Tíminn - 25.11.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 25.11.1982, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1982 13 íþróttir Umsjón: Sigurður Helgason Afmælismót í blaki ■ Nýlega var haldið meistara- flokksmót vegna 10 ára afmælis Blaksambands lslands. Ákveðið hefur verið að halda afmælismót í yngri flokkum,og fcr það fram miðvikudag- inn 1. desember í Keykjavík. Þetta vcrður hraðmót og óskað er eftir því að þátttökutilkynningar berist Blak- sambandinu fyrir vikulokin. J ★ Sigurður P. sigradi ■ Um helgina fór fram svoiiefnt Kópavogshlaup, sem er víðavangs- hlaup á vegum Breiðabliks. Þátttak- endur í karlaflokki voru 25, en þar sigraði Sigurður P. Sigmundsson FH, en hann hljóp 7,2'km. á 26,24 mín. í öðru sæti varð Gunnar Páll Jóakimsson ÍR, en þrfðji varð Einar Sigurðsson Breiðabliki. í kvennaflokkivoru 13keppendur, en vegalengdin sem dömurnar hlupu var 4 km. Þar sigraði Kagnheiður Olafsdóttir FH á 17,09 mín. Önnur varð Hrönn Guðmundsdóttir^ UBK og þriðja Guðbjörg Haraidsdóttir KR. Hlaupið var í frosti og kulda á laugardaginn. ★ . / s Borðtennfs- þing um helgina ■ Borðtennissamband íslands heldur ársþing sitt nú um hclgina nánar tiltekið á sunnudaginn 28. nóv. í Félagshcimili Kafveitunnar við Elliðaár. Hefst þingið kíukkan 14.00 og verðuf dagskrá þingsins samkvæmt lögum sambandsins. ★ Fimleikafólk þingar ■ Arsþing Fimleikasambands Is- lands verður haldið í félagsheimili Kalveitunnar við Elliðaár nú um helgina. Hefst þinghald á laugardag klukkan 13.30 og þar verður dag- skráin eins og lög sambandsins gera rgð fyrir. ★ Próttur vann sextugasta leikinn ■ Þróttarar sigruðu settugasta leik sinn í meistaraflokki karta í íþróttahúsi llagaskóla í gærkvöldi. Leikurinn var mjög spennandi og lauk honum með 3 hrinum gegn tveimur Þrótti í hag. Þróttarar byrj- uðu vel og unnu tvær fyrstu hrinurn- ar, þá fyrslu 17-7, en aðra 15-6. Þríðju hrinuna unnu syo Stúdentar 17-15 og í þeirrí Ijórðu unnu þeir yflrburðarsigur á, Þrótturum 15-3-. En í síöustu hrinunni, úrslitahrínunni unnu Þróttarar nauman áigur 15-13. Þélta var fyrsti taplcikur ÍS í 1. deildinni í blaki og víst er, að reikna má með mjög harðrí baráttu í 1. deildinni í vetur ef leikjrnir verða eitthvað í líkingu við leik Þróttar og ÍS í gær. 1 sh ★ Seinni leik- urinn er f kvöld ■ íslendingar og Frakkar leika annan landslcik í handknattleik í Laugardalshöll í kvöld. Hefst leikur- inn klukkan 20.00 og má búast við hörkuleik, því íslenska liðið hefurán efa fullan hug á að leika betur en í gær og vinna stærri sigur á Frökkum en þá. Og víst er að Frakkar munu lcggja sig alla fram og reyna að klekkja á landanum. Páll Ólafsson hefur hér sloppið gegnum frönsku vörnina og lætur skot vaða á markið. Tímamynd: Ella. ENN A LANDSUDIÐ LANGTI IAND MED AD VERA NÚGU GOTT — Sigraði fremur slakt franskt iandslið með aðeins einu marki — Frakkar höfðu forystu íhálfleik 13-10 ■ Það vottaði aðeins fyrír spennu rétt fyrír leikslok í landsleik íslendinga og Frakka í handknattleik sem háður var í Laugardalshöll í gærkvöldi þegar hálf mínúta rúm var til leiksloka og Islending- ar einu marki yflr og Frakkar með boltann. Spurningin var hvort þeim tækist að jafna fyrír leikslok. Og það tókst þcim. Það var Gaffet aðalmarka- eftir leikinn Hilmar Björnsson: ■ „Strákarnir voru seinir í gang og það var alls ekki nógur kraftur í þessu í byrjun,“ sagði Hilmar Björns- son landsliðsþjálfarí eftir landsleik íslendinga og Frakka í handknattleik í gærkvöldi. „Þeir klára markmann- inn alls ekki nógu vel og þetta er komið á heilann á þeim. En vonandi losna þeir við þessa meinloku í leik sínum fyrst við unnum leikinn.“ skorari liðsins sem jafnaði og staðan var 22- 22 og fáeinar sekúndur eftir. íslend- ingar nýttu þessar sekúndur vel og fékk Jóhannes Stefánsson knöttinn inn á línu og þar var dæmt vítakast á Frakkana eftir mikið hnoð á línunni. Besti maður íslendinga í leiknum, Kristján Arason skoraði úr vítakastinu eftir að leiktíma lauk og tryggði liðinu þar með sigur 23- 22. Það var alls engin ástæða til bjartsýni þegar horft var á leikinn í gærkvöldi. íslenska liðið var mjög seint í gang og í hálfleik var staðan 13-10 Frökkum í vil. Þetta franska lið var mjög siakt og stendur þýska liðinu sem hér var á dögunum langt að baki. En þeir fengu það pláss sem þeir þurftu til athafna á vellinum og nýttu það vel, einkum í fyrri hálfleik. Þá virtist vörn íslenska liðsins alls ekki detta til hugar að koma út á móti skyttum Frakkanna og fengu því á sig mörg mörk úr langskotum, sem vakandi vörn hefði átt að geta komið í veg fyrir. Varnarleikurinn skánaði held- ur í síðari hálfleiknum, en betur má ef duga skal. Markvarslan var langt frá því að vera nógu góð og víst er að þar þarf meira en lítið að gerast í jákvæða átt. Og alltof oft stóðu menn einir á línu og létu verja frá sér eða skutu framhjá markinu úr færum sem eiga að vera 100% hjá leikmönnum í landsliði. Sárgrætilegast var þó er Bjarni Guðmundsson og Steindór komust einir upp að marki Frakka í síðari hálfleik. Bjarni skaut fyrst og franski markvörðurinn varði og síðan náði Steindór knettinum og þá skaut hann fast í gólfið og yfir þverslá. Þetta má alls ekki koma fyrir. Islendingar urðu fyrri til að skora í leiknum í gærkvöldi og lengi framan af fyrri hálfleik skiptust liðin á um að hafa forystu. En þegar staðan var 10-10 tóku Frakkar fjörkipp mikinn og skoruðu þrjú síðustu mörkin í fyrri hálfleik og staðan í leikhléi var því 13-10 Frökkum í hag. Snemma í síðari hálfleik tóku fslend- ingar hins vegar fjörkipp mikinn og þá fyrst og fremst Kristján Arason. Staðan breyttist þá úr 14-10 Frökkum í hag og í 14-14 og skoraði Kristján þrjú af þeim fjórum mörkum sem þurfti til að jafna. síðan var jafnt á öllum tölum þar til íslendingar skoruðu tvisvar í röð og komust yfir 19-18 með marki Bjarna Guðmundssonar. Og eftir það hafði landinn alltaf frumkvæðið til loka, en sigurmarkið kom eins og lýst er í upphafi greinarinnar. Eins og fyrr segir var margt gagnrýni vert í leik íslenska liðsins. Til dæmis var línuspilið ákaflega árangurslítið og það vakti furðu, að landsliðsþjálfarinn skuli ekki hafa notað Þorgils Óttar Mathies- sen í þessum leik, en hann hefur sýnt og sannað í vetur, að hann er sá línumaður íslenskur sem getur skorað mörk. Þá vakti einnig athygli hversu lítið leikmaður eins og Sigurður Sveinsson var notaður t' leiknum. Enda var alltof lítið skorað úr langskotum, nema hvað Kristján Arason var virkur í þeim efnum. Hitt er mestallt skorað úr gegnumbrotum og úr hornunum. Vörnin lék ails ekki nógu vel á móti þessu franska liði. Það hefði þurft að koma mun meira út á móti þeim og einnig hefði ekki sakað að reyna að trufla þá sem mest því það kom greinilega í ljós að ekki þurfti mikið til að setja leik þeirra úr skorðum. Langbestur íslendinga var Kristján Arason. Hann skoraði ellefu mörk í leiknum, sum stórglæsileg. Og segja má að án hans hefði íslenska liðið átt litla möguleika í þessum leik. Þá vakti Jóhannes Stefánsson athygli fyrir góðan leik á línunni, en ekki voru sendingarnar sem honum voru ætlaðar allar fyrsta flokks. Markvarslan var alls ekki nógu góð og náði hvorugur markvarðanna að sýna nein tilþrif. Bestur hjá Frökkum var Gaffet, en hann skoraði sjö mörk og þá var Casagrande drjúgur og skoraði fjögur mörk. Kristján Arason skoraði mest hjá íslendingum eða ellefu mörk og þar af 6 úr vítaköstum. Þorbergur og Bjarni Guðmundsson skoruðu 4 hvor, Páll Ólafsson tvö og Jóhannes Stefánsson og Guðmundur Guðmundsson eitt mark hvor. Leikinn dæmdu sömu sænsku dómar- arnir og dæmdu leikina gegn Vestur- Þjóðverjum á dögunum. Dæmdu þeir vel nú sem þá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.