Tíminn - 25.11.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 25.11.1982, Blaðsíða 18
FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1982 18__________ árnað heilla Sigrídur Vilhjálmsdóttir, Egilsstöðum, 75 ára ■ Sigríður Vilhjálmsdóttir, Laufási 1, Egilsstöðum er 75 ára í dag. Það er alls ekki vandalaust fyrir mig að senda föðursystur minni Sigríði Vilhjálmsdóttur afmæliskveðju sem ekki er alltof væmin eða alltof þurr og leiðinleg svo margt sem ég vildi sagt hafa í tilefni þessa stórafmælis hennar. Þess vegna læt ég nægja örfá orð. Sigríður er fædd á Hánefsstöðum í Seyðisfirði. Hún ólst þar upp hjá foreldrum sínum Vilhjálmi Árnasyni og. Björgu Sigurðardóttur. Þctta var stór fjölskylda og stórt heimili. Bræður Sigríðar voru fimm og ein systir. Ég hefi margs að minnast-í sambandi við þessa frænku mína. Ég man vel, og þótti mjög merkilegt, þegar hún ung stúlka kom austur að Hánefsstöðum eftir dvöl í Reykjavík, þar sem hún vann að nokkru hjá þckktum borgara þar Jónatan Þorsteins- syni, en einnig starfaði hún í mötuneyti stúdenta. Mensa academica, eins og það var nefnt. Þar aflaði hún sér þekkingar í matargerð. Áður hafði Sigríður verið í Reykjavík við nám í saumaskap og bjó þá á heimili frænda síns Þorláks Björns- sonar frá Dvergasteini í Seyðisfirði. Nokkru síðar var Sigríður á Hall- ormsstaö, Sigrúnu Blöndal skólastýru til aðstoðar við vefnaðarkennslu og fleira. Ég minnist þess þegar Hjálmar Vil- hjálmsson, þá settur sýslumaður í Noröur-Múlasýslu, gifti Sigríði systur sína í stofunni á Hánefsstöðum. Eigin- maður hennar var Einar Stefánsson frá Mýrum í Skriðdal. Einar var mikið glæsimenni, vel gefinn til allra hluta og hvers manns hugljúfi. Hann er nú látinn. Ég minnist þess þegar ég heimsótti Sigríði og Einar þegar þau bjuggu á Hafranesi í Reyðarfirði. Hafranes var þekkt stórbýli og sérstaklega var íbúðar- húsið mikilfenglegt í mínum augum. Ég minnist þess einnig er ég heimsótti þau hjón þegar þau bjuggu í tjöldum á Egilsstöðum, en Einar vann að bygging- um þar og Sigríður annaðist matargerð og þjónustu fyrir byggingarmennina. Þannig get ég lengi talið. En flestar á ég þó minningar frá heimsóknum til Einars og Sigríðar að heimili þeirra Laufási í Egilsstaðaþorpi, en það er eitt af fyrstu húsum sem risu í því byggðar- lagi. Móttökur þar allar, myndarskapur og geStrisni var slík að ekki gleymist. Veit ég að þarr mæli ég ekki einungis fyrirhönd vina og vandamanna, heldur allra er þar komu. í heimili þeirra Einars og Sigríðar voru synir þeirra Vilhjálmur, skóla- meistari, Stefán, verkfræðingur og fóst- ursonur Baldur Kristjánsson, sálfræð- ingur. Sigríður hefir verið mikil afrekskona í hvívetna. Áhugamál á hún mörg en ég hygg að í félagsmálum hafi Slysavarna- félag íslands mjög átt hug hennar. Með þessum ófullkomna formála sendi ég Sigríði frænku minni innilegar afmælisóskir, og óska henni allra góðra hluta og sérstaklega að líðan hennar sé og verði sem best, en Sigríður dvelur nú á sjúkrahúsi á Egilsstöðum. Vilhjálmur Árnasun • Öll almenn prentun • Litprentun • Tölvueyðublöð • Tölvusettir strikaformar • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð Prentun • Bókband. PRENTSMIDJA KDano^-j N C^Clclc Ct HF. SMIÐJUV.EGI 3, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 45000 Nauðungaruppboð Að kröfu skiptaréttar N-Múlasýslu verður haldið opinbert Nauðungar- uppboð á eignum þrotabús Alexanders G. Björnssonar og verslunarinnar Bjarkar Heimatúni 4, Fellabae N-Múlasýslu laugardag- inn 4. des. kl. 10.00 í veitingaskála Verslunarfélags Austurlands við Lagarfljótsbrú. Seldur verður allur vörulager tilheyrandi versluninni en það er margskonar fatnaður og húsgögn. Eignir þrotabúsins sem selja á, verða til sýnis í veitingaskálanum fimmtudag 2. des. og föstudag 3. des. n.k. kl. 13-17 báða dagana. Uppboðsskilmálar liggja frammi á skrifstofu uppboðshaldara að Bjólfsgötu 7, Seyðisfirði, en þar verða gefnar allar frekari upplýsingar. Greiðsla fari fram við hamarshögg Sýslumaður N-Múlasýslu. fl okksstarf^ . Reykjaneskjördæmi Kjördæmisþing framsoknarmanna í Reykjaneskjördæmi verður haldið í Skiphóli Hafparfiröi sunnudaginn 28. nóv. n.k. og hefst kl. 10 f.h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Lagabreytingar 3. Umræður um uppstillingu vegna alþingiskosninga 4. Ávarþ, Jóhann Einvarðsson alþm. 5. Önnurmál Stjórnir fulltrúaráða og framsóknarfélaga eru minnt á að tilkynna um tilnefningu til miðstjórnarkjörs fyrir fundardag. Stjórn K.F.R. Hádegis verðarfundur f *msmÆ FUF verður haldinn a » gkl fimmtudaginn 25. nóv. n.k. Æ&. 1 kl. 12.00 aö Hótel Heklu Rauðarárstíg 18. li Gestur fundarins verður: Vilmundur Gylfason alþingismaður Fundarstjóri: Hrólfur Ölvisson Allir velkomnir. Bingó Félag ungra framsóknarmanna heldur bingó n.k. sunnudag kl. 14.30 aö Hótel Heklu Rauðarárstíg 18. Húsið opnað kl. 13.00 Kaffiveitingar. FUF Reykjavík Kópavogur Freyja félag Framsóknarkvenna auglýsir jólaföndur í húsi Framsókn- arfélaganna í Kópavogi Hamraborg 5 mánudaginn 29. nóv ki. 20.00 og laugardaginn 4. des. kl. 14.00. Þátttaka tilkynnist fyrir 27. nóv til Guðrúnar s. 41708, Þórhöllu s. 41726 og Ingu s. 45918. Borgarnes nærsveitir Spilum félagsvist í Hótel Borgarnes föstudaginn 26. þ.m. kl. 20.30 Framsóknarfélag Borgarness Jólabingóið verður haldið í Sigtúni fimmtudaginn 2. desember. Að venju verður margt verðmætra vinninga á boðstólum, sem enn er ekki tímabært að segja nánar frá, þar sem söfnun er í fullum gangi. Húsið verður Oþnað kl. 19.30 og byrjað verður að spila kl. 20.30. Ath. Spilaðar verða 18 umferðir. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill, meðan húsrúm leyfir. Nánari upplýsingar í sima 24480. Framsóknarfélag Reykjavíkur. Félag ungra framsóknarmanna í Árnessýslu I heldur aöalfund sinn sunnudaginn 28. nóv. kl. 21.00 að Eyrarvegi 15, Selfossi. 3. Kosning fulltrúa á aukakjördæmisþing 4. SigrúnMagnúsdóttirræðirstöðukvenna v vl * Ungt framsóknarfólk mætið vel og stundvíslega. Nýir félagar ávallt velkomnir. Stjórnin Árnesingar Munið 3. og síðasta spilakvöldið á Flúðum föstudaginn 26. kl. 21.00 Góð heildarverðlaun Ávarp: Haukur Ingibergsson Diskótek. Framsóknarfélag Arnessýslu. Prófkjör framsóknarmanna á Austurlandi— Framboð Kjördæmisþing Kjördæmissambands framsóknarmanna á Austur- landi þann 24. og 25. september ákvað að fram fari prófkjör um framboð flokksins í kjördæminu við næstu alþingiskosningar. Framboðsnefnd flokksins hefur nú ákveðið að framboðsfrestur verði til 10. desember næstk. Hér með er auglýst eftir framboðum í prófkjörið. Hvert framboð skal stutt stuðningsyfirlýsingu minnst 25 flokksmanna. Framboðum skal skilað til formanns framboðsnefndar Þorvalds Jóhannssonar Seyðisfirði, eða varaformanns Friðriks Kristjánssonar Höfn, sem veita allar nánari upplýsingar. Prófkjör fer fram eftir reglum sem samþykktar voru á kjördæmisþingi í seþtember síðaslliðnum. Prófkjörsdagur mun verða auglýstur síðar. Framboðsnefnd. Vegna skoðanakönnunar á Suðurlandskjördæmi Á 23. Kjördæmisþingi Framsóknarfiokksins í Suðurlandskjördæmi sem haldið var í Vík 30. okt. s.l. var ákveðið aö efna til skoðanakönnunar vegna framboös til Alþingiskosninga. Skoöana- könnunin fer fram á auka kjördæmisþingi með tvöföldum fjölda fulltrúa og veröur þingið haldiö í félagsheimilinu Hvoli Hvolsvelli laugard. 4. des. n.k. og hefst kl. 13,30. Auk tiinefningar frambjóðenda frá framsóknarfélögunum er öllum flokksbundnum framsóknar- mönnum heimilt að bjóða sig fram enda fylgi meðmæli 10-20 flokksbundinna framsóknarmanna. Framboð þurfa að berast til for- manns kjörstjórnar Ingva Ebenhardssonar Víðivöllum 18, á Selfossi, í síðasta lagi fyrir 30. nóv. n.k. Kjörstjórnin. Kvikmyndir Sími78900 Salur 1 Salur 2 Frumsýnir spennu- myndina SNÁKURINN Venom er ein spenna frá upphafi til enda, tekin í London og leikstýrð af Piers Haggard. Þetta er mynd fyrir þá sem unna góðum spenn- umyndum. Mynd sem skilur mikið eftir. Aðalhlutverk: Ollver Reed, Klaus Klnski, Susan George, Sterling Hayden, Sarah Miles, Nicol Williamson. Myndin er tekin í Dolby og sýnd í 4 rása sterio. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð börnum Innan 16 ára. Death Weekend Að lenda i klónum á þeim Stroud, Ayres og Edwards er ekkert grín. Death Weekend sýnir það hve hættulegt það er að verða á vegi- þeirra. Aðalhlutv: Don Stroud, Brenda Vaccaro, Richard Ayres Sýnd kl. 5,7, 9 Bönnuð innan 16 ára Pussy Talk Djarfasta mynd sem sést hef ur hér Endursýnd kl. 11 Bönnuð börnum innan 16 ára Salur 3 Number One Hér er gert stólpagrín af hinum fraegu James Bond myndum. Charfes Bind er númer eitt í bresku leyniþjónustunni og er sendur til Ameriku til að hafa upp á týndum diplomat. Aðalhlutverk: Gareth Hunt, Nick Tate. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Salur 4 Svörtu Tígrisdýrin Hörkuspennandi amerisk spennu- mynd með úrvalsleikaranum Chuck Norris. Norris hefur sýnt það og sannað að hann á þennan heiður skilið, þvi hann leikur nú i hverri myndinni á fætur annarri. Aðalhlutverk: Chuck Norris, Dana Andrews, Jim Backus. Sýnd kl. 5,7 og 11 Bönnuð börnum innan 14 ára Atlantic City Aðalhlutverk: Burt Lancaster, Susan Sarandon og Michel Piccoli Sýnd kl. 9 Bönnuð innan 12 ára _________Salur 5 Being There Sýnd kl. 9 (9 sýnlngarmánuður) GOOD GUYS WEAR BLACK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.