Tíminn - 24.11.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.11.1982, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 24. NÖVEMBER 1982 ■ Þær báru hita og þunga dagsins, höfundar bæklinganna, húsmæðrakennaramir í Tilraunaeldhúsum Osta- og smjörsölunnar og Mjólkursamsölunnar f.v.: Dómhildur Sigfúsdóttir, Bencdikta Waage og Sigríður Hróðmarsdóttir. (Tímamynd Ella) NÝJAR TEGUNDIR AF ÍS OG OSTUM OGÍDÝFUPRÓFUN af ís, skógarberjaís og ís með púnslegn- um rúsínum, en, að sögn Magnúsar Ólafssonar, forstöðumanns EMMESS- íss er ekki enn alveg fullvíst, hvenær þær verða settar á almennan markað. Gestir völdu bestu ídýfuna Þá gafst gestum tækifæri til að leggja dóm sinn á ídýfur, sem Mjólkursamsalan í Reykjavík hyggst setja á markað með tímanum. Var um ídýfur með 6 bragð- tegundum að velja og átti að raða þeim niður, eftir því hver bragðtegundin féll smakkandanum best í geð. Að sögn Ingibjargar Halldórsdóttur, matvæla- fræðings hjá Mjólkursamsölunni, komu þrjár bragðtegundir Iangbest út, en hinar þrjár áberandi lakar. Þær þrjár fyrrnefndu gáfu svo svipaða niðurstöðu, að erfitt var að velja á milli þeirra, en þó varð það úr, að ein varð fyrir valinu til að fara í framleiðslu fyrst. Var það laukídýfa, sem ætlunin er að komi á markað um áramót. f hinum var beikon og laukur annars vegar og hvítlaukur og jurtakrydd hins vegar. Alls tóku 855 manns þátt í prófuninni. Nýir uppskriftabæklingar Nýkomnir eru út tveir bæklingar á vegum Mjólkursamjsölunnar, annar með uppskriftum á réttum, sem inni- halda rjómaskyr, og hinn með ísréttum úr skafís. Þá kom út bæklingur, sem hefur að geymna uppskriftir að margs konar veisluréttum. Uppskriftirnar hafa húsmæðrakennarar, sem starfa í Til- raunaeldhúsi Mjólkursamsölunnar, búið ■ Svo sem lesendum Tímans er kunnugt, voru haldnir „Mjólkurdagar" helgina 13. og 14. nóv. sl. í húsakynnum Osta- og smjörsölunnar á Bitruhálsi 2. Aðsókn var mjög góð og munu alls um 8000 manns hafa komið í heimsókn þessa daga. Það eru nú 10 ár síðan fyrst var efnt til „Mjólkurdaga" hér á landi og hafa þeir verið haldnir árlega síðan, nema hvað þeir féllu niður í fyrra. Það er „Mjólkurdagsnefnd", sem stendur fyrir þessum dögum, en hana skipa fulltrúar bænda og mjólkuriðnaðarins. Kostnað af rekstri nefndarinnar bera framleið- cndur, sem verja til þess 12 aurum af hverjum mjókurlítra. Á „Mjólkur- dögum" eru kynntar nýjungar í mjólkur- iðnaði, en nú þegar eru framleiddar yfir 200 mismunandi tegundir mjólkurvöru. Á síðustu „Mjólkurdögum“ var t.d. léttmjólk kynnt í fyrsta sinn, en sala á henni nemur nú 12-15% mjólkursölunn- ar á Reykjavíkursvæðinu. Gæöamat á ostum Að þessu sinni voru kynntar nýjar ostategundir, sem eru um það bil að koma á markað. Báðar eru þær frá Búðardal og hefur verið gefin nöfnin Dala-Yrja og Dala-Brie. Yrjan er bragð- góður mjúkostur og minnir helst á danskan „Castillo" ost. Þá fór fram gæðamat á ostum, í fyrsta sinn hér á landi, og vonumst við til að geta betur greint frá niðurstöðum þess síðar. Þá voru kynntar tvær nýjar tegundir til. Handhægar möppur utan um bæk- linga má fá keypta. Á kápu þeirra eru prentaðar ýmsar upplýsingar um mjólk og mjólkurvörur. Við birtum hér með uppskrift af ofnbökuðum fiski og skyrtertu úr bækli- ngnum um rjómaskyr með góðfúslegu leyfi höfundanna. Ofnbakaöur fískur 1 kg lúða eða annar nýr fiskur 1 ds. spergill (370 g) 200 g frosnar rækjur 3-4 msk. hveiti 2 msk. smjör soð af spergli og fiski 2-3 dl. rjómaskyr rifinn ostur 2-3 lárviðarlauf. Sjóðið fiskinn í saltvatni ásamt lárvið- arlaufum. Fjarlægið roðið og beinin og setjið fiskinn í eldfast mót. Sigtið safann frá sperglinum og raðið honum í mótið með fiskinum. Bakið sósuna upp með smjöri og hveiti og þynnið með soðinu af sperglinum og fiskinum. Blandið að síðustu rækjum og rjómaskyri saman við og hrærið vel í. Hellið sósunni yfir fiskinn og spergilinn og rífið ostinn yfir. Bakið í ofni við 200 gráðu hita þar til osturinn er gulbrúnn. Skyrterta 2 stórir svampbotnar Krem: 5 dl. rjómi 3 '/2 dl. rjómaskyr 3-4 msk. sykur 8 bl. matarlím rifinn börkur af xh sítrónu 1 ds. ananas og safi. Bleytið í botnunum með hluta af ananassafanum. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn. Stífþeytið rjómann og takið smávegis frá til skreytingar. Bætið sykrinum, sítrónuberkinum, ananassaf- anum og ananasbitunum út í skyrið. Bræðið matarlímið yfir vatnsbaði, kælið það og blandið því saman við skyrið. Setjið að síðustu þeytta rjómann saman við þegar skyrið byrjar að stífna. Leggið svampbotnana saman með tæplega helmingnum af kreminu og hinn hlut- ann ofan á kökuna. Skreytið með rjóma og ananasbitum. ■ Rcgnslá nieð hettu er Mæðilegt fyrir háur og grannar konur. í fallegum regnfatnaði og góðu skapi — þó hann rigni . . . ■ Hér á Suðurlandinu eru margir rigningardagar, þess vegna er gott að vera við þeim búinn og eiga góðan regngalla. Á göngu um Laugaveginn rákust blaðamaður Heimilistimans og Ijósmyndari inn í verslun, sem augsýni- lega hefur regnfatnað sem aðalverslunar- vöru. Það er ný verslun á Laugavegi 34 scm beitir Fiber. Þar sáum við ágætis plast- regnkápar og slár frá 155 krónum, og sagði verslunarfólkið að þetta plast væri alvcg níðsterkt. Nú eni reiðhjól vinsæl, en þegar rigning er verður hjólreiðafólkið oft hrakið og gegnblautt. Þarna má fá mjög hentugar hjólrciðaslár á 89 og regnhatta á 65 kr. Einnig fallegar regnkápur, sem sérstaklega eru hannaðar fyrir hjólreiðar - mcð lokufellingu með rennilási. Slá úr frönsku vatnsþéttu efni virtist mjög glæsileg regnflík, og kostaði 1085 krónur. Saumarnir eru soðnir saman á þessu slái, - og reyndar öllum regnflíkun- um sem þarna voru á boðstólum. ■ Falleg vínrauð regnkápa úr mjúku plastkenndu efni. Kápan er með áfastri hettu, en þarna er regnhattur notaður við hana. ■ Ofnbakaður fiskur ■ Skyrterta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.