Tíminn - 28.11.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 28.11.1982, Blaðsíða 17
SUNNUDAGUR 28. Skýrsla um útlitog horfur skákmanna í Luzern Textí: Illugi Jökulsson Myndir: Linda SVISSNESKA Ojújú, það var sossum nógu gaman að vera viðstaddur eins og eitt ólympíumót í skák - haldið í Luzern - það er að segja hátt á sjöunda hundrað manns að tefla skák, aldrei fleiri. Stundum virtist þetta allt svolítið fánýtt, jafnvel kjánalegt, en það var ósköp sjaldan. Oftast bara skemmtilegt og intressant. Hvað ég var að gera - fyrir utan að senda lesendum Tímans fréttir af sigri Sovétmanna og slælegri frammistöðu íslenska karlaliðsins? Nema gefa út skákblað með félögum mínum, hluti af „Editorial Staff ‘ Jóhanns Þóris Jónssonar sem gerði garðinn frægan. Nú erum við heimsfræg á íslandi og þó skömm sé frá að segja, einnig meðal lesenda skákblaða annars staðar. Og voru svo sannarlega engar horfur á því klukkan fjögur að nóttu áður en fyrsta blaðið skyldi koma út að við yrðum heimsfræg fyrir annað en dellu og vitleysu, skipulagsleysi og þvætting. Var það nú svona slæmt? Til að byrja með, já. Ekki aðeins það að víst hefði íslenski hópurinn mátt skipuleggja sig betur fyrirfram, heldur reyndust blessaðir Svisslending arnir ekki nærri eins pottþéttir menn og ég hafði lesið á bókum. Pottþéttir? Nei, það er alveg satt að þeir hafi svikið nálega allt sem þeir gátu svikið, og það er ekki Alfreð Becker og félögum að þakka að blaðið komst út og var svo þokkalegt sem það þó var. Þeir áttu til að mynda að sjá um að allar skákirnar væru tölvusettar á tilteknum tíma; er við komum rfyrsta skipti upp í Alhnend Festhalle blasti við okkur hópur af háöldruðu fólki að æfa sig á setningarmaskínurnar; góðir og gildir skákáhugamenn var okkur sagt, en kunnu því miður ekki einu sinni að vélrita. Það var reynt að bjarga í horn, harðorð bréf gengu á milli íslendinga og Svissara og á endanum var einhverju reddað. Samt tók langan tíma að vinna upp allan skákalagerinn, og það var töluvert vesen. Viktor Korchnoi, einmana?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.