Tíminn - 26.11.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 26.11.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDDk Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7-75 51 & 7-80-50 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR GJvarahlutir Armúla 24 Sími 36510 Norræna húsið í Þórshöfn í Fxreyjum. Tímamynd ESE „LEGG AHERSLU AAÐEFU TENGSUN VIÐ (SLAND — segir Sten Cold, nýskipaður forstödumaður Norræna hússins í Þórshöfn í Færeyjum ■ - Ég lilakka óneitanlega mjög mikið til að takast á við þau verkefni sem mín bíða í Færeyjum og ég er viss um að þetta á eftir að verða skemmtilegur tími, sagði Sten Cold, sem skipaður hefur verið forstöðumaður Norræna hússins í Þórshöfn í Færeyjum í samtali við Tímann. Sten Cold, sem er danskur lögfræðingur hefur starfað sem ritari við norrænu ráðherranefndina í Kaupmannahöfn frá því að nefndin sem aðallega fer með samnorræn menning- armál tók til starfa árið 1972. - Hugmyndin að Norrænu húsi í Færeyjum kom fyrst fram á þingi Norðurlandaráðs árið 1971. Það var Erlendur Patursson sem átti þessa hugmynd, en í upphafi var aðallega gert ráð fyrir að þarna yrði byggður hljóm- leikasalur sem jafnframt yrði hægt að nota sem leiksal. Eftir að ákveðið var að Norrænt hús yrði byggt í Þórshöfn, hef ég tekið þátt í allri undirbúnings- vinnu og nú er svo komið að í Færeyjum I er verið að byggja menningarmiðstöð fyrir allar Færeyjar. Hvenær tekur þú við embættinu? - Ég var skipaður í starfið frá og með 1. október sl., en ég flyt til Færeyja strax eftir áramótin og fer þá að vinna að fullum krafti. Það er ekki langt þangað til húsið verður vígt, en það verður gert við hátíðlega athöfn, 8. maí á næsta ári. Auk míri verða fjórir til fimm starfsmenn við Norræna húsið, allt Færeyingar og það er okkar draumur og stærsta verkefni til að byrja með að okkur takist að gera Norræna húsið í Þórshöfn að sannkallaðri menningarmiðstöð sem allir Færeyingar standi heilshugar að baki. Að þetta hús verði eðlilegur hluti af bæjarbragnum í stað þess að það verði einangrað og óaðgengilegt. Hvað leggur þú mesta áherslu á varðandi þetta hús? - Auk þess sem ég hef þegar nefnt þá legg ég mikla áherslu á að tengslin milli íslands og Færeyja verði stórefld og þá sérstaklega á menningarsviðinu. Það hefur lengi verið í bígerð í færeyskum skólum að taka upp kennslu í íslensku, en þetta mál hefur lengi strandað á því að menn hafa talið íslenskuna það skylda færeyskunni að ekki hafi tekið að kenna málið sérstaklega. Við leggjum sérstaka áherslu á að fá íslending í stjórn Norræna hússins hér og það var fyrirhug- að að dr. Kristján Eldjárn yrði í stjórninni en eftir lát hans er ljóst að við verðum að fá einhvern annan, sagði Sten Cold, nýskipaður forstöðumaður Nor- jæna hússins. -ESE FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1982 fréttir Utboðí nýbyggingu ríkisútvarpsins ■ Ríkisútvarpiðmunvið- hafa forval á bjóðendum til lokaðs útboðs í 4. bygg- ingaráfanga útvarpshússins Hvassaleiti 60, R. Áætlaður byggingartími er eitt ár. Þeir verktakar, sem óska eftir að bjóða í verkið, leggi fram skriflega umsókn sína þar um í síðasta lagi mánudaginn 6. desember n.k. til Karls Guðmundssonar, Al- mennu verkfræðistofunni hf., Fellsmúla 26 (5. hæð), en hann veitir nánari upp- lýsingar, ef óskað er. Gefur Ólafur kost á sér? ■ Stjórn Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík mun Teggja til að efnt verði til prófkjörs fyrir uppstillingu á lista flokksins í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar, að sögn formanns þess Hrólfs Halldórssonar. Til- högun prófkjörsins var fundarefnið á fundi sem haldinn var í gærkvöldi með stjórn fulltrúaráðsins og stjórnum hinna fram- sóknarfélaganna 3ja ásamt stjórn Breiðholtssamtak- anna. Hrólfur tók þó fram að það gæti sett strik í reikninginn ef til þingrofs kæmi löngu áður en reikn- að er með, þannig að ekki gæfist tími til prófkjörs. Margir munu að undan- förnu hafa lagt hart að Ólafi Jóhannessyni utan- ríkisráðherra að breyta þeirri ákvörðun sinni um að gefa ekki kost á ser í framboð við næstu kosn; ingar. Aðspurður í gær kvaðst Ólafur tilkynna réttum aðilum ákvörðun sína í þessu máli þegar þar að kæmi. -HEI dropar „Mannasiðameistarar“ HSÍ ■ Sjaldan hafa menn orðið vitni að jafn ömurlegri frammistöðu íslensks landsliðs og frammistöðu íslenska handknattleiksliðsins gegn Frökkum í fyrrakvöld. Höfðu menn á orði eftir þann leik að sjaldan hefði slakara landslið leik- ið í Höllinni, nema ef vera kynni hið franska. Það var líka greinilegt að frammistaðan fór í taugarnar á stjórnendum landsliðsins. Eftir leikinn reyndu hlaðamenn að fá viðtöl við íslensku leikmennina, eins og tíðkast hefur um áratuga skcið, en komu þá að læstum dyrum. Þórarinn Ragnarsson, blaðamaður Morgunblaðsins ■ v'l; 'ó--; komst þó inn í dýrðina, en þar tók Friðrik Guðmundsson, stjórnar- maður í HSI hann tökum og dró hann út úr klefanum. Friðrik þessi sem einnig er handlangari lands- liðsþjálfarans Hilmars Björnsson- ar, tjáði síðan blaðamönnum að engin viðtöi fengjust. Þó að menn hafi verið argir og sárir vegna lélegs íslensks liðs, þá réttlxtir það ekki svona fram- komu. Þessir menn sem þarna sneru upp á sig, þannig að næstum rigndi ofan í ncfið á þeim, eru þcir sömu sem grátið hafa hvað mest utan í íþróttafréttamönnum og beðið þá um að auglýsa landslcik- ina. Þetta hafa íþróttafréttamenn gert, enda hafa þeir talið rétt að styðja við bakið á landsliðum íslands og oft hafa þeir skapað stemmningu og fýllt hús fyrir Hand- knattleikssambandið á leikjum sem annars fáir hefðu komið á. Framkoma sem þessi hefði kannski verið skiljanleg ef leik- mennimir sjálfir hefðu komið svona fram. Þeir hafa verið undir gífurlegri pressu að undanförnu, æft tvisvar á dag í fleiri vikur og slíkt hlýtur að koma niður á skapinu. Þess vegna hlýtur það að vera ergilegt fyrir þá að einhver labbakútur með mannasiði í ólagi skuli koma svona fram og eyði- leggja það scm leikmennimir hafa á sig lagt. íþróttafréttaritarar em urrandi reiðir vegna þessarar framkomu og ekki yrðu Dropar undrandi þó þeir læsu það í blaðinu í dag að fréttamcnnirnir hefðu hent skrifurum Hilmars Björnssonar úr „blaðamanna- stúkunni" í Höllinni í gær. Skrifar- ar þessir þrír og fjórir hafa af einhverjum ástæðum lagt undir sig hluta þess rýmis sem blaða- mönum er ætlað og sitja þar með sveittan skalla og færa talnadálka fyrir landsliðseinvaldinn. Væm það eðlileg viðbrögð fréttamanna að taka þessa menn réttum tökum og vísa þeim til „mannasiðameist- ara“ HSÍ. „Styð Vilmund en hef andstyggð á pólitík“ ■ Enn leita Dropar, sem og aðrar deildir blaðsins að stuðn- ingsmönnum Vimma, án til- takanlegs árangurs. Þó bar við- leitni Dropa ákveðinn árangur í gær, þegar þeir höfðu samband við hetju íslenskra uugmenna, sjálfan Bubba Morthens, og spurðu hvort hann væri í stuðningsmannaliðinu, en Bubbi sást eins og alþjóð mun kunnugt um, á pöllum Alþingis ásamt fríðu pönkföruneyti, þegar beina út- sendingin góða var: „Ha, að ég sé í stuðningsmannaliði Vilmundar," spurði Bubbi, ekki svo h'tið hissa, en bætti svo við: „Ég kem til með að kjósa hann, en ég ætla mér ekki að vinna fyrir hann. Ég sé til hvort ég verð einn stofnenda í Bandalagi jafnaðarmanna. Ég er mjög hrif- inn af Vilmundi og ætia að styðja hann með þvi að láta hann fá mitt atkvæði, en ég hef nóg með það sem ég er að gera, enda hef ég andstyggð á pólitík sem slíkri. Mínir hæfilcikar liggja í músík.“ Krummi ... ...sér að þeir sem hafa andstyggð á pólitík ætla að kjósa Vilmund.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.