Tíminn - 28.11.1982, Blaðsíða 35

Tíminn - 28.11.1982, Blaðsíða 35
SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982 höfðu hafist upp illdeilur, slagsmál og skotbardagar í ríki hans, svo brátt var úr orðið hreint flokkastrið. Fyrstur féll „Kína-Fritz", Fritz Schroer, 35 ára, sem stjómaði einni hæðinni í „Eros Center.“ Þessi maður sat í makindum inni á „Ritze“ við hlið vinnustaðar síns, þegar dökkklæddur maður gekk inn án þess að veita klám- myndinni á skerminum neina athygli. Dró hann upp Smith & Wesson skamm- byssu 9 millimetra og hæfði Fritz með tveimur skotum í brjóstið. Drápsmaður- inn komst undan. Pá fórst mikilsháttar maður frá St. Pauli í bruna bílaverkstæðis í Harburg. Sá var Helmut Ohlerich, 48 ára gamall og fyrrum forstöðumaður næturklúbba á Grosse Freiheit. Kolbrennt lík hans fannst í rústunum og var því slegið föstu að bruninn hefði valdið dauða hans. En var þetta slys eða vandlega dulið morð? Hann var einn þeirra manna sem lýstur hafði verið í „St. Pauli bannið." Þriðja morðið hlýtur að hafa vakið sérstakan óhug hjá Michael Luchting í fangaklefanum. Maðurinn sem komið hafði til hans með 100 þúsund mörkin, Dieter Mohr, var mvrtur þann 10. aDríl klukkan 9.25 að morgni. Tveir menn hringdu dyrabjöllunni hjá honum oe bar annar gulan pakka, en hinn skotvopn. Mohr var hæfður fjölda kúlna. Á besta aldri, aðeins 28 ára gamall, var líka gert út af við „Teeny-Klaus.“ Þessi liðsmaður „Nutella" flokksins, sem jafnan ók dýrindis Lamborghini, var skotinn til dauða inni á knæpu við Reeperbahn. Við verknaðinn var notuð Colt 38 cal. Um miðjan mai var röðin komin að Dieter Glocke, sem átti fjölda veitinga- staða og íbúðarhúsa á St. Pauii. Bifreið ók á hann úti á miðri götu og ökumaður- inn hvarf af slysstað. Degi síðar fannst veðlánarinn Heinz Dieter Förster dauður í farangursrými bifreiðar sinnar. Óttinn grípur um sig á St. Pauli. Á diskótekinu „Sheila,“ þar sem Michael Luchting hóf feril sinn sem þjónn, má heyra stöðugar skotæfingar. Er verið að búa sig undir stríð milli glæpaflokkanna? Lögreglumenn Davidswache lögreglu- stöðvarinnar í St. Pauli finna daginn eftir heilt vopnabúr ofan við veitingastaðinn „Lauffroskinn" við Kastanienálle. Þar á meðal er tvíhleypt haglabyssa, sem hlaupið hefur verið sagað af til hálfs. Slíkt vopn hefur Mafían notað frá fornri tíð til þess að þagga niður í óvinum sínum og vitnum þeirra. Þá hefur það nýlega gerst að fjórar stúlkur hafa borið vitni fyrir rétti þess efnis að þær hafi verið þvingaðar til vændis af meglurum. 1 augum herranna á St. Pauli er þetta vottur um mikla afturför valda þeirra. Áður kom það vart fyrir að konur bæru vitni gegn „verndurum“ sínum. En fjárhagslega standa þeir enn traustum fótum, félagar GMBH. Þeir lögðu fram í júlíbyrjun 200 þúsund marka tryggingu vegna Luchting á Spáni. En áður en honum var sleppt gerðist skelfilegur atburður. Brotist var inn í hús hans í Harvestehude í Hamborg. Þjófarnir tóku viðvörunar- kerfið úr sambandi og skiptu um lás á útihurðinni í mestu makindum. Gengu þeir nú út og inn sem þá lysti. Tóku þeir fjölda dýrindis teppa frá Austurlöndum út með sér og báru burt peningaskápinn í kústaskápnum. „I peningaskápnum voru skartgripirnir mínir, Cartier-úrið mitt og heilmikið af gullpeningum," segir Manuela. Nokkru síðar voru þjófamir gripnir, þegar þeir ætluðu að losa sig við peningaskápinn, sem soðinn hafði verið sundur, í skurði nokkrum. Allir voru þeir úr kunningjahópi „Mischa“, en ekki er vitað hvort þeir unnu á eigin vegum eða í umboði annarra. Skyldu þeir hafa verið að ásælast skartgripina eða mikilvæg og kannske - fyrir ein- hverja - óþægileg skjöl. Viku eftir inbrotið, þann 23. júlí, þegar Luchting hafði verið 149 daga fangi, lukust fangelsisdyrnor >ipp fyrir honum. Samt varð hann að dvelja á eynni enn um hríð og gefa sig reglulega fram við lögregluna. Manuelu sendi hann til Hamborgar og átti hún að gera ýmsar ráðstafanir vegna innbrotsins. Á afmælis- degi hans, þann 26. ágúst sendi „Manu“ honum „Schmusi“ sínum rauð- ar rósir, en hann varð þá 34 ára. Hinn 2. október sl. mátti Luchting loks fara heim. Ekki hringdi hann í Manuelu áður en heim var haldið og við komuna til Hamborgar var honum sagt að hún hefði verið með öðmm manni í fjarveru hans. Enginn var heima í íbúðinni við Isekai, þegar hann kom þangað. Manuela segir: „Daginn eftir brast stormurinn á. „Mischa” var kominn heim og hann sýndist alveg niðurbrotinn maður. „Á ég að opna kampavínsflösku?“ spurði ég. Ekki vildi hann það. Hann sat aðeins og starði fram fyrir sig. Hann var alveg breyttur." Hann fór að heiman um nóttina, án þess að segja hvert skyldi halda. Daginn eftir svaf hann til hádegis. .,Hann sat eins og í leiðslu og mælti varla orð frá vörum. Að sögn kunnugra mun Luchting hafa orðið það ljóst skömmu eftir að hann hitti félaga sína að máli eftir heimkom- una, að hann hafði verið sviptur völdum sínum, meðan hann sat í fangelsinu. Hlutum hans og stöðum innan GMBH hafði verið deilt á milli hinna. Honum var gert ljóst að þau 200 þúsund mörk sem greidd höfðu verið sem trygging vegna hans skoðuðust lokauppgjör til hans. í bræðikasti hafði „Mischa hinn fagri“ reynt að hóa saman nokkrum beljökum, en enginn hafði tekið mark á honum. Einn segir: „Hann var eins ogherforingi, sem kallaði til orrustu, en hafði bara engan her.“ Miðvikudaginn 13. október sendir Luchting vinkonu sína að heiman, því hann þykist vilja vera einn með sjálfum sér. Þegar hún kom heim aftur klukkan 10 um kvöldið var þar fyrir einn vina hans, sem varaði hana við að fara inn í svefnherbergið. Þá sá hún hann koma út úr herberginu eins og draug. Hann hafði þá gleypt firn af svefntöflum og drukkið ofan í allt st man. Þegar hún leit inn í herbergið sá hún þar bandhönk og var snara hnýtt á annan endann. Síðar frétti hún að hann hefði ætlað að hengja sig, en hætt við það á sfðustu stundu. Tveimur dögum síðar virtist „Mischa“ hafa náð sér upp úr þunglyndinu. „Hann át góðan morgunverð, klæddi sig vel og rakaði sig“, segir Manuela. Skömmu eftir klukkan tvö tók hann í handlegginn á henni og sagði: „Ég þyrfti að segja þér margt, en kem ekki orðum að ,því.“ Svo steig hann upp í svartan sportbíl, sem hann hafði eitt sinn gefið henni. Síðst sást Luchting í gistihúsi í Hollenstedt , þar sem hann snæddi ríkulega máltíð. Morguninn eftir rakst veiðivörður á svarta sportbílinn inn í rjdðri. Skammt frá hékk maður neðan í grind á útsýnispalli. „Mischa hinn fagri“ var allur. „Sjálfsmorð með hengingu." sagði á dánarvottorðinu. Dauðaorsök: Þunglyndi. Sex dögum síðar mættu fleiri á St. Pauli örlögum sínum. Skothríð hófst klukkan hálf tvö að nóttu á veitingastaðn- um „Bel Ami“ í Eros Center. Sex kúlur höfnuðu í brjósti „Angie" Becker, 36 ára. „SS-Klaus“ sálaðist eftir að hafa fengið skot í ennið. Hinn þriðji, „Kar- ate-Tommy“, var heppnari. Hann komst undan eftir að hafa hlotið skot í kviðinn. Þessir voru allir úr „Nutella-hópnum" Tilræðismenirnir gáfu sig fram þrem dögum síðar hjá lögreglunni í fylgd lögfræðinga sinna. Þeir kváðust hafa átt hendur sínar að verja, þegar einir tíu ribbaldar ætluðu að jafna um þá. Þeir voru úr litlum hópi meglara, sem keppir um völdin við „Nutella“-piltana. Deilu- efnið var það að ein skækjanna hafði hlotið glóðarauga eftir áflog við keppi- naut og var því frá vinnu nokkra daga. Áætlað tap var talið 2000 mörk. En vopnahlé ríkti meðan athöfnin fór fram í Ohlsdorfer kirkjugarðinum, þar sem 300 prúðbúnir herrar og einar 25 dömur fylgdu „Mischa" til grafar. Prest- urinn, séra Gerber, reyndi að finna viðeigandi ritningarstað og hafði loks uppi á þessum: „Við reikum um í myrkrinu og vitum ekki hvert við höldum né hvaðan við komum og hverjir við erum...“ Eftirlifendur létu mold og blóm falia niður á kistulokið í gröfinni, bæði móðir hins látna og samstarfsmenn hans. Hinn ljóshærði Uwe lét einhvern þungan hlut falla niður á kistulokið. Það var sá hlutur sem „Mischa" hafði haft hvað mestar mætur á, -,,Emily“ styttan, sem prýðir vatnskassalokið á Rolls Royce bifreiðunum. En skömmu síðar, þegar líkfylgdin var komin spölkorn í burtu, var gefin skipun um að sækja „Emilý“ aftur niður í gröfina. Þegar á allt var litið þá var hún þó sinna þúsund marka virði! Þýtt úr Stem - AM 35 Mælar- þungaskattur Eigum mæla í flestar gerðir bifreiða. Þeir sem hafa hug á að fá sér mæli fyrir áramót vinsamlegast hafið samband við okkur sem fyrst. Smíðum einnig hraðamælissnúrur. Fljót og gó vinna Vélin sf. Súðarvogi 18 (Kænuvogsmegin) sími 91-85128. Difreiðaeigendur DÍL AÞYOTTUR—DÓN — RYKSUGUN Vitið þið, að hjá okkur tekur aðeins 15-20 mín. að fá bíl- inn þveginn — bónaðan og ryksugaðan. Hægt er að fá bílinn ein- göngu handþveginn. Komið reglulega. Ekki þarf að panta tíma, þar sem við erum með færi- bandakerfi. Ódýr og góð þjónusta. DON- OG ÞVOTTASTOÐIN HF. Sigtúni 3, sími 14820. Ættbók íslenskra hrossa Stóðhestar nr 750-966 ÆTTBÓK ÍSLENSKRA HROSSA Fyrsta bindi að útgáfu ættbókar Búnaðar- félags íslands, fjallar um stóðhesta nr. 750- 966. Þetta eru þeir stóðhestar sem færðir hafa verið í ættbók frá 1965 allt til þessa dags. Myndireru aföllum hestunum. Hér er að finna ýtarlegar upplýsingar um 217 skráða stóðhesta á umræddu tímabili. Ættir eru raktar, dómum lýst og getið skráðra afkvæma meðal annarra þeirra sem tekin voru í ættbók nú í sumar. Þorkell Bjarnason, hrossaræktarráðunaut- ur á Laugarvatni hefur nú gengt því starfi í tuttugu ár og því verið aðalleiðbeinandi i hrossaræktinni þann tíma sem hér um ræð- ir. Hann hefur auk þess að vera aðaldómari á sýningum, annast skráningu hrossanna í ættbók og þar með lagt til efni bókarinnar. Hann hefur og haft yfirumsjón með gerð handrits. Engum sem fylgst hefur með hrossa- ræktinni, getur blandast hugur um að fram- farir í ræktun og meðferð hafa verið stór- stígar. Þær eru að sjálfsögðu árangur af starfi hinna fjölmörgu hrossabænda og annarra unnenda og ræktenda íslenska hestsins. Allir sem fylgjast vilja með eða taka þátt í ræktunarstarfinu hafa not af ættbókinni. Án ættbókar getur enginn fylgst með. Bókina er hægt að panta frá Búnaðarfélagi íslands,v/Hagatorg, Reykjavík. Sími 19200. Verð til áskrifenda er kr. 500.00. Verð í bóka- verslunum er kr. 615.00. Búnaðarfélag íslands

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.