Tíminn - 28.11.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.11.1982, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982 menn og málefni Töknm aldrei þátt í að leiða at- vinnuleysisbölið yfir þjöðina ■ Vanhugsuð og ótímabær van- trauststillaga Kjartans Jóhannssonar, formanns Alþýðuflokksins, var rædd í augsýn allrar þjóðarinnar s.l. þriðju- dagskvöld. Vantraustið var fellt eins og allir máttu vita fyrirfram, en þingmenn fengu gott tækifæri til að halda kosningaræður, en það liggur í loftinu að skammt er til kosninga. Tillöguna um vantraustið bar brátt að og varð hálfgerð afturfótafæðing ur henni. Vilmundur var á hraðferð út úr Alþýðuflokknum og lýsti yfir van- trausti á forystulið hans og hótaði að bera einnig fram vantraust á ríkis- stjórnina. En Kjartan og þeir þing- menn sem eftir sátu í flokknum voru snarir í snúningum og stálu glæpnum frá Vilmundi. Samkvæmt samþykkt nýafstaðins flokksþings Alþýðuflokksins var for- manni hans falið að ræða við ríkis- stjórnina um að veita nauðsynlegustu málum brautargengi á Alþingi, þegar vantraustið var kunngert og kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Við- ræðum var náttúrlega hætt í skyndi, enda sjálfhætt við þær aðstæður sem upp voru komnar. í umræðunum um vantraustið kepptust andstæðingar stjórnarinnar hver um annan þveran um að lýsa því yfir, að ríkisstjórnin ætti að segja af sér og að þær efnahagsráðstafanir sem gerðar voru í ágúst sl. væru einskis nýtar og myndu þeir fella bráðabirgða- lögin, eins og þeir hafa marghótað að gera. En hverjar verða afleiðingarnar af því framferði? Í ræðu sinni í umræðunum svaraði Steingrímur Hermannsson því á þessa leið: „Peir fulltrúar Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, sem hér hafa talað hafa talið allar gerðir ríkisstjórnarinn- ar í efnahagsmálum einskis nýtar og til hins verra. Það er þeirra siður. Þeir segja berum orðum, að sjálfsagt sé að laun hækki um 18% 1. des. og svo að sjálfsögðu einnig búvöruverð og fiskverð. Þeir minnast ekki orði á það að það muni leiða til 80-90% verð- bólgu, þeir minnast ekki orði á þá staðreynd, að atvinnuvegunum er ókleift, að greiða 18% h ærri laun án þess að fá þegar hækkun á sinni framleiðslu og tvímælalaust gengisfell- ingu, sem næmi líklega 15-20%. Og þannig væri enn ein kollsteypa verð- bólgunnar komin á. Fremur gengið of skammt Ég trúi því ekki að svo ábyrgðarlaust tal fái hljómgrunn hjá þjóðinni. Stjórn- arandstaðan gæti hins vegar með nokkrum rétti gagnrýnt það, að ríkis- stjórnin hafi gengið of skammt í efnahagsráðstöfunum sínum. Benda mætti á, að efnahagsráðstafanir þessar hefðu þurft að koma til framkvæmda s.l. vor, einnig mætti gagnrýna að ekki hafi verið gripið til beinna aðgerða til að draga úr þeim innflutningi, sem veldur nú verulegum greiðsluhalla hjá þjóðinni. Menn hafa ítrekað spurt stjórnar- andstöðuna hvað hún vilji. Lítil svör hafa fengist. Kjartan og Alþýðuflokk- urinn eru bara á móti. Þegar hann var spurður að því í sjónvarpinu nýlega, hvað gera ætti í erfiðleikunum nú, sagði hann með fyrirlitningu, að menn ættu ekki að líta niður fyrir tærnar á sér. Hann kvaðst vera hinn klóki og framsýni maður. Nú leyfði Kjartan okkur að heyra nokkuð af kosningaloforðum Alþýðu- flokksins. Einna athyglisverðust virtist sú hugmynd að greiða fullar verðbætur á öll innlán, en að veita verulegan afslátt af því sem lánað er út úr bönkunum. Það þarf satt að segja mjög klókan mann til að láta það dæmi ganga upp. Ekki var síður fróðlegt að heyra þennan fyrrverandi sjávarútvegsráð- herra fullyrða, að útgerðin sendi þjóðinni og ríkissjóði reikninginn. ■ Steingrímur Hermannsson Hvað ætli þeir reikningar séu margir, sem íslenski sjávarútvegurinn hefur greitt fyrir þjóðarbúið? Þetta voru heldur kaldar kveðjur til útgerðar- manna og sjómanna. Um stefnu ræðumanna sjálfstæðis- flokksins sagði Steingrímur, að þeir hefðu flutt áferðarfallegar ræður um frjálst framtak. „Ég vil taka undir, að frelsi einstaklingsins til athafna er hverri þjóð nauðsynlegt. Hins vegar vísa ég á bug, að það lækni okkar efnahagsvanda að láta markaðinn ráða stefnunni. Smáþjóð, sem er mjög háð eða nánast ofurseld stórframleiðslu erlendra þjóða, getur ekki hætt á slíkt. Við höfum ef til vill þegar gengið of langt í þeim efnum. Leiftursóknin leynir sér ekki í málflutningi sjálf- stæðismanna, og þeir líta vinkonu sína í Bretlandi hýru auga. Atvinnuleysið þar jafngildir því að 14 þúsund Islendingar gengu nú atvinnulausir. Framsóknarmenn munu aldrei taka þátt í því að leiða atvinnuleysisbölið yfir íslensku þjóðina.“ Steingrímur minnti á að í allri umræðunni um efnahagsmál gleymdist oft, að ríkisstjórn sú er nú situr hefur fengið miklu áorkað á fjölmörgum sviðum og nefndi vegamálin sem dæmi. Stórkostleg aukning á bundnu slitlagi og Iangtímaáætlun í vegamálum og sú samstaða sem náðst hefur á Alþingi um að binda framlag til vega við ákveðinn hundraðshluta af þjóð- arframleiðslu ætti að tryggja, að því stórátaki sem hafið er, verði haldið áfram. Stjórnarskrármálið Um kosningar sagði Steingrímur, að ekki væri ólíklegt að þær yrðu í apríl n.k., en gætu orðið fyrr. „Ef stjórnar- andstaðan stöðvar framgang mikilvæg- ustu mála er að sjálfsögðu ekki um annað að ræða en að rjúfa þing og efna til kosninga, sem gætu þá jafnvel orðið í febrúar. Út af fyrir sig skiptir ekki miklu máli hvort kosið verður í febrúar, mars eða apríl. Málefnið er aðalatriðið. Undanfarin ár hefur mikið verið unnið að endurskoðun á stjómar- skránni. Vafasamt er að það takist að .ljúka heildarendurskoðun hennar áður en þing er rofið og gengið verður til kosninga. Það harma ég því þörfin er brýn. Þess vegna höfum við framsóknar- menn lagt til að kvatt verði saman sérstakt stjórnlagaþing, sem fjalli ein- göngu um breytingar á stjómar- skránni. Við teljum því rétt að breyt- ingar á kosningum til Alþingis verði bundnar við breytingar á kosningalög- unum einum. Með því móti verður ■ Ingvar Gíslason ekki þörf á að efna til tvennra kosninga á næsta ári, sem þjóðin hefur satt að segja ekki efni á, eins og nú er ástatt. Með slíkum breytingum á kosninga- lögum mætti flytja uppbótarsætin öll til Reykjavíkur og á Reykjanessvæðið og jafna þannig verulega vægi atkvæða á milii kjördæma. Þá yrði þingmönnum heldur ekki fjölgað. Frekari breytingar á kosningum til Alþingis munu þá bíða heildarendurskoðunar stjórnarskrár- innar. Ef ekki næst samstaða um þetta, munum við leggja áhersiu á að fjölgun þingmanna verði sem minnst. Áföll og úrræði Ingvar Gíslason menntamálaráð- herra sagði vantraust ótímabært vegna þess að ríkisstjórn og alþingi hafi brýn verk að vinna, sem allir hugsandi menn eru sammála um að Ijúka verði áður en nýtt ár gengur í garð og áður en kosningar fara fram. Hann vék að erfiðleikum og úrræðum og sagði: íslenskt efnahagslíf hefur orðið fyrir alvarlegum áföllum á þessu .ári. Þessi áföll komu óvænt. Þau skullu yfir án nokkurs fyrirvara. Sjávarafli hefur dregist stórlega saman - og á það bæði við um þorskafla og loðnuafla - þjóðarfram- .leiðslan mun minnka um a.m.k. 5% á árinu, markaðir hafa verið ótryggir, verðbólgan hefur farið vaxandi og viðskiptahalli orðið geigvænlegur. Fæst af þessu er ríkisstjórninni að kenna, a.m.k. ekki samdráttur sjávar- aflans eða versnandi markaðshorfur og viðskiptakjör. Þar er um að ræða áföll, sem enginn ræður við né auðvelt var að sjá fyrir. Hinu er ekki að neita, að virkar efnahagsaðgerðir drógust alltof lengi á þessu ári og það hafa framsóknarmenn gagnrýnt. Það var mikil þörf fyrir áhrifamiklar aðgerðir þegar á fyrri hluta ársins, þegar Ijóst var að samdráttur var orðinn í þjóðarframleiðslu og að hann myndi halda áfram allt árið og á næsta ári. Ég dreg ekki dul á að það er hægt að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir seinlæti í efnahagsráðstöfunum. Þær hefðu þurft að koma miklu fyrr fram en þær gerðu eins og ævinlega var tillaga okkar framsóknarmanna. Hins vegar legg ég áherslu á, að ■ Alexander Stefánsson efnahagsaðgerðirnar, sem ákveðnar voru í ágúst, voru nauðsynlegar og komu að miklu gagni, en munu þó fyrst gagnast fyrir alvöru ef ákvæði bráðabirgðalaganna koma til fram- kvæmda 1. des., og ef ríkisstjórnin fær aðstöðu til að koma þeim málum fram, sem hún vinnur að samkvæmt yfirlýs- ingu sinni um frekari aðgerðir í efnahags- og fjármálum og kjaramál- um. Þar er lögð megináhersla á að draga úr viðskiptahalla og skuldasöfn- un, m.a. með því að draga úr óhóflegum innflutningi, hamla gegn verðbólgu með virkum aðgerðum og vernda hagsmuni láglaunafólks, þótt ekki verði hjá því komist að viður- kenna, að kjararýrnun sé óhjákvæmi- leg vegna minnkandi þjóðatekna. Það er blekking ein að hægt sé að hækka kaup almennt og bæta lífskjör, þegar afrakstur þjóðarbúsins dregst saman. Miðað við þau efnahagsvandræði, sem nú ríkja, verður að draga saman seglin í einkaneyslu ogýmsum útgjöld- um. Við verðum að einbeita kröftum okkar að því að draga úr viðskiptahall- anum og létta skuldabyrðina og hamla gegn verðbólgu, sem er að sliga atvinnuvegina og kippa með því grundvellinum undan eðlilegum at- vinnurekstri. Sífelldur tapreksturfyrir- tækja er þjóðarvoði, sem getur endað með því að þjóðin glati efnahagslegu sjálfstæði sínu. En það er ekki hægt að tryggja atvinnurekstrinum góða afkomu og fjármagn til vaxtar og endurnýjunar nema vinna bug á verðbólgunni. Hún er bölvaldur heilbrigðs atvinnurekstr- ar. Niðurbrotnir tollmúrar Alexander Stefánsson alþingismað- ur gerði m.a. viðskipta- og atvinnumál- um skil í ræðu sinni, og sagði: „Við íslendingar erum háðari utanríkisvið- skiptum en flestar aðrar þjóðir. Það er því mikil skammsýni, raunar þjóðar- ógæfa, að stór hluti forystumanna og áhrifamanna þjóðarinnar virðist ekki gera sér grein fyrir eða viðurkenna þá staðreynd, að kröfur um aukin lífsgæði verða að byggjast á þeirri verðmæta- sköpun sem aðalatvinnuvegir þjóðar- innar eru færir um að framleiða og þess markaðsverðs, sem hægt er að fá fyrir framleiðsluna. Um langt árabil hefur krafan um óheft frelsi í viðskiptum - fríverslun - átt miklu fylgi að fagna. ísland er í EFTA og í viðskiptasamningum við Efnahagsbandalagið. Við njótum toll- frelsis fyrir okkar útflutningsvörur, sem er vissulega mikils virði, en í staðinn verðum við að brjóta niður tollmúra hjá okkur sjálfum fyrir frjáls- an innflutning frá þessum þjóðum, með þeim afleiðingum að samkeppnis- iðnaður okkar hefur ekki viðráðanleg- an rekstrargrundvöll í mikilli verð- bólgu, en margvísleginnflutningsversl- un blómgast. Gjaldeyriseyðslan er of mikil. Staða þessara mála er í dag eitt mesta áhyggjuefni allra hugsandi manna. Það fær engin þjóð staðist, sem eykur innflutning um 6% á sama tíma og útflutningur dregst saman um 17%. Öllurn landsmönnum er ljóst að hér er alvara á ferðum og að spyrna verður við fótum um sinn og beita varnarað- gerðum. Viðnámsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem felast í bráðabirgðalögum sem taka gildi 1. des. n.k. eru lífsnauðsyn í þessari stöðu. Þær ráðstafanir sem felast í bráðabirgðalögunum og fylgi- frumvörpum gera mögulegt að af- greiða fjárlög fyrir árið 1983, hamla gegn vaxandi verðbólgu og byggja upp vörn fyrir atvinnuleysi. Þjóðin vill að stjórnmálamenn láti þjóðarheill ganga fyrir persónulegum vígaferlum. Þjóðin þarfnast sterkrar samstöðu um róttæka viðnáms- og uppbygging- arstefnu. Það verður að bregðast hart við af ábyrgð og festu til að bægja atvinnuleysi frá. Við framsóknarmenn leggjum því áherslu á algjöran forgang atvinnumála á næstu misserum undir kjörorðinu: Störf fyrir alla og ísland án atvinnuleysis. Treystum atvinnuvegina í umræðum á Alþingi og í ýmsum fjölmiðlum hafa komið fram furðulegar kenningar gegn höfuðatvinnuvegum þjóðarinnar, sjávarútvegi og landbún- aði. Það er rík ástæða til að standa sterkan vörð um þessa atvinnuvegi. Hver getur mótmælt því að íslenskur sjávarútvegur hefur verið, er og verður um framtíð grundvöllur þjóðarbúskap- ar og lífskjara hér á landi. Hann er undirstaða gjaldeyrisöflunar. Fjár- hagslega traustur sjávarútvegur er því meginforsenda þjóðartekna og góðra lífskjara. Afköst hans þarf því að auka og efla. Hver vill mæla gegn því að íslenskur landbúnaður hefur verið og er grund- völlur byggðar í landinu og ómetan- legur fyrir afkomu þjóðarinnar. Hann skapar öryggi með því að framleiða mest af þeim matvælum sem þjóðin þarfnast. Það eitt er mikilvæg trygging fyrir sjálfstæði hennar. Hann sparar gjaldeyri og leggur til mikilvæg hráefni til iðnaðar og vinnsla úr vörum landbúnaðarins er ómissandi atvinnu- gjafi fjölmargra smærri og stærri byggðarlaga. Þar fyrir utan hefur landbúnaður margháttað félagslegt og menningarlegt gildi. Um iðnaðaruppbyggingu eru allir sammála. Stefna okkar framsóknarmanna hef- ur allt frá því að flokkurinn var stofnaður, verið: Framfarir um landið allt. Af þessu hefur íslensk byggða- stefna mótast og þróast. Samvinnu- hreyfingin hefur verið eitt sterkasta aflið í að framfylgja þessari stefnu. Um það talar skýru máli hin fjölþætta uppbygging um land allt, fiskvinnsíu- stöðvar gíæsileg fiskiskip, vinnslu- stöðvar landbúnaðarins og mörg iðn- fyrirtæki. Öflug félagsmálauppbygging hefur fylgt þessari þróun, skólar, heilbrigðisstofnanir og samgöngu- imannvirki.“ |d Oddur Olafsson, ritstjórnarfulltrúi, skrifar mBr/j.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.