Tíminn - 25.11.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.11.1982, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1982 fréttir; 3 Hollendingar vilja kaupa 2-3 þús. tonn af lambakjöti: KAUPVERÐIÐ DUGIR RÉTT FYRIR SLÁT- URKOSTNAÐI Riðuveikin stöðvar sölu á ærkjöti til Sovét ■ í fyrradag kom hingað til Iands eigandi eins stærsta kjötsölufyrirtækis í Hollandi sem bauðst til að kaupa allt það lambakjöt sem falt væri, eða 2-3.000 tonn. „Þessi viðskipti komast á vegna þess að ræðismaður okkar í Hollandi, Árni Kristjánsson, hefur verið að athuga þetta fyrir mig“, sagði Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra aðspurður. Verðið sem Hollendingurinn býður er hins vegar nokkuð lágt - enn lægra en t.d. í Danmörku - eða 1.400 kr. fob. á tonnið. Það gerir aðeins 22 til 23 kr. á kQó miðað við núverandi gengi, þannig að nær tveir þriðju þess fara einungis tU greiðslu slátur- og heildsölukostnaðar, sem Pálmi sagði um 15,78 kr. á kiQó. Þar á móti sagði hann koma að bæði sé heimsmarkaðsverð á kjöti nú sagt lækkandi og ekki síður að þar sem kaupandinn bjóðist til að taka við kjötinu í desember og janúar spari það gífurlegan geymslukostnað. Hann geti jafnvel numið um eða yfir 15 millj. til næsta hausts, ef kjötið seldist ekki fyrir þann tíma. Að sögn Pálma sagði kjötkaupmaður þessi ekkert vit vera í þeim viðskipta- háttum sem hér hafa tíðkast, þ.e. að selja kjötið í heilum skrokkum í grisjupokum, þótt hann muni kaupa það þannig í þetta skipti. En tækjust viðskipti til frambúðar muni hann fara fram á að fá kjötið niðursagað og þá í Iofttæmdum umbúðum. Pálmi kvað athuganir í gangi á sölu á hálf unnu og pökkuðu kjöti til fleiri aðila, enda sé þá um verulega betra verð að ræða. Sölu á ærkjöti til Sovétríkjanna, sem búið var að ná samningum um, kvað Pálmi hins vegar hafa stöðvast vegna riðuveiki í fé hér á landi, og enn hefur ekkert komið út úr hugsanlegum Japans- markaði. -HEI Göturán færast f vöxt: OLDRIID KONA FEUDÍGÖT- UNAOGRÆND — á Skólavördustíg í gærkvöld ■ Sá glæpur var framinn á Skólavörðu- stíg í gærkvöldi að ráðist var á gamla konu, hún felld í götuna og rænd. Atburður þessi átti sér stað laust fyrir klukkan 21. Konan sem er hálf sjötug var á gangi á Skólavörðustígnum er maður réðst á hana. Hrinti maðurinn gömlu konunni í götuna og þreif af henni handtöskuna og hljóp í burtu áður en hún gat komið nokkrum vömum við. Lögreglan kom fljótlega á staðinn, en þá sást hvorki tangur né tetur af manninum og var hans ákaft leitað í allt gærkvöld. Árásir á götum úti og þjófnaðir virðast hafa færst mjög í vöxt að undanfömu og atburðir sem þessi því miður ekkert einsdæmi. -ESE Friðjón býður sættir ■ Það hefur aldrei komið til greina af minni hálfu að framlengja núverandi stjórnar- mynstur eftir kosningar, sagði Friðjón Þórð- arson í umræðunum um vantrauststillöguna s.l. þriðjudag. Hann sagði að ólík sjónarmið væru um ýmislegt í Sjálfstæðisflokknum - en ég hef þá trú að við sjálfstæðismenn getum lægt deilur og gengið til sátta, eins og oft áður í 50 ára ferli flokksins. Þessi ummæli ráðherrans benda til að hann þykist setjast í þingflokk sjálfstæðismanna að loknum næstu kosningum, en lítill vafi leikur á því að hann hefur mikið fylgi flokksmanna sinna í Vesturlandskjördæmi. Pétur Sigurðsson talaði síðar í umræðun- um, og kvaðst hann vona að Sjálfstæðisflokk- urinn gengi heill og óskiptur til kosninga. - Sáttahönd hefur verið rétt, sagði Pétur, en það vantar handtak á móti. Pétur var með skrifaða ræðu og breytti henni í engu þótt, þrátt fyrir yfirlýsingu Friðjóns rétt á undan. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra minntist ekki á stjómarþátttöku eftir kosn- ingar og Pálmi Jónsson ræddi landbúnaðar- mál. Wsmrn JÓLA- GLAÐNINGUR af öllum vörum í versluninni til mánaðamóta. Nú fá allir úrvalsvöru á viðráðanlegu verði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.