Tíminn - 28.11.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.11.1982, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982 7 bækur Dagbók úr Húsinu ■ Setberg sendir frá sér þessa dagana nýja bók eftir Guðmund Daníelsson rithöfund, en hún heitir „Dagbók úr Húsinu". Fyrir réttum aldarþriðjungi bjó Guðmundur og fjölskylda hans í Húsinu á Eyrarbakka um 17 mánaða skeið. Þá var þessi dagbók skrifuð. Tilefni og innihaldi bókarinnar verður best lýst með orðum höfundarins sjálfs úr inn- gangi verksins: „Það var einn síðasta dag ársins 1946 að mér barst í pósti þykk bók í svörtu alskinni. Hún var komin um hnöttinn þveran, úr annarri heimsálfu, frá Winnipeg. Bókin var hvorki skrifuð né prentuð, nema á öftustu síðu var dagatal fyrir næsta ár. Pappírinn í henni var rjómagulur, þunnur og þéttur og greini- lega góður til að skrifa á hann. Framan á kápuna var nafnið mitt þrykkt með gullnu letri í svart og lungamjúkt leðrið. „Mér er trúlega ætlað að skrifa eitthvað í þessa bók,“ hugsaði ég. „Kannski gætið það orðið hústafla eða svona skýrsla um tilveru mína frá degi til dags jafnharðan og hún þokast fram, ágrip þess sem ég aðhefst, hrafl úr því sem mér dettur í hug, brot af því sem fram við mig kemur. Kannski ætti ég að skrifa drög að hversdagslífi lítillar fjölskyldu, sem bisar við að lifa lífi sínu, eins og hitt fólkið í landinu." Bókin er 220 blaðsíður og er þetta 43. bók Guðmundar Daníelssonar. FRÁSÖGN UM MARGBOÐAÐ MORÐ „Frásögn um margboðað morð“ ■ Út er komin hjá Iðunni nýjasta skáldsaga sagnaskáldsins frá Kólumbíu, Gabriels Garcia Marquez sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels á þessu hausti. Sagan nefnist Frásögn um marg- boðað morð. Guðbergur Bergsson þýddi söguna og er þetta þriðja skáldsaga höfundarins sem Guðbergur hefur þýtt á íslensku. Hinar voru Hundrað ára einsemd og Liðsforingjanum berst aldrei bréf. Frásögn um margboðað morð kom út á frummáli í fyrra og hefur þegar verið þýdd á tjölda tungumála. Gabriel Garcia Marquez er fæddur árið 1928. í seinni tíð hefur hann búið í útlegð í Mexíkó og París. Hann aflaði sér heimsfrægðar með skáldsögunni Hundrað ára einsemd og síðan hefur frægð hans farið vaxandi, uns sænska akademían ákvað í síðasta mánuði að velja hann til að hljóta bókmenntaverð- laun Nóbels í ár. Frásögn um margboðað morð er 140 blaðsíður að stærð. Oddi prentaði. HJÖRTUR PÁLSSON ,enéci- dans Sofendadans Ljóðabók eftir Hjört Pálsson ■ Hjörtur Pálsson hefur sent frá sér nýja ljóðabók, Sofendadans, og er það þriðja Ijóðabók skáldsins. Útgefandi er Almenna bókafélagið. 1 bókinni eru 42 Ijóð um margs konar efni ýmist í rímuðu eða órímuðu formi. Sofendadans er 78 bls. að stærð og unnin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. Árin dásamlegu ■ Almenna bókafélagið hefur sent frá sér bókina Árin dásamlegu (Die wunderbaren Jahre) eftir austur-þýska skáldið og rithöf- undinn Reiner Kunze. Kunze þykir afar viðfelldinn og hógvær höfundur - að minnsta kosti vestan jámtjalds. í hinni íslensku kynningu bókar- innar er hann sagður hafa hlotið margs konar bókmenntalega viðurkenningu bæði í heima- landi sínu og utan þess og verk hans séu nú gefin út á um 20 þjóðtungum. Þá segir í kynningunni: „Árin dásamlegu komu fyrst út 1976. Þau fjalla um líf æskufólks í þáverandi heimalandi höfundar." „Bók mín er ekki pólitískt plagg," hefur Kunze sagt um þetta verk. „Hún er ekki hugsuð sem árás á einn eða neinn. Ég er ekki óvinur Alþýðulýðveldisins. Ég er óvinur lyginnar." Þýðandi Björn Baldursson ritar nokkur aðfaraorð um höfundinn. Árin dásamlegu er 126 bls. að stærð, pappírskilja, og unnin í Prentsmiðjunni Hólum. Mál og menning: í Dyflinni ■ Mál og menning hefur sent frá ser í íslenskri þýðingu Sigurðar A. Magnússonar smásagnasafnið Dubliners eftir James Joyce . og er titill bókarinnar á íslensku í Dyflinni. Er þetta í fyrsta sinn sem verk eftir James Joyce birtist í íslenskri þýðingu, og er útgáfunni ætlað að vera virðingarvottur við höfundinn á aldarafmæli hans um leið og íslenskum lesendum gefst kostur á að kynnast þessum öndvegishöfundi. Á bókar- kápu segir m.a.: „Smásagnasafnið í Dyflinni er æskuverk James Joyce (1882-1941) sem hann samdi rúmlega tvítugur. Þessar sögur jafnast auð- vitað ekki á við hin stóru skáldverk hans, Ulysses og Finnegans Wake, en þær eru miklum mun aðgengilegri og geta að ýmsu leyti talist lykill að skáldskaparheimi þessa írska ritsnillings... Enda þótt í Dyflinni sé æskuverk er hér margar meistarasmíðar að finna, t.d. lokasöguna, Framliðnir, sem skipar heiðurssess meðal evrópskra smá- sagna á þessari öld.“ í safninu er fimmtán smásögur og ritar þýðandinn, Sigurður A. Magnússon, inngang. Bókin er 227 bls. að stærð, prentuð og bundin í Odda. Hilmar Þ. Helgason gerði kápun. Gulllínan frá Jólatilboð sem hljómar vel Marantz DC350. Hljómtækjasamstæða með öllu 1. Magnari 25 x 2 wött 2. Segulbandstæki dolby metal 3. Útvarp, allar bylgjur Verð kr. 17.700 stgr. Útborgun kr. 3.000 4. Plötuspilari fullkominn 5. Skápar 6. Tveir súper hátalarar Merki unga fólksins Sérverslun með hljóm- tæki, heimilistæki, tölvur Skipholti 19 sími 29800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.