Tíminn - 27.11.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 27.11.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag abriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir írTiwsS ■ - Þetta er ekki bara persónulegur heiður, heldur lít ég svo á að þetta sé hvatning til blaðamanna að fjalla um ferðsunál og þetta framtak sé til eftir- breytni fyrir önnur samtök i landinu, sagði Sæmundur Guðvinsson, blaðafull- trúi Flugleiða m.a. er hann veitti „Fjölmiðlabikar Ferðamálaráðs“ við- töku í hófi sem Ferðamálaráð hélt nýverið. Fékk Sæmundur bikarinn í viðurkenningarskyni fyrir „umfangs- mikla og greinargóða umfjöUun um ferðamál“ í Vísi og síðar Dagblaðinu & Vísi á árinu 1981, en Sæmundur var fréttastjóri á þessum blöðum áður en hann réðist tU Flugleiða. Það var á fundi þeirra aðila sem standa að Ferðamaálráðs íslands í október sl. að ákvörðun var tekin um að ráðið skuli framvegis á ári hverju heiðra þann mann sem að dómi ráðsmanna hefur með umfjöllun í fjölmiðlun unnið íslenskri ferðaþjónustu mest gagn árið á undan. í greinargerð frá Ferðamálaráði um þessa viðurkennigu segir m.a. að flestum þeim sem að ferðamálum vinna sé Ijóst að þessi atvinnugrein hafi ekki fengið eins mikið umtal í fjölmiðlum og hinar svokölluðu „hefðbundnu atvinnu- greinar“ landsmanna, þrátt fyrir að u.þ.b. 5000 einstaklingar hafi atvinnu við ferðaþjónustuna. Það sé von Ferða- málaráðs að veiting þessara viðurkenn- inga verði til þess að auka og bæta umfjöllun um ferðamálin, til hagsbóta fyrir alla landsmenn. LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 Stémundur Guðvinsson tekur á móti bikamum góða úr hendi Heimis Hannessonar Timamynd Róbert „EG VONA AB KTTA AUKI UMRÆMINA UM FERDAMAUN” — segir Sæmundur Guðvinsson, sem hlaut Fjölmiðlabikar Ferðamálaráðs fyrir skrif um ferðamál Hundruð milljóna króna í gjaldeyristekjur - Ég tel það mikinn misskilning að ferðamál og ferðaþjónusta eigi að vera eitthvert einkamál einhverra fárra aðila sem flytja og húsa ferðamenn, sagði Sæmundur Guðvinsson í samtali við Tímann. Sagði Sæmundur að þetta væri mál sem varðaði alla þjóðina og hann hefði sérstaklega tekið eftir því í umræðunum frá Alþingi fyrr í þessari viku, að þó að þingmennirnir hefðu talað um að leita þyrfti nýrra leiða í atvinnumálum og svo framvegis, þá hefði enginn þeirra á hinum fjórum tímum sem umræðurnar stóðu, nefnt ferðamálin á nafn, þrátt fyrir þá staðreynd að bara þjónustan við erlenda ferðamenn skapaði þjóðinni hundruð milljóna í erlendum gjaldeyri á ári hverju. - Þigmennirnir hafa í tíu ár talað um að það þurfi að kveða verðbólguna niður og nú er ástandið þannig að verðbólgan hefur aldrei verið meiri þrátt fyrir það sem hefur verið gert til að kveða hana niður. Það er kannski eins gott að þingmennirnir hafa aldrei gert neitt meira en að bara tala um ferðamálin, annars væri síðasti erlendi ferðamaðurinn kannski löngu farinn af landi brott, sagði Sæmundur Guðvins- son. Stefni ekki að því að vinna bikarinn til eignar En það eru ekki bara erlendu ferða- mennirnir sem þarf að huga að, segir Sæmundur. Að hans mati þarf að bæta þjónustuna og auka möguleikana fyrir þá sem vilja ferðast um eigið land og það yrði ekki síst gert með umfjöllun um þessi mál í fjölmiðlum. Fyrirhugað er að veita „Fjölmiðlabik- arinn“ í mars á hverju ári og því fær Sæmundur ekki að hafa farandbikarinn góða lengi á stofuborðinu hjá sér, nema ef ske kynni að hann skaraði aftur fram úr með skrifum sínum um ferðamál, en Sæmundur skrifar reglulega greinar um þessi mál í DV. Sagðist Sæmundur gera sér fullkomlega grein fyrir því að það væri skammur tími til stefnu, en eins og hann segir hlæjandi: - Ég stefni ekkert að því að vinna bikarinn í þrjú ár í röð og til eignar eins og í fótboltanum. Ég vona bara að þessi viðurkenning verði til að auka um- ræðuna um ferðamálin og þetta verði til þess að íslenskir blaðamenn fái frekari viðbrögð í framtíðinni við því sem þeir eru að gera. - ESE fréttir ■ Um hálf tíu leytið í gærmorgun var slökkvilið- ið kaiiaö að húsinu nr. 76 við Laugaveg, en þar var eldur uppi í lítilli risíbúð. íbúðin var timburklædd og hafði eldurinn komist í spæni, sem notaðir voru til einangrunar og þurfti að rífa þiljur til að komast að honum. Slökkvistarfinu lauk innan klukkustundar, en íbúðin er afar illa farin. Tímamynd Róbert Ofbeldismaður- inn handtekinn ■ Ofbeldismaður sá sem réðst á og barði konu á sjötugsaldri í Hátúni 10 í fyrrakvöld var handtekinn um miðnætti þ.e. um tveimur klukkustundum eftir atburðinn, í veitinga- húsinu Klúbbnum. Maður- inn er kunnur af alls konar illvirkjum, þótt hann sé aðeins 19 ára að aldri, en hann nauðgaði m.a. stúlku við Glæsibæ fyrir tveimur árum. Er þá hvergi nærri upp talinn afbrotaferill hans. Grunsemdir beindust fljótt að þessum manni eftir atburðinn og greip götulögreglan til þess ráðs að sýna dyravörðum veit- ingastaða mynd af honum, ef hann kæmi þar að dyrum. Gaf þessi aðferð skjótt góða raun. Játaði hann verknaðinn eftir stutta yfirheyrslu, en hann var bólginn og skrámaður á hendi eftir högg þau sem hann veitti gömlu konunni. 1000 krónur af ránsfengn- um fundust í veski konunn- ar, sem maðurinn gat vísað á. dropar Fleiri vilja kaupa HP 41 Emanúel Mortens ásamt fleiri honum kunnugum munu nú í þann veginn vera að yfirtaka útgáfu Helgarpóstsins, samkvæmt góðum heimildum Dropa. Aður hafði verið rætt við Emanúel um yfirtöku Al- þýðublaðsins, sem honum mun ckki hafa litist góður kostur. Þess í stað er hann kominn í gang með alvarlegar viðræður um kaup á Helgarpóstinum og segja kunnugir þau kaup a.m.k. ekki munu stranda á því að fjármagn vanti til kaup- anna. Tveir aðrir aðilar, Asgeir Hannes Eiríksson og Þjóðvilj- inn hafa sýnt áhuga fyrir kaup- um á Helgarpósti, en verða líklega að láta í minni pokann fyrir „ofureflinu“. Flótti úr Alþýðuflokk eftir prófkjör? ■ Einsogfram hefurkomið í fréttum ber: ekki enn á neinum Ijöldaflótta úr Alþýðu- fiokknum þrátt fyrir ýmislegt húllumhæ á þeim bæ að undan- förnu. Það sem hangir hinsveg- ar á spýtunni er að menn vilja bíða eftir úrslitum prófkjörsins hér í Reykjavík en ef svo fer að Jón Baldvin Hannibalsson kemur sterkt út úr þvi fullyrða kunnugir að hinn umræddi fjöldaflótti komi til fram- kvæmda, allavega hvað varðar ungliða flokksins. Þeim þykir Jón Baldvin vera um of hægri sinnaður auk þess sem hann hafi lítið umburðar- lyndi fyrír öðrum skoðunum en sínum eigin. Sigri hann í prófkjörinu er því sennilegt að ungliðar flykkist annað og þá einkum í bandalagsfaðm VU- mundar Gylfasonar. „Síst fækkar sauðum á AI- þingi“ ■ í umræðum á Alþingi sl. þriðjudagskvöld um van- trauststillögu Alþýðuflokksins á ríkisstjórnina var Egili bóndi Jónsson, alþingismaður einn ræðumanna sjálfstæðismanna í stjórnarandstöðu. Hann sagði m.a. eitthvað á þessa leið: „Mér hafa borist í hendur skýrslur frá Þjóðhagsstofnun, sem sýna svart á hvítu að sauðum hefur fækkað bæði austanlands og vestan, í tíð núverandi ríkisstjórnar.“ Á- reiðanlegar heimildir Dropa herma að þá hafi Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra sagt, og það byrstur á brún: „En það sem verra er, að sauðum virðist síst hafa fækkað á Alþingi;“ Krummi ... ...hélt í barnaskap sínum að það værí bara hafið sem byggi yfir hundrað hættum...!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.