Tíminn - 26.11.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 26.11.1982, Blaðsíða 12
20 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1982 Raflagnir Fyrsta flokks þjónusta Ef þú þarft að endurnýja, gera við, bæta við eða breyta raflögnum, minnir Samvirki á þjónustu sína með harðsnúnu liði rafvirkja, sem ávallt eru tilbúnir til hjálpar. samvirki SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGI r SÍMI 441566 VÖKVAPRESSA MÚRBROT — FLEYGUN HLJÓÐLÁT — RYKLAUS Tökum að okkur alla múrbrota- og fleygavinnu, hvar og hvenær sem er. T.d. í húsgrunnum og holræsum, brjótum milliveggi, gerum dyra og gluggaop, einnig fyrir flestum lögnum og f.l. Erum með nýja og öfluga vökvapressu. Vanir menn. VERKTAK sími 54491. Þroskahjálp Landssamtökin Þroskahjálp efna til ráöstefnu um Hlutverk Heilsugæslustöðva í þjónustu fyrir þroskahefta laugardaginn 27. nóv. 1982 kl. 10-16.30 að Hótel Loftleiðum. Allt áhugafólk velkomið. íþróttir Suðurnesja- slagur í kvöld UMFN og ÍBK leika íNjarðvfk ■ Tveir leikir fara fram í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik nú um helgina. t kvöld verður „Suðurnesjaslagur", en þá leika UMFN og ÍBK í íþróttahúsinu í Njarðvík. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og búast má við hörkuleik, því bæði liðin stefna ótrauð að því að sigra í úrvals- deildinni. Á morgun, laugardag klukkan 14.00 leika svo KR og ÍR og verður sá leikur háður í fþróttahúsi Hagaskóla. Spenn- andi verður að fylgjast með því hvort Pétri Guðmundssyni og félögum tekst að sigra KR-inga. Enn hafa ÍR-ingar ekki hlotið stig í deildinni, en þeir eru áreiðanlega á þeim buxunum að ná þeim fyrstu gegn KR. A sunnudag fara fram tveir leikir í 1. deildinni. Grindavík og Skallagrímur leika í Grindavík og hefst sá leikur klukkan 14.00. Á sama tíma mætast Haukar og ÍS í íþróttahúsinu í Hafnar- firði og þar má reikna með skemmti- legum leik. ÍS-Iiðið hefur leikið vel í leikjum sínum og aðeins tapað einum leik, gegn Haukum, sem enn eru ósigraðir í 1. deildinni. Þá leika Haukar og UMFN í 1. deild kvenna í Hafnarfirði á sunnudag kl. 15.30. 1 kvöld leika Vík og KFÍ á Selfossi og er sá leikur í C-riðli 2. deildar. Sá leikur hefst klukkan 20.00. Burst hjá Anderlecht ■ Margir leikir voru háðir í Evrópukeppni félagsliða í knatt- spymu í fyrrakvöld. Athygli vakti mjög stór sigur Anderlecht frá Belgíu yfir Sarajevo frá Júgóslavíu. Liðin léku á heimavelli belgíska liðsins og skoruðu heimamenn 6 mörk, gegn einu marki gestanna. Þeir Van der Berg og Juan Lozano skomðu tvö mörk hvor. I Bordeaux léku heimamenn gegn liðinu Craiova. Allan Giresse, franski landsliðsmaðurinn tryggði Bordeaux sigurinn er hann skoraði eina mark leiksins. Valencia, sem sló Manchester United út í 1. umferð keppninnar gerði það gott, er liðið náði jafntefli gegn Spartak Moskva í Moskvu. Hvorugu liðinu tókst að skora mark í leiknum. Benefica tókst hins vegar að skora á móti svissneska liðinu Zurich, en það sama gerðu andstæðingar þeirra og varð jafntefli í leiknum. Rufer skoraði mark Zurich, en Filipovic jafnaði fyrir Benfica. Svissneska liðið Servetta gerði jafntefli við Bohemians frá Prag í Genf. Bæði lið skomðu þar tvö mörk. Dundee United frá Skotlandi sigr- aði þýska liðið Werder Bremen 2-1, og FC Köln sigraði AC Roma með einu marki gegn engu. Þá sigraði spánska liðið Sevilla þýska liðið Kaiserslautern með einu marki gegn engu. Margir hörku- leikir í 1. deild í handbolta ■ Landsliðsmcnnirnir í handbolta fá litla hvfld eftir landsleikinn í gærkvöld, því keppnin í 1. deild hefst aftur ■ kvöld með ieik ÍR og Þróttar. Hann verður leikinn í Laugardalshöll og hefst klukkan 20.00. Einn leikur fer fram í 1. deild karla á morgun laugardag. Þá leika KR og FH í Laugardalshöll og má búast við hörkuviðureign. FH-ingar unnu KR- inga stórt í fyrri umferðinni í Hafnarfirði og vitað er að KR-ingar hyggja á hefndir. Leikurinn hefst klukkan 14.00. Á sunnudag klukkan 14.00 leika svo Valur og Víkingur í 1. deild karla ■ Laugardalshöll. Og á sunnudags- kvöld klukkan 20.00 leika Fram og Stjarnan á sama stað. Báðir lcikirnir á sunnudag verða án efa miklir baráttuleikir, því hvert stig er dýr- mætt í 1. deildarkeppninni þegar líða tekur á hana. Á Akureyri leika Þór Ak. og ÍR í 1. deild kvenna ■ kvöld og hefst sá leikur klukkan 21.15. Á laugardag leika Víkingur og Valur í 1. deild kvenna í Laugardalshöll og hefst sá lcikur klukkan 16.30. Haukar og Fram leika í Hafnarfirði klukkan 15.15 á laugardag. í 2. deild karla verða margir leikir um hclgina. í kvöld leika KA og Breiðablik á Akurcyri kiukkan 20.00 og á Seltjarnarnesi leikur topplið 2. deildar Grótta gegn Ármenningum. Á Varmá mætast svo Afturelding og Þór Ve. og hefjast allir leikimir klukkan 20.00. Á laugardag leika Haukar og Þór Ve. í Hafnarfirði klukkan 14.00. Auk þessa sem hér hefur verið upp talið fara fram margir leikir í 2. deild kvenna og í 3. deild karla um helgina. Ertu að byggja? Viltu breyta? /■ i Þarftu að bæta? Sýnishorn úr máiningardeild: Málning: Hörpusilki - Pólitex - Kópal - Kópalhula - Vitretex - Spredsatín Allar almennar málningarvörur. Veggstrigi: frá kr. 33 - 79.50 ferm. Veggfóður: Vinil frá kr. 98 - 398 rúllan. Pappa frá kr. 66-180 rúllan Veggdúkur: 53 cm. frá kr. 320 - 565 rúilan. 65 cm. frá kr. 678 - 798 rúllan. 1 m. frá kr. 98 - 198 pr. m. 85 cm. kr. 69 m. Hurðaskrautlistar: 15 gerðir. Rósettur í loft. Veggkorkur. v FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM Sýnishorn úr teppadeild: Gólfdúkur nýja hvíta línan frá kr. 169,50 - 279 ferm. Gólfdúkur breidd 1.50 - 2 - 4 m. frá kr. 89 - 369 ferm. Royal-gólfdúkur þolir mikið álag. Filtteppi frá kr. 49,50 - 129 ferm. Nylonteppi frá kr. 149 - 341 ferm. Ullarteppi frá kr. 278 - 698 ferm. Stigateppi frá kr. 159 - 329 ferm. Stök teppi margar stærðir. Teppadreglar br. 80 cm. - 1 m. dP UTAVER Grensásveg 18 Hreyfilshusinu nr\A * a simi 82444 Opið til kl. 7 á föstudögum og hádegis á laugardögum Utið við i Litayeri — það hefur ávallt borgað sig!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.