Tíminn - 28.11.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.11.1982, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982 5 því að fólk leggi allt of mikið á sig til þess að eignast íbúðir. Ef við hefðum getað notað meiri tíma til þess að vera saman getur vel verið að það hefði mátt bjarga hjónabandinu. Við vorum í nokkur ár eins og maðurinn og konan sem talast mjög lítið við nema á kvöldin, þegar bæði eru orðin þreytt. Já, hann. fjarlægðist mig og ég hann og það fór að gerast mjög snemma. Ég geri mér miklu betur grein fyrir því núna en ég gerði fyrst. Ég held líka að hann hafi alltaf haft komplex út af því að ég var búin að vera meira í skólum og ég varð oft vör við að honum líkaði það illa ef við fórum til Spánar, sem við gerðum þrisvar og tvisvar til Englands, að ég skyldi geta talað við fólk en hann ekki. Hann viðurkenndi þetta meira að segja sjálfur og viðurkenndi að þetta væri barnalegt, en svona var hann samt. Ég held að þetta eigi því miður við um marga karlmenn. Hann tók það eins og ég liti niður á hann ef ég leiðrétti hann, eða ætlaði að segja honum til í einhverju. Einu sinni sagði hann mér að halda mér saman þegar við vorum að tala við mann á hóteli og gat reyndar sagt þau tvo orð á ensku. Það gat ég mjög seint fyrirgefið. herbergja íbúð þegar við réðumst í þetta og urðum að vera um tíma heima hjá foreldrum hans meðan þetta var að komast upp og það bætti ekki sambúð- ina, þótt foreldrar hans væru besta fólk. Þau reyndu áreiðanlega að gera þetta eins auðvelt og hægt var, en það bara dugir ekki til. Við sáum aldrei pening meðan við stóðum í þessu og þegar mátti segja að færi að rofa til, - þá vorum við búin að selja einbýlishúsið og flytja í raðhús í Seljahverfi, vorum við orðin hundleið hvort á öðru. Hann sagðist að vísu vera áfram hrifinn af mér en ég held að það hafi bara verið ímyndun. Hann var líka ákveðinn í því að byrja á einbýlishúsi aftur eftir einhver ár en ég hafði bara engan áhuga. Ég hafði alveg fengið nóg og það varð eiginlega úr því rimma á milli mín og foreldra hans út af því, en þeim fannst sjálfsagt að hann héldi áfram að byggja. Ég hafði hins vegar meiri áhuga á að reyna að njóta lífsins og er ráðin í að gera það. Presturinn var mjög elskulegur þegar við fórum til hans og mér fannst hann skilja a.m.k. mín sjónarmið vel. Nei, mér fannst hann alls ekki vilja þvinga mig til þess að halda áfram að vera gift kona. OPIÐ SUNNUDAG FRA 2-5 og á góóu verói Bjóöum ykkur aö koma í nýja húsnæöiö og skoöa þaö nýjasta í fram- leiðslu okkar. Baðinnréttingar ásamt hreinlætistækjum, sturtuklefum og blöndunar- tækjum. Eldhúsinnréttingar ýmsar viðartegundir. Klæðaskápar margar geröir. T RÉVAL HF. Smiðjuvegi 32, Kópavogi. Sími 40800. Auglýsið í Tímanum síminn er 86300 Breytti ekki afstöðu sinni Ég hef alltaf verið mjög mikið gefin fyrir að syngja og byrjaði einu sinni að sækja nokkra tíma í söng á vegum kórs sem ég var í þegar við X kynntumst, en hann var alltaf lítið hrifinn af því. Ég segi ekki að hann hafi bannað mér þetta, en hann var alltaf að gera grín að mér fyrir þetta og sérstaklega þegar kunn- ingjar hans heyrðu það. Hann notaði poppmúsík til þess að benda mér á hvað það væri leiðinlegt sem við vorum að syngja í kórnum og þar fram eftir götunum. Hann kom þó einu sinni á konsert hjá okkur og viðurkenndi að við hefðum sungið mjög vel, en breytti samt ekkert afstöðu sinni. Ég varð svo að hætta þessu þegar við fórum að byggja, því þá varð ég að vinna miklu meira, var til dæmis nærri alltaf með vélritunarverk- efni, kennslugögn og fleira. Já, við fórum að byggja einbýlishús og það var satt að segja allt og stórt stökk fyrir okkur. Við vorum í góðri þriggja Vil heldur hafa þetta svona Hjónabandið sem stofnun? Ja? Ég held að hver og einn verði að svara þessu fyrir sig: Ég tel að það sé allt í lagi að fólk sé gift, ef báðir aðilar eiga vel saman, hafa svipuð áhugamál og þannig. En ég held að fólk geti vaxið hvert frá öðru, þroskast í alveg mismunandi áttir og þegar það gerist held ég að ekki sé ástæða til að þráast við að halda hjónabandinu áfram. Vinkona mín segir að maður geti hvort sem er fengið allt sem maður hefur í hjónabandinu utan þess, samlíf, börn og annað og ég er á vissan hátt sammála. Samt viðurkenni ég að hitt getur hentað ýmsum betur, - þegar fólk á saman, eins og ég sagði. Vinur minn sem ég er með núna er til dæmis maður sem ég fyrir nokkrum árum hefði áreiðanlega viljað giftast. En núna vil ég heldur hafa þetta eins og það er. Já, ætli ég hafi ekki misst trúna á hjónabandið í bili svona fyrir mína parta. ÍFIDO / . LEIKFANGA VERSLUN'/ HA LL VEIGA RSTÍG 1 SÍMI26010

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.