Tíminn - 25.11.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.11.1982, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1982 fréttir Stjórnarskrárnefnd skilar áfangaskýrslu um kjördæmamálid til þingflokkanna eftir fund sinn í dag: ALMNGISMÖNNUM EKKIFJÖLGAÐ EN MISVÆGI BTKVÆÐfl MINNKAÐ — með því að fækka kjördæmakjörnum þingmönnum um einn í öllum kjördæmum, en fjölga uppbótarmönnum upp í 19 ■ í skýrslu sem stjórnarskrámefnd mun að líkindum láta stjórnmálaflokk- unum í té, í dag eða næstu daga, er gerð grein fyrir þeim valkostum sem nefndin telur færa í kjördxmamálinu, ásamt útreikningi á þessum mismunandi leiðum. Einn athyglisverðasti valkost- urinn er sá, sem gerir ráð fyrir leiðrétt- ingu vægis, án þess að þingmönnum sé fjölgað um einn cinasta. Margar leiðir eru útreiknaðar í þessari skýrslu: bæði það að þingmannatalan verði óbreytt, og eins nokkur fjölgun þingmanna, og þá einnig fækkun kjör- dæmakjörinna þingmanna og fjölgun uppbótaþingmanna. Gunnar Thoroddsen, forsætisráð- herra og formaður stjórnarskrárnefndar hefur bent á þann valkost að hægt væri að leysa kjördæmamálið með því að fækka kjördæmakjörnum þingmönnum um einn, í öllum kjördæmum landsins, en við það fást 8 sæti, sem yrði síðan bætt við uppbótarsætin 11, þannig að uppbótarsætin yrðu 19. Þessi, og fleiri valkostir hafa verið í útreikningi hjá dr. Þorkatli Helgasyni dósent í nokkrar vikur, og niðurstöður af hans útreikningi verða í áðurnefndri skýrslu. Sá valkostur sem nefndur er hér að framan hefur notið talsverðs fylgis í stjórnarskrárnefnd, því hún felur í sér jöfnuð án þess að til fjölgunar þyrfti að koma. Herma heimildir Tímans að þessi tillaga hafi það í för með sér að minna misvægi atkvæða verði, heldur en allar eldri tillögur fólu í sér, en þær byggðu á 7 til 9 þingmanna fjölgun. Að auki gefur þessi valkostur öllum kjördæmum og öllum flokkum möguleika á þátttöku í landskjörnu þingsætunum. - AB Ymis sjónar- miðuppi f kjör- dæmamálinu: „Rangt kjor- ■ Rekstrarvandi útgerðarínnar er vafalaust það mál sem bera mun hæst á aðalfundi LÍÚ sem hófst í Reykjavík í gær og standa mun fram á föstudag. í ræðu Krístjáns Ragnarssonar, formanns LIÚ kom fram að halli fiskveiðiflotans er áætlaður samtals um 409 milljónir króna á þessu ári, eða um 14.2% af tekjum. Kristján Ragnarsson sagði að rekstrar- skilyrði útgerðarinnar hefðu verið bætt um 10% með aðgerðum ríkisstjórnar- innar í haust, en eftir sem áður hefði verið halli á rekstrinum, sem nam um 5% að meðaltali. Kristján taldi upp þau atriði sem útgerðin hefði fengið og gerði grein fyrir hverju þeirra um sig. Varð- andi skuldbreytinguna sagði hann að hún hefði gengið fljótt fyrir sig, en miklu máli skipti að miðað væri við 10% af vátryggingaverði skipa, en ekki 7% ef skuldbreytingin ætti að koma að tilætl- uðu gagni. Um athugun þá sem fram á ■ Séð yfir fundasalinn á Hótel Sögu þar sem aðalfundur LÍÚ er haldinn. Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra er í ræðustól. Tímamynd Róbert Fiskiskipaflotinn: Áaetlað tap á þessu ári nálægt 409 milljónum kr. að fara á fjármagnskostnaði nýjustu skipanna, sagði Kristján að taka þyrfti fullt tillit til þess vanda sem skapast hefði vegna þeirra lána sem tekin hefðu verið í dollurum, en raunvextirafþeimmyndu verða um 23% á þessu ári. Undir því gæti enginn rekstur risið, sagði Kristján Ragnarsson. Önnur mál sem hann drap á voru niðurgreiðsla olíu, hækkun útgerðarkostnaðar, sem hækkað hefur um 12-13% frá því í september og fiskverðsákvörðun, sem Kristján sagði að allir hefðu verið sammála um að ekki gilti lengur en til áramóta. Steingrímur Hermannsson, sjávarút- vegsráðherra gerði gerin fyrir stöðu þeirra mála sem formaður LÍÚ hafði minnst á og sagði að hingað til hefði ekki verið samkomulag við Seðlabankann um hærri tölu en 7% af vátryggingar- verði. Þetta stæði þó til bóta og yrði talan hækkuð í 10% innan skamms. Þá sagði Steingrímur að hann teldi eðlilegt að hlaupið yrði undir bagga með þeim sem orðið hefðu fyrir 23% óvæntri útgjaldaaukningu. Þetta væri hans per- sónulega skoðun, en leysa mætti málið með því að lengja lánin. Steingrímur sagðist ekki í dag sjá að grundvöllur væri fyrir niðurfellingu olíugjalds. Varðandi niðurgreiðslurnar á olíunni væri það að segja að af hans hálfu hefði aldrei komið til greina en að afla fjármagns til þeirra til áramóta. Alþingi ætti að fjalla um þetta mál og þá yrði framhaldið ákveðið sagði Steingrímur Hermannsson. -ESE Hljómsveitakeppni SATT heldur áfram ■ Annað keppniskvöld SATT þar sem framsæknar hljomsveitir víða af landinu leiða saman hesta sína, verður haldið í Tónabæ, nk. fimmtudagskvöld og hefst það klukkan 20. Hljómsveitirnar sem nú koma fram eru, Te fyrir tvo, Lótus, Meinvillingarn- ir, Strados og íslandssjokkið, en síðast nefnda hljómsveitin þykir merkileg fyrir þær sakir að hljómsveitarmeðlimir nota m.a. kontrabassa og þverflautu við flutning tónlistarinnar. Sem fyrr eru það tvær hljómsveitir sem komast í úrslita- keppnina, en á fyrsta keppniskvöldinu voru það Reflex og Sokkabandið sem báru sigur úr býtum. Gestir í Tónabæ á þessu keppniskvöldi verður hin gamalkunna hljómsveit Start, með Pétur W. Kristjánsson í broddi fylkingar. Leika þeir fyrir og eftir keppni. Allur ágóði, ef einhver verður, rennur til byggingarhappdrættis SATT, en þar er verið að gera stórátak um þessar mundir. -ESE kjömum alþingis- mönnum” ■ „Ein þeirra hugmynda sem liggja fyrir nii í kjördæmamálinu, er að stórfækka kjördæmakjörnum þing- mönnum og fjölga landskjörnum", sagði Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, ísam- tali við Tímann um kjördæmamálið. „Talað hefur verið um að fjölga þingmönnum í 65 eða 67, en ég hef lýst andstöðu minni á því að fjölga þeim umfram 63“, sagði Steingrímur, „og mcr sýnist sem verið sé að rcyna að ná fram vægi á milli kjördæma og flokka, scm viðunandi væri, án þess að þingmönnum sé fjölgað um meira cn þrjá.“ „Ég tel að sú hugmynd að fækka kjördæmakjörnum þingmönnum, hafi þann stóra galla í för með sér, að svo getur vel farið að mcirihluti þingmanna yrði úr Reykjavík og Reykjaneskjör- dæmi, sem ég teldi mjög óheilbrigt og myndi vafalaust verða til þess að skapa enn meiri tortryggni og togstrcitu á milli dreifbýlis og þéttbýlis," sagði Steingrímur. Steingrímur sagðist telja að hægt yrði að ná nokkurn veginn því vægi sem vcrið hcfði 1959, án þess að þingmenn yrðu fleiri en 63 og án þess að kjördæmakjörnum þingmönnum yrði fækkað. Sagði hann að það yrði auðveldast með því að flytja uppbóta- þingsætin til Reykjavfkur. „Ég tel rangt að fækka kjördæma- kjörnum þingmönnum," sagði Stein- grímur.núeru kjördæmakjörnir þing- menn úr drcifbýlinu 32 og ég tel að það eigi að vcra óbreytt, því þó þingmcnnirnir yrðu 63, þá yrðu þing- menn dreifbýlisins aldrei í minnihluta, sem myndi sporna gegn óæskilegri þróun." - AB (fyNif AW0P Ævintýraheimurinn Erum með: VHS - og 2000 með ogántexta VIDEOSPORT Miðbæ Háaieitisbraut 58-60 ® 33460. Opiðalladaga kl. 13.00-23.00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.