Tíminn - 26.11.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.11.1982, Blaðsíða 1
Helgarpakkinn" fylgir Tímanum í dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Föstudagur 26. nóvember 1982 270. tölublað - 66. árghangur Sfðumúla15~Pósthdlf370Reykjavík-R«tstjórn86300 - Auglýsingar 18300 - Afgreiftsla og áskrift 86300 - Kvöld Þyrla hrapar í miðri Reykjavík með þremur mönnum: KRAFTAVERK ER AÐ MENNIRN- IR SKYLDU SLEPPA LIFANDI — „Hélt mig vera búinn að athuga allar aðstæður", sagði þyrlan Benti íloftnetsvír ur var á milli Sjónvarpsins og Tónabíós ¦ „Ég taldi mig vera búinn að athuga allar aðstæður en þegar við flugum á inilli Sjónvarpshúss- ins og Tónabíós léntum við á vírsnúru sem strengd var milli húsanna. Mér fannst eins og eitthvað hefði brotnað og við féllum til jarðar." Þannig greindi Bogi Agnars- son, flugmaður þyrlunnar sem hrapaði við Sjónvarpshúsið við Laugaveg, frá atburðum í viðtali við Tímann skömmu eftir slysið. Að sögn Boga þá taldi hann sig hafa verið búinn að athuga allar aðstæður áður en hann flaug á milli húsanna, en eins og hann segir sjálfur þá var það ekki nægilega vel gert. - Vírinn hefur líklega lent í aðalskrúf- unni, en strax eftir höggið fór þyrlan að snúast til hægri og þrátt fyrir að ég reyndi að halda henni stöðugri valt hún yfir sig og brotlenti svo á öðru skíðinu. Tíminn náði tali af tveim sjónarvottum að slysinu og sagðist þeim svo frá: - Við sáum þegar þyrlunni fataðist flugið og ég hélt að hún myndi lenda á okkur, sagði Kári Jónasson, sem fyrstur varð á vettvang. Kári sagðist hafa verið hræddastur við að þyrluflakið spryngi í loft upp á meðan hann var að hjálpa mónnunum út úr flakinu. Sigurður Þorri Sigurðsson, starfsmað- ur Sjónvarpsins var staddur við glugga í Sjónvarpshúsinu er hann heyrði hávað- ann. - Þetta var eins og það hefði orðið sprenging beint fyrir ofan okkur og síðan sá ég hvar þyrlan steyptist fram yfir húsið. Það var ótrúlegt að mennirnir skyldu sleppa lifandi úr þessu slysi. Þyrlan sem hrapaði bar einkennisstaf- ina TF-ATH og var hún í eigu Albínu Thordarson, arkitekts. Var þyrlan í leigu hjá Sjónvarpinu, en samkvæmt upplýsingum Tage Ammendrup hjá Sjónvarpinu var verið að gera kynning- armynd fyrir Stundina okkar. Var það verk rétt nýhafið er óhappið varð, en ásamt flugmanninum voru þeir Valdimar Leifsson og Örn Sveinsson, kvikmynda- . tökumaður með í þyrlunni. sjá nánar bls. 3 -ESE Flak þyrlunnar víð Sjónvarpshúsið. Loftnetsvírinn sem þyrlan lentí á var strengdur á milli Sjónvarpshússins og Tónabíós. Túnamvnd Ella Ráðist inn í íbúð í Hátúni 10 í gærkveldi: FULLORDIN KONA FYR- IR HROnAliGRI ARAS — Slegin með krepptum hnefa íandlitið og lá íblóði sínu meðan árásarmaðurinn rændi um tvö þúsund krónum ¦ Hrottaleg árás var gerð á konu á sjötugsaldri í gærkvöld. Var ráðist á konuna í íbúð hennar í Hátúni 10 í háhýsi Öryrkjabandalagsins, hún slegin með krepptum hnefa í andlitíð og meðan hún lá þar í blóði sínu, riendi árásar- maðurinn veski hennar sem í voru tæplega rvö þúsund krónur. Það var laust upp úr klukkan átta í gærkvöld að dyrabjöllunni hjá gömlu konunni var hringt og fór hún til dyra og opnaði. Skipti þá engum togum að maður ruddist inn í íbúðina, sló konuna miklu höggi í andlitið og lét síðan greipar sópa. Auk peninganna missti gamla konan ýmsa persónulega muni sem einnig voru í veskinu. Meiðsli konunnar reyndust það alvarleg að flytja varð hana á slysadeild í gærkvöldi. Hún var illa leikin í andliti og í gærkvöld var ekki vitað hvort bein í andlitinu hefði brotnað eða hvort sjón konunnar hefði skaddast. Þetta er önnur árásin sem gerð er á gamlar konur á tveim dögum, en í fyrrakvöld var hálfsjötug kona felld í götuna á Skólavörðustíg af grímuklædd- um manni og rænd. ESE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.