Tíminn - 27.11.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.11.1982, Blaðsíða 1
Glæsileg áskriftargetraun Tímans sími 86300 Blað 1 mmmm Tvo blöð í Helgín 27.-28. nóvember 1982 271. tölublað - 66. árgangur Síöumúla 15 Reykjavik—Ritstjórn 86300 — Auglýsingar 1 Afareiösla oa áskrift 86300 Utanríkisráðuneytið krefur dómsmálaráðuneytið um skýrslu um málsmedferd vegna handtöku á f jórum sovéskum vfsindamönnum: SOVÉSKA SENDIRAÐIÐ BEÐIÐ AFSðKUNAR Á MEÐFERÐINNI ¦ Utanríkisráðuneytið kallaði s.l. þriðjudag fulltrúa sovéska sendiráðsins á íslandi til sín og bað hann formlega afsökunar vegna meðferðar Rannsókn- arlögreglu ríkisins á máli fjögurra vís- indamanna, sem voru handteknir og Áskrifenda- getraunin: Tekið á móti áskrif- endum til 17ídag Getrauna- seðillinn endur- birtur í opnu ¦ Skammt er nú þar til dregið verður um glæsilegan vinning í áskrifenda- getraun Tímans - glæsilegt vídeótæki og sjónvarp, samtals að verðmæti um 50 þúsund krónur. Afgreiðsla Tímans, Síðumúla 15, verður opin til kl. 17 í dag, laugardag, til þess að taka á móti nýjum áskrifendum. Síminn er 86300. í opnu blaðs I í dag er gerð nánari grein fyrir þeim glæsilegu tækjum, sem dregið verður um næstkomandi fímmtu- dag - 2. desember. Þar er einnig endurbirtur getraunaseðill nr. 2. Sjáið náuar lils. 10-11. VANDAD BÍLABLAÐ FYLGIRA ÞRIÐJUDAG ¦ Hið árlega bílablað Tímans fylgir blaðinu á þriðjudag. í blaðinu verður farið vítt og breytt um bílamarkaðinn og rætt við fulltrúa bifreiðaumboð- anna. Eínnig verður skyggnst inn hjá Umferðarráði. f blaðinu verða ýmsir fróðleiksmolar, og auk þess gefið upp verð bíla hjá hinum ýmsu bifreiðaum- boðum. færðir í fangageymslur í síðustu viku, grunaðir um að hafa hnuplað veski afgreiðslukonu í leikfangaverslun með 50 krónum í auk skilríkja. Voru mennirnir yfirheyrðir af Rannsóknarlög- reglu ríkisins og þegar að því kom að skrifa undir skýrslu neituðu þeir því, nema skýrslurnar væru þýddar yfir á rússnesku að sögn sovésks sendifulltrúa, sem viðstaddur var yfirheyrslurnar. Var þá skipstjóranum hótað að skipið yrði kyrrsett í höfn þar til saksóknari ríkisins hefði fjallað um málið. Hannes Hafstein skrifstofustjóri utan- ríkisráðuneytisins staðfesti frásögn so- véska sendifulltrúans af yfirheyrslunum. „Þegar við höfum kynnt okkur málavexti kölluðum við fulltrúa sovéska sendiráðs- ins á okkar fund og báðum hann afsökunar og við lögðum á það áherslu að afsökunarbeiðninni yrði komið á framfæri við fjórmenningana sem fyrir þessu urðu." Sjá bls. 3 ¦ Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands aflienti í gær dr. Gunnlaugi Snædal formanni Krabbameinsfélags íslands það fé sem safnast hetur undir kjörorðinu „Þjóðarátak gegn krabbameini." Tímamynd: Róbert Kaupverð sem Hollendingar bjóoa fyrir lambakjötið: w VANTAR 29% UPP A SVO MEÐALVERÐIVERÐI NÁÐ ¦ „Það liggur Ijóst fyrir að það vantar 28.9% á HoUnndsverðið til þess að það nái meðalverði útflutnings og er verð það sem í boði er því verulega Isegra en það verð sem deildin fær fyrir útflutt lambakjöt". Þetta kom m.a. fram í máli Agnars Tryggvasonar framkvæmdastjóra Búvörudeildar Sam- bandsins á blaðamannafundi sem deildin cfinli til í tilefni skrifa í fjölmiðlum um sölu á íslensku lambakjöti til Hollánds. Aðili í Hollandi hefur boðist til að kaupa 1000 tonn af íslensku lambakjöti á 1400 dollara tonnið, þ.e. kg verð á 22,68 kr. en á fundinum kom fram að Búvörudeildin hefur gert samninga á erlendum mörkuðum fyrir um 2100 tonn af lambakjöti og er meðalverð á því 29,24 kr. á kíló. Á fundinum, en á honum var, ásamt Agnari, Jóhann Steinsson deildarstjóri Bú- vörudeildar, kom fram að ekki værí rétt sem sagt hefði verið, að þetta lambakjöt gæti gengið upp í ónotaðan kvóta Efnahagsbanda- lagsins. Hollensk yfirvöld heimila ekki innflutning á íslensku dilkakjöti og því mun hollenski aðilinn ætla að selja kjötið til þriðja aðila, en það hefur í för með sér þá hættu, að við verði að slá af verði okkar á erlendum mörkuðum. Sögðu þeir Agnar og Jóhann að ef af þessari sölu verður getur þetta lága verð valdið deildinni stórfelldum erfiðleikum á þeim mörkuðum, sem unnið er á, því verð pað, sem hollenski aðilinn býður, hefurverið rækilega auglýst og berst vafalaust til eyrna viðskiptavina deildarinnar. Á fundinum kom ennfremur fram að á s.l. hausti sótti Búvörudeild um útflutningsleyfi til Efnahagsbandalagslands á verði, sem var hærra en ofangreint verð. Landbúnaðarráðu- neytið afgreiddi ekki umsóknina fyrr en eftir 5 vikur, þar sem verðið þótti of lágt, en það var samt 22% hærra en það verð sem nú er verið að samþykkja. Kaupandi gat ekki beðið og hafði í millitíðinni keypt annars- staðar. -FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.