Tíminn - 26.11.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.11.1982, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1982 7 erlent yfirlit ■ Weinberger vill ná Rússum á öllum sviðum í vígbúnaðarkapphlaupinu, og er geimurinn engin undantekning. Vfgbúnadar- kapphlaupid hef ur f ærst út í geiminn ■ Áriðl967gerðuSameinuðuþjóðirn- ar samþykkt um að ekki mætti koma vígvélumfyrirúti ígeimnum. Rannsókn- ir úti í geimnum mætti aðeins gera í friðsamlegum tilgangi. Petta var sam- þykkt einróma og þykjast allar þjóðir hafa staðið við samninginn og muni gera það. En með hraðskreiðum tæknifram- förum verður sífellt meira freistandi fyrir þá sem hafa yfir gcimtækni að ráða. aö notfæra sér gervihnetti í hernaðar- legum tilgangi. Það er gömul saga og ný í hersögunni. að stríðandi herir reyni að ná á sitt vald hæstu hæðum á þeim svæðum sem barist er um. Það hefur ávallt verið talið vera hernaðarlega yfirburði að hafa á sínu valdi hæstu punktana í nágrenni vígvalla og oft barist heiftarlega um þá vígstöðu. Með nútímatækni hefur þessi vígstaða færst út í himinhvolfið. Gervihnettir eru á sveimi í allt að 90 þúsund km. hæð frá jörðu. Kapphlaupið um yfirráð í geimn- um er löngu hafið, þótt risaveldin, sem ein hafa bolmagn til að koma sér fyrir í háloftunum, þykist halda samninginn um friðsamlega notkun geimsins gegna gervihnettir mikilvægu hernaðarhlut- verki. Ekki er vitað til að kjarnorkuvopn séu komin á braut umhverfis jörðu, en tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu að svo sé. En fjarskipti margs konar fara fram um gervihnetti, og þeir eru notaðir sem miðunarstöðvar. Hernaðarlegt mikilvægi þeirra er því mikið. Risaveldin láta lítið uppi um það hvað þau eru að bardúsa úti í geimnum. Fréttir eru sagðar af geimskotum. mónnuðum geimferjum og geimstöðv- um, en hlutverk alls þessa eru meira og minna leyndarmál. Caspar Weinberger. varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, neitar því ekki að miklum fjármunum er varið á vcgum hernaðaryfirvalda til rannsókna og alls kvns athafna úti í geimnum. En hann segir að mest af því fé fari til að bæta fjarskiptakerfi, njósnahnetti og veður- spár. En hann staðhæfir að Sovétmenn hafi lagt miklu meiri áherslu á að koma sér upp vígstöðu úti í geimnum en Bandaríkjamenn. og að þeim verði að ná í þessu vígbúnaðarkapphlaupi eins og öðrum. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs sendu Rússar 79 flugskeyti með alls kyns varningi út í geiminn. Á sama tíma í fyrra sendu þeir 67 farmasömu leið. Þeir hafa yfir að ráða eldflaugum sem borið geta þunga farma út fyrir aðdráttarafl jarðar. Weinberger staðhæfir að Rússar hafi gert miklar tilraunir með að senda kjarnorkuvopn á braut umhvérfis jörðu og segir hann að Bandaríkjamenn séu staðráðnir í að halda í við Sovétmenn á þcssu sviði Donald A. Vogt hershöfðingi er aðstoðarráðherra í varnarmálaráðuneyt- inu og hefur kjarnorkuvígbúnaðinn og geimtækni á sinni könnu. Hann segir að geimskutlan sé nú að taka við hlutverki eldflauganna til að koma varningi út í geiminn, en með tilkomu hennar eru Bandaríkjamenn færir um að senda mun fyrirferðarmeiri og þyngri farma á braut umhverfis jörðu. Hann neitar að Banda- ríkjamenn hafi komið vörnum gegn gervihnöttum fyrir úti í geimnum, en aftur á móti hafi þeir komið sér upp vopnum gegn þeim. meðal annars leis- ergeislatækjum. en þau séu staðsett á jörðu niðri og sé stjórnað þaðan. í Pentagon er það haft fyrir satt að geimferðaáætlun Sovétríkjanna sé mest- an part hernaðarlegs eðlis. en banda- rísku hershöfðingjarnir eiga ekki gott með aö sanna það. En þaö virðist liggja ljóst fyrir að Rússar gera miklar tilraunir með aðferðir til að granda gervihnöttum óvinanna Auðvitað eru Bandaríkja- menn á fullu að koma ^ér upp tækjuin í sama tilgangi Síöan 1971 hafa Sovétmenn sent upp sjö geimstöðvar. Ekki er álitið að þær hafi yfirleitt gegnt hernaðarlegu hlut- verki, nema að takmörkuðu leyti. eða aðeins tvær af þeim sjö sem verið hafa á sveimi umhverfis jörðu. Á síðasta ári sendu Rússár 125 farma af einhverju tagi út í geiminn, en Bandaríkjamenn aðeins 18, og á fyrra helmingi þessa árs skutu Rússar upp 79 skeytum, eins og fyrr er sagt. Talið er að um 70 af hundraði þeirra þjóni hernaðarlegum markmiðum. Vogt heldur því fram, að Rússar séu þegar búnir að koma sér upp í geimnum kerfi, sem á að eyðileggja gervihnetti óvinarins, og að þeir hafi gert tilraunir með gervihnetti sem hægt sé að búa kjarnorkuvopnum. Gcta hnettirnir sveimað umhverfis jörðu í ótakmarkað- an tíma, en ef til þeirra á að grípa er hægt að skjóta sprengjunum niður á jörðina hvenær sem er. Samt sem áður er talið að það sé mun seinvirkara að skjóta sprengjum út úr geimnum niður á jörðina, en það tekur eldflaugnakerfin, sem þegar eru tilbúin, að ná markinu. En það eru fleira en kjarnorkuvopn sem vísindamenn gera tilraunir með úti í geimnum. Geislavopn eru á teikniborð- unum og tilraunir gerðar meö þau. Hvernig þær ganga eru vel varðveitt hernaðarleyndarmál. Ekki er gott fyrir leikmenn að gera sér grein fyrir hvað i rauninni cr að ske í þessum vígbúnaðarkapphlaupi stór- veklunna. Bæði þykjast þau þurfa að ná hinu í vfirráðum vfir geimnum. Þau fara ckki alveg sömu lefð í tilraunum sínum. Sovétmenn hafa lagt mikið kapp á mannaðar geimstöðvar. þar scm skipt er um áhafnir þegar mcð þarf. en Banda- ríkjámenn gera víðtækar tilraumr með geimskutlur, sem cru í förum milli stöðva úti t geimnum og jarðar. En tilgangurinn er að öllum líkindum sá sami. Oddur Ólafsson, JL, i'íS skrifar ‘^jjZ • 1 IStæro: 184x80x30 Fást í furu, eik og bæsaöar. Verð kr. 1.760.- án hurða Tré- og glerhurðir fáanlegar STfc? HÚS9Ögn og ,Suaurla„dsb(aut 18 X^innré ttingar simi 86-900 Ódýrar bókahillur paKio sem poiir noiölœgt veöurfar Snöggar hitabreytingar, snjór og ís í dag, regn og þíða á morgun eða sterkt sólskin. „PLAGAN POPULÁR" er framleitt til að standast erfiðustu veðurskilyrði. „PLAGAN POPULÁR" er meðfærilegt og traust þak- og veggklæðningaefni úr galvaniser- uðu stáli með veðrunarþolinni GAULE ACRYL húð. ilár (s \j BYGGINGAVÖRUVERSLUN BYKO KÓPAVOGS Cv JÍ} TIMBURSALAN SKEMMUVEGI 2 SÍMI:41000 GLUGGAR 0G HURÐIR v önduö vinna á hagstœóu veröi Leitiö tilboöa. UTIHURÐIR Dalshraum 9. Hf. S. 54595.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.