Tíminn - 28.11.1982, Blaðsíða 29

Tíminn - 28.11.1982, Blaðsíða 29
SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982 29 nútíminn lilil HVERSVEGNA HEIMSMET? ■ Við hér á Nútimanum höfum ákveðid að taka upp þá nýbreytni að gefa tóniistarmönnum og öðrum sem tengjast því sviði kost á að setja fram skoðanir sínar eða hugsanir um þau málefni sem efst eru á baugi í popp/rokktónlistinni hérlendis. Sásem ríður á vaðið er Jóhann G. Jóhannsson er gerð m.a. garðinn frægan hér á árunum áður með Óðmönnum og fleiri góðum sveitum. Þessi þáttur Nútímans mun heita í sigtinu og ef einhverjir hafa citthvað í sigtinu þá er að hafa samband við Fríðrík eða Eirík í86300. Hvers vegna heimsmet? ■ íslenskir tónlistarmenn sem leika svokallaða dægurtónlist (pop-músik) búa við vægast sagt undarlegar aðstæð- ur. Mjög almennur áhugi er ríkjandi á þessari tegund tónlistar meðal lands- manna. Gæði íslenskrar dægurtónlistar eru mikil í samanburði t.d. við það sem gerist best á hinum Norðurlöndunum en þar eru starfsskilyrði tónlistar- manna ólíkt betri og meiri skilningur ráðamanna ríkjandi. Þá erum við komin aðkjarnamálsins: starfsskilyrð- um og möguleikum íslenskra tónlist- armanna. í sögu íslenskrar dægurtón- listar hefur aldrei fyrr verið eins mikið framboð af hljómsveitum sem flytja cinungis frumsamið efni. Starfsvett- vangur fyrir þessar hljómsvcitir er mjög takmarkaður. í Reykjavík er varla til nokkur staður þar sem þessar hljómsveitir geta að jafnaði komið fram - kannske einn eða tveir þar sem mcnn gangast að afarkostum og fá Jóhann G. Jóhannsson. varla nokkuð í sinn hlut utan á- nægjunnar af því að spila. Úti á landi er ástandið þannig að félagsheimilin hafa velt áhættunni af dansleikja- eða tónleikahaldi meir og miona yfir á hcrðar tónlistarmanna, þannig að þeir vita sjaldnast hvort þcir hafa jafnvel þurfi að borga með sér. Skýringin á þessu hvoru tveggja er einföld: í Reykjavík byggist skemmtanahald upp á vínveitingastöðum þar sem hagnaðarvonin byggist á vínsölu. Að- gangseyririnn á þessa staði er yfirleitt svokallað rúllugjald kr. 30. pr. mann (að frádregnum allskonar sköttum) og stendur á engan hátt undir nokkrum rekstri. Fullyrða má að þeir sem ekki drekka áfenga drykki, láti jafnvel vatn nægja, skemmti sér á kostnað veitinga- húseigenda. Þessu mætti breyta í einu vetfangi þannig að ef vínveitingahúsin legðu út í aukinn kostn. vegna lifandi tónlistarflutnings þar sem't.d. viður- kenndar hljómsveitir kæmu fram t.d. tvisvar á kvöldi (á móti diskóteki sem fullnægði dansþörf gesta) með 45 mín. „show", mættu þau hækka miðaverð um sem næmi kostnaðarauka vegna hljómsveitar deilt á meðalaðsókn. í dag er stór hópur fólks í þjóðfélag- inu sem hefur sagt skilið við Bakkus, en hefur samt gaman af að fara út á meðal fólks og hlusta á góða tónlist. Hvert á þetta fólk að fara? Þarna þurfa veitingahúsaeigendur og tónlistarmenn að taka höndum saman. Á dansleik í félagsheimili út á landi kostar miði nálægt kr. 200. Þar eru vínveitingar bannaðar, bannað að smygla inn áfengi en engu að síður gætir áhrifa Bakkusar þar síst í minna lagi en á vínveitingarhúsunum. Ein- hver myndi tala um aðstöðumun í þessu sambandi. Til mótvægis má geta þess að félagsheimilin leggja meir upp úr því að bjóða fólki að hlusta á þekktar íslenskar hljómsveitir: En hvernig stendur á þessum verðmis- mun? Jú - ríkið tekur nastum helming miðaverðs í allskonar skatta. Venju- lega tíðkast að hagnaður fyrirtækja sé skattlagður netto. Dansleikjahald t.d. þar sem hljómsveit og félagsheimili er ekkert annað en fyrirtæki. Því væri eðlilegast að allur kostnaður þar á meðal kauptrygging til tónlistarmanna væri fyrst dregin frá innkomu og það sem þá væri eftir og skiptist í ákveðnu hlutfalli milli húss og hljómsveitar, sá hagnaður væri skattlagður af ríkinu. Þetta gæti leitt til lækkaðs miðaverðs sem aftur myndi leiða til aukinnar aðsóknar, betri afkomu tónlistar- manna og félagsheimila. Mér skilst að síðast liðið sumar hafi verið svo lélegt hvað aðsókn á almenna dansleiki snerti að margar hljómsveitir veigri sér að sækja á þennan markað t.d. næsta sumar. Félagsheimili og tónlistarmenn gætu unnið að því sameiginlega að fá einhverja leiðréttingu á þessu máli. t sjónvarpinu hefur það viðgengist undanfarin ár að í þætti sem kallast Skonrokk hefur veirð sýnt eingöngu erlent efni á meðan sambærilegt ís- lenskt hefur varla fengið nokkurt rúm. Þarna er aðstöðumunur erlends tón- listarefnis gífurlegur fram yfir íslenskt efni og kemur m.a. niður á innlendri hljómplötugerð ásamt fleiru. Sem betur fer er komin einhver hreyfing á þessi mál þannig að líkur eru á að íslenskir tónlistarmenn fari að sjást á skjánum innan tíðar. Ríkisútvarpið hefur í gegn um árin brugðist í flutningi á íslenskri dægurtónlist. Stærsta skrefið í rétta átt var þátturinn Rokkþing s.l. sumar. En betur má ef duga skal. íslenskir tónlistarmenn eru ein- angraðir, búa við slæm skilyrði hvað snertir atvinnu og tekjumöguleika. Fví vekur það undrun í hversu háum gæðaflokki þeir eru miðað við það sem gerist annars staðar. Þær íslenskar hljómsveitir sem leikið hafa erlendis hafa undantekningar- laust vakið athygli fyrir góða tónlist og flutning t.d. Þursaflokkurinn, Þeyr og Utangarðsmenn, en vegna þess að þær hafa ckki fengið þann stuðning sem þarf til að ná árangri á erlendum vattvangi hafa þessir tækifæri ekki nýst sem skyldi og er það miður. Það getu rekki veirð skynsamlega uppbyggt þjóðfélag sem stuðlar ekki að því að einstaklingamir nýtist og þróist á því sviði þar sem hæfileikar þeirra liggja. Kannski er það einmitt undirrót þess hversu illa er komið fyrir þjóðinni í dag. SATT (Samband alþýðutónskálda- og tónlistarmanna var stofnað þann 13. nóvember 1979). Markmiðið að bæta haga félagsmanna og stuðla að auknum lifandi tónlistarflutningi. Það hefur kannski gengið hægar en við höfðum óskað að breyta ríkjandi ástandi. Eftir 3 ár erum við þó enn til sem félag og þar höfum við kannski farið fram úr björtustu vonum margra. Fyrir nokkru fcstum við kaup á húsnæði sern á að verða einskonar hornsteinn félagsins, þar sem í fram- tíðinni fari fram margháttuð starfsemi. Til að fjármagna kaupin var síðan ráðist í Byggingarhappdrætti SATT cn í því verður dregið 23. desember n.k. Til að vekja athygli á málefnum íslenskra tónlistarmanna, ásamt Bygg- ingarhappdrætti SATT, heldur SATT í samvinnu við Tónabæ maraþontón- leika þar sem markmiðið er að halda lengstu tónleika sem haldnir haf verið, svo vitað sé, í heiminum - setja heimsmet. Núgildandi heimsmet var sctt 1968 í V-Þýskalandi og er 321 klst. eða sem svarar 13 sólarhringum og 9 klst. Tónlcikarnir hefjast 5. desember n.k. og þurfa að standa að a.m.k. til 19. des. Það er.trú okkar sem að þessu stöndum að sýni tónlistarmenn þann samhug og þá samstöðu sem þarf til að ná settu marki, meigi vænta þess að ekki standi á stuðningi fóiksins í landinu, sem almennt hefur einhverja ánægju af íslenskri dægurtónlist - Þessvegna heimsmet. ' ' Jóhunn G. Jóhannsson BYGGINGARHAPPDRÆTTISATT '82 Verðlaunagetraun - Dregið út vikulega úr réttum svörum Ath! rétt svör þurfa að hafa borist innan 10 daga frá birtingu hvers seðils. SATT SAMT0K ALÞÝÐUTÓNSKÁLDA 0G TÓNLISTARMANNA 2. 3. 4. HVAÐ HEITA ÞESSIR TÓNLISTARMENN????? Uyndimar hér að ofan eru af þekktum tónlistarmönnum sem allir eru meölimir í SATT (Samband Alþýðutónskálda- og Tónlistarmanna) Ef þið vitið nöfn þeirra, skrifið þá viðeigandi nafn undir hverja mynd. Fyllið síðan út í reitinn hér fyrir neöan: nafn sendanda, heimilisfang, stað, simanúmer. Utanáskriftin er: Gallery Lækjartorg, Hafnarstræti 22 Rvik., sími 15310 Látið 45 kr. fylgja meö og við sendum um hæl 1. miða i Byggingarhappdrætti SATT (dregið 23. des.). ATH! Rétt svör þurfa að berast innan 10 daga frá birtingu hvers seðils, en þá verður dregið úr réttum lausnum. ALLS BIRTAST 4 SEÐLAR FYRffi JOL. VfflíraiGAR IBYGGINGARHAPPDRÆTTISATT: (Dregið 23. des. '82) 1. Renaultð 2. FiatPanda kr.121.000,- § 3. EenwoodogARhljómtækjasamstæða kr. 40.000,- •—<1 a 4.-5. Úttekt í hljóðfæraversl. Rín & Tónkvisl £ aðupph.kr. 20.000, samt. kr. 40.000,- Oc- 6. Kenwoodferðatækiásamttösku kr. 19.500,- 7. Kenwoodhljómtækjasettíbílinn kr. 19.500,- g 8.-27. Úttekt í Gallery Lækjartorgi og Skifunni • -íslenskarhljómplöturaðupphæðkr. 1.000,- kr. 20.000,- EFLUM LIFANDITONLIST NAFN HEIMILI STAÐUR SÍMI — Þú ert ekki í vanda í Panda Verðmæti vinninga alls kr. 375.000,- Ath. utanáskrift: Gallery Lækjartorg, Hafnarstræti 22, Rvik, sími 15310.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.