Tíminn - 27.11.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 27.11.1982, Blaðsíða 11
10____ fréttir LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 11 HVER OKUMAÐUR HEFDI 17 MEIRA TIL UMRADA — ef allir bfleigendur í Reykjavlk og Reykjaneskjördæmi færu út að aka samtímis innan þessa svæðis ■ Ef allir bíleigendur í Reykjavík og Reykjaneskjördxmi færu út að aka samtímis innan þessa svæðis hefði hver þeirra 16,8 metra til umráða, þannig að bilið milli bíla yrði líklega um 12-13 metrar að meðaltali. Hlutfall gatna og bða í Reykjavik er aðeins 8,3 metrar á hvern bíl, svo það yrði u.þ.b. bfllengd milli bíla. að samtals eru 60 bílar á hvern km. gatna og vega. Lengd fyrrnefnd vega- og gatnakerfis utan Reykjavíkur og Reykjaneskjör- dæmis e'r samtals 11.800 kílómetrar, þar af 485 km. götur í þéttbýli. Við samsvarandi samanburð vega- og gatna- kerfis og bílafjölda kemur í Ijós að hver bíleigandi í Norðurlandskjördæmi- Götur í Reykjavík voru alls 278,5 km. langar um síðustu áramót og götur í Reykjaneskjördæmi 235 km. Þar við bætast 175 km. af stofnbrautum, 182 km. þjóðhrautir, 66 km. þjóðvegir í þéttbýli og 78 km. sýsluvegir. Samtals er vega- og gatnakerfi þessa svæðis því 1.014 km. Skráðir bílar voru um síðustu áramót 60.361 á þessu svæði, þannig eystra hefði að meðaltali 160 metra til umráða, þ.e. rúmir 6 bílar eru um hvern kílómetra. Bíleigendur á Vest- fjörðum hefðu hinsvegar hlutfallslega lengsta vegi, 461 metra fyrir hvern bíl, sem er 27 sinnum lengra en á suð-vestur- horninu. Lengsta vegakerfi í einstöku kjördæmi er á Suðurlandi 2.441 kíló- metri. -HEI „Hlutur ungs fólks var áberandi mikill á þinginu” — segir Þráinn Valdimarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins ■ Fréttamaður Tímans hitti að máli Þráin Valdimarsson, framkvæmda- stjóra Framsóknarflokksins og innti hann frétta af nýafstöðnu flokksþingi Framsóknarmanna. Þráinn sagði að þingið hefði á svo margan hátt verið framúrskarandi vel heppnað. Flokksþingið var þriðjungi fjölmennara en nokkru sinni áður. Venjulega hafa fulltrúar á þessum þingum verið á milli fjögur og fimm hundruð. En í þetta skiptið sóttu þingið 650 fulltrúar. Hlutur ungs fólks var áberandi mikill á flokksþinginu. T.a.m. setti það mjög svip sinn á almennu umræðurnar, sem voru miklar, en málefnalegar. A flokksþinginu voru kjörnir 25 aðalmenn og 25 varamenn í miðstjórn flokksins til viðbótar þeim 9 mönnum sem kjörnir eru í hverju kjördæmi. Auk þess eru sjálfkjörnir í miðstjórn alþingis- menn flokksins, formaður Sambands ungra Framsóknarmapna og formaður Landssambands Framsóknarkvenna. Tveir þeir síðastnefndu eru einnig sjálfkjörnir í framkvæmdastjórn flokksins. Þá var sú breyting gerð á lögum flokksins, að formaður Verkalýðsmála- nefndar og formenn launþegaráða Fram- sóknaymanna í hverju kjördæmi verða hér eftir sjálfkjörnir í miðstjórn flokksins. Miðstjórnin er því nú skipuð 125 manns, þegar launþegaráðin hafa verið stofnuð í öllum kjördæmum. Af þeim 50 aðal- og varamönnum sem flokksþingið kaus í miðstjórn að þessu sinni voru 22 úr röðum ungra Framsókn- armanna. Þar af voru 9 í aðalmiðstjórn. Hlutur kvenna jókst aftur á móti um 100%. Höfðu þær 4 aðalmenn en fengu nú 8 fulltrúa kjörna. - Nú sást í blöðum gagnrýni á það hve margir miðstjórnarmenn voru kjörnir úr Reykjavík. Hvað viltu segja um það? Ég held að þetta sé byggt á miklum misskilningi. Með kosningu miðstjórn- armanna á flokksþingi er ekki verið að fullnægja einhverri jöfnun á milli kjör- dæma. Þessi kosning er óháð slíku. Aftur á móti kjósa kjördæmisþingin á. hverju kjördæmi sína fulltrúa í miðstjórn, öll sama fjölda án viðmiðunar um fólksfjölda. Nú af þeim 25 aðal- mönnuin sem kjörnir voru voru 15 búsettir utan Reykjavíkur og 10 úr Reykjavík. Nú er það svo að farið er að boða varamenn sem aðalmenn á mið- stjórnarfundi og þegar litið er á kosningu varamanna sést að 19 af þeim eru búsettir utan Reykjavíkur, en 6 úr Reykjavík. Á svona fjölmennum þingum má alltaf búast við því að ekki séu allir fullkomlega ánægðir með niðurstöður kosninga og því miður geta þær verið tilviljanakenndar. En þetta erulýðræðis- legar kosningar og við verðum að beygja okkur fyrir þeim. Ég held t.a .m. að öllum á flokksþing- inu hafi þótt miður að Jónas, búnaðar- málastjóri, lenti aðeins undir í kosningu aðalmanna í miðstjórn. En þegar kosið var síðan í varastjórn varð hann efstur og svo skemmtilega vill nú til að hann er þegar orðinn aðalmaður, þar sem Gerður Steinþórsdóttir sem kjörin hafði verið er nú orðin sjálfkjörin, sem formaður Landssambands Framsóknar- kvenna. Ég hefi setið öll flokksþing Framsókn- armanna frá 1941. Þetta þing var eins og áður er sagt lang fjölmennasta þing sem flokkurinn hefur haldið. Þingið var mjög starfsamt. Fundir í öllum starfsnefndum voru afar vel sóttir, en fulltrúar ákveða siálfir í hvaða nefndum þeir vinna. Ályktanir allar voru með styttra móti, en það er oft einkenni þess að vel hafi verið unnið. Ég get fullyrt það með góðri samvisku að þeta er eitt allra glæsilegasta þing sem flokkurinn hefur haldið og gefur góðar vonir um þróttmikið starf Framsóknarfólks í komandi kosningum. Eitt af því sem þarna gerðist og mér þykir einna vænst um er að nú hefur verið tryggt í lögum flokksins að formaður Verkalýðsmálanefndar og for- 'menn launþegaráða Framsóknarmanna í kjördæmum eru nú sjálfkjörnir í miðstjórn flokksins. Mér þykir vænt um þetta ekki síst fyrir það að þetta var hugmynd sem ég hafði nokkrum sinnum komið á framfæri. Ég er viss um að þetta er mikilvægt fyrir launþegana í landinu og einnig Framsóknarflokknum að for- ystumenn í launþegasamtökum eigi ör- ugga setu í æðstu stofnunum flokksins. getraun Sharp myndsegulband og sjónvarp dregið út á fimmtudag í áskrifendagetraun Tímans: „T jLEGA MEST SEL A TÆKID A MARKA6NUM” — segir Örn Peter- sen, hjá Hljómbæ ■ „Stóra atriðið við þetta myndbandstæki er að það er hæfilega einfalt og hagnýtt fyrir íslenskar aðstæður. Það er hægt að fá fullkomnari tæki en fólk sem kaupir þetta er fljótt að læra á það enda allar stillingar hafðar einfaldar í því augamiði” sagði Örn Petersen hjá Hljómbæ í samtali við Tímann um myndband það sem boðið er í verðlaun í áskrifendagetraun Tímans. Það er Sharp VC7700 myndband en það mun kosta 28.600. kr. „Þetta er mjög vinsælt tæki, trúlega með mest seldu myndbandatækjun- um á markaðinum hér og m.a. notað við fjölföldun á íslenskum myndböndum“. Það kom fram hjá Erni hvað tæknihliðina varðaði að kasettan er sett í tækið að framan og kemur það í veg fyrir að ryk komist að henni, tækið hefur hraðspólun á báðar áttir með myndinni, auk þess sem það hefur' fasta kyrrmynd og rakavara. ■ Öm Petersen ásamt VC7700 tækinu. Tímamynd Róbert Nafn Nafnnúmer Heimilisfang □ Ég er áskrifandi að Tímanum □ Ég vil gerast áskrifandi að Tímanum Undirskrift —--------------------------------- Hver er stærsti jökull á íslandi? □ Eiríksjökull □ Vatnajökull □ Drangajökull Nú verður endurbirtur getraunaseðillinn í öðrum áfanga af fjórum í áskrifendagetraun Tímans. Að þessu sinni er vinningurinn glæsilegt Sharp myndband og sjónvarp að verðmæti um 50 þúsund krónur. Dregið verður úr innsendum seðlum frá þeim, sem eru að gerast áskrifendur að Tímanum, fimmtudaginn 3. desember næstkomandi. Huggulegur jólaglaðningur það! Hér birtist annar getraunaseðillinn í áskrifendagetraun- inni þriðja sinni. Spurningin er einföld eins og í fyrstu umferðinni. Nú er spurt um stærsta jökul á íslandi. Svarið spurningunni hér að ofan, útfyllið seðilinn og sendið síðan úrklippuna til Tímans, Síðumúla 15,Reykja- vik, hið fyrsta. Merkið umslagið: Áskrifendagetraun. Þeir, sem eru skuldlausir áskrifendur að Tímanum þegar dráttur fer fram — þ.e. 2. desember næstkomandi — geta tekiö þátt í getrauninni. Það er því enn góður tími til þess að gerast áskrifandi og senda inn útfylltan getrauna- seðil. Gerðu það strax í dag! ST0R GLÆSL LEGUR JÖLA■ GLADN- wGöR landsmenn geta orðið Tfmans Næst drögum við 2. des., ’82 50,000 kr. vinning SHARP og SHARP litsjónvarp, / getatekiðþátt ígetrauninni Getraunaseðlarnir birtast ílaugardagsblöðunum hts onvarpstæki • • A-.euOvþ HlH , AufruCvV - • n n q n n * * 6' í-ra A - • ■ • SÍÐUMÚLA 15 - REYKJAVÍK - SIMI 86300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.