Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.11.1982, Blaðsíða 1
Allt um íþróttir helgarinnar á bls. 11, 12, 13 og 14 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Þriðjudagur 30. nóvember 1982 273. tölublað - 66. árgangur Dropar: Orlátir Eyjamenn! - bls. 24 Pétur mikli — bls. 23 Opna vard óvænt bædi sláturhusin á Saudárkróki í einn dag: UM 400 ÁM VAR SUHUD VEGNA RdOREmtUNAR — Sýkingin afleiðing flúormengadrar gjósku úr Heklugosinu 1980 ■ Vegna flúoreitrunar varð að slátra á flmmta hundrað ám úr Skagafirði í síðustu viku, sem ella var álitið að hefðu dregist upp og drepist. Voru bseði sláturhúsin á Suðárkróki opnuð í einn dag vegna þessa, s.l. miðviku- dag. Allmargt fé hafði drepist áður Sýking þessi kemur fram í svokölluð- um gaddi, er myndast á tönnum og tanngarði fjárins og veldur eymslum og sárindum sem ágerast smám saman svo að skepnan missir lyst og getur í rauninni hvorki bitið eða étið hey né annað fóður og ekki jórtrað. Sýkingin er afleiðing flúormeng- aðrar gjósku er féll víða á Norðurlandi í Heklugosinu í ágúst 1980, en hvað mest á Hofsafrétti, þ.e. hálendinu inn af Skagafjarðardölum, og langt niður í byggð. Þrátt fyrir það að þá hafi verið gripið til þess ráðs að flytja féð í haga utar í héraðinu sem að mestu leyti sluppu við öskufall, svo og að hagnýtt hafði verið ýmisskonar ráðgjöf og leiðbeiningar, eru afleiðingar .hinnar eitruðu ösku enn að koma í ljós. Hefur allmargt fé af þeim sökum dregist upp og drepist. Við athugun á fé á öllum bæjum í Austurdal, Vesturdal og einum bæ í Svartárdal f Lýtingsstaðahreppi fannst síðan hvarvetna sýkt fé, mest um 90 kindur á einum bæ. Var þá ákveðið að farga hinu sýkta fé þar eð sýnt þótti að ella myndi það veslast upp og drepast á næstu vikum og mánuðum. Svo löngu eftir sláturtíð er að sjálfsögðu hvergi líflömb að fá þannig að stórt skarð er vfða höggvið í fjárstofn bænda á þessum slóðum. Einar Gíslason, ráðunautur kannar nú möguleika á bótagreiðslum vegna þessa tjóns bænda. Á.S. Mælifelli/HEI ■ Mikið óveður gerði á Suður- og Vesturlandi á sunnudagskveldið. Meira og minna varð ófært á þessum landsvæðum meðan það gekk yfir, rafmagn datt út o.fl. Þessi mynd var tekin upp í Breiðholti þegar unnið var við að losa bifreiðar úr snjónum eftir að veðrinu slotaði. Sjá nánari fréttir bls. 3 Tímamynd: Róbert Eld- flaugar — bls. 7 Aðventu- kransar — bls. 10 Talning gekk mjög seint f prófkjöri sjálfstædismanna f Reykjavlk: GEIR FÆR SLÆMA ÚTREIÐ! — var f7. sæti þegar hélmingur atkvæða hafði verið talinn ■ Albert Guðmundsson, alþingis- maður og forseti borgarstjómar var í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavik, í nótt kl. 02, þegar 4000 atkvæði höfðu verið talin af liðlega átta þúsund atkvæðum, og Geir Hallgrímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, var í sjöunda sæti. Fyrir ofan flokksformanninn, vora auk Alberts, þau Birgir ísleifur Gunn- arsson, Friðrik Sóphusson, Ellert B. Schram, Ragnhildur Helgadóttir og Pétur Sigurðsson. Klukkan tvö í nótt haföi Albert Guðmundsson hlotið 2870 atkvæði, Birgir ísleifur Gunnarsson, var í öðru sæti með 2854 atkvæði, Friðrik Sóphusson, varaformaður flokksins var í 3. sæti með 2848 atkvæði, Ellert B. Schram, var í 4. sæti með 2643 atkvæði, Ragnhildur Helgadóttir í 5. sæti með 2623 atkvæði, Pétur Sigurðs- son, í 6. sæti með 2409 atkvæði, Geir Hallgrímsson, í 7. sæti með 2303 atkvæði, Geir H. Haarde í 8. sæti með 2097 atkvæði, Jón H. Magnússon í 9. sæti með 2031 atkvæði, Guðmundur H. Garðarsson í 10. sæti með 2023 atkvæði, Bessí Jóhannsdóttir í 11. sæti með 1465 atkvæði og Jónas Elíasson, í 12,sæti með 1439 atkvæði. Talning atkvæða dróst mjög á langinn í gærkvöldi og nótt, og hafa menn látið í veðri vaka að hin óvænta útreið formannsins, Geirs Hallgríms- sonar hafi átt sinn þátt í því. Hafði verið upplýst í Valhöll síðdeg- is í gær, að reikna mætti með því fyrstu tölulegu upplýsingarnar um i prófkjörsþátttakenda yrðu gerðar < inberar um kl. 22 í gærkveldi, en fyr upplýsingar, um röðina voru el gefnar fyrr en laust fyrir kl. 01 í nc og þá höfðu verið talin 2500 atkvæ Framkvæmdastjóri flokksins, Kjarl Gunnarsson skýrði dráttinn á þa hátt að talning hefði ekki getað hal fýrr en kl. 22.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.