Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 1
Alit um íþróttir helgarinnar á bls. 11, 12, 13 og 14 TRAUSTOG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Þriðjudagur 30. nóvember 1982 273. tölublað - 66. árgangur Dropar: rlátir Eyjamenn! bls. 24 Pétur mikli — bls. 23 Eld- flaugar — bls. 7 Aöventu- kransar — bls. 10 -Rltstjóm 86300 - Auglýsingar 18300 - Afgrelðsla og áskrlft 86300 - Kvöldsjmar 86387 og 86392 Opna varð óvænt bæði sláturhúsin á Sauðárkróki íeinn dag: UM 400 ÁM VAR SLÁTRAD VEGNA FUlOREITRUNAR — Sýkingin afleiðing flúormengaðrar gjósku úr Heklugosinu 1980 ¦ Vegna flúoreitrunar varð að slátra á fimmta bundrað ám úr Skagaflrði í síðustu viku, sem elia var álitið að hefðu dregist upp og drepist. Voru bæði sláturhúsin á Suðárkróki opnuð í einn dag vegna þessa, s.l. miðviku- dag. Allmargt fé hafði drepist áður Sýking þessi kemur fram í svokölluð- um gaddi, er myndast á tönnum og tanngarði fjárins og veldur eymslum og sárindum sem agerast smám saman svo að skepnan missir iyst og getur í rauninni bvorki bitid eða étið hey né annað fóður og ekki jórtrað. Sýkingin er afleiðing flúormeng- aðrar gjósku er féll víða á Norðurlandi í Heklugosinu í ágúst 1980, en hvað mest á Hofsafrétti, þ.e. hálendinu inn af Skagafjarðardölum, og iangt niður í byggð. Þrátt fyrir það að þá hafi verið gripið til þess ráðs að flytja féð í haga utar í héraðinu sem að mestu leyti sluppu við öskufall, svo og að hagnýtt hafði verið ýmisskonar ráðgjöf og leiðbeiningar, eru afleiðingar .hinnar eitruðu ösku enn að komaí ljós. Hefur allmargt fé af þeim sökum dregist upp og drepist. Við athugun á fé á öllum bæjum í Austurdal, Vesturdal og einum bæ í Svartárdal í Lýtingsstaðahreppi fannst síðan hvarvetna sýkt fé, mest um 90 kindur á einum bæ. Var þá ákveðið að farga hinu sýkta fé þar eð sýnt þótti að ella myndi það veslast upp og drepast á næstu vikum og mánuðum. Svo löngu eftir sláturti'ð er að sjálfsögðu hvergi líflömb að fá þannig að stórt skarð er víða höggvið í fjárstofn bænda á þessum slóðum. Einar Gíslason, ráðunautur kannar nú möguleika á bótagreiðslum vegna þessa tjóns bænda. Á.S. MælifelhTHEI ;?m^*^ m -#»*»-%: I Mikið óveður gerði á Suður- og Vesturiandi á sunnudagskveldið. Meira og minna varð ófært á þessum landsvæðum meðan það gekk yfir, rafmagn datt út o.fl. Þessi mynd var tekin upp í Breiðholti þegar unnið var við að losa bifreiðar úr snjónum eftir að veðrinu slotaði. Sjá nánari fréttir bls. 3 Túnamynd: Róbert Talning gekk mjög seint íprófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík: GEIR FÆR SLÆMA ÚTREIÐ! - var í 7. sæti þegar hélmingur atkvæða hafði verið talinn ¦ Albert Guðmundsson, alþingis- maður og forseti borgarstjórnar var í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, í nótt kl. 02, þegar 4000 atkvæði höfðu verið talin af liðlega átta þúsund atkvæðum, og Geir Hallgrímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, var ¦' sjöunda sæti. Fyrir ofan flokksformanninn, voru auk Alberts, þau Birgir ísleifur Gunn- arsson, Friðrik Sóphusson, Ellert B. Schram, RagnhUdur Helgadóttir og Pétur Sigurðsson. Klukkan tvö í nótt hafði Albert Guðmundsson hlotið 2870 atkvæði, Birgir ísleifur Gunnarsson, var í öðru sæti með 2854 atkvæði, Friðrik Sóphusson, varaformaður flokksins var í 3. sæti með 2848 atkvæði, Ellert B. Schram, var í 4. sæti með 2643 atkvæði, Ragnhildur Helgadóttir í 5. sæti með 2623 atkvæði, Pétur Sigurðs- son, í 6. sæti með 2409 atkvæði, Geir Hallgrímsson, í 7. sæti með 2303 atkvæði, Geir H. Haarde í 8. sæti með 2097 atkvæði, Jón H. Magnússon í 9. sæti með 2031 atkvæði, Guðmundur H. Garðarsson í 10. sæti með 2023 atkvæði, Bessí Jóhannsdóttir í 11. sæti með 1465 atkvæði og Jónas Elíasson, í 12,sæti með 1439 atkvæði. Talning atkvæða dróst mjög á langinn í gærkvöldi og nótt, og hafa menn látið i veðri vaka að hin óvænta útreið formannsins, Geirs Hallgríms- sonar hafi átt sinn þátt í því. Hafði verið upplýst í Valhöll síðdeg- is í gær, að reikna mætti með því að fyrstu tölulegu upplýsingarnar um röð prófkjörsþátttakenda yrðu gerðar op- inberar um kl. 22 í gærkveldi, en fyrstu upplýsingar, um röðina voru ekki gefnar fyrr en laust fyrir kl. 01 í nótt, og þá höfðu verið talin 2500 atkvæði. Framkvæmdastjóri flokksins, Kjartan Gunnarsson skýrði dráttinn á þann hátt að talning hefði ekki getað hafist fyrr en kl. 22. AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.