Tíminn - 26.11.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.11.1982, Blaðsíða 1
— segir Jörundur í Þórskabarett ■ „Við reynum að fá gesti ineð okkur í grínið eins mikið og hægt er og það hefur tekist vonum framar, allavega eru menn mjög ánægðir með þetta og við ánægð með aðsókn, enda alltaf fullt hér“, sagði Jörundur Guðmundsson í samtali við Tímann, en hann ásamt þeim Ladda, Júlíusi Brjánssyni og Sögu Jónsdóttur sjá Þórskabarettinn að þessu sinni. Nú fram að áramótum verður kabarett- inn tvær helgar í viðbót í Þórskaffi, en síðan verður hlé gert á honum og þráðurinn tekinn upp að nýju eftir áramótin og haldið áfram fram á vorið. Þórskabarett skartar nú þremur prógrömmum og sagði Jörundur að raunar væru þetta tvö prógrömm, eitt og tvö en hið þriðja væri síðan blanda úr efni hinna tveggja. Og umfjöllunarefnið...? „Það er meðal annars stjórnmál líðandi stundar, kínverskur kokkur segir hvernig matreiða á austurlenska rétti með tilheyrandi húllumhæi, auk ýmissa annarra uppákoma svo dæmi séu nefnd.“ Jörundur gat þess ennfremur að sérstök kabaretthljómsveit væri til ■ Þórskabarett skart- ar nú þremur pró- grömmum, það er prógramm eitt og tvö en síðan er prógramm þrjú blanda úr hinum tveimur. staðar það er Dansbandið auk þriggja annarra þeirra á meðal Árna Scheving er hann hefur útsett alla tónlistina sem notuð er í kabarettn- um. Þá vildi Jörundur ennfremur geta þess að mikið hefði verið gert í húsinu sjálfu gagngert fyrir kaba- rettinn eins og til dæmis að nýtt hljóðkerfi hefði verið sett upp þannig að allir gestir heyra það sem fram fer á sviðinu/gólfinu burtséð frá því hvar þeir sitja í salnum. Aðspurður um hvort Kabarettinn tæki breytingum frá helgi til helgar sagði Jörundur það ekki vera í miklum mæli. „Við endurbætum eða skjóttim inn í stuttum atriðum ef við hæfi þykir“ sagði hann og gat þess einnig að sennilega yrði prógramminu breytt verulega eftir áramótin. - FRI. Sýningar: „VIÐFANGSEFNIN ÚR MANNHEIMUM” — segir Páll fsaksson sem opnar sýningu í Gallerí Lækjartorg ■ Á morgun, laugardag, verður opnuð í Gallerí Lækjartorg sýning Páls ísakssonar en sú sýning verður opin til 5. des. n.k. Páll er búsettur á Selfossi og er jafnframt formaður myndlistarfélags Árnessýslu, en þar er óhætt að segja að myndlistarlíf sé í miklum blóma því meðlimir félags- ins eru um 40 talsins. „Viðfangsefni mín eru sótt í mannheima" sagði Páll í viðtali við Tímann en í Galleríinu sýnir hann eingöngu pastelmyndir. „Mín fyrsta sýning var 1979 og síðan hef ég verið með tvær einkasýn- ingar auk þess sem ég hef tekið þátt í nokkrum samsýningum. Maður hefur alltaf teiknað frá barnsaldri, alltaf haft þörf fyrir að koma frá mér hlutunum á léreft og síðan þróaðist þetta smám saman.“ Sýning Páls er sölusýning. - FRI. NOVEMber 1982 ■ Á laugardag hefst í Listmunahús- inu sýningin „NOVEMber 1982“ með pomp og prakt, en þetta er sýning listamannanna Gylfa Gísla- sonar, Hauks Dór, Jóns G. Árnason- ar, Kristjáns Guðmundssonar, Magnúss Tómassonar, Sigurjóns Jó- hannssonar, Tryggva Ólafssonar og Vilhjálms Bergssonar. Sýningin er opin virka daga frá kl. lOtil 18ogumhelgarfrákl. 14 til 18. Iðnaðarmannafélagshús Suður- nesja í Kcfiavík: Myndlistarsýning Karvel Gráns þar sem hann sýnir 35 olíumálverk auk 35 teikninga. Sýn- ingunni lýkur um helgina þann 28. nóv., en hún verður opin kl. 14-22. Háholt í Hafnarfirði: Gunnar Hjalta- son sýnir rúmlega 100 landslags- myndir, sem málaðar eru með vatns- litum, pastellitum og akryl. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-22. Henni lýkur um helgina. Listasafn Einars Jónssonar: Safnið er opið á sunnudögum og miðviku- dögum frá kl. 13.30 til 16.00. Ásgrímssafn: Safnið er opið þriðju- daga, fimmtudaga og sunnudaga frá klukkan 13.30 til 16. Listasafn ASI: Sýning á smámyndum eftir Nínu Tryggvadóttur verður í Listasafni ASÍ til 24. nóvember. Opið er þriðjudaga til föstudags frá klukk- an 14-19 og laugardaga og sunriu- dagafrákl. 14 til 22. Safniðerlokað á mánudögum. Mokka: Sýning á fornum biblíu- myndum eftir fjóra enska listamenn. Ásmundarsalur: Sýning á listmun- um, skrautmunum úr silfri, útsaum og þjóðbúningum, ofnum efnum, veggteppum og fleiru frá Sovétlýð- veldinu Tadsjikistan, á vegum MÍR. ■ Páll með eitt verka sinna. Tímamynd EUa Dagskrá ríkisf jölmidlanna 27. nóvember til 2. desember

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.