Tíminn - 27.11.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.11.1982, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 erlent yfirlit bridge ■ Rudolf Bahro prédikar einfalt líf í margbrotna hljóðnema. Vestur-I Græningjarnir njóta samúðar en ekki trausts ■ Náttúruverndarmenn og friðarhreyf- ingar í Evrópu reyna nú að hasla sér pólitískan völl og gengur á ýmsu. Þessar hreyfingar eru víða samofnar, enda er baráttan gegn notkun kjarnorku eitt meginmarkmið þeirra beggja. í Vestur- Þýskalandi er hreyfing náttúruverndar- manna hvað öflugust í Evrópu. Græn- ingjarnir taka virkan þátt í stjórnmálum, því fulltrúar þeirra sitja á mörgum fylkisþingum í sambandslýðveldinu. En þeim hefur gengið heldur verr í kosning- um til Sambandsþingsins. Þeir sem kjósa Græningja í sveitarstjómir og á fylkisþing virðast ekki kæra sig um að þeir setjist í Sambandsþingið. Af mörgum er talið að Græningjar hafi möguleika á að taka við af Frjáls- lynda flokknum sem þriðja aflið í þýskum stjómmálum. En kjörfylgið hrynur af þeim flokki og hann nýtur ekki þess trausts sem hann hafði, síst eftir að forystumenn hans sögðu skilið við stjórnarsamstarfið við sósíaldemó- krata og gengu til liðs við íhaldið. Sósíaldemókratar og Græningjar hafa daðrað hvorir við aðra, en meðal hinna síðarnefndu eru margir fyrrverandi kratar, sem yfirgefið hafa flokk sinn. í sveitarstjómum hefur víða tekist samstarf _ með sósíaldemókrötum og Græningjum og gengur þar á ýmsu. Sums staðar gefst samstarfið vel en annars staðar miður. í Vestur-Þýskalandi eru náin tengsl milli Sósíaldemókrataflokksins og verkalýðshreyfingarinnar, og fara bar- áttumálin iðulega saman. Það eru kannski þessi tengsl sem gera samstarf Græningja og sósíaldemókrata erfitt. Full atvinna og félagsleg velferð byggist nefnilega á mikilli framleiðslu og marrgskyns starfsemi, sem erGræningjum mikill þyrnir í augum. Verkalýðshreyí- ingin berst að sjálfsögðu fyrir atvinnu fyrir alla, góðum launum og félagslegu öryggi. Ekkert af þessu fer í taugarnar á Græningjum út af fyrir sig. En iðnaðarframleiðslan veldur mengun. grænir hagar og engi eru lagðir undir samgöngumannvirki. Samgóngutækin valda megnun. Yfirleitt veldur öll orkan sem notuð er í iðnaðarsamfélaginu mengun og skaðar þau verðmæti sem Græningjar setja öllu ofar. Ef kjarnorkuverunum yrði lokað mundi skorta orku til að framleiða og ekki ykist framleiðslan við það, og atvinnuleysi mundi aukast að mun, og er þó nóg fyrir. Það er því augljóst að hagsmunir verkalýðshreyfingarinnar og hugsjónir Græningja fara ekki saman. Það er því borin von að Sósíaldemókrat- ar og Græningjar geti átt samleið nema að takmörkuðu marki. Sem stjómmálahreyfing eru náttúru- verndarmenn og andstæðingar kjarn- orku heldur sundurleitur hópur. Þeirra sameiginlega markmið er að vinna gegn hvers konar mengun af mannavöldum og prédika einfalt líf. En að öðru leyti hafa þeir ekki samræmdar skoðanir á úrlausnarefnum stjórnsýslu. Af sjálfu leiðir að þeir eiga við mikla sambúðar- örðugleikaað stríða innbyrðis, og má vera að það sé ein höfuðástæðan fyrir því hve lélegt kjörfylgi þeir hafa í kosningum til Sambandsþingsins, miðað við það kjörfylgi sem þeir njóta í sveitarstjórnarkosningum og til fylkis- þinga. Kjósendum sýnist þykja allt í góðu lagi að hafa nokkra Græningja í borgarstjórninni sinni, en kæra sig ekkert um þá til að taka stefnumarkandi ákvarðanir um stjórn ríkisins. Enda vita þeir þá ekki hvað þeir eru að kjósa. Forystumenn Græningja koma úr öllum áttum, en flestir eru þeir mennta- menn og fylgjendur þeirra ungt fólk. Einn þeirra sem mikið ber á í forystunni er Rudolf Bahro, 47 ára gamall, flótta- maður frá Austur-Þýskalandi. Flann var áður ákafur kommúnisti og í þeim flokki í heimaríki sínu, ritstjóri málgagns unghreyfingarinnar með meiru. Hann varð miður sín þegar innrásin var gerð í Tékkóslóvakíu 1968 og enn meira varð pilturinn hissa þegar hann las hina víðkunnu bók Endimörk vaxtarins. Hann skrifaði mikla ritgerð um sósíalismann í Austur-Evrópu og fór þar niðrandi orðum um rányrkju á landsins gæðum. Enginn fékkst til að setja þetta á þrykk í Austur-Þýskalandi og þegar fréttist að gefa ætti ritsmíðina út í Vestur-Þýska- landi var höfundurinn dæmdur í átta ára fangelsi. Á 30 ára afmæli austur-þýska kommaríkisins var Bahro látinn laus ásamt mörgum öðrum. Brátt var hann kominn til Vestur-Þýskalands og gekk þegar í stað til liðs við Græningja. í blaðaviðtali reynir Bahro að gera grein fyrir pólitísku markmiði hreyfing- arinnar. -Ef við höldum iðnvæðingunni áfram endar það ekki með öðru en stórslysi. Gömul úrræði duga ekki. Það sjáum við á atvinnuleysinu. Þrátt fyrir alls kyns ráðstafanir eykst það en minnkar ekki. Vandamálið verður ekki leyst með aðferðum íhaldsmanna eða sósíaldemókrata. Þeir krefjast 6% hag- vaxtar á ári. Dæmið gengur ekki upp. - Dæmi um vitleysuna er að hingað eru fluttir inn þúsundir bíla frá Japan. Héðan eru fluttir þúsundir bíla til Bandaríkjanna. Það er óþarft að flytja bíla eða aðra vöru til landa, þar sem samskonar vara er framleidd. Byggja þarf skip til að flytja bílana og mikilli olíu er eytt í þessa ónauðsynlegu flutninga.. - Við eigum við tvö höfuðvandamál að glíma. Að stöðva arðrán í þriðja heiminum og stöðva rányrkju á náttúr- unni. Allt annað verður að þróast síðar og vera liður í sköpun nýrrar stjórnmála- stefnu. - Við tölum um atvinnuleysi sem mikið vandamál hjá okkur, en alls staðar í Vestur-Evrópu eru félagslegar trygg- ingar og atvinnuleysisbætur greiddar. í þriðja heiminum ganga milljónir manna atvinnulausir og fá engar bætur. Það þýðir sult og öryggisleysi. Hungursneyð og dauða. Um aldamót verða mörg ríki þriðja heimsins búin að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Hvernig munu þau bregðast við þegar hungursneyð geisar og arðrán iðnríkjanna á þeim heldur áfram? - Við rænum afrakstri jarðarinnar og mengum hana, svo að dýra- og jurtalíf eyðist og deyr út og það verður sífellt erfiðara fyrir mannfólkið að lifa af. Það þýðir ekki að byggja enn meira ofan á hátimbraða iðnþróun. Við verð- um að byrja upp á nýtt. Byggja þjóðfélag sem notar litla orku, notar lítil hráefni og héraðsbundna framleiðslu á nauðsynjavarningi svo að þetta þýðing- arlausa flutningskerfi þurfi ekki við. Við verðum einfaldlega að venja okkur af að útvega, kaupa og eignast. Jp%i Oddur Ólafsson, 9L JP ritstjórnarfulltrúi, JL.:. skrifar mt/, Hverjir skora á Skaganum? — Opna Hótel Akranessmótið um helgina ■ Svæðasamböndin eru nú í óðaönn að halda meistaramót sín. Um síðustu helgi voru bæði Reykjavíkur og Suðurlands- mót í tvímenning. Reykjavíkurmótinu hafa þegar verið gerð skil í blaðinu svo það er óþarfi að eyða frekara plássi á það. En Suðurlandsmótið var spilað í Menntaskólanum á Laugarvatni undir styrkri stjórn Guðmundar Kr. Sigurðs- sonar. Alls tóku 22 pör þátt víðsvegar af Suðurlandi og því lauk með sigri Sigfúsar Þórðarsonar og Kristmanns Guðmunds- sonar sem vörðu titilinn frá í fyrra. Sigfús og Kristmann eru tvímælalaust besta parið á Suðurlandi núna því þeir eru líka Suðurlandsmeistarar í sveitakeppni og Selfossmeistarar bæði í tvímenning og sveitakeppni. Efstu pör á mótinu á Laugarvatni voru þessi: 1. Kristmann Guðmundsson - Sigfús Þórðarson 227 2. Kristján M. Gunnarsson - Gunnar Þórðarson 216 3. Auðunn Hermannsson - Valgarð Blöndal 91 4. Magnús Pálsson - Hermann Þ. Erlingsson 92 5. Vilhjálmur Þ. Pálsson - Jón Hauksson 51 5. Gylfi Gíslason - Ólafur Týr Guðjónsson 47 7. Halldór Magnússon - Hrannar Erhngsson 40 8. Hreinn Stefánsson - Sigurpáll Scheving 39 9.-10. Gunnar Þ. Jónsson - Sigurpáll Ingibergsson 29 9.-10. Gyða Thorsteinsson - Mattías Pétursson 29 Á laugardaginn var haldinn undirbún- ingsstofnfundur Bridgesambands Suður- lands og formaður var kosinn Leif Österby, Selfossi. Einnig voru kjörin í stjórn Gylfi Gíslason Laugarvatni og Gyða Thorsteinson Hvolsvelli. Opna Hótel Akranessmótið Nú um helgina halda Bridgefélag Akraness og Hótel Akraness opna Hótel Akranessmótið á Skaganum. Alls taka þátt 32 pör og það hefur heyrst að mun færri hafi komist að en vildu. Mjög góð peningaverðlaun eru í boði og kostnaður þátttakenda er í lágmarki svo það er von að mótið sé eftirsótt. Sigurvegarar síð- ustu tveggja móta eru Jón Baldursson og Valur Sigurðsson. Bridgefélag Reykjavíkur Nú er lokið 12 umferðum af 17 í aðalsveitakeppni félagsins. Staðan í mótinu er farin að minna nokkuð á stór skákmót því sveit Sigtryggs Sigurðssonar hefur þurft að fresta 3 leikjum, þar á meðal á móti sveitum Jóns Hjaltasonar Bridgefélag Skagfírðinga Síðastliðinn þriðjudag voru spilaðar 4 umferðir í yfirstandandi hraðsveitakepp- ni. Staða efstu sveita er nú þessi: 1. Hildur Helgadóttir 113 2. Tómas Sigurðsson 98 3. Guðrún Hinriksdóttir 94 4. Baldur Ásgeirsson 93 5. Hjálmar Pálsson 81 6. Sigrún Pétursdóttir 76 Síðustu 4 umferðirnar verða spilaðar næsta þriðjudag, 30. nóvember klukkan 20.30. Keppnisstjóri er Kristján Blöndal. Bridgefélag Kópavogs Spilaáætlun félagsins til vors 1983 er þessi: 2. -16. desember 1982: Jólabutler. Tví- menningur 3 kvöld. 6. janúar 1983: Tvímenningur 1 kvöld 13. janúar-17/24 febrúar 1983: Aðal- sveitakeppni BK. 6-7 kvöld. 3. mars-31. mars 1983: Barómeter. Tvímenningur 5 kvöld 7. apríl-21. apríl: Board-a-match. Sveita- keppni 3 kvöld 28. apríl-12. maí 1983: Óráðstafað. 3 kvöld. Spilað er á fimmtudögum í Þinghóli v/Hamraborg Kópavogi og hefjast keppnir kl. 20.00. Keppnisstjóri er Vigfús Pálsson. Bridgefélag Sauðárkróks Úrslit í tjvímenningi 10. nóvember: A-riðill: 1. Garðar Guðjónsson - Páll Hjálmarsson 126 2. Ólafur Ásgrímsson - Sverrir Einarsson 120 3. Ingibjörg Ágústsdóttir - Stefán Sharph.s. 119 4. Einar Svansson - Skúli Jónsson 118 B-riðill: 1. Bjarki Tryggvason - Gunnar Þórðarson 125 2.-3. Hjördis Þorgeirsd. - Steinunn Oddsdóttir 120 2.-3. Haukur Haraldsson - Erla Guðjónsdóttir 120 4. Broddi Þorsteinsson - Agnar Kristinsson 111 Laugardaginn 13. nóvembervarhaldið Kristjánsmót félagsins. Spilaður var Barómeter-tvímenningur með þátttak- endum frá Sauðárkróki, Siglufirði, Fljót- um og Hvammstanga þrátt fyrir óhag- stætt veður. Alls spiluðu 20 pör og keppnisstjóri var Kristján Blöndal sem mótið er kennt við. Úrslit urðu þessi: 1. Valtýr Jónasson - og Sævars Þorbjörnssonar. Þetta er Viðar Jónsson, Sigluf. 104 staðan í mótinu en tvær efstu sveitirnar 2. Reynir Pálsson - eiga inni leik. Stefán Benidiktss. Fljótum 96 Sævar Þorbjörnsson 184 3. Páll Hjálmarsson - Jón Hjaltason 181 Garðar Guðj.son. Sauð-ark. 93 Þórarinn Sigþórsson 174 4. Gunnar Guðjónss. - Karl Sigurhjartarson 163 Gestur Þorsteinss., Sauðárk. 80 Óiafur Lárusson 149 5. Hinrik Aðalsteinss. - Aðalsteinn Jörgensen 138 Haraldur Árnason, Sigluf. 66 Síðasta miðvikudag spiluðu saman 6. Bjarki Tryggvason - sveitir sævars og Þórarins. Þórarinn vann Gunnar Þórðarson Sauðárk. 43 13-7 í hressilegum leik. 7. Ámi Rögnvaldsson - Jón Jónsson, Sauðárkr. 34 Bridgedeild Breiðfírðinga Eftir 10 umferðir er staðan í aðalsveita- 8. Jón Kort Ólafss. - Guðlaug Márusd., Fljótum 33 keppni félagsins þessi: 1. Hans Nilsen 162 2. Elís R. Helgason 148 3. Kristín Þórðardóttir 142 4. Óskar Þráinsson 131 4. Ingibjörg Halldórsd. 119 6. Gróa Guðnadóttir 117 7. Sigurjón Helgason 109 8. Magnús Halidórsson 106 9. Steingrímur Jónasson 104 10. Erla Eyjólfsdóttir 101 11. Jóhanna Lilja Einarsd. 100 Bridgefélag Breiðholts Síðastliðinn þriðjudag lauk 2ja kvölda hraðsveitakeppni með sigri sveitar Rafns Kristjánssonar sem hlaut 950 stig. Með Rafni í sveitinni eru eftirtaldir spilarar: Þorsteinn Kristjánsson, Björn Björnsson og Sigurbjörn Ármannsson. Þessar sveitir voru næstar: Baldur Bjartmannsson 882 Leifur Karlsson 880 Kjartan Kristófersson 870 Meðalskor var 864 Næstkomandi þriðjudag hefst Baró- meterkeppni félagsins og eru allir vel- knmnir. Spilamennska hefst stundvíslega klukkan 19.30 í húsi Kjöts og fisks við Seljabraut. Reykjanesmótið í tvímenningi 1982 Reykjanesmótið í tvímenningi verður haldið helgina 4.-5. des. í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Spilaður veröur tölvugefinn barometer undir stjórn Vigfúsar Pálssonar. Spilað verður um silfurstig. Spilamennska hefst kl. 1 á laugardeginum. Þátttaka er takmörkuð við 28 pör og verður minnst annar spilari í pari að vera félagi í bridgefélagi á Reykjanesi. Þátt- töku má tilkynna í símum 54607 (Ásgeir), 52941 (Einar), eða í síma 92-2073 (Gestur). Þátttökugjöld verða um 200 kr. á spilara. (Frá Reykjanesnefnd). Ö Guðmundur -crr„JpHp Sv. Hermannsson, skrifar m ' m

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.