI — Fjármagnskostnaður tífalt haerri, yfirstjórn tvöfalt meiri og kostnaður við ■ Hcildarskuldir á íbúa i kaupstöðutn utan Rcykjavíkur voru um síðustu áramót 124% hærri en í höfuöborginni sjálfri, eða 3.394 kr. á mann að meðaltali í kaupstöðunum á móti 1.512 í Revkjavík. Fjármagnskostnaður hjá hinum kaupstöðunum er um 10 sinnum hærri að meðaltali en hjá Reykjavíkurborg, ylirstjórnin tvöfalt dýrari, en hins vegar eru útgjöld borgarinnar til almannatrygginga og félagshjálpar unt þriðjungi hærri í Rcykjavík en hinum kaupstöðunum til samans. Þetta kom fratn í erindi Ólafs Nilssonar á ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga. í Reykjavík bjuggu um síðustu áramót 84.593 íbúar en 90.250 í hinum kaup- stöðunum samanlagt. Heildartekjur voru hins vegar mjög svipaðar eða 615,1 millj. kr. í Reykjavík en 617,4 millj. í kaupstöðunum 21. Undanfarin tvö ár hafa rekstaragjöld borgarinnar numið 66-70% af heildartekjum en 75-77% hjá hinum kaupstöðunum. Þeir hafa þó ekki dregið úr framkvæmdum sem þessum mun nemur sem þýðir að heildarútgjöld þeirra hafa farið 6-7% fram úr tekjum þessi ár meðan Reykjavík hefur haft smávegis tekjuafgang. Heildarskuldir Reykjavíkurborgar námu um síðustu áramót 128 millj. kr. sem samsvarar 21% af tekjum ársins, þar af voru lausaskuldir 108,8 millj. en skammtímaskuldir 19,3 millj. Skuldir hinna kaupstaðanna voru aftur á móti samtals 306,3 millj. eða um 50% af tekjum, þaraf 145,3 millj. ískammtíma- skuldum og 161 millj. í langtíma- skuldum, eða um 8 sinnum hærri en hjá Reykjavíkurborg. Hjá kaupstöðunum var þetta hlutfall þó mjög mismunandi eða allt frá 20% af tekjum hjá þeim sem best voru staddir og allt upp í 127% miðað við tekjur þar sem skuldirnar voru hlutfallslega mestar. Svonefndir veltufjármunir voru í fyrra 179,4 millj. hjá borginni en 208,4 millj. hjá hinum kaupstöðunum. ■ Rekstrar- og framkvæmdayfirlit Reykjavíkur og hinna kaupstaðanna 21 á árinu 1981. Dökka línan sýnir heildar- tekjur, skástrikaða línan rekstrargjöld og lóðrétt strikaða línan framkvæmdir og fjárfestingu. ■ Á þessari mynd sjáum við eignir og skuldir Rcykjavíkurborgar og hinna kaupstaðanna í árslok 1981. Skástrikaða linan sýnir eignir (veltufjármuni og langtímakröfur en án fasteigna) en svarta línan sýnir skuldirnar. . Þegar litið er á tekjuhliðina kemur í ljós að útsvarstekjur Reykjavíkurborgar námu 314,5 millj. kr. (3.717 kr. á íbúa) ogvoru51% af heildartekjunum. Útsvör í kaupstöðunum námu samtals 338,7 millj. kr. (3.753 kr. á íbúa) og voru 55% af heildartekjunum. Tekjur borgarinn'ar af aðstöðugjöldum voru hins vegar um 40% hærri og af fasteingagjöldum um 20% hærri en í hinum'kaupstöðunum. Á rekstrargjöldum munar mest á fjármagnskostnaði, sem er aðeins 5,5 millj. (tæpt 1%) hjá borginni en 60,2 millj. eða meira en 10 sinnum hærri hjá hinum kaupstöðunum. Sömuleiðis er yfirstjórn kaupstaðanna meira en tvöfalt , hærri en hjá borginni, um 19 millj. (3%) í Reykjavík en rúmar 40 millj. (um 7%) í hinum kaupstöðunum. Stærsti útgjaldaliðurinn - almannatryggingar og félagshjálp - nemur hins vegar 151,9 millj. (24%) hjá borginnien er þriðjungi lægri eða 100,5 millj. (16%) hjá hinum kaupstöðunum. Fjárfestingar og fram- kvæmdir voru hins vegar nær sama upphæð eða 171,8 millj. í Reykjavík en 179,9 millj. í hinum kaupstöðunum 21. - HEI Þjóðhagsspá VII1111 UAFfl oiá 1 reT/FIL SÍS mun „VlUUm nnrM OJM Li v 1 ftlr dekkri en spá Þjóðhags- > iRU|n á | ÞRÓUNINNr AD OlfDI stofnunar: \ AK oKUI JANIR A 1 ■ „Þetta er 3. árið í röð sem við vinnum slíka þjóðhagsspá i nóventber- mánuði, fyrst og fremst sem hjálpargagn fyrir okkur hér í Sambandinu. Fjárhags- áætlanagerð fyrir næsta ár er byggð á þessum spáin. Með þessu erum við alls ■ „Þeir fulltrúur Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks sein hér hafa talað hafa talið allar gcrðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál- um cinskis nýtar og til hins verra, það er þeirra siður. Þeir segja bcrum orðuin að sjálfsagl sé að laun hækki nálægt 18 af hundraði um mánaðamót, og að sjálfsögðu fiskverð og búvöruverð. Um afleiðingar tala þeir hins vegar ekki. Ekki einu orði um það að þá ryki verðbólgan upp um 80-90 af hundraöi. Þeir minnast ekki orði á þá staðreynd að atvinnufyrirtækjunum vrði gjörsamlega ókleift að greiða slíka launa- hækkun án þess að verðhækkun á allri framleiðslu fylgdi þegar í kjölfarið ásamt 15-20 af hundraði gengisfellingu, enn meir liækkun vaxta, og þannig enn ein kollsteypa verðbólgunnar." Þetta sagði Steingrímur Hermannsson í umræðunum á Alþingi í gærkvöldi um vantrauststillögu Alþýðuflokksins. Hann hélt áfram. - Ég trúi því ekki að þétta ábyrgðar- lausa tal fái hljómgrunn hjá þjóðinni. Stjórnarandstaðan gæti hins vegar gagn- rýnt það með nokkrum rétti að ríkisstjórnin hafi gengið of skammt t ráðstöfunum sínum. Benda má á að efna- hagsaðgerðirnar nú hefðu þurft að koma til framkvæmda þegar á s.l. sumri, en jafnvel s.l. vor. Einnig mætti gagnrýna að ekki hefur verið gripið til beinna aðgerða til að draga úr innflutningi á ýmsum óþarfa varningi til landsins. En því miður er ábyrgum tillögum stjórn- arandstöðunnar ekki að heilsa. Það gleymist oft að þessi ríkisstjórn hefur fengið miklu áorkað á fjölmörgum sviðum. Ég nefni vegamálin aðeins sem dæmi. Þar hefur orðið á bylting á s.l. þrem árum. Stórkostleg aukning á bundnu slitlagi er dæmi um það. Síðar sagði Steingrímur: - Kosningar eru ekki uö fara í neitt kapphlaup við Þjóðhagsstofnun, en við viljutn hins vegar hafa sjálfstæðar skoðanir á því hver þróunin er i þjóðarbúinu, í stað þess að trúa í blindni á einhverja stofnun sem hcitir Þjóðhagsstofnun", svaraði nú framundan. Ekki er ólíklegt að þær verði síðari hluta aprílmánaðar, en geta orðið fyrr. Ef stjórnarandstaðan stöðvar frámgang mikilsverðustu mála er að sjalfsögðu ekki um annað að ræða en að rjúfa þfng og boða til kosninga sem gætu þá jafnvel orðið í febrúar. Efnahagsmálin verða vafalaust eitt megin- baráttumál kosninganna. Engum getur dulist að verðbólgan mun ríða íslensku atvinnulífi að fullu ef svo heldur fram sem horfir. Því verður ekki hjá því komist að draga úr verðbólgunni. Vafalaust má brjóta verðbólg- una á bak aftur með því að draga verulega úr öllum framkvæmdum og framboði fjár- magns þannig að fyrirtækin stöðvist. atvinnu- leysi skapist og eftirspurnin falli. Þetta er leiðin sem farin er af íhaldsmönnum víðast um heim. Þá leið viljum við framsóknarmenn alls ekki fara. Við leggjum áherslu á hjöðnun verðbólgu án atvinnuleysis. Við viljum byggja á þeirri reynslu sem fengist hefur. Því teljum við nauðsvnlegt að binda t.d. til tveggja ára aðgerðir í efnahagsmálum. Þeir Alexander Stefánsson og Ingvar Gíslason töluðu einnig af hálfu framsókn- armanna í umræðunum. lngvar sagði m.a; að vantraust á ríkisstjórnina væri ótímabært vegna þess að ríkisstjórn og Alþingi hafa brýn verk að vinna, sem allir hugsandi menn eru sammála um að Ijúka verði áður en nýtt ár gengur í garð og áður en kosningar fara fram. Því verður ekki trúað fyrr en fullreynt er, að stjórnarandstaðan sýni ekki fulla ábyrgðartilfinningu í sambandi við afgreiðslu fjárlaga og gildistöku bráðabirgðalaganna. Hvað þessi mál varðar eru svo miklir þjóðarhagsmunir í húfi og efniságreiningur svo óverulegur, að þjóðin krefst þess af Alþingi að það standi saman og láti ekki annarleg sjónarmið villa sér sýn. Eggert Ágúst Sverrisson, hagfræðingur Sambandsins spurður uni tilurð og tilgang þjóðhagsspár þeirrar er þeir hagfræðingar sambandsins liafa unnið, og einnig er greint frá á forsíðu. Spá um 4,7% samdrátt þjóðarfram- leiðslu byggir Sambandið fyrst og fre.mst á minni þorsk- og loðnuafla. Þar er tillaga Hafrannsóknarstofnunar um 350.000 tonna afla á næsta ári höfð til hliðsjónar, en gert ráð fyrir að leyft verði að veiða 375.000 tonn. Jafnframt er aðeins gert ráð fyrir 150.000 tonna Ioðnuafla á móti 250.000 tonnum hjá Þjóðhagsstofnun. Að öðru leyti er farið eftir spá þjóðhagsstofnunar um áætlaða framleiðslu þjóðarinnar, „enda þótt mikil óvissa ríki um ýmsa þætti hennar'V T.d. scgja sambandsmenn alls ekki víst hvort hægt verði að selja 50.000 tonn af síld. Þá gerir spáin ráð fyrir 0,7% samdrætti annars útflutningsiðnaðar en áls og kísiljárns. Svartsýna spá um viðskiptakjör byggir Sambandið á því að á næsta ári muni ekki fást eins hagstætt verð fyrir útflutn- ingsafurðir þjóðarinnar og nú í ár. Um þróun viðskiptakjara ríki þó ntikilóvissa þar sem gengisþróun einstakra gjald- miðla hafi þar veruleg áhrif. Sambandið telur ekki líkur á að verðhækkun fáist á útfluttum sjávarafurðunt - þrátt fyrir verðbólgu erlendis. Jafnvel gæti orðið um verðlækkun að ræða. Hins vegar er reiknað með 5-6% verðhækkun á innflutningi, án olíu, en áætlaðer að það haldist óbreytt frá því í okt. s.l. Spá Sambandsins áætlar áð þjóðarút- gjöld (á föstu verðlagi) minnki um 7,6% á móti 7,1% hjá Þjóðhagsstofnun. Áætlað er að einkaneysla og fjárfesting- ar minnki um 6,6% (6% Þjóðhagsst.) Aftur á móti gerir Sambandiö ráð fyrir aðsamneysla aukist um 1%, oghlutdeild hennar í |tjóðarútgjöldum úr 11,5% í 12,6%. Reynslan sýni að samneysla hafi sífellt aukist þrátt fyrir samdrátt í þjóðartekjum, þ.e. að hinu opinbera takist ekki að aðlaga starfsemi sína breyttum efnahagsaðstæðum,- Spá Sambandsins um 69,8% nteðal- hækkun framfærsluvísitölú milli ára byggir Sambandið á þeim efnahagsráð- stöfunum scm þegar hal'a verið ákveðnar jafnframt því sem ekki er gert ráð fyrir að gripið verði til nýrra efnahagsráðstaf- ana fyrr en um mitt næsta ár. Veröi það fyrr. muni það hinsvegar hafa áhrif til minnkunar verðbólgu. Varðandi gengisþróun gerir samband- ið ráð fyrir að ekki vcrði verulegar breytingar milli Evrópugjaldmiðla og dollarans. En veikist dollarinn muni hækkunarþörfin veröa nteiri og verð- bólgan þar með meiri. Einnig niuni þá viðskiptakjör rýrna og þjóðartekjur lækka. Styrkist dollarinn myndi hið gagnstæða eiga sér stað, en óvarlegt þykirað áætla að slíkt gerist 3. árið í röð. -HEl Ódýrara að hringja til Holiands ■ í framhaldi af tengingu beinna símarása milli Reykjavíkur og Rotterdam unt . jarðstöðina Skyggni hefur tekist aö lækka símagjöld til Hollands um 35%, eöa úr kr. 26.0(1 í kr. 17.00 per mínútu í sjálfvali. Samsvarandi lækkun verður fyrir handvirka afgreiöslu. 1. nóvembcr s.l. gátu símnot- endur hringt sjálfvirkt til alls 86 landa. Hafa nýlega eftirfarandi liind bæst viö: Lands- Veröpr/mín nuiner i sjaltvali m/sölusk. Chile 56 60.00 Filippseviar 63 60.00 Malaysia 60 60.00 Nýja Siáland 64 54.(K) Suður Afríka 27 60.00 Súdan 249 60.00 Taiwan 886 72.00 Steingrímur Hermannsson: Þingrof og kosningar ef stjórnarandstaðan stöðvar fram- gang mikilsverðustu máia

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.