Tíminn - 28.11.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 28.11.1982, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982 ■ Isak Deutscher hefur líkt ísraels- mönnum við Prússa undir stjórn Bismarks. Á öldinni sem leið sigruðu Prússar alla nágranna sína í hverri styrjöldinni á fætur annarri, Dani,Aust- urríkismenn og Frakka. Afleiðing þeirr- ar sigurgöngu varð sú að þeir töldu sjálfa sig ósigrandi, settu allt sitt traust í blindni á her sinn og vopnabúnað og belgdust upp af þjóðrembingshroka og fyrirlitningu á öðrum þjóðum. Staða þýska ríkisins var þó önnur en Ísraelsrík- is nú. Nágrannar þess voru sundraðir og sjálfum sér sundurþykkir og reyndist það valdhöfum Þýskalands auðvelt að etja þeim hverjum gegn öðrum, sam- kvæmt hinni fornu reglu Rómverja: Divide et impera, deildu og drottnaðu. Þessu bragði hafa ráðamenn í ísrael einnig beitt gegn aröbum, en það hlýtur að bregðast þeim fyrr en síðar. Allar styrjaldir ísraelsmanna við nágrannaríkin og herhlaup frá 1948 hafa sameinað þá enn betur en áður var, og afleiðing þeirrar þróunar boðar - óhjákvæmilega feigð Ísraelsríkis. Slíkri sigurgöngu hafa Þjóðverjar lýst með orðunum Man kann sich tutsiegen: Maður getur sigrað sig í hel. Og óttinn við þá lykt mála er farinn að gera vart við sig í ísrael fyrir löngu. Allur þjóðrembingurinn, hatrið á aröb- um og hinar villimannlegu hefndarað- gerðir gegn þeim eru órækast vitni um ótta ísraelsmanna og vonda samvisku. Gjaldþrot Zionismans Þannig hefur zionisminn, sú þjóðemis- hreyfing sem yngst er í Evrópu og varð til að mótaðist sem pólitísk hreyfing í lok - síðustu aldar, reynst haldlítil sem lausn á vandamáli gyðinga í heimi 20. slíkum draumsjónum samkvæmt eðli sínu. En þegar slíkir draumar skulu gerðir að veruleik og sviðsettir á okkar jarðneska plani, reynast þeir oft verða að martröð. Og draumsjón zionismans er orðin að martröð, ekki aðeins gyðingum sjálfum heldur nágrönnum þeirra öllum. Sannleikurinn er sá, að allt tal gyðinga um að hverfa aftur til Zion og Landsins helga hefur um aldir verið óháð öllum veruleik, hefur verið eins konar liturgisk draumsýn. Hinn gyðinglegi kráareigandi eða smábóndi í Póllandi á 16. öld hafði ekki meiri áhuga á að hverfa raunveru- lega aftur til Palestínu en hinir amerísku milljónamæringar gyðinga í dag. Gyð- ingar hafa af biturri reynslu rekið sig á það, að fals-messíasar þeirra leiddu yfir þá ógæfu fyrr en síðar, því hafa þeir snúið baki við þeim öllum. Herzl er þeirra síðastur, og það er skoðun margra frjálslyndra trúarleiðtoga gyðinga á okkar tímum að boðskapur hans, zion- isminn, eigi eftir að verða gyðingum og gyðingdómi dýrkeyptari en flest annað. Það gyðingavandamál sem zionisminn átti að leysa á sér félagslegar orsakir, pólitískar og efnahagslegar, sem honum sást yfir. Líftaug Ísraelsríkis er hernaður og fjárhagsaðstoð sú sem þeir hljóta frá gyðingum í Vestur-Evrópu og þó eink- um í Bandaríkjunum, og þessa aðstoð hljóta þeir eingöngu fyrir það að þeim er ógnað, ógnað enn í dag, þrátt fyrir þá lausn sem zionisminn bauð upp á með stofnun ríkisins. Um leið og eitthvað dregur úr styrjaldarhættu í Palestínu minnka fjárframlögin frá USA og um leið versna lífskjörin í ísrael og fólk tekur að flytjast þaðan burt, eins og glögglega hefur komið í ljós á undan- Gyðingastríð 20. aldar B Begin forsætisráðherra ísraels eins og hann lítur út í augum teiknarans David Levine. „Maður stökk út af efstu hæð á brennandi húsi, þar sem margir ættingjar hans höfðu þegar látið lífið. Honum tókst að sleppa lifandi, en í fallinu kom hann niður á annan mann, sem stóð undir húsveggnum, og braut handleggi og fætur þessa manns. Maðurinn sem stökk út úr eldinum átti ekki annarra kosta völ, samt sem áður var það hann sem varð valdur að óláni þess sem beinbrotnaði. Ef báðir hegðuðu sér nú skynsamlega þyrftu þeir ekki að verða óvinir. Maðurinn sem stökk hefði þá reynt að hugga og hressa hinn, er hann var sjálfur búinn að ná sér eftir fallið, og hinn hefði sennilega skilið að hann var fórnarlamb aðstæðna sem hvorugur þeirra réði. En reynið að gera ykkur í hugarlund hvernig fer, ef báðir mennirn- ir koma heimskulega fram. Slasaði maðurinn kennir hinum um ólán sitt og sver að hann skuli einnig fá að þjást. Hinn sem óttast að limlesti maðurinn komi fram hefndum áreitir hann, spark- ar í hann og slær hann í hvert sinn sem fundum þeirra ber saman. Sá sem sparkað er í sver enn á ný ^ koma fram hefndum og hlýtur enn refsingu. Bitur fjandskapur, sem í fyrstu reis vegna tilviljunar, magnast og varpar skugga á líf mannanna beggja og eitrar hugskot þeirra. Ég er viss um að þið þekkið sjálfa ykkur, leyfar evrópskra gyðinga í ísrael, sem manninn sem stökk út úr brennandi húsinu. Hinn maðurinn er auðvitað tákn þeirrar milljónar Palestínuaraba sem misst hafa fósturjörð sína og heimili. Þeir eru reiðir. Handan yfir landamærin líta þeir fæðingarstaði sína, þeir ráðast að ykkur úr launsátri og sverja hefndir. Þið sparkið vægðarlaust, þið hafið sýnt 4. grein Zionisminn er gjaldþrota aldar. Markmið hreyfingarinnar var að tryggja gyðingum skjól og öryggi gegn útrýmingaræði - pogrom - líkt því er átti | sér stað af hálfu ráðþrota stjónvalda rússneska zarsins eða þjóðarmorði þýsku nasistanna. Gyðingar skyldu lifa sem frjálsbornir menn, allir múrar miðaldaghettóanna - gyðingahverfanna - skyldu brotnir. 1 stað þess að ná þessu marki hafa þeir gert Ísraelsríki að nútíma þjóðarghettói sem umkringt er óvinum á allar hliðar, en verður að setja allt sitt traust á her og vígvélar og pólitískan og fjárhagslegan stuðning hins bandaríska heimsveldis í vestri. Zionisminn er löngu gjaldþrota, hann , hefur meðal annars orðið að leita sér skjóls bak við falskenningar kynþátta- stefnunnar, erkióvinar gyðingdómsins, í tilraunum sínum til að sanna rétt sinn til Landsins helga. Raunar ætti það að vera öilum ljóst, að það er harla ósennileg saga að loks eftir 1900 ár skyldi fundin lausn á svo gömlu vandamáli sem zionistar segja það vera. Menn hljóta að spyrja, hvers vegna í ósköpunum gyðingar hafi aldrei reynt í öll þessi 1900 ár að snúa aftur til Palestínu. Hvers vegna var nauðsynlegt að bíða í 1900 ár eftir spámanninum Herzl til þess hann mætti sanna gyðing- um slíka nauðsyn? Og hvers vegna skyldi hafa verið litið á alla fyrirrennara Herzl, sem falsspámenn, menn eins og hinn fræga Zabbatai Zevi sem tilkynnti trúbræðrum sínum það í synagógu gyðinga í Smyrna 1665 að hann væri sá Messía's er lýðurinn vænti. Hvers vegna skyldi hann og fleiri hafa verið reknir úr samfélagi gyðinga sem falsmessíasar? Boðskapur hans og þeirra var þó í meginatriðum hinn sami og Theodors Herzls. Við slíkum spurningum eiga zionistar ekki gild svör. Trúarleg þrá og pólitísk martröð „Draumurinn um Zion“ hefur löngum aðeins verið draumur, trúarleg þrá mannsins til gullinnar fortíðar eða útópiskrar framtíðar fær sína svölun í förnum árum. Það er því skelfileg staðreynd, að forsenda fyrir tilveru Ísraelsríkis skuli byggjast á þeim aðstæð- um sem stofnun ríkisins átti að afmá. Þjóðfélagsstaða Gyðingsins Sérstaða gyðingsins meðal þjóða heims allt frá dögum þeirra Ahasverusar persneska og Mordekais byggist ekki eingöngu á trú hans, heldur kemur þar fleira til, sem ef til vill hefur reynst þyngra á metum stundum en trúmálin. Ég á hér við þá atvinnugrein sem gyðingurinn hefur stundað og oft ein- skorðað sig við um aldir. í þeim þjóðfélögum heims sem gyðingar hafa sest að hafa þeir fengist við verslun og kaupskap og peningaviðskipti, allir þekkja mynd gyðingsins sem okurkarls. Þeir gyðingar sem settust að í dreifingunni eða diaspora, sem svo er nefnd, það er utan Palestínu, hvort heldur var fyrir eða eftir eyðingu Jerúsalem árið 70, fluttu með sér verkkunnáttu og viðskiptahætti eldra og þróaðra menningarþjóðfélags og náðu oft tökum á auðmagni þessara þjóða sem víxlarar og kaupmenn. Þeir urðu oft handgengnir konungum og soldánum og margir höfðu náin tengsl við páfa miðaldakirkjunnar. Nathan Weinstock segir í bókinni Zionisminn, óvinur ísraels: „Gyðingar eru gleggst dæmi þess er þjóðarbrot, sem tekur að sér visst þjóðfélagslegt hlutverk með annarri þjóð, varðveitir séreinkenni sín, án þess að aðlagast þeim sem þeir búa á meðal.“ Hliðstæð dæmi má finna úr okkar samtíð þar sem eru sígaunar, armenar, kínverskir kaup- menn í Suðaustur-Asíu, múhameðskir kaupmenn í kínverskum borgum og indverskir víxlarar í Burma. Vegna sambærilegrar sérstöðu sinnar, efna- hagslegrar og þjóðfélagslegrar, tengdust gyðingar þróun Evrópumenningar snemma á öldum. Þær trúarofsóknir sem gyðingar verða fyrir víðsvegar um Evr- ópu á miðöldum eru raunverulega sprottnar af öðrum sökum og eiga sér jarðneskari rætur. Hin evrópska kaup- mannastétt er að vaxa úr grasi á 11. öld og ógnar brátt veldi gyðinga á þessu sviði. Leið því ekki á löngu að ýmsir árekstrar yrðu milli gyðinga og þessarar nýju stéttar, þeir missa smám saman. einokunaraðstöðu sína á sviði verslunar og þeir eru útilokaðir frá gildum hinna evrópsku kaupmanna. Á 15. og 16. öld var flestum gyðingum vísað úr landi á Spáni og Portúgal. Þessir gyðingar settust margir hverjir að í Austur-Evrópu og hinu ottómanska ríki. Þar fundu þeir verslunarhætti hins gamla lénsskipulags, sem þá hafði sungið sitt síðasta vers í Vestur-Evrópu, og hér ganga þeir á ný inn í sitt gamla hlutverk sem verslunarmenn, víxlarar og hand- verksmenn. Fæðingarhríðir kapitalism- ans í Austur-Evrópu á 19. öld urðu allharðar og varð hin nýja borgarastétt Rússlands að styðjast við öfgafulla þjóðernisstefnu sér til framdráttar. í efnahagsöngþveiti þessara ára var at- hygli fólksins síðan beint inn á brautir andsemitisma og gyðingahaturs, eins og áður hefur verið að vikið. Sagan endurtekur sig Gyðingar Vestur-Evrópu fóta sig í nýjum heimi hins iðnvædda kapitalisma og verða áhrifamikið afl í fjármálaheim- inum. Styrjaldir 20. aldar færa okkur feigðarboða kapitalismans í alláþreifan- legum myndum. Nýir þjóðfélagshættir eru í deiglunni og harðnandi átök' sósialisma og kapitalisma setja gyðinga í Evrópu í sömu aðstöðu og þeir komust í á 15. og 16. öld, en lénsskipulag miðalda hafði gengið sér til húðar. „Evrópskir gyðingar urðu að gjalda ógnlegu verði það hlutverk sem þeir höfðu leikið í sögu Evrópu, án þess þó að hafa valið það sjálfir,“ segir Isack Deutscher. Mynd hins ríka gyðinga- kaupmanns og okurkarls, eins og hún hafði lifað í þjóðsögu og ævintýri, var hent á loft af nasistunum þýsku og hún blásin út, þar til hún tók á sig tröllaukna mynd sem otað var að hinum fáfróða múg, honum til hremmingar og vald- höfunum til hagnaðar. Orsakar andsemitisma og gyðingahat- urs er því hér að leita, og allar tilraunir til að leysa vandamál gyðingahaturs hljóta því að vera bundnar því að andstæður kapitalismans í efnahagslífi samtímans verði leystar með vaxandi sósíalisma. Því er lausn gyðingavanda- málsins ef til vill minna undir því komin hvaða stjórn situr að völdum í Tel Aviv en hinu, hvaða stjómarhættir verða teknir upp á Vesturlöndum á komandi árum. Isack Deutscher Ég vitnaði áðan í Isack Deutscher, en hann var af pólskum gyðingaættum, kunnur blaðamaður og rithöfundur. Hann lést árið 1968. Hann ferðaðist um Ísraelsríki nokkru fyrir dauða sinn og flutti þar fyrirlestra, þar sem hann ræddi meðal annars vandamál ísraelsmanna og Palestínuaraba. í einum af fyrirlestr- um sínum komst hann svo að orði um þessi mál: að þá list’ kunnið þið mætavel. En hver er tilgangur ykkar? Og hvað ber framtíð- in í skauti?“. Þannig fórust Deutscher orð. Framtíð Ísraelsríkis? Draumur zionista varð að veruleika, fsraelsríki var stofnað, en þessi draumur varð að martröð um leið og hann hafði ræst. Tortryggni, ótti, hatur og ofbeld- isverk hafa einkennt sögu Ísraelsríkis og samskipti ísraelsmanna við granna sína araba. Myndi ekki Isack Deutscher þykja hinn klofstutti landsfaðir í ísrael vera orðinn lappalangur nú á 9. áratugn- um, þegar hann sparkar um kjamorku- vemm austur í Bagdad og leggur í rúst fagrar og friðsælar borgir í Líbanon? Draumur þjóðrembingsmanna í fsrael er stórveldi er nái frá Miðjarðarhafi austur að Efratsbökkum - í krafti amerískra dollara og amerískra morð- tóla á að endurreisa ríki Davíðs, og til þess að ná þessu marki er allt lagt að veði, hugsjónir gyðingsdómsins um mannréttindi og frið fótum troðnar og spámenn samtíðar, menn eins og leik- ritaskáldið Hanoch Levin, hataðir og fyrirlitnir af yfirvöldum. En því Ísraelsríki sem stofnað var 1948 verður vart lengri lífdaga auðið en ríkjum þeim sem vígreifir krossfarar komu á fót í Palestínu á sinni tíð, vegna þess það „leitar sér hælis hjá faraó og fær sér skjól í skugga Egyptalands“, svo notuð séu gömul orð Jesaja spámanns. Haldi hinn voldugi faraó samtímans áfram að senda ofstækisfullum þjóð- rembingsmönnum í ísrael vígvélar og fjármuni og búa óvígan her þeirra til þess að fara eldi um lönd og byggðir araba, getur það leitt til þeirrar miklu harmagedón sem heimsslitum veldur. Nái öfl friðar og samhjálpar yfirhöndinni verður án efa stofnað nýtt ríki í Palestínu, þar sem bæði arabar og gyðingar mætast sem bræður með gagn- kvæmri virðingu hvor fyrir öðrum. Slík lausn væri mest í anda hins sanna gyðingdóms og raunar islams líka. (Niðurlag) Séra Rögnvaldur Finnbogason skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.