Tíminn - 26.11.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.11.1982, Blaðsíða 16
24 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1982 Verkamannafélagið Dagsbrun Félagsfundur verður haldinn í Iðnó mánudaginn 29. nóv. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Kjaramál 3. Önnur mál Félagsmenn eru hvattir til að koma á fundinn og sýna skírteini við innganginn. Stjórnin. Auglýsingfrá Launasjóði rithöfunda Hér meö eru auglýst til umsóknar starfslaun fyrir áriö 1983 úr Launasjóði rithöfunda samkvæmt lögum nr. 29/1975 og reglugerð gefinni út af menntamálaráðuneytinu 19. október 1979. Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa íslenskir rithöfundar og höfundar fræðirita. Heimilt er og að greiða laun úr sjóðnum fyrir þýðingar á íslensku. Starfslaun eru veitt í samræmi við byrjunarlaun menntaskólakennara skemmst til tveggja og lengst til níu mánaða í senn. Höfundur sem sækir um og hlýtur starfslaun í þriðja mánuði eða lengur skuldbindur sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfslauna. Slík kvöð fylgir ekki tveggja mánaða starfslaunum, enda skulu þau einvörðungu veitt vegna verka sem birst hafa næsta almanaksár á undan. Skrá um birt ritverk höfundar og verk sem hann vinnur nú að skal fylgja umsókninni. Umsóknum ber að skila á sérstökum eyðublöðum sem fást í menntamálaráðuneytinu. Mikilvægt er að spurningum á eyðublaðinu só svarað og verður farið með svörin sém trúnaðarmál. Umsóknir skulu sendár fyrir 31. desember 1982 til Menntamálaráð- uneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík. Reykjavík, 20. nóvember 1982 Stjórn Launasjóðs rithöfunda. Laugardaginn 27. nóv. 1982 kl. 2 veröur basar aö Dalbraut 27 þjónustuíbúöum aldraðra. Basarinn verður í matsal hússins. Margt góöra muna unnið af vistfólki heimilisins. Verkstjóri - Mjólkursamlag KEA Mjólkursamlag KEA auglýsir stööu verkstjóra lausa til umsóknar. Viðkomandi þarf aö geta hafið störf frá og með 1. jan. 1983. Upplýsingar um nám og fyrri störf þurfa aö berast fyrir 10. des. 1982. Allar upplýsingar um starfið veitir Þórarinn E. Sveinsson mjólkursamlagsstjóri í síma 96-21400. Mjólkursamlag KEA Akureyri. dagbók ferdalög Dagsferðir sunnudaginn 28. nó- vember. ■ kl. 10. Kistufell - Esja - Kjós. Gengið verður á Kistufellið og síðan yfir Esjuna og komið niður í Kjós öðru hvoru megin við Flekkudal, ef veður leyfir. Útbúnaður: Broddar, ísöxi og hlýr vetrarfatnaður. Farar- stjóri: Torfi Fljaltason frá Islenska Alpa- klúbbnum. Verð kr. 200 2. Kl. 13. Miðdalur-Eilífsdalur. Ekið að Elífsdal og farin stutt gönguferð. Verð kr. 200. Fararstjóri: Sigurður Kristinsson. Farið frá Umferðamiðstöðinni, austanmegin. Far- miðar við bil. Ferðafélag Íslands ýmislegt Geðhjálp opnar Félagsmiðstöð að Bárugötu 11 ■ Félagið Geðhjálp, sem er félag fólks með geðræn vandamál, aðstandenda þeirra og annarra velunnara, heftr nú opnað félagsmið- stöð að Bárugötu 11 hér í borg. Fyrst um sinn verður þar opið hús laugardaga og sunnudaga frá kl. 2-6 e.h. Þar er fyrirhugað að fólk geti hittst og fengið sér kaffi, setið þar við spil og tafl o.fl., fengið þarna félagsskap og samlagast lífinu t borginni. Þarna mun verða hægt að fá upplýsingar um það sem helst er að finna til gagns og skemmtunar :í borginni og ná j- grenni. Húsnæði þetta opnar einnig möguleika á myndun alls konar hópa og klúbba, um hinar margvíslegu þarfir og áhugamál. Okkar von er að þessari tilraun okkar verði vel tekið af samborgurum og að þeir muni styðja okkur í orði og verki svo að við megum fá bplmagn til að auka og efla starfið þarna, sem við teljum mjög brýnt. Frá foreldrafélagi norsku og sænsku nema í Reykjavík og nágrenni: ■ 1 ráði er að koma á fót námskeiði í sænsku fyrir böm 7-10 ára sem dvalið hafa f Svíþjóð. Áhugasamir foreldrar geta haft samband við Námsflokka Reykjavíkur og fengið nánari upplýsingar. Domkirkjan: Barnasamkoma i Vesturbæjar- skóla v/Öldugötu kl. 10:30 á laugardag. Séra Agnes Sigurðardóttir. Dómkirkjan: Aðventukvöld í Dómkirkjunni sunnudaginn 28. nóv. kl. 20:30. Fjölbreytt dagskrá. Málverkasýning í Ásmundarsal ■ Karl T. Sæmundsson sýnir málverk sín í Ásmundarsal við Freyjugötu 41 20.-28. nóvember. Sýningin er opin daglega frá kl. 14.00-22.00. Framkvæmdastjóm Verzlunar- ráös Islands: „Enn hafa engar aðgerðir, sem draga úr verðbólgu, komið til framkvæmda“ ■ „Samdráttur í útflutningstekjum og vax- andi verðbólga hefur í ár kallað á skjótar varnaraðgerðir í efnahagsmálum. Engu að síður hefur þessum breyttu aðstæðum verið mætt með aðgerðarleysi og síðbúnum á- kvörðunum, sem hefur aukið á þann vanda, sem við er að glíma.“ Svo segir m.a. í ályktun, sem gerð var á fundi framkvæmdastjórnar Verzlunarráðs íslands nýlega. Þar segir ennfremur: „í sumar dróst langtímum saman að leiðrétta skráð gengi krónunnar. Enn hafa engar aðgerðir, sem draga úr verðbólgu, komið til framkvæmda. Þetta aðgerðaleysi gagnvart vaxandi verðbólgu hefur því skapað verulegan vanda í peningamálum. Óbreyttir vextir í vaxandi verðbólgu valda samhliða aukinni ásókn í lán og samdrætti í spamaði, sem bankakerfið fær ekki staðist. Sú var orðin raunin, þegar Seðlabanki íslands tók ákvörðun sína, eftir að tillögur hans höfðu legið fyrir ríkisstjórninni í nær þrjá mánuði. Enn liggur ekki fyrir aðkallandi ákvörðun um afurðalán. Nú er þeirri skoðun hreyft að taka beri heimild til vaxtaákvörðunar úr höndum Seðlabankans. Slíkt væri, að dómi Verzlun- arráðs íslands alrangt, því að reynslan sýnir að þetta vald er betur komið í höndum bankans en ríkisstjórnarinnar. Stefna Verzl- unarráðs íslands er hins vegar sú, að Seðlabankinn eigi einungis að ákveða vexti af eigin lánum, en aðrir vextir eigi að vera frjáls ákvörðun lánveitanda og lántaka. Við þær aðstæður og frjálsræði á öðram sviðum atvinnulífs gæti markaðurinn sjálfur á örskömmum tíma aðlagast misvægi í efna- hagsmálum. Framkvæmd á núverandi skipan vaxtamála hefði þó engu að síður getað gefist betur. Ef markvissri stefnu hefði verið fylgt til að draga úr verðbólgunni, samhliða því að verðlags- og gengisákvarðanir hefðu verið gefnar frjálsar, hefði verið hægt að auka spamað og ná jafnvægi í lánamálum, án þess að hækka vexti verulega. Einnig var, og er enn, nauðsynlegt að samræma vaxtakjör, bæði af lánum og sparnaði, og gera þau sveigjanlegri til að örva spamað og eyða óeðlilegri mismunun. Loks þarf að breyta skattalögum til að auka sparnað og opna áhættufé greiða leið að íslenskum atvinnurekstri. Vegna vanrækslu á þessum sviðum hefur Seðlabanki íslands þurft að grípa til þess neyðarúrræðis, sem allir vilja að sjálfsögðu forðast, að hækka vexti, en slíkt var óumflýjanlegt að öðm óbreyttu, enda er vaxtabreytingin afleiðing, en ekki orsök vaxandi verðbólgu. Auðvitað er æskilegast, að Seðlabanki íslands geti stutt stefnu ríkisstjómarinnar í efnahagsmálum. Þegar rikisstjómin hefur hins vegar augljóslega enga stefnu í þeim efnum, á bankinn engra úrkosta að mati Verzlunarráðsins, nema fara að Iögum.“ Kvenfélagið Fjallkonurnar: ■ Kökubasar og flóamarkaður verður laug- ardaginn27. nóvemberkl. 14.00 íFellahelli. Ágóðinn rennur í kirkjubyggingarsjóð. Stjómin Frá Kattavinafélaginu ■ Kattavinir um land allt, kettir em kulvís dýr sem ekki þola útigang, gætið þess að allir kettir landsins hafi húsaskjól og mat. Basa r - Basa r apotek Húsavfk: Lögregla 41303, 41630. Sjúkra- blll 41385. Slökkvilið 41441. heimsóknartími t Útför móöur okkar og tengdamóður, Stefaníu Ólafsdóttur, frá Jörfa, Þórólfsgötu 5, Borgarnesi. fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 27. nóvember kl. 14.00. Bílferð veröur frá Umferðamiöstöðinni kl. 9.30 sama dag. Börn og tengdabörn. Kvöld, nætur og helgidagavarsla apóteka f Reykjavfk vlkuna 26. nóvember til 2. desember er í Laugavegs Apóteki. Einnig er Holts Apótek opið til kl. 22.00. öll kvöld vikunnar nema sunnudagskvöld. Hafnarfjöróur: Hafnarfjarðar apótek og Norðurbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9-18.30 og til skiptis annan hvern laugardag kl, 10-13 og sunnudag kl. 10-12. Upplýsingar i slmsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu- apótek opin virka daga á opnunartíma búða. Apótekin skiptast á sfna vikuna hvor að sinna kvöld-: nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið i þvf apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19 og frá kl. 21-22. Á helgidögum er opiðfrákl. 11-12,15-16 og 20-21. Áöðrum timum er lyfjafræðingur á bakvakt. Upplýsing- ar eru gefnar I slma 22445. Apötek Keflavikur: Opið virka daga kl. 9-19. Laugardaga, helgidaga og almenna fridaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8-18. Lokað I hádeginu milli kl. 12.30 og 14. löggæsla Reykjavfk: Lögregla simi 11166. Slökkvilið og sjúkrabill slmi 11100. Seltjamarnes: Lögregla sími 18455. Sjúkrabill og slökkvilið 11100. Kópavogur: Lögregla sími 41200. Slökkvi- lið og sjúkrabíll 11100. Hafnarfjörður: Lögregla slmi 51166. Slökkvilið og sjúkrabill 51100. Garðakaupstaður: Lögregla 51166. Slökkvilið og sjúkrabill 51100. Keflavlk: Lögregla og sjúkrabíll i sima 3333 og I símum sjúkrahússins 1400, 1401 og 1138. Slökkvilið slmi 2222. Grindavfk: Sjúkrabill og lögregla slmi 8444. Slökkvilið 8380. Vestmannaeyjar: Lögregla og sjúkrabíll simi 1666. Slökkvilið 2222. Sjúkrahúsið simi 1955. Selfoss: Lögregla 1154. Siökkvilið og sjúkrablll 1220. Höfn I Hornaflrði: Lögregla 8282. Sjúkrabill 8226. Slökkvilið 8222. Egllsstaðlr: Lögregla 1223. Sjúkrabill 1400. Slökkvilið 1222. Seyðisfjörður: Lögregla og sjúkrabíll 2334. Slökkvilið 2222. Neskaupstaður: Lögregla sími 7332. Esklfjörður: Lögregla og sjúkrabill 6215. ,Slökkvilið 6222. Akureyrl: Lögregla 23222, 22323. Slökkvi- lið og sjúkrablll 22222. Dalvik: Lögregla 61222. Sjúkrabíll 61123 á vinnustað, heima: 61442. Ólafsfjörður: Lögregla og sjúkrabíll 62222. Slökkvilið 62115. Slglufjörður: Lögregla og sjúkrabill 71170. Slökkvilið 71102 og 71496. Sauðárkrókur: Lögregla 5282. Slökkvilið 5550. Blönduós: Lögregla simi 4377. fsafjörður: Lögregla og sjúkrabill 4222. Slökkvilið 3333. Bolungarvlk: Lögregla og sjúkrabill 7310. Slökkvilið 7261. Patreksfjörður: Lögregla 1277. Slökkvilið 1250,1367,1221. Borgames: Lögregla 7166. Slökkvilið 7365. Akranes: Lögregla og sjúkrablll 1166 og 2266. Slökkvilið 2222. Hvolsvöllur: Lögreglan á Hvolsvelli hefur simanúmer 8227 (svæðisnúmer 99) og .slökkviliðið á staðnum sima 8425. heilsugæsla Slysavaröstofan I Borgarspftalanum. Slml 81200. Allan sólarhringlnn. Læknastofur eru lokaðar á laugardögum og helgidögum, en hægt er að ná sambandi við lækna á Göngudeild Landspftalans alla virka daga kl. 20-21 og á laugardögum frá kl. 14-16. Slmi: 29000. Göngudeild er lokuð á helgidögum. Á virkum dögum kl. 8-17er hægt að ná sambandi við lækni I síma Læknafólags Reykjavikur 11510, en þvi aðeins að ekki náist i heimilislækni.Eftir kl. 17 virka daga til kl. 8 að morgni og frá kl. 17 á föstudögum til kl. 8 árd. á mánudögum er læknavakt I síma 21230. Nánari upplýsingar um lyfjabúðir og iæknaþjónustu eru gefnar I símsvara 13888. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er f Heilsuverndarstöðinni á laugardögum og helgidögum kl. 17-18. Ónæmlsaðgerðir fyrír fullorðna gegn mænusótt fara fram I Heiisuverndarstöð Reykjavlkur á mánudögum kl. 16.30-17.30.' Fólk hafi með sér ónæmisskirteini. SÁÁ. Fræðslu- og leiðbeiningarstöð Siðu- múla 3-5, Reykjavik. Upplýsingar veittar í síma 82399. — Kvöldsfmaþjónusta SÁÁ alla daga ársins frá kl. 17-23 í sima 81515. Athugið nýtt heimilisfang SÁÁ, Siðumúli 3-5, Reykjavík. Hjálparstöð dýra við skeiðvöllinn i Viðidal. Sími 76620. Opið er milli kl. 14-18 virka daga. Heimsóknartímar sjúkrahúsa eru sem hér segir: Landspltalinn: Alla daga kl. 15 til kl. 16 og kl. 19 til kl. 19.30. Fæðlngardelldln: Alla daga kl. 15 til kl. 16 og kl. 19.30 til kl. 20. Bamaspitaii Hringsins: Alla daga kl. 15 til kl. 16 og kl. 19 til kl. 19.30. Landakotsspftall: Alla daga kl. 15 til 16 ogkl. 19 til kl. 19.30. Borgarspltalinn Fossvogi: Heimsóknar-'' timimánudagatilföstudagakl. 18:30-19:30. Á laugardögum og sunnudögum kl. 15-18 . eða eftir samkomulagi. ____ Hafnarbúðlr: Alla daga kl. 14 til kl. 17 og kl. 19 til kl. 20. Grensásdelld: Mánudaga til föstudaga kl. 16 til kl. 19.30. Laugardaga og sunnudaga kl. 14 til kl. 19.30. Hellsuverndarstöðin: Kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. Fæðingarheimlli Reykjavikur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. Kleppsspltali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. Flókadelld: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópavogshællð: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. Vifllsstaðir: Daglega kl. 15.15 til kl. 16.15 og kl. 19.30 til kl. 20. Visthelmllið Vffllsstöðum: Mánudaga til laugardaga frá kl.20 til kl. 23. Sunnudaga frá kl. 14 til kl. 18 og kl. 20 til kl. 23. Sólvangur, Hafnarflrði: Mánudagati! laug- ardaga kl. 15 til kl. 16 og kl. 19.30 til kl. 20. S]úkrahú8lð Akureyri: Alla daga kl. 15 til kl. 16 og kl. 19 tii kl. 19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til 19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30 til 16 og kl. 19 til 19.30. ARBÆJARSAFN: Opið samkvæmt umtali. Upplýsingar i sfma 84412 milli kl. 9 og 10 alla virka daga. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR er opið sunnudaga og miðvikudaga frá kl. 13:30 til kl. 16. ASGRÍMSSAFN, Bergstaðastræti 74, er opið daglega nema laugardaga kl. 13.30 til kl. 16. AÐALSAFN - Útlánsdeild, Þingholtsstræti 29a, sími 27155. Opið mánud. til föstud. kl. 9-21, einnig á laugard. i sept. til april kl. 13-16. AÐALSAFN - Lestrarsalur, Þingholtsstræti 27, simi 27029. Opið alla daga vikunnar kl. 13-19. Lokað um helgar i mái, júni og ágúst. Lokað iúlímánuð vegna sumarleyfa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.