Tíminn - 26.11.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.11.1982, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1982 f réttir seldur UPPGROFTUR SKIPSINS KOSTAR 100 MIUJONIR ■ Eimskipafélagið hefur selt m/s Lax- foss til þýskra aðila fyrir 17 millj. ísl. króna. Verður skipið væntanlega af- hent nýjum eiggndum í lok janúar n.k. og þá skráð í Panama. Laxfoss var byggður í Danmörku árið 1974 og er eitt af fjórum systurskipum sem nú hafa öll verið seld nema Fjallfoss. Vinnur Eim- skip nú að því að fá nýtt skip. -HEI “BAsmmDJ-í mst mm “S5ETRAUN!'™1 “■ * OAIHATSU Dreginn út 13. mars 1983 STÓR GLÆSI-i LEGUR JÓLA GLAÐNi INGUR WMM L- — IBBg litsjónvarpstæki I Dregin ut des. 1982 12 /?.3W VC-7700 vídeótæki r v* x ..Strax T""' 'vans: ^ionarúm1 »runi” —»r, setn b*r a pt?Und*- lo. w ^atrelcsfirdl •H4 Cí™ hn> S>7 25 ^ MW..rfirA, ' að upphæð 25.000,- kr./1983 Aðeinsskuldlausiráskrifendur getatekiðþatt í getrauninni. Getraunaseðlarnir birtast i laugardagsblöðunum Verið með Dregin út 3.febrúar Taldar 99% Ifkur á að gullskipið sé fundið samkvæmt niðurstöðum rannsókna á sýnunum erlendis ■ „Það má fullyrða að gullskipið sé skrefið af hans hálfu í þessu máli: „Við fundið, því þær niðurstöður af sýnarann- sóknum sem við höfum fengið frá Hollandi eru svo jákvæðar að sér- fræðingar þar í landi halda því fram að það séu 99% líkur á að skipið sé fundið sagði Kristinn Guðbrandsson, fram- kvæmdastjóri Björgunar hf., í samtali við Tímann, en Kristinn hefur nú um 17 ára skeið leitað gullskipsins Headwapen, í Skaftafellsfjöru, niður af SkaftafeUi. „Mælingarnar sem voru gerðar voru aldursgreiningarmælingar, og sýndu þær að skipið er um 350 ára en það passar við aldur Headwapen. Auk þess gáfu þær til kynna að viðurinn í skipinu er í mjög góðu ásigkomulagi, sem er gott fyrirheit um ásigkomulag skipsins. Það eru svona rúmir 10 metrar niður á skipið í Skaftafellsfjöru,“ sagði Kristinn. Kristinn var að vonum ánægður með þessar jákvæðu niðurstöður frá Hollandi og var hann spurður hvert yrði næsta erum núna að reyna að útvega fjármagn til þess að halda áfram með verkið, en samkvæmt heildarkostnaðaráætlun, þá verður kostnaður við þetta nálægt 100 milljón krónum. Til þess að hægt verði að grafa skipið upp næsta sumar, þá verður undirbúningur að hefjast ekki síðar en í mars á næsta ári.“ Aðspurður um tækjakost sem til þyrfti, sagði Kristinn að sanddælur, kranar, jarðýtur, vörubílar og fleira, væru á meðal þeirra tækja sem þyrfti og reiknaði hann með að starfsliðið þyrfti að vera um 20 manns. Kristinn var spurður hve mikið gull og gersemar væru í Headwapen: „Nú skal ég ekki segja. Örugglega eru þarna einhver verðmæti en hve mikil veit ég ekki. Ef einhver gróði verður á þessu fyrirtæki þegar upp verður staðið, þá koma 60% hans í hlut ríkisins." -AB „Viljum að formaður LÍÚ sanni mál sitt” — 36 togaraskipstjórar sem staddir eru á Vestfjarðamiðum mótmæla ummælum Kristjáns Ragnarssonar um smáfiskadráp ■ Seint í gærkvöldi barst Tímanum ályktun frá 36 togaraskipstjórum sem þessa stundina eru að veiðum á Vest- fjarðamiðum, þar sem skorað er á Kristján Ragnarsson, formann Lands- sambands íslenskra útvegsmanna að sanna fullyrðingar sínar um smá- fiskadráp, eða draga þær til baka að öðrum kosti. Alyktunin sem Þorsteinn Vilhelmsson, skipstjóri á Kaldbak las í gegnum Isafjarðarradíó hljóðar svo: „Við undirritaðir togaraskipstjórar furðum okkur á orðum Kristjáns Ragn- arssonar, formanns LÍÚ í setningarræðu á aðalfundi LlÚ sem höfð voru eftir honum í útvarpi þann 24.11. og skorum á hann að sanna mál sitt. Við mótmælum harðlega þeim ásökunum sem í þessum orðum felast og vísum til eftirlitsmanna og gæslu með smáfisk í afla. Við skipstjórar á Vestfjarðamiðum könn- umst ekki við að smáfiskadráp fari fram og teljum að neikvæð umræða sé um veiðar togara í fjölmiðlum." Undir ályktunina rita, Þorsteinn Vil- helmsson, skipstjóri á Kaldbak, Sigurð- ur Jóhannsson, Harðbak, Guðjón Sig- tryggsson, Örvari, ívar Baldursson, Snæfelli, Jóhann Símonarson, Bessa, Svavar Benediktsson, Apríl, Hlöðver Haraldsson, Sigurey, Sigurður Péturs- son, Má, Pétur Sigurðsson, Bjarna Benediktssyni, Örn Sveinsson, Tálkn- firðingi, Birgir Þorbjörnsson, Amari, Kristján Ragnarsson, Skafta, Einar Hálfdánarson, Sveini Jónssyni, Ragnar Ólafsson, Siglfirðingi, Vigfús Jóhannes- son, Björgvini, Björn Kjartansson, Sól- bergi, Hávarður Valgeirsson, Dagrúnu, Kristinn Gestsson, Bergvík, Hermann Skúlason, Júlíusi Geirmundssyni, Ás- geir Guðbjartsson, Guðbjörgu, Kristján Halldórsson, Svalbak, Ólafur Aðal- björnsson, Stakkfelli, Sigurður Brynj- ólfsson, Sölva Bjarnasyni, Kristján Bjarnason, Stálvík, Sverrir Sigurðsson, Ársæli Sigurðssyni, Bergmar Överby, Páli Pálssyni, Ólafur Gunnarsson, Ljósafelli, Sverrir Guðlaugsson, Brett- ingi, Ólafur Jóakimsson, Sigurbjörgu, Runólfur Guðmundsson, Runólfi, Ólafur Ólafsson, Elínu Þorbjarnardótt- ur, Oddgeir Jóhannsson, Hákoni, Krist- ján Rögnvaldsson, Hafþór, Runólfur Hallfreðsson, Bjarna Ólafssyni, Sigur- bergur Hauksson, Jóni Kjartanssyni og Hörður Guðbjartsson, Guðbjarti. -ESE Ævintýraheimurinn Erum með: VHS - og 2000 með ogántexta VIDEO SPORT Opiðalladaga Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 @ 33460. kl.13.00-23r00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.