Tíminn - 26.11.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.11.1982, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1982 3 fréttir Voru ad taka kynningarmynd fyrir Stundina okkar þegar þyrluslysið varð: „ÆTLAÐI AD FUÚGA A Mllil SJÓNVARPSINS OG TÚNABÍÚS’ — segir Bogi Agnarsson, flugmaður þyrlunnar ■ Því er lýst sem kraftaverki að mennimir sem lentu í þyrluslysinu við Sjónvarpshúsið skyldu komast lífs af og sleppa ómeiddir úr þessum hildarleik. Líldega hefur það orðið þeim til bjargar að þyrlan var á tiitölulega lítilli ferð og flaug aðeins í nokkurra metra hæð yfir jörðu. -Ég flaug öfugan hring yfir Skipholt- inu og ætlaði síðan að fljúga á milli Sjónvarpshússins og Tónabíós. Ég taldi mig hafa athugað allar aðstæður nægi- lega vel áður, en það hefur greinilega ekki verið nóg, sagði þyrluflugmaðurinn Bogi Agnarsson í viðtali við Tímann, skömmu eftir að slysið varð. ■ Bogi Agnarsson, flugmaður hjá Landhelgisgæslunni sem flaug þyrlunni ræðir við fréttamann útvarps skömmu eftir slysið. Tímamynd EUa. Stykki úr þyrlunni flaug 200 metra og inn um rúðu: „Stykkiö þaut fram- hjá höfdinu á mér” segir Hjördfs Jensdóttir hjá BM Vallá ■ Svo mikill var krafturinn þegar þyrlan skall í jörðinni fyrir utan Sjón- varpshúsið að stykki sem brotnaði úr þyrlunni þeyttist tæplega tvöhundruð metra leið, yfir Laugaveginn og inn um glugga hjá BM Vallá að Nóatúni 19. Þeyttist stykkið sem var á stærð við mannshnefa og um eitt kíló að þyngd, fram hjá höfði Hjördísar Jensdóttur, sem þarna var við vinnu sína. - Mér brá alveg ógurlega, enda var hávaðinn gífurlegur þegar stykkið flaug í gegn um rúðuna og hafnaði í veggnum hér við hliðina á mér, sagði Hjördís í viðtali við Tímann, skömmu eftir að atburður þessi hafði átt sér stað. Að sögn Hjördísar var hún stödd í herberginu ásamt viðskiptavini er þyrlu- slysið varð og hluturinn þeyttist inn. • - Þetta var eldri maður og okkur brá líklega báðum jafn mikið þó að hluturinn flygi nær mér, sagði Hjördís Jensdóttir. Skömmu eftir að atburður þessi átti sér stað kom lögreglan og tók hiutinn í sína vörslu og verður hann væntanlega notáður í sambandi við rannsókn slyssins. -ESE IEKLAHF PlklAHE, ■ Stykki losnaði úr þyrlunni og þeyttist inn um rúðu á húsinu Nóatún 19, en það hús er merkt með ör á meðfylgjandi mynd. Tímamynd EUa. ■ Á þessum stað sat Hjördís Jensdóttir er stykkið úr þyrlunni kom fljúgandi inn um gluggann, þaut framhjá henm og lenti síðan í veggnum og hafnaði loks á gólfinu. Heftarinn sem sést á gólfinu er á sama stað og stykkið úr þyrlunni stöðvaðist á. Tímamynd Róbert Bogi sem er reyndur flugmaður hjá Landhelgisgæslunni tók það skýrt fram að ekki mætti kenna þyrlunni um þetta óhapp. en hvað sem því líður hafa þyrluslys verið óhugnanlega tíð á Islandi á undanförnum árum. Verið var að taka kynningarmynd fyrir barnatímann Stundina okkar er slysið varð, en kynningarmynd þessa á að nota annan sunnudag er nýir stjórn- endur taka við þættinum. Auk flug- mannsins voru þeir Valdimar Leifsson og Örn Sigurðsson, kvikmyndatöku- maður í þyrlunni í þessari ferð og sluppu þeir allir ómeiddir. - ESE „HÉLT AÐ KVIKNA MYNDI í FLAKINU” sagði Kári Jónasson sem fyrstur kom á vettvang ■ „Við sáum hvar þyrlan kom fljúg- andi á milli sjónvarpshússins og Tóna- bíós. Þar fataðist henni flugið ogsíðan hrapaði hún í áttina til okkar. Við héldum jafnvel að hún myndi lenda á okkur“, sagði Kári Jónasson frétta- maður í samtali við Tímann á slysstað, en Kári varð fyrstur á vettvang og hjálpaði mönnunum úi úr þyrlunni. Ég stökk að flakinu þegar eftir að þyrlan skall í jörðina og hjálpaði mönnunum út. Þaðsem maðuróttaðist mest var að kvikna myndi í flakinu og það springi í loft upp en sem betur fór gerðist það ekki og þeir farþegar sem voru með þyrlunni sluppu allir svo til ómciddir, en einn þeirra hlaut ein- hverjar skrámur", sagði Kári Jónasson. - FRI * Kári Jónasson. ÞETTA VAR EINS OG SPRENGING” sagði Sigurður Þorri Sigurðs son sem varð ■ - Það var ótrúlega að mennirnir skyldu komast lífs af, sagði Sigurður Þorri Sigurðsson, starfsmaður Sjón- varpsins sem varð vitni að þyrluslysinu í miðborg Reykjavíkur í samtali við Tímann. Sigurður Þorri var staddur við glugga á vesturhlið Sjónvarpshússins er slysið varð, en þyrlan rakst á vír sem strengdur var milli Sjónvarpshússins og Tónabíós.fáa metra fyrir ofan gluggann sem Sigurður Þorri stóð við, - Þetta var eins og sprenging og síðan sá ég hvar þyrlan kom fram yfir húsið og lenti í melnum hér fyrir utan. - Við trúðum vart okkar eigin augum þegar mennirnir gengu óstuddir út úr flakinu, sagði Sigurður Þorri sem vitni að slysinu ■ Sigurður Þorri Sigurðsson. staddur var á slysstað er blaðamenn Tímans bar þar að. _ ESE m I i imRWirwrftr NWWBBWWBWBBBwwWbWPHbm .. ■ Mikil mildi var að þyrlan skall ekki á stórgrýtinu á melnum við Sjónvarpshúsið. Hefði þa'ð gerst þá er öruggt að mennimir hefðu ekki sloppið jafn vel og raun ber vitni. Tímamynd Ella.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.