Tíminn - 24.11.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.11.1982, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 þingfréttir! fréttir ■ Alþingi skorar á ríkisstjórnina að gera ítarlega könnun á tíðni, orsökum og afleiðingum vélhjóla- slysa í umferðinni. Þetta er þings- ályktunartillaga flutt af Helga Seljan og Guðrúnu Helgadóttur. Fyrsti flutningsmaður sagði er hann mælti fyrir tillögunni að hún væri flutt til þess að vekja athygli löggjafans á viðkvæmu og erfiðu vandamáli, ef verða mætti til þess að leiðir fyndust að því marki að fyrirbyggja slys þessi svo sem í mannlegu valdi stendur. Guðrún Helgadóttir sagði um öku- menningu íslendinga, að hún væri nokkurn veginn óþolandi og óskiljanlegt hvernig ökumenn leyfa sér að haga má akstri sínum í skammdeginu. Hún lagði til að götulögreglan yrði efld, en við núver- andi ástand verður ekki unað. Alexander Stefánsson Sendum alla löggæslu landsins út á götur og gatnamót og virkjum almenningsálitid gegn umferdarslysum Alexander Stefánsson lýsti yfir stuðningi við tillöguna og sagði m.a.: Þegar maður talar við fólk í sambandi við þau alvarlegu slys, sem alltaf eru að ske svo til daglega nú orðið, þá segir fólk gjarnan, það verður að fara að gera eitthvað til þess að koma í veg fyrir þessi slys og auðvitað hlýtur maður að taka undir þessa fullyrðingu, en það er spurn- ingin, hvað á að gera? Ogég verð að segja það alveg eins og er að mér finnst að við gerum of lítið í sambandi við þessi mál til þess að vita hvort hægt er að afstýra þessari miklu umferðarslysaöldu. Ég held að það verði að taka höndum saman um að gera markvissar að- gerðir gegn umferðarslysum. Mér hefur t.d. oftar en einu sinni komið til hugar, hvað getur hið opinbera, hvað getur löggjafinn gert til að hafa frumkvæði á þessu sviði. Er ekki t.d. eitt ráð að taka upp sérstakan dag, sérstaka umferðadaga, eða jafnvel viku, sem eru eingöngu ætluð í það að vekja menn til umhugsunar um þessi mál, fá almenning til beinna afskipta á þessum málum með umræðum með því að senda alla löggæslu landsins út á götur og gatnamót og með því að taka sjónvarp, útvarp og aðra fjölmiðla í notkun, eingöngu til þess að reyna að vekja almenningsálitið til varnar í þessum málum. Mér finnst að þesji umferðarmál öll og umferðar- menning okkar almennt, sé á því stigi "að það sé ekki vanþörf að taka okkur taki, hvert og eitt í sambandi við þessi mál. Ég vil þess vegna, um leið og ég lýsi stuðningi við þessa tillögu,koma hér á framfæri, að mér finnst' að við verðum að fylgja því eftir, með því að reyna að hafa áhrif á það að það verði gert eitthvert stórátak til þess að gera tilraun til að forða eftir því sem hægt er þessum miklu hörmungum, sem umferðar - slysin leiða yfir fjölda fólks í okkar landi. Grásleppu- karlar fá bætur úr Aflatrygg- ingasjódi ■ Lagt er til breytinga á lögum um aflatryggingasjóð, að grásleppukarl- ar eigi möguleika á að fá bætur úr sjóðnum þegar illa gengur. Sjávarút- vegsráðherra hefur mælt fyrir frum- varpi þessa efnis, en aflabrestur var á grásleppu í ár og urðu margir grásleppuveiðimenn fyrir þungum búsifjum. Ljúkum rafvæð- ingu dreifbýlis ■ 10 þingmenn Framsóknarflokks- ins hafa lagt fram þingsályktunartil- lögu um rafvæðingu dreifbýlis. Fyrsti tlutningsmaður er Stefán Guð- mundsson. Aðrir flutningsmenn eru Guðmundur Bjarnason, Ólafur Þ. Þórðarson, Jón Helgason, Þórarinn Sigurjónsson, Ingólfur Guðnason, Stefán Valgcirsson, Davíð Aðal- steinsson, Páll Pétursson og Alex- ander Stefánsson, í' tillögunni felst að ríkisstjórnin sjái svo til að á næstum tveim árum verði nægilegt fjármagn tryggt svo að Ijúka megi rafvæðingu býla í sveit- um sem miðast við að samveita nái til allra býla landsins með allt að 6 km. eins vírs línu samkvæmt áætlun Orkuráðs frá 14. apríl 1982. Jafn- framt verði gerð og lögð fram áætlun um lausn á raforkumálum þeirra býla sem ekki hafa verið tengd samveitu að áætlunartímabili loknu. í greinargerð kemur fram að árið 1971 voru 930 býli án rafmagns, en nú er svo komið að þau býli sem fjallað er um í þingsályktunartillög- unni eru 25-30 talsins. Lánasjód námsmanna vantar 40 milljónir til að geta staðið í skilum: mAlið í athugun — segir f jármálarádherra ■ „Það er verið að kanna hvernig hægt er að ráða flram úr fjárþörf Lánasjóðs og þar er um þrjár leiðir að ræða,“ sagði Ragnar Arnalds fjármálaráðherra, er Tíminn ræddi við hann í gær, en Lánasjóður íslenskra námsmanna stendur nú frammi fyrir því að geta ekki greitt út námslán í desember að fullu vegna fjárskorts. - í fyrsta lagi má hugsa sér beina aukafjárveitingu til sjóðsins, í öðru lagi að sjóðurinn taki lán til að brúa bilið, hluti af starfsemi hans er fjármagnaður með lánum og það þarf að meta hvað er hagstætt að hafa það hlutfall hátt. f þriðja lagi kemur til greina að sjóðurinn fái að fresta afborgunum af lánum sem hann á að greiða fyrir áramót, þangað til á árinu 1983. Sigurjón Valdimarsson framkvæmdastjóri LÍN sagði í samtali við blaðið í gær að sjóðinn vantaði um 40 milljónir til að geta brúað bilið. Meginástæðan fyrir þessum skyndilega fjárskorti væri geysileg fjölgun umsókna um haustlán frá því sem sjóðurinn hafði gert ráð fyrir í útreikningum sínum. Hins vegar væri þess að geta að það væri afar erfitt að gera raunhæfar spár um fjölda umsókna. Reyndin hefði verið sú undanfarin ár að aðeins um 39% þeirra sem nytu lánsréttinda samkvæmt reglum sjóðsins hefðu sótt um haustlán undanfarin ár. Nú hefðu mun fleiri sótt um og væri kennske eðlilegast að álykta sem svo að tekjur námsfólks hefðu verið minni hluti af framfærslu kostnaði nú en undanfarið og því fleiri orðið að grípa til þess að fjármagna nám sitt með lánum en áður. Sigurjón sagði að óhagstæð geogisþróun ætti sinn þátt í erfiðleikunum en fjölgun usmókna, væri meginástæðan. - JGK. ■ Kgupfélagsstjórafundurinn sem haldinn var nú um helgina var sérstæður að þvi leyti að þetta er í fyrsta skipti sem hver einasti kaupfélagsstjóri landsins mætti til slíks fundar, þar á meðal 4 konur sem nú gegna kaupfélagsstjórastörfum, sem einnig er í fyrsta sinn. Töldu ýmsir þetta dæmi um að mönnum þætti ástandið framundan nú óvenju dökkt. -Tímamynd: Róbert. Árlegum kaupfélagsstjórafundi lokið: Fjármagnskostnaður oft hærri en launagreiðslur — hjá kaupfélögunum — fjárhagserfið- leikar ákaflega miklir ■ Algengt mun nú orðið að fjármagns- kostnaður kaupfélaganna ■ landinu nemi hærri upphæðum en allar launa- greiðslur þeirra, að því er fram kom á kaupfélagsstjórafundi er haldinn var í Reykjavík nú um helgina. „Það var mjög þungt í mönnum hljóðið varðandi horfurnar framundan, raunar það svartasta sem ég man eftir á slfkum fundum“, sagði Eysteinn Sig- urðsson frá Fræðsludeild Sambandsins. Komið hafi fram að fjárhagserfiðleikar séu nú ákaflega miklir, eins og hjá öðrum rekstri í landinu. Jafnframt eigi félagsmenn orðið erfiðara með að standa í skilum, sem geri reksturinn enn þyngri. Vegna hins gífurlega fjármagnskostn- aðar - þar sem nær öll lán eru nú orðin verðtryggð - virðasl menn nú almennt vera orðnir hræddir við allt sem heitir fjárfesting, þannig að hann verkar lam- andi á aliar framkvæmdir félaganna. „Horfurnar eru þannig að menn virðast orðnir verulega hræddir og tala um stór vandamál“, sagði Eysteinn. - HEI Líf og Land: Vísindaþing um næstu helgi ■ Samtökin Líf og Land gangast fyrir ráðstefnu undir heitinu Maður og vísindi að Kjarvalsstöðum um næstu helgi, 27. og 28. nóvember. Þar verða flutt 21 erindi um sögu og stöðu vísinda á Islandi. Auk erinda verða umræður um vísindi og samfélag fyrri daginn og pallborðsumræður síðari daginn. Ráðstefnan hefst kl. 10 árdegis á laugardag með ávörpum Jóns Óttars Ragnarssonar og Sturlu Friðrikssonar. Síðan flytur Björn Sigfússon erindi um sögu vísinda á íslandi, Sveinbjörn Björnsson talar um sögu raunvísinda og verkfræði, Ingi Sigurðsson talar umsögu hugvísinda, Þórólfur Þórlindsson um sögu félagsvísinda, Ólafur Björnsson um sögu hagvísinda og loks talar Jón Steffensen um sögu læknisfræði fyrir daga embættislækna. Eftir hádegi talar Áslaug Brynjólfs- dóttir um vísindi og skólakerfið, Vil- hjálmur Lúðvíksson um fjármögnun vísinda, Guðmundur Magnússon um skipulagingu fagþekkingar, Þorsteinn Vilhjálmsson um hugmyndafræði vís- inda, Guðmundur Einarsson um tækni- þróun og samfélag og loks Einar K. Guðfinnsson um vísindi og stjórnmál. Kl. 16 hefjast umræður og stjórnar Gunnar Kristjánsson þeim, en Sigurður Blöndal flytur lokaorð. Á sunnudag hefst ráðstefnan kl. 13 og verða þá flutt erindi um vísindi og velmegun: Jóhann Már Maríusson talar um nýtingu orku, Björn Dagbjartsson um nýtingu sjávarfangs, Björn Sigur- björnsson um nýtingu landgæða, Gylfi Einarsson um nýtingu jarðefna, Ágúst Valfells um vísindi, tækni, auðlindir og efnahag, Magnús Magnússon um nýja stóriðju, Margrét Guðnadóttir um nýt- ingu sérþekkingar, Páll Theodórsson um tölvuvæðingu í íslensku þjóðfélagi og loks talar Jónas Haralz almennt um vísindi og velmegun. Kl. 16 hefjast pallborðsumræður um viðfangsefni þingsins og stjórnar þeim Sigmundur Guðbjarnarson. Þinginu verður síðan slitið um kl. 18 og gerir það formaður Lífs og Lands, Kristinn Ragn- arsson arkitekt. Vísindaþingið er öllum opið og veit- ingar á boðstólum. - GM.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.